Dagur - 12.09.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 12.09.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 12. september 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (fþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Vonlaus barátta til bjargar Þjóðviljamim Þjóðviljinn á í vemlegum rekstrarerfiðleikum um þess- ar mundir og útgefendur blaðsins hafa fengið tveggja mánaða greiðslustöðvun til að reyna að ráða fram úr þeim mikla vanda sem að blaðinu steðjar. Rekstrar- vandi Þjóðviljans er hins vegar þess eðlis að mjög ólíklegt verður að teljast að hann verði leystur á svo skömmum tíma. Vandinn er ekki fólginn í offjárfest- ingu heldur því að kaupendum blaðsins fækkar jafnt og þétt svo og auglýsendum, án þess að kostnaður við útgáfuna minnki að sama skapi. Blað með of fáa áskrifendur til að standa undir rekstrarkostnaði á ekki sjö dagana sæla. Það ættu aðstandendur Þjóðviljans að vita manna best. Skyn- samlegasta ráðið í slíkri stöðu - og reyndar það eina sem dugar - er að gera blaðið þannig úr garði að sem flestir sjái ástæðu til að kaupa það að staðaldri. Þetta hefur útgefendum Þjóðviljans yfirsést um langt ára- bil. Erfiðleikar Þjóðviljans hófust fyrir allmörgum árum en aðstandendur blaðsins brugðust ekki rétt við vandanum. í stað þess að aðlaga blaðið breyttum þjóðfélagsháttum og markaðsaðstæðum héldu útgef- endur Þjóðviljans sínu striki. Allan þennan tíma hefur Þjóðviljinn verið flokksblað Alþýðubandalagsins og ekki birt annað en það sem flokksmönnum - og jafn- vel bara sumum flokksmönnum - er þóknanlegt. Langvarandi rekstrartapi vegna sífellt minnkandi tekna hefur verið mætt með eignasölu og fjársöfnun meðal tryggra flokksmanna svo og ríkisstyrkjum með milligöngu Alþýðubandalagsins. En nú er svo komið að Þjóðviljinn er orðinn eignalaus, tryggum Alþýðu- bandalagsmönnum hefur fækkað verulega - og þar með áskrifendum Þjóðviljans - og síðast en ekki síst er langlundargeð styrktaraðilanna brostið. Þess vecjna rambar Þjóðviljinn nú á barmi gjaldþrots. Utgefendur Þjóðviljans róa lífróður til bjargar blað- inu. Þeir segjast þurfa 2000 nýja áskrifendur í það minnsta til að tryggja að blaðið komi út áfram. Mjög ólíklegt er að þeir nái því marki. Staðreyndin er sú að Þjóðviljinn í núverandi mynd er tímaskekkja. Flokks- blöð á borð við Þjóðviljann hafa verið á undanhaldi bæði hér og í nágrannalöndunum á undanförnum árum og ekkert lát er á þeirri þróun. Tími flokksblað- anna er einfaldlega liðinn. Útgefendur, sem neita að viðurkenna þá staðreynd, verða undir í samkeppn- inni. Aðstandendur Þjóðviljans hafa ekkert látið frá sér fara sem bendir til þess að til standi að rjúfa náin tengsl blaðsins og „flokkseigendafélags'1 Alþýðu- bandalagsins. Þeir eru með öðrum orðum að reyna að bjarga flokksmálgagninu Þjóðviljanum en ekki dag- blaði sem stendur undir nafni sem slíkt. Þess vegna bendir flest til þess að baráttan til bjargar Þjóðviljan- um sé vonlaus. BB. Súrálsverksmiðja í IJinge\j arsýsl um Frá Húsavík. „Ljóst er að framtíðarhorfur í atvinnu- og búsetumálum ■ Þing- eyjarsýslum eru dökkar um þessar mundir nema eitthvað verði gert tíl úrbóta,“ segir m.a. í skýrslunni. Á íslandi má fá mikla og ódýra orku. Talið er að aðeins sé búið að virkja um 5% af því vatnsafli sem hagkvæmt væri að nýta og brot af gufuorku háhitasvæða. Með gufu er þá fyrst og fremst átt við gufuvirkjun fyrir Kísiliðjuna hf. í Mývatnssveit og saltvinnsl- una á Reykjanesi til iðnaðar- framleiðslu, Kröfluvirkjun til raf- orkuframleiðslu og Nesjavalla- virkjun og Svartsengisvirkjun til hita- og raforkuframleiðslu. Sé háþrýst gufa notuð