Dagur - 01.10.1991, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 1. október 1991
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 100 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
„Engar kauphækkanir
næstu árin, takk!“
Eincrr Oddur Kristjánsson, íormaöur Vinnuveitenda-
sambands íslands, hefur af hálfu sinna umbjóðenda
gefið tóninn í þeim kjarasamningaviðrœðum sem í
hönd fara. í rœðu sinni á aðalfundi Samtaka fisk-
vinnslustöðva, sem haldinn var á Akureyri í síðustu
viku, sagði hann að spurningin vœri ekki sú hvernig
hcegt vceri að bceta kjör fólks, heldur hvernig hcegt
vœri að „lágmarka það tjón sem framundan vceri".
Orðrétt sagði Einar Oddur við þetta tcekifceri: „Svo
langt sem við sjáum er ekki útlit fyrir bata í efnahags-
málunum. Því eigum við að segja af fullri einurð og
hreinskilni við viðsemjendur okkar að kauphœkkan-
ir, svo langt sem augað eygir, hvort sem.það er í eitt,
tvö ár eða lengur, virðast ekki vera í sjónmáli, enda
vceri hið mesta glaprceði ef við cetluðum okkur að
sökkva enn dýpra í skuldafenið."
Formaður Vinnuveitendasambandsins segir sem
sagt að kauphœkkanir séu ekki inni í myndinni
ncestu tvö árin hið minnsta og boðar að komandi
kjarasamningaviðrceður muni fyrst og fremst snúast
um það að halda kaupmáttarskerðingunni í scemi-
legum skorðum.
Fyrir duttlunga örlaganna, að því er virðist, birti
Morgunblaðið á sunnudagmn viðtal við Friðrik Soph-
usson, fjármálaráðherra. í viðtalinu kveður við ná-
kvcemlega sama tón og hjá Einari Oddi tveimur
dögum fyrr. Þar segir Friðrik að hann telji að gera
eigi kjarasamninga til tveggja eða þriggja ára - án
nokkurra launahcekkana fyrsