Dagur - 02.07.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 02.07.1991, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 2. júlí 1991 - DAGUR - 5 Húsnæðisnefnd Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir umsóknum um félagslegar í búðir fyrir aldraða. íbúðirnar eru í raðhúsi í landi Reykhúsa v/Kristnesspítala. Um er að ræða 2 stærðir íbúða 66 m2 og 87 m2. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 31335. Húsnæðisnefnd Eyjafjarðarsveitar. Systkinin Guðmundur Ingvi og Þórey Elisabet Jónsbörn frá Hallormsstað voru að skoða safnið ásamt foreldrum sín- um er blm. bar þar að Byggðasafnið Hvoli: Munir Jóhanns „risa“ vekja athygli Nýlega var efsta hæð Byggða- safnsins í Hvoli á Dalvík opn- uð almenningi til sýnis en unn- ið hefur verið að innréttingu og staðsetningu muna á hæð- inni fyrir ferðamannatímann í sumar. Safnið var fyrst opnað almenningi í desembermánuði 1987 og er nú kontið í allt húsið. Dalvíkurbær keypti Hvol til uppbyggingar og varð- veislu gamalla muna á.Dalvík og í Svarfaðardal. Safnvörðurinn Friðjón Krist- insson segir safnið opið daglega milli kl. 13 og 17 yfir sumarmán- uðina og aðsókn hafi verið nokk- uð góð á sl. ári en lítið hafi sést enn af ferðamönnum. Um 1500 munir eru á safninu en auk þess er þar m.a. fugla, jurta- og steinasafn og svo vekur sýning á munum Jóhanns Svarfdælings eða Jóhanns „risa" alltaf sérstaka athygli. GG Sumarferö IÐJU Sumarferð félagsins verður farin 15.-20. júlí nk. Gist verður í Búðardal og þaðan farnar dagsferðir. M.a. á ofanverðar Mýrar, um Hvammssveit og Skarðsströnd, að Hlíðarvatni og Hítarvatni. Ef veður verður gott, sem ekki er að efa, verður farið í siglingu um Breiðafjörð. Verð er kr. 24.000.- pr. mann og innifalið í því er gisting, ferðir og fullt fæði. Þátttöku þarf að tilkynna til skrifstofu Iðju fyrir 8. júlí nk. Sími 23621. Ferðanefnd. Sæluvist hf.: Hópur áhugamanna um eflingu ferðaþjónustu á Dalvík - opnar 10 herbergja gistiheimili á næstunni Hlutafélagið Sæluvist hf. sem er hópur áhugamanna um að efla ferðaþjónustu á Dalvík, hefur keypt gamalt tvílyft ein- býlishús á staðnum og á næst- unni verður þar opnað gisti- heimili með 10 herbergjum en ekkert hótel er á Dalvík. Heimavist Dalvíkurskóla er leigð á sumrin fyrir gistingu en hrekkur mjög skammt. Það færist í vöxt að þeir ferða- mannahópar sem koma til Dal- víkur séu það stórir að ekki er mögulegt að hýsa þá alla og er það mjög bagalegt fyrir stað sem vill taka þátt í þeirri aukningu sem sífellt er í ferðaþjónustu. Næsta vetur verður Skíðalands- mótið haldið á Dalvík og Ólafs- firði og ljóst er að þorri kepp- enda verður að leita gistingar til Akureyrar. Nokkrir aðilar leituðu á sínum tíma eftir því að fá lager- og skrifstofuhúsnæðið á Böggvis- stöðum á leigu og innrétta sem hótel, en fengu engin svör. Stað- setning þess hús er nyjög góð, stutt á skíðasvæðið í Böggvis- Iðnaöarmenn leggja dag við nótt til þess að Ijúka innréttingu á gistiheimilinu áður en fyrstu gestirnir birtast. Mynd: gg staðafjalli og verslanir og þjón- usta á Dalvík skammt undan. Barnabílstóll - bílpúði - belti! Notar barnið þitt öryggisbúnað í bílnum? |JUMFERÐAR AUGLÝSING UM VAXTAHÆKKUN Hinn 1. júlí 1991 hækka vextir í 4,9% á lánum, sem veitt hafa veriö úr Byggingarsjóöi ríkisins frá og meö 1. júlí 1984 og borið hafa 3,5% og 4,5% vexti. Undanskilin eru lán vegna greiösluerfiöleika og til byggingar almennra kaupleiguíbúöa. Þessi vaxtabreyting kemur fram á gjalddaganum 1. ágúst 1991. Á þeim gjalddaga veröa reiknaðir meöalvextir, þar eö vaxtabreytingin tekur gildi milli gjalddaga. Reykjavík, 24. júní 1991. XÖ HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 696900 W

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.