Dagur - 12.09.1991, Blaðsíða 3

Dagur - 12.09.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. september 1991 - DAGUR - 3 Fréttir_______________________________ Norðurland vestra: Hef hafið störf Atvinnuhorfur svipaðar og á síðasta hausti Atvinnuástand á Norðurlandi vestra á komandi vetri verður svipað og sl. vetur að áliti for- svarsmanna verkalýðsfélaga á svæðinu. Þeir telja að ekki verði mikið um atvinnuleysi, þar sem ekkert bendi til að fyrirtæki séu að leggja upp laupana. „Ég horfi björtum augum til vetrarins þar sem við sjáum ekki betur í dag en Meleyri starfi áfram og bæði þar og hjá Sauma- stofunni Drífu vantar fólk til starfa,“ segir Jón Haukdal, stjórnarmaður hjá Verkalýðsfé- laginu Hvöt á Hvammstanga. Það er ekki bara á Hvamms- tanga sem menn líta veturinn björtum augum, því Valdimar Guðmannsson, formaður Verka- lýðsfélags A-Húnavatnssýslu, segir útlitið nú vera betra en á horfðist á tímabili í sumar. „Ég verð að viðurkenna að það er að Fréttaviðtalið sumu leyti bjartara yfir manni í dag en var fyrr á árinu. Næga atvinnu er að hafa um þessar mundir og það virðist ætla að greiðast úr verklokum við Blönduvirkjun öðruvísi en ætlað var þar sem virkjunarfram- kvæmdunum Iýkur í áföngum og einnig var mikið um að skólafólk ynni þarna upp frá. Staðan er því sú að eins og er vantar vinnuafl hér á Blönduósi, en ekki er gott að segja hvað gerist þegar slátur- tíðinni lýkur,“ segir Valdimar. Magnús Guðmannsson, varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélags Skagastrandar, hefur svipaða sögu að segja og þeir Jón og Valdimar og telur atvinnuhorfur vera svipaðar og á síðasta hausti. Þó segir hann fiskiríið skipta miklu máli og kvótaskerðingin hafi það í för með sér að ef að veiðist vel í vet- ur þá verði atvinnuleysi næsta sumar og öfugt ef lítið veiðist í vetur. Jón Karlsson, formaður Verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki segist halda að almennt sé ástand í fyrirtækjum á þann veg að ekki sé ástæða til sérstakrar svartsýni. Hins veg- ar segir hann alltaf vera að losna um vinnuafl sem sækir um atvinnuleysisbætur og sé þar aðallega um að ræða fólk í sveit- um. Á Hofsósi hefur verið góð atvinna í sumar að sögn Agnesar Gamalíasdóttur, formanns Verkalýðsfélagsins Ársæls, og segist hún ekki sjá fram á annað en það komi til með að haldast í vetur. Hún segir að alltaf séu þó nokkrir fastir á atvinnuleysisbót- um en það sé ekki meira en geng- ur og gerist annars staðar á land- inu. SBG á Tannlæknastofu Harðar Þórleifssonar, Kaupangi. Tímapantanir í síma 21223. Ingólfur Eldjárn, tannlæknir. „Opið hús“ á Sauðárkróki Um þessar mundir eru fimm ár liðin frá því að skrifstofa Dags á Sauðárkróki var opnuð. í tilefni fimm ára afmælisins og flutn- ings skrifstofunnar að Suðurgötu 3, verður „opið hús" á skrifstofu Dags á Sauðárkróki frá kl. 13.00 til 17.00 á morgun, föstudag. Þar gefst fólki kostur á að kynna sér starfsemi blaðs- ins og fá sér kaffisopa og meðlæti. Verið velkomin! - dagblaðið á landsbyggðinni Ber að skoða hvort ekki sé urmt að tekjutengja sjómannaafsláttinn - segir Sigbjörn Gunnarsson, alþingismaður Alþýðuflokksins Sigbjörn Gunnarsson, alþing- ismaður Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, telur vel koma til greina að taka upp tekjutengdan sjó- mannaafslátt, þ.e. að sjómenn sem hafi tekjur yfir ákveðnum mörkum njóti ekki sjómanna- afsláttar. Ekki er ofsögum sagt að nokk- ur stinningur hefur staðið um ýmsar þær niðurskurðartillögur sem hafa verið á borði ríkis- stjórnarflokkanna. Sigbjörn er einn þeirra þingmanna Alþýðu- flokksins sem staðið hefur nokk- uð fast í ístöðin í því að skera ekki niður grundvallarþætti hins svokallaða velferðarkerfis. Sig- björn segir að við þessa vinnu sé ekki horfið frá jafnaðarstefnunni og hann fullyrðir að enginn þing- maður Alþýðuflokksins hafi gert það. Sigbjörn segist ekki efast um að framundan sé „harður póli- tískur vetur“, ekki síst vegna þess að fyrir dyrum standi margar lagabreytingar sem séu pólitískt álitaefni. „Ég býst við snarpri stjórnarandstöðu í vetur og það tel ég mjög gott. Stjórnarand- staðan í tíð síðustu ríkisstjórnar var mjög slöpp og það var mjög slæmt fyrir þáverandi ríkisstjórn. Aðhald er alltaf af hinu góða,“ sagði Sigbjörn. Hann sagði að sú uinræða, sent verið hefði að undanförnu úti í þjóðfélaginu um fjárlögin, hefði að sínu mati verið mjög hæpin. Umræðan hefði að miklu leyti snúist um einstök atriði eins og sjúklinga- og skólagjöld. „Það hefur verið talað um upphlaup í Alþýðuflokknum út af fjárlaga- vinnunni. Mér finnst að það sé líflegur flokkur þar sem er virk pólitísk umræða. Það er ekki af hinu góða þegar þingmenn eru á Norðurlandi eystra „Það vill hver og einn einasti þing- maður Alþýðuflokksins standa vörð um jafnaðarstefnuna og velferðar- kerfið.