Dagur - 12.09.1991, Síða 2

Dagur - 12.09.1991, Síða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 12. september 1991 Vökvasíur og þrýstimælar STRAUMRÁS s.f Furuvöllum 1 sími 26988 Þar sem þjónustan er í fyrirrúmi. /-----------------\ (PFAFF) Þjónustudagar á Akureyri Viðgerðarmenn frá Pfaff munu yfirfara og stilla Pfaff vélar föstudaginn 13. sept. frá kl. 10-18 og laugardaginn frá kl. 10-14. Verið velkomin Það verður heitt á könnunni WZ-____ML Kaupangi • Sími 23565 _________________________________/ Fréttir Skipagata 13: Húsið auglýst til niðurrifs Drangshúsið við Skipagötu 13 á Akureyri verður trúlega rifið innan skamms. Húsið hefur ekki stöðuleyfi og verður að víkja fyrir ráðandi skipulagi. í miðbæjarskipulagi Akureyrar er gert ráð fyrir bifreiðastæð- um á lóðinni Skipagata 13. Steindór Jónsson, útgerðar- maður, reisti Drangshúsið á sín- um tíma. Steindór gerði út póst- bátinn Drang er annaðist flutn- inga til hafna við Eyjafjörð og til Grímseyjar. Bygging hússins að Skipagötu 13 þótti marka spor til framfara á sínum tíma. Fljótt skipast veður í lofti og hin síðari ár hefur staðið styrr um húsið. Málaferl hafa risið sem eru flókin. f dag er Fjárfestingafélag- ið eigandi hússins og hefur aug- lýst húsið til niðurrifs. „Ég hef verið að kanna hvort einhver vill eiga húsið með þeirri kvöð að hinn sami rífi húsið strax. Margir hafa hringt til að kanna málið og hvað verður kemur í ljós um miðjan mánuð,“ sagði Gísli Jónsson, fram- kvæmdastjóri. ój Um hádegisbikið í gær varð allharður árekstur á mótum Gránufélagsgötu og Laufásgötu á Akureyri. Tveir bílar rákust saman og skcmmdust mikið en ekki urðu slys á fólki. Mynd: Gotli Vestur-Húnvetningar stofna tónlistarfélag - djasssveifla á fyrstu tónleikum félagsins nk. miðvikudagskvöld á Hvammstanga Þann 8. ágúst sl. var Tónlistar- félag Vestur-Húnvetninga stofnað á Hvammstanga. For- maður félagsins var kosinn Sveinn L. Björnsson, tónskáld. Tilgangur félagsins er m.a. að standa fyrir tón- leikahaldi í sýslunni a.m.k. einu sinni í mánuði, níu mán- uði ársins, frá 1. september til mafloka. Stofnfélagar félagsins eru nú þegar orðnir nærri 50 og er öllum heimil þátttaka. Ætlunin er að bjóða nágrannabyggðum sýsl- Endurvinnslan hf.: Móttaka á tómum áfengis- flöskum hafin „Endurvinnslan hf. kaupir nú tómar áfengisflöskur, sem er bein viðbót við fyrri starfsemi þ.e. kaup á gos- og ölllöskum sem og bjórdós- um,“ sagði Gunnar Braga- son, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar hf. í Reykjavík. Móttökustaðir Endurvinnsl- unnar hf. eru um allt land. Á Norðurlandi eru slíkir staðir á svo til öllum þéttbýlisstöðum. „Fólk nýtir þjónustu okkar í ríkum mæli. Umfang starf- seminnar eykst nú til muna. Áfengisverslun ríkisins selur um 3Vz milljón flaskna á ári og mestur hluti þeirra mun koma inn til Endurvinnslunnar hf.,“ sagði Gunnar Bragason. ój unnar að njóta góðrar tónlistar með Vestur-Húnvetningum í vetur. Fyrstu tónleikar félagsins verða haldnir á Hótel Vertshúsi á Hvammstanga nk. miðvikudags- kvöld, 18. september, og hefjast þeir kl. 21. Á tónleikunum koma fram Kvartett Sigurðar Flosason- Þessa viku er útsala í herra- deild JMJ á Akureyri og að sögn Ragnars Sverrissonar kaupmanns, hefur verið mikil og góð sala en þó sé enn hægt að gera mjög kaup. Umhverfisnefnd Alþingis: Gunnlaugur foraiaður í blaðinu í gær var sagt frá fund- um umhverfisnefndar Alþingis á Akureyri og þar sagt jafnframt að Tómas Ingi Olrich sé formað- ur nefndinnar. Starfsmaður á skrifstofu Alþingis gaf rangar upplýsingar um þetta atriði því formaður nefndarinnar er Gunn- laugur Stefánsson, þingmaður Alþýðuflokks í Austurlandskjör- dæmi. JÓH ar og söngkonan Andrea Gylfa- dóttir og flytja djasstónlist. Kvartettinn skipa auk Sigurðar, Þórður Högnason á kontrabassa, Matthías Hemlock á trommur og Kjartan Valdimarsson á píanó. Ekkert aldurstakmark er að tón- leikunum og eru allir velkomnir á þá. óþh „Við erum að rýma fyrir nýjum haust- og vetrarvörum og eftir helgi tökum við fram nýjar vörur í haust- og vetrarlínunni.“ Ragn- ar sagði að fólk kynni vel að meta þær vörur sem væru á útsölunni enda væri úrvalið mjög fjöl- breytt. „Það hefur verið handagangur í öskjunni í vikunni og fólk kom- ið víða að og gert góð kaup.“ Útsölunni lýkur á laugardag en þá er verslunin opin frá kl. 10-12. -KK DAGIIS Akurejti S 96-24222 Norðlenskt dagblað Herradeild JMJ: Útsöluiuii lýkur á laugardag - enn hægt að gera góð kaup

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.