Dagur - 12.09.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 12.09.1991, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. september 1991 - DAGUR - 7 Karen Blixcn. hinar byggingarnar bjó fjölskyld- an í leiguhúsi í nágrenninu og síð- ar í nokkra mánuði í Sviss. Bókmenntaperlur Karenar Blixen eru skrifaðar í Rungstedlund Karen Blixen bjó öll sín bernsku- og ungdómsár að Rungstedlund. I Rungstedlund skrifaði hún fyrstu smásögurnar og bjó þar ásamt móður sinni, systrum og bræðr- um þar til hún fór til Austur- Afríku árið 1913 til að ganga í hjónaband. Eiginmaðurinn var frændi Karenar, Bror von Blixen- Finecke, sænskur barón sem hafði keypt búgarð í hálendi Afríku. Er hér var komið sögu var Karen 28 ára. í þau sautján ár sem Karen átti heima í Afríku heimsótti hún Danmörku með vissu millibili og bjó langdvölum hjá móður sinni í Rungstedlund. Þegar hún missti búgarðinn í Afríku árið 1931 fluttist hún alkomin heim til Rungstedlund. Gjaldþrota og án sérmenntun- ar sem hægt væri að byggja á sett- ist hún niður við skrifborð föður síns í Ewaldsstofu og skrifaði sína fyrstu bók „Seven Gothic Tales“ og sló í gegn strax sem rit- höfundur á heimsvísu. Stór hluti þeirra ritverka er hún samdi síðar voru einnig skrifuð að Rungsted- lund. Er móðir Karenar dó, 1939, tók Karen við heimilisrekstrinum að Rungstedlund. Systur hennar og bræður bjuggu í vellystingum í Danmörku. Systirin Ellen Dahl, sem hafði gifst inn í ríka ætt, gaf eftir arf sinn og bræðurnir leyfðu Karen að búa í Rungsted þrátt fyrir að erfðartilkall hennar til staðarins væri þá aðeins 'Á laga- lega séð. Það er því Karen, sem með persónulegum og næmum smekk hefur búið Rungstedlund þeim húsgögnum sem enn eru í stofum og herbergjum. Karen átti aldrei mikla peninga og hafði aldrei áhuga fyrir að kaupa ný húsgögn og verðmikla forngripi. Það sem við sjáum í dag af innanstokks- munum í Rungstedlund eru gömul húsgögn frá ýmsum bóndabæjum er voru í eigu Dinesen ættarinn- ar. Fyrir fimmtíu árum voru þess- ir innanstokksmunir orðnir lúnir en Karen náði aö skapa undra- vert og listrænt heimili í þess orðs fyllstu merkingu. Sjálf sagði hún um Rungstedlund: „Húsakostur- inn verður að vera ögn betri en á prestsetri en ekki jafn fínn og á herrasetri". Rungstedlund varð að vísu ekki sem Karen vildi, en það að búa í sögufrægu húsi knúði hana til, að hennar mati, að opna húsið fyrir gestum og gangandi. Safn Karenar Blixen að Rungstedlund Er aldurinn færðist yfir Karen Blixen hugsaði hún mikið um hvað yrði af Rungstedlund er hún yrði öll. Hún ráðfærði sig við vin sinn Knud W. Jensen, sem síðar stofnaði Louisiana listasafnið. Að hans uppástungu og eftir mikla umhugsun stofnaði Karen Rungstedlundsjóðinn og setti honum markmið. Þetta var árið 1958. Karen og Anders Dinesen bróðir hennar gáfu sjóðnum sinn hluta í Rungstedlund og systir þeirra Ellen Dahl keypti hlut bróðursins Thomasar og færði sjóðnum. Jafnframt var gengið frá, að sjóðurinn fengi öll ritlaun Karenar í framtíðinni að undan- skyldum lífeyri er rynni til rit- höfundarins meðan hún Iifði. Húsakosturinn að Rungsted- lund var lagfærður á næstu árum. Lagfæringarnar urðu mjög kostn- aðarsamar því að mörgu þurfti að huga svo sem að koma upp lang- þráðu baðherbergi og hitalögn- um. Rungstedlundsjóðurinn var kominn í þrot er Karen Blixen lést 7. september 1962. í hart nær 25 ár reyndist snúið að reka Rungstedlund af þeim tekjum er féllu til vegna ritverka Karenar. Sum árin varð hallinn verulegur. Að síðustu er „Out of Afríka“ hlaut Óskarsverðlaunin urðu vinsældir Karenar það mikl- ar að bækur hennar seldust í milljónum eintaka vítt og breitt um heiminn og peningarnir streymdu inn í Rungstedlund- sjóðinn. Nú var hægt að hefjast handa og draumi Karenar var hrint í framkvæmd. í nóvember 1978 ákvað sjóðsstjórnin að setja upp safn í vesturálmu Rungsted- lundbæjarins þar sem áður var gripahús og heyloft. Unnið var að verkinu á árunum 1988 til 1991 undir stjórn Vilhelm Wohlert, sem er arkitekt Louisi- anna listasafnsins og í sjóðsstjórn Rungstedlundsjóðsins. Safn Kar- enar Blixen var opnað 14. maí í vor. Allir er koma til Dan- merkur ættu að heimsækja safn Karenar Blixen Hér að framan er saga Rungsted- lund rakin. Hún er um margt fróðleg. í frásögninni er stuðst við upplýsingar frá forstöðukonu safns Karenar Blixen. Frásögnin er ekki tæmandi. Lítið er fjallað um líf rithöfundarins sem var mjög sérstætt. Ekkert er rætt um ritverk Karenar því ég tel réttar að bókmenntafræðingar fjalli þar um. Hinsvegar er greinarkorn þetta birt í dag á dánardægri rit- höfundarins til að minna á að búið er að opna safn Karenar Blixen í Rungstedlund. Allir sem til Danmerkur koma ættu að heimsækja safnið, þeir verða ekki sviknir af þeirri stund sem í heimsóknina er varið. ój Tilboð Juvel rúgmjöl 88 kr. 2 kg Tilboð Nemll hafragrjón kr. kg Tilboð Nemli eldhúsp. m/4 176 kr. laugardaga frá 10 til 14 Opið til kl. 19 föstudaga Kynnum fimmtudag frá kl. 16 til 18 föstudag frá kl. 14 til 19 laugardag frá kl. 10 til 14 Opið SKÓHÚSIÐ BÓNUSSKÓR Opnum í dag kl. 10:00 Opnunartilboð: Töflur hvítar með nuddpúðum. Stærðir 35-43. Verð kr. 990 Loðfóðraðir kuldaskór barna. Svart, brúnt, rautt, blátt leður og svart rúskinn. Stærðir 28-38. Verð kr. 2.490 Loðfóðraðir kuldaskór. Svart leður og svart rúskinn. Stærðir 3Ó-41. Verð kr. 2.990 Mokkasinur, svart leður Stærðir 41-4Ó. Verð kr. 990 Skóhúsii - Tískuskór, hágæðavara á góðu verði Bónusskór - Beinn innflutningur frá Portúgal, góðir skór á ótrúiegu verði Skóhúsið Bónusskór Verslunarmiðstöðinni Kaupangi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.