til raf- orkuframleiðslu einvörðungu er nýting hennar í besta falli, eins og í Kröfluvirkjun, um 14%. Nýting háhitans er hins vegar mest þegar hann er nýttur beint sem varmi, eða að öðrum kosti bæði til hitunar og raforku- vinnslu. Dýrt að rannsaka háhitasvæðin Rannsókn háhitasvæðis er flókin og dýr. Mæla þarf yfirborð varð- andi hita og viðnám. f>á þarf að leggja veg og vatnsleiðslu vegna djúpborunar til að fá upplýsingar um hugsanlega gufuframleiðslu og eiginleika hennar. Slík rann- sókn getur kostað um 100 millj- ónir króna svo það er augljóst að ekki verður farið í slíka rannsókn nema góðar og gildar ástæður séu til þess. Fyrir um 20 árum var nokkuð um slíkar rannsóknir á háhita- svæðum, einkum nálægt byggð svo sem í Hveradölum við Hveragerði, á Reykjanessvæði, í Mývatnssveit vegna Kísiliðjunn- ar og Kröfluvirkjunar og svo nýlega á Nesjavöllum en lítið hefur verið gert annars staðar. Reyndar er kostnaðarverð á jarðgufu ekki fyllilega þekkt en það er verið að þróa reiknilíkan á Orkustofnun þar sem nánar verða kannaðir ýmsir áhættu- þættir sem tengjast háhitasvæð- um og rekstri gufuveitna. Því má bæta við að álitið er að virkjun orku frá háhitasvæðum geti verið ódýrasti virkjunarkostur sem völ er á. Auðlindir í Þingeyjarsýslum í Þingeyjarsýslum eru ýmis Fyrri hluti athyglisverð háhitasvæði eins og á Þeistareykjum, við Öxarfjörð og Fremri-Námur. Ekkert þess- ara svæða hefur verið kannað nema á yfirborðinu og þau verða ekki könnuð að ráði nema hægt sé að benda á eitthvert verkefni þar sem hægt verði að nýta orku þeirra. Fyrir u.þ.b. ári voru auðlindir í Þingeyjarsýslum kannaðar. Þetta var fyrst og fremst skrásetning á þáttum þar sem fyrir hendi voru aðstæður sem hugsanlega skópu möguleika með nýtingu í huga vegna eðlis þeirra þar sem til staðar var mikið orka, hagnýt jarðefni, þekking o.s.frv. Auð- lindakönnunin er ein leið til að skoða nýja möguleika í atvinnu- málum. Háhitasvæðin í Þing- eyjarsýslum eru hugsanlega ein stærsta auðlind þeirra, ef hægt er að nýta þau á hagkvæman hátt. Ljóst er að framtíðarhorfur í atvinnu- og búsetumálum í Þing- eyjarsýslum eru dökkar um þess- ar mundir nema eitthvað verði gert til úrbóta. Samkvæmt fram- reikningi frá Byggðastofnun, sem gerður var síðastliðið sumar, var spáð 8% fækkun íbúa í Suður- Þingeyjarsýslu og 49% fækkun í Norður-Þingeyjarsýslu, Bakka- firði og Vopnafirði á næstu 20 árum á meðan spáð var fjölgun í Reykjavík upp á um 37%. Aðstæður við Husávík Það hefur ýmislegt verið skoðað á undanförnum árum varðandi atvinnuuppbyggingu, t.d. á Húsavík. Eitt stærsta átakið var vegna hugsanlegrar trjákvoðu- verksmiðju sem var skoðuð 1980- 1983. Athugun var gerð á stofnun verksmiðju sem ynni úr 200.000 tonnum af hráviði á ári og átti að hagnýta orkuna frá Þeistareykja- svæðinu til þess. Gerð var athug- un á flutningi gufu frá Þeista- reykjasvæðinu til Húsavíkur, en vegalengdin þar á milli er um 32 km. Niðurstaðan var sú að það væri vel mögulegt og með viðráðan- legum kostnaði. Hins vegar er hagkvæmni stærðarinnar við pípulögn mjög mikil svo ef það á' að vera hægt að flytja gufu um leiðslu með ódýrum hætti verður leiðslan að vera tiltölulega stór. Einnig var gerð athugun á stór- skipahöfn þar sem gætu lagst 40.000 dwt. stór skip. Var höfnin hugsuð við Bakkafjörð rétt norð- an við Húsavík. Þess má geta að niðurstaða könnunarinnar fyrir trjákvoðuverksmiðjuna var sú að hún þótti of áhættusöm en það var sökum annarra þátta en gufu- öflunar. Jarðhiti til iðnaðarnota Áhugi á jarðhitanotkun til iðnað- arframleiðslu hefur lengi verið til

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.