“ einangraðir frá allri umræðu. Það vill hver og einn einasti þingmað- ur Alþýðuflokksins standa vörð unt jafnaðarstefnuna og velferð- arkerfið. Þó svo að menn hafi sömu markmið, þá má hins vegar deila um leiðirnar. í kosninga- baráttunni gengum við Alþýðu- flokksmenn á undan og töluðum öllum stundum um þörf á upp- skurði í ríkisfjármálunum. Við trúum því að ef það verði ekki gert, þá höldum við áfram með þennan óskaplega halla og teljum að staðan verði verri og verri með hverju árinu. Pólitískt hefði verið þægilegt að taka bara erlent lán og reyna að fjármagna hall- ann sem mest á innanlandsmark- aði. Við höldum hins vegar að við séum komin að endamörkum í því. í slíkri aðferð felst ekkert pólitískt hugrekki, því þannig væri ég að vísa á börnin ntín og barnabörnin. Það er svo annað mál hvernig þetta verkefni kemur til með að ganga, en ég held að samstaðan milli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksir.s um það sé mjög góð,“ sagði Sigbjörn. Hann sagðist ekki smcykur við að koma fram með róttækar upp- skurðartillögur á ríkisfjármálun- um á sama tíma og santningar við launafólk væru lausir. Við vinnu ríkisstjórnarflokkanna að undan- förnu hefðu jöfnunaraðgerðir að ýmsu tagi verið hafðar að leiðar- ljósi, Dæmi um það væru breyt- ingarnar í lyfjamálum, sem mið- uðu að því að breiðu bökin borg- uðu meira en þeir sem minna mættu sín. Þá hefði á síðustu dögum verið rætt um breytingar á sjómannaafslættinum. „Ég segi fyrir mína parta að ég er hrifinn af ýmsum hugntyndum, sem fram hafa komið, um breytingar á sjómannaafslættinum. Mér finnst ekkert réttlæti í því að t.d skip- stjóri á góðu aflaskipi, sem vinn- ur ekki nema hluta úr ári, njóti skattaafslátts umfram fisk- vinnslukonuna sem þrælar í tíu tíma. Ég sé ekkert réttlæti í því. Hins vegar verður að taka tillit til sjómanna sem hafa rninni tekjur. í mínum huga ber að skoða hvort ekki sé unnt að tekjutengja sjó- mannaafsláttinn, þannig að ef rnenn fari yfir ákveðið tekjumark missi þeir þessi fríðindi. Að sama skapi finnst ekkert réttlæti í því að fjölskylda sem hefur fjögur til fimm hundruð þúsund krónur í mánaðartekjur njóti sömu barna- bóta og fjölskylda með hundrað þúsund krónur," sagði Sigbjörn Fyrir síðustu alþingiskosningar héldu frambjóðendur því fram, hvar í flokki sem þeir stóðu, að yrði að hækka skattleysismörkin verulega. Sigbjörn segir að að þessu sé unnið. Hins vegar sé ágreiningur um hækkun skatt- leysismarka innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Forsvarsmenn Alþýðusambandsins telji t.d. að hún komi hinum tekjulægstu ekki til góða. óþh Til þátttakenda í sviðamessu félagsins í Herðubreiðarlindum 14.-15. september: Lagt verður af stað frá skrifstofu félagsins, Strand- götu 23, kl. 9.00 laugardagsmorgun 14. september. Fólk er minnt á eftirfarandi atriði: Nesti vegna ferðarinnar 14. sept. og fram að borð- haldi um kvöldið. Borðhaldið verður í samkomutjaldi og er skjólgóður fatnaður því sjálfsagður. Vegna væntanlegs fjölda þátttakenda er æskilegt, að þeir sem eiga handhægar tjalddýnur taki þær með auk svefnpokans. Verið velkomin í Herðubreiðarlindir. Stjórnin. Umsóknir um framlög úr framkvæmdasjóði aldraðra Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum fyrir árið 1992. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu liggja frammi sérstök umsóknareyðublöð. Ætlast er til, að umsækjendur sendi teikningar af fyrirhuguðum byggingum og endurbótum ásamt lýs- ingu húsnæðis, s.s. hlutverki rýma, fjölda vistrýma, verkstöðu og skýringum á þeim þjónustuþáttum sem áætlað er að efla. Áætlanir um byggingar- og rekstr- arkostnað skulu fylgja. Þá skal með vistunarmati sýnt fram á þörfina fyrir nýjar framkvæmdir. Skrifleg loforð byggingaraðila um fjárframlög vegna þess hluta fjármögnunar, sem þeir munu ábyrgjast skulu fylgja. Endurnýjuðum umsóknum skal fylgja endurskoðaðir reikningar fyrir árið 1991 frá löggiltum endurskoð- anda og yfirlit um framkvæmdakostnað yfirstand- andi árs. Umsóknum ber að skila til Framkvæmdasjóðs aldr- aðra, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 105 Reykjavík, fyrir 1. desember 1991. Framkvæmdasjóður aldraðra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.