Dagur - 12.09.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 12.09.1991, Blaðsíða 12
Akureyri, fímmtudagur 12. september 1991 Áskriftarsíminn er 96- Sauðárkrókur 95-35960 Húsavík 96-41585 Sláturhús KEA á Akureyri: Slátrun hófst í gær - slátursala hefst á morgun Slátrun hófst eftir hádegi í gær í sláturhúsi Kaupfélags Ey- fírðinga á Akureyri. Áætlað er að slátra tæplega 41 þúsund fjár innan fullvirðisréttar, að viðbættum 4153 fullorðnum ám, sem slátrað verður til út- flutnings til Mexikó. í gær var slátrað 400 dilkum og i dag verður 800 dilkum lógað. Óli Valdimarsson, sláturhús- stjóri, segir að fyrstu dagana séu afköst með minna móti, enda Norðurland eystra: Þingmenn fá óskalistana Alþingismenn Norðurlands- kjördæmis eystra eru á ferð- inni í kjördæminu þessa viku og ræða við forsvarsmenn sveitarfélaga, fyrirtækja og stofnana um hvaða verkefni er brýnast að vinna á hverjum stað. í gær höfðu þingmennimir tal af Raufarhafnarbúum og í dag ligg- ur leið þeirra til Húsavíkur. Á morgun og laugardag ræða þing- mennirnir við Ákureyringa. Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík, sagði að á fundi með þingmönnunum í dag yrði öll áhersla lögð á nauðsyn fram- kvæmda við Húsavíkurhöfn á næsta ári. Síðan kæmi í ljós hver viðbrögð fjárveitingavaldsins yrðu. óþh taki töluverðan tíma fyrir óreynt fólk að læra réttu handbrögðin. í næstu viku er hins vegar gert ráð fyrir að slátrun verði komin í full- an gang. Slátursala hefst hjá KEA á morgun, föstudag. Að sögn slát- urhússtjóra liggur ekki fyrir grundvallarverð sauðfjárafurða, en eigi að síður hefst slátursalan á morgun og fyrst um sinn kostar slátrið 540 krónur. Ætla má að grundvallarverðið frá fyrra ári hækki um að minnsta kosti 10 prósent og því verður endanlegt verð ekki undir 540 krónum. Sala á kjöti hefst hins vegar í dag og verður það fyrst um sinn selt 5 prósent dýrara en gamla kjötið. Gert er ráð fyrir að grundvallar- verðið verði ákveðið hærra en sem þessari hækkun nemur. óþh Slátrun er hafin hjá Sláturhúsi KEA og er áætlaö að slátra 41 þúsund fjár auk þess sem ríflega 4000 fullorðnar ær fara ofan í Mexikana. Mynd: Goiii F r eyvangsleikhúsið: „Jesus Christ Superstar“ á srið í vetur Freyvangsleikhúsið í Eyja- fjarðarsveit ræðst ekki á garð- inn þar sem hann er lægstur í verkefnavali vetrarins. Akveð- ið er að setja upp söngleikinn kunna „Jesus Christ Superstar“ og frumsýna verkið 13. mars. Æfíngar munu hefjast í lok þessa mánaðar en hér er um fjölmenna og viðamikla sýn- ingu að ræða. Kolbrún Hall- viðamesta sýning félagsins hingað til Eyjafjarðarsveit: íbúðir aldraðra fullbúnar Fjórar íbúðir fyrir aldraða, sem Eyjafjaröarsveit byggði í Kristnesi, eru nú fullfrá- gengnar. Um er að ræða félagslegar kaupleiguíbúðir og hefur tveimur þeirra þegar ver- ið ráðstafað. Pétur Þór Jónasson, sveitar- stjóri Eyjafjarðarsveitar, segir ráðgert að sýna almenningi íbúð- irnar síðar í þessum mánuði. Hann segir umsókn um þriðju íbúðina komna þannig að eftir- spurn sé fyrir hendi. Pétur segir að engin umræða hafi farið fram um frekari fram- kvæmdir við íbúðarhúsnæði fyrir aldraða. Slíkt ráðist af eftirspurn- inni eftir þessum íbúðum en sam- kvæmt skipulagi geta fleiri íbúðir af þessu tagi risið við Kristnes. Þessar íbúðir eru ekki tengdar starfsemi Kristnesspítala en Pét- ur segir þann möguleika fyrir hendi að íbúar geti fengið ein- hverja þjónustu frá spítalanum. JÓH Sauðárkrókur: Fimm ára aftnæli skrifstofii Dags - skrifstofan flutt að Suðurgötu 3 í ár eru liðin fímm ár frá því Dagur opnaði skrifstofu á Sauðárkróki og m.a. þess vegna var Sauðárkróksskrif- stofan flutt um set nú fyrir nokkru. Hið nýja aðsetur er á neðri hæð Suðurgötu 3. þar sem Samvinnubankinn var lengi til húsa og er skrifstofan opin frá 8.00-17.00. í tilefni afmælisins og flutnings skrifstofunnar verður „opið hús“ á nýju skrifstofunni föstudaginn 13. sept. nk. frá klukkan 13.00- 17.00 og er gestum og gangandi boðið að líta við í kaffi og með því. „Útibússtjóri“ á Sauðárkróki er um þessar mundir Skúli Björn Gunnarsson og mun hann ásamt ritstjóra Dags og fleirum taka vel