Dagur - 02.07.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 02.07.1991, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 2. júlí 1991 - DAGUR - 7 2. deild: Selfyssingar engin hindrun fyrir Þór Þórsarar halda sínu striki og unnu öruggan sigur á Selfyss- ingum í 2. deild Islandsmótsins í knattspyrnu á Akureyrarvelli á föstudagskvöld. Þrátt fyrir heldur slakan fyrri hálfleik höfðu Þórsarar náö tveggja marka forystu fyrir hlé og í seinni hálfleik var aldrei spurn- ing um hvort liðiö myndi sigra. Sverrir Sverrisson var besti maður KA gegn FH og skoraði fyrsta mark sitt í 1. deild. Mynd: Golli Samskipadeildin: Sanngjam sigur KA-manna á FH „Þetta var frábært,“ sagði Sverrir Sverrisson, besti maður KA, eftir sanngjarnan sigur liðsins á FH í Hafnarfirði á sunnudag. KA-menn sigruðu 2:0 og það var Sverrir sem inn- siglaði sigur KA-manna á loka- sekúndunum. KA-menn hafa nú hlotið 10 stig og sigla lygnan sjó eins og er í 6. sæti deildar- innar. Falldraugurinn er svo sem ekki langt undan en rifja má upp að liðið hlaut ekki nema 16 stig á íslandsmótinu í fyrra og slapp við fallið þannig að ekki virðist mikil ástæða til svartsýni þessa dagana. Fyrri hálfleikur var fremur tíð- indalítill framanaf, liðin skiptust á að sækja án þess þó að skapa sér nokkur umtalsverð marktæki- færi. Það var ekki fyrr en á markamínútunni, þeirri 43., að Halldór Halldórsson sendi fram á Pavel Vandas, sem virtist kol- rangstæður en línuvörðurinn hreyfði ekki flaggið og Pavel var vandanum vaxinn, brunaði inn í teiginn og skoraði með föstu skoti. FH-ingar mótmæltu ákaft en allt kom fyrir ekki og staðan var 1:0 í hléi. Seinni hálfleikur var öllu fjör- ugri og strax á 55. mínútu átti Ormarr gullfallega sendingu á Örn Viðar sem skaut framhjá úr ágætu færi. Mínútu síðar varði Stefán Arnarsson, í marki FH, vel frá Pavel og áfram sóttu KA- menn. Páll Gíslason átti þrumu- skot í þverslána og niður í jörð- ina og vildu margir meina að boltinn hefði farið innfyrir lín- una. 10 mínútum síðar varði Stefán með tilþrifum skalla frá Erlingi. FH-ingar áttu einnig sín- ar sóknir en þær strönduðu flest- ar á sterkri vörn KA, næst kom- ust FH-ingar því að jafna þegar Pálmi Jónsson átti þrumuskot hárfínt framhjá. Það var síðan á lokamínútunni sem KA-menn innsigluðu sigur sinn. Þung sóknarlota þeirra end- aði með því að boltinn barst til Sverris Sverrissonar sem þrumaði upp í þaknetið úr vítateignum. Sigur KA var sanngjarn, liðið barðist vel allan leikinn og hefði með heppni getað skorað fleiri mörk. Sverrir var besti maður liðsins en Andri Marteinsson var bestur FH-inga. HB Allar líkur eru á að Guðmund- ur Benediktsson, knattspyrnu- maðurinn ungi og efnilegi úr Þór, geri atvinnusamning við belgíska liðið Ekeren. Hann hefur átt í sanmingaviðræðum við liðið að undanförnu og eru líkur á að skrifað verði undir tveggja ára samning í vikunni. Guðmundur og Benedikt Guðmundsson, faðir hans, hafa átt í viðræðum við Ekeren alla Lið KA: Haukur Bragason, Örn Viðar Arnarson, Gauti Laxdal, Halldór Hall- dórsson, Erlingur Kristjánsson, Pavel Vandas (Árni Hermannsson á 77. ntín.), Svcrrir Sverrisson, Einar Einarsson (Halldór Kristinsson), Páll V. Gíslason. Steingrímur Birgisson, Ormarr Örlygs- son. Lið FH: Stefán Arnarsson, Hallstcinn Arnarsson, Izudin Dervic, Pálmi Jónsson, Björn Jónsson, Guðmundur Hihnarsson, Guömundur Valur Sigurðs- son. Björn Axelsson, Höröur Magnús- son. Andri Martcinsson, Ólafur Helgi Kristjánsson (Þórhallur Víkingsson). Mörk KA: Pavel Vandas 43., Sverrir Sverrisson 90. Gult spjald: Einar Einarsson, KA. Dómari: Sveinn Sveinsson. Dæmdi ágæt- lega. Línuverðir: Sæmundur Víglundsson og Sæmundur Jónsson. síðustu viku og eru samningar að komast í höfn. Takist samningar á þeim nótum sem um hefur ver- ið rætt verður samið til tveggja ára og Guðmundur fer þá að öll- um líkindum út strax í þessum mánuði. Þar tekur við endurhæf- ing þar til hann verður leikfær en Guðmundur hefur verið á hækj- um síðan hann var skorinn upp í maí sl. Þýska félagið Stuttgart hefur Nokkrar breytingar höfðu orð- ið á Þórsliðinu sem byrjaði leik- inn á föstudagskvöld. Hlynur var ekki með vegna meiðsla og Ásmundur sat á varamanna- bekknum. Halldór .Áskelsson var kominn í fremstu víglínu, Lárus Orri á miðjuna og Árni Þór á vænginn. Þórsarar voru síður en svo sannfærandi í fyrri hálfleik, léku undan golu en áttu í vandræðum með að ná upp spili. Selfyssingar börðust um hvern einasta bolta og náðu að trufla Þórsara svo lít- ið gekk fyrr en á 31. mínútu. Þá kom sending aftur á markvörð Selfyssinga sem hugðist hreinsa frá en hitti ekki boltann og Hall- dór Áskelsson var fyrstur að átta sig og renndi í tómt markið. 5 mínútum seinna þrumaði Bjarni boltanum viðstöðulaust neðst í hornið og breytti stöðunni í 2:0. í seinni hálfleik voru Þórsarar mun frískari og gerðu strax harða hríð að marki gestanna. Hefðu þeir getað verið búnir að skora a.m.k. tvö mörk þegar Árni Þór Árnason var felldur í vítateig Selfyssinga á 82. rnínútu og Júlíus Tryggavason skoraði úr vítaspyrnunni sem réttilega var dæmd. Selfyssingar tóku miðj- una, brunuðu upp og Sigurður Guðmundsson minnkaði muninn með skalla meðan Þórsvörnin var úti að aka. Þremur mínútum síð- ar komst Páll Guðmundsson einn innfyrir vörn Þórs en skot hans hafnaði í þverslánni og fór þaðan yfir markið. Bjarni Sveinbjörnsson var frískur í framlínu Þórsara og einnig sýnt Guðmundi áhuga en ekki gert honum formlegt tilboð eins og beðið hefur verið eftir. Þó hefur alltaf verið ljóst að þar var verið að tala um áhugamanna- samning og reiknað var með að Guðmundur myndi leika með unglingaliði félagsins fyrst um sinn. Forráðamenn Ekeren gera hins vegar ráð fyrir að hann byrji að leika með aðalliði félagsins fljótlega eftir að hann hefur náð sér af meiðslunum. Knattspyrna: Allar líkur á að Guðmundur skrifi undir sanuiing við Ekeren Bjarni Sveinbjörnsson var frískur gegn Selfyssingum og skoraði eitt mark. besti maður liðsins. Hjá Selfyss- ingum var markvörðurinn Anton Hartmannsson góður ef undan eru skilin mistökin sem áður eru nefnd. Lið Þórs: Friðrik Friðriksson, Júlíus Tryggvason, Nói Björnsson, Sveinn Pálsson, Árni Þór Árnason, Porsteinn Jónsson, Pórir Áskelsson, Birgir Þór Karlsson, Lárus Orri Sigurðsson, Hall- dór Áskelsson, Bjarni Svcinbjörnsson. Lið Selfoss: Anton Hartmannsson, Grét- ar Þórsson, Gunnar Garðarsson, Sævar Sverrisson (Valgeir Reynisson á 67. mín.), Guðjón Þorvarðarson, Þórarinn Jóhannsson, Ingólfur Jóhannsson, Gylfi B. Sigurjónsson (Sigurður Guðmundsson á 62. mín.), Páll Guðmundsson, Salih Porca, Ómar Valdimarsson. Mörk Þórs: Halldór Áskelsson 31., Bjarni Sveinbjörnsson 36., Júlíus Tryggvason 82. (v). Mark Selfoss: Sigurður Guðmundsson 83. Gult spjald: Lárus Orri Sigurösson, Þór. Dómari: Ólafur Ragnarsson. Dæmdi vel. Línuverðir: Sveinn Helgason og Sigurður Sigurðsson. Guðmundur Benediktsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.