Dagur - 12.09.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 12.09.1991, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. september 1991 - DAGUR - 5 Ásgeir Leifsson. staðar og lághiti hefur verið not- aður lengi, t.d. við þvotta. En án þess að fara of djúpt í söguna þá hafa ýmsir kostir verið í athugun á seinni hluta þessarar aldar og þar á meðal hugsanleg súráls- verksmiðja á íslandi. Á árinu 1974 var ungverskur maður að nafni dr. György Sig- mond á vegum Þróunarstofnunar Sarpeinuðu þjóðanna hér á landi til að skoða þetta mál. Þá var ver- Baidur Líndal. ið að tala um aðstceöur á Reykja- nesi, að nyta háhitasvæðið Trölladyngju og fá markað fyrir súrálið hjá álverinu í Straumsvík. Dr. Sigmond samdi skýrslu um málið og kom þar fram ýmis fróð- leikur, þó ekki hafi allt staðist tímans tönn. Súrálsframleiðsla Súrál (A1203) er hráefni til álframleiðslu. Þungi súrálsins er um helmingi meiri en álsins. Þannig þarf um 600.000 tonn af súráli til að framleiða 300.000 tonn af áli. Það er yfirleitt unnið úr báxíti með svokallaðri Bayer- aðferð. Báxít er veðrað berg og er efnasamsetning þess og efna- hlutföll talsvert mismunandi eftir því hvaðan það kemur, en dæmi- gerð efnahlutföll gætu verið eftir- farandi: Súrál (A1203) 50% Járnoxíð (Fe2Ö3) 20% Kísill (Si02)" ' 5% Títanoxíð (Ti02) 2% Smáefni 1 % Glæðitap 22% Við aðskilnað úr báxítinu mynd- ast efni sem kallað er rauð eðja („red mud“) og getur verið um 50% báxítmagnsins. Efnisflutn- ingar geta því verið gífurlegir og gæti þannig þurft 1.200.00 tonn af báxíti til að framleiða 600.000 tonn af súráli sem gæfi svo af sér 300.000 tonn af áli. Þess vegna hefur á seinustu árum verið vaxandi tilhneiging til að staðsetja súrálsverksmiðjur við báxít-námurnar. En svarið við því hvort ísland sé heppileg staðsetning á súrálsiðnaði er spurning um flutnings- og birgða- kostnað á báxíti og súráli á móti orkuverði. Vaxandi þörf á súráli Spáð er töluverðum vexti í álnotkun heimsins á næstu árum. Auk þess er verið að leggja niður gamlar óhagkvæmar álverksmiðj- ur. Þetta eru forsendurnar fyrir áhuga Atlantal hópsins að reisa slíka verksmiðju á íslandi. Sömu forsendur eru fyrir byggingu súr- álsverksmiðja í heiminum þ.e. vaxandi þörf á súráli auk þess sem eldri, óhagkvæmar og meng- andi verksmiðjur verða lagðar niður. Báxít er víða finnanlegt í tals- verðum mæli en helstu fram- leiðslulönd eru: Ástralía, Guy- ana og Surinam í Suður-Ame- ríku, Jamaica í Karabíska hafinu og Guinea í Vestur-Afríku. um löndum verða lokað á næstu árum. Rauða eðjan Þar eð svo mikið fellur til af rauðu eðjunni við súrálsfram- leiðslu hefur það verið vandamál víða að koma henni fyrir, en einkum í þéttbýlum löndum. í Japan er algengt að sökkva henni í sjó en það kostar um 30 Banda- ríkjadollara á tonn. Miklar vangaveltur hafa átt sér stað um vinnslu úr rauðu eðjunni enda er hún járnauðug (getur verið yfir 30% járn) auk þess sem hugsan- lega mætti nota hana til sements- gerðar. Það er þekkt að nota hana sem millilag við vegagerð og einnig hefur hún verið notuð Súralsframleiösia =!. 21 06 31 ____> '___ ( Súral Framleiðsla súráls með Bayer- aðferðinni er með ýmsum hætti allt eftir aðstæðum en sá ferill sem dr. Sigmond lýsti er eftirfar- andi: „Báxít er mulid og síðan soðið í sterkri vítissóta upplausn. Við það fer súrál úr báxítinu í upp- lausn og er það síðan síað frá óuppleystum efnum sem mynda hinn rauða leir. Álhydrat er nú fellt út úr súrálsupplausninni og við glæðingu þess kemur fram hið endanlega súrál (A1203) sem duft. Lögurinn frá hydrat felling- unni er endurunninn með eim- ingu. Gufa er notuð til þessarar eimingar, til báxítsuðunnar og fleira. “ Yfirleitt er notuð olía eða gas til að framleiða gufuna en þó munu ýmsar Austur-Evrópuþjóðir nota brúnkol. Frainleiðsla súráls getur því orðið talsvert meng- andi, bæði út frá orkugjafanum og vítissótanum sem notaður er í framleiðsluna og svo hinnar rauðu eðju. Ef vítissótinn er skil- inn út eða honum eytt þá er rauða eðjan hlutlaust efni. Ekki er vafi á að vegna vaxandi krafna um mengunarvarnir þá mun mengandi verksmiðjum í þéttbýl- til að blanda í PVC plastefni og framleiða úr blöndunni rör og báruplast. Hún hefur verið notuð til að þétta jarðveg. Tilraunir hafa farið fram með að blanda hana gosefnum og framleiða úr þessu steina og plötur. Fullyrt hefur verið að þurrkunar- kostnaður standi í vegi fyrir nýt- ingu hennar. En eftir stendur að engin önnur hagnýt lausn er fyrir hendi í dag nema að gera hana óskaðlega og koma henni fyrir. Nútíma verksmiðjur mynda lokað kerfi þannig að vítissóti og ryk sleppur ekki út í umhverfið. Dr. Sigmond lýsir tveim verk- smiðjustærðum í skýrslu sinni, 300.000 tonna og 600.000 tonna súrálsverksmiðju. Sumir telja að minnsta hagkvæma stærð af súr- álsverksmiðju nú á dögum sé með 1.000.000 tonna afköstum. í júlí 1991, Ásgeir Leifsson Baldur Líndal. Ásgeir Lcifsson er hagverkfræðingur og framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Baldur Líndal er verk- fræðingur og rekur eigin vcrkfræðistofu í Reykjavík. Seinni hluti greinarinnar verð- ur birtur í blaðinu á morgun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.