á móti fólki. dórsdóttir mun annast leik- stjórn en tónlistarstjóri verður Jón Olafsson, tónlistarmaður. Katrín Ragnarsdóttir, formað- ur Freyvangsleikhússins, segir að þessi sýning verði kostnaðarsöm og jafnframt stærsta verkefni sem þessi leikhópur hafi ráðist í. Leikarar verða 39 talsins en auk þess koma margir starfsmenn á einn og annan hátt að sýning- unni. Einsöngshlutverk fyrir karla eru 8 og eitt fyrir konu. „Við höfum haft þetta verk í sigtinu dálítið lengi og um leið þetta fólk til að stjórna. Ég veit ekki til að verkið hafi verið flutt hérlendis í fullri lengd síðan 1973 en við sýnum það í heild," sagði Katrín og upplýsti einnig að félagar í Freyvangsleikhúsinu vinna nú að endurþýðingu á verkinu. Tónlist fyrir sýninguna verður unnin í hljóðveri í Reykjavík í vetur en Jón Ólafsson stýrir tón- listarköflum í sýningunni. En er ekki vandkvæðum bundið að koma svo fjölmennri sýningu sem þessari á svið í Freyvangi? „Við höfum verið með rúm- lega 20 manns í sýningu og þá gekk allt vel. Það eru allir sáttir í leikhúsum þó þrengslin séu mikil. En auðvitað verður troðningur á bak við,“ segir Katrín. Hún segist gera ráð fyrir að mannskap þurfi að hluta að sækja í sýninguna til Akureyrar. Leik- félagið hafi lagt áherslu á að ná til yngra fólks á síðustu árunt og í fyrravetur hafi verið sett upp unglingaleikrit í Freyvangi. Þetta verkefni sé gott framhald af þeirri uppfærslu og spennandi verði að sjá hvernig gangi að ná til yngra fólksins. JÓH Hringtorgið á Blönduósi: „Vomirn að það virki“ - segir Jónas Snæbjörnsson Þeir sem leið eiga um Norður- landsveg í gegnum Blönduós þurfa hér eftir að leggja lykkju á leið sína vestan Blöndubrúar þar sem vegagerðarmenn vinna um þessar mundir við að Ijúka gerð hringtorgs. Verið er að steypa upp eyjuna og mun því verki Ijúka á næstunni að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, umdæmisverkfræðings vega- gerðarinnar. „Mikið var búið að ræða um hvernig draga ætti úr hraða þeirr- ar umferðar sem ieið á um Norðurlandsveginn í gegnum Blönduós. Sú leið var valin að setja upp hringtorg og var þar m.a. stuðst við góða reynslu á hringtorgum í Mosfellsbæ. Nú þegar torgið er komið vonumst við til að það virki eins og til stendur og dragi úr umferðar- hraðanum," segir Jónas. Hringtorgið kostar að sögn Jónasar 5-6 milljónir og var verk- ið á vegaáætlun fyrir árið 1991. Eyjan í miðju torginu er með 5 metra radíus, en torgið sjálft með 13 metra radíus svo átta metra breið akbraut er á torginu. Jónas segir að almennar umferðarregl- ur gildi um akstur við torgið og þannig að þeir sem aka hringinn eigi réttinn gagnvart aðvífandi urnferð. SBG HeiðarQall: Blýmengunin ekki staðfest? Umhverfísráðuneytið vefengir niðurstöður úr mengunarmæl- ingum sem landeigendur á Heiðarfjalli stóðu fyrir og sýndu verulega blýmengun þar sem bandaríski herinn hafði skilið eftir sig sorp. Tíðindi þessi komu fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær og virðist ráðuneytið telja að ekki sé hægt að meta ástand jarðvegsins af þeim sýnum sem tekin hafa verið. SS Húnavatnssýslur: Sauðfjárbændur tóku tílboðinu misjafnlega Samkvæmt upplýsingum frá búnaðarsamböndum Aust- ur- og Vestur-Húnavatns- sýslna var misjafnt hvernig sauðfjárbændur tóku tilboði ríkisins varðandi kaup á virkum fullvirðisrétti. Ljóst er að í báðum sýslum mun koma til flats niðurskurðar ef farið verður út í slíkar aðgerðir af hálfu stjórn- valda. Austur-Húnvetningar áttu samkvæmt tilboðinu að selja tæplega 3850 ærgildi af virkum fullvirðisrétti í héraðinu. Urn 20% vantaði upp á til að það markmið næðist, en það sem eftir er deilist þannig niður á þá sem ekkert vildu selja aö um 5% fullvirðisréttar verða tekin með flötum niðurskurði ef af honum veröur. í Vestur-Ilúnavatnssýslu höfðu búnaðarsambandsmenn aðra sögu að segja, en þar híjóðaði tilboðið upp á rúm 3220 ærgildi og ekki bárust jákvæð svör fyrir nema ríflega 20% af því. Meðaltalið á flata niðurskurðinum verður því um 7% hjá þeirn bændum sem lítið eða ekkert vildu selja af sínum fullvirðisrétti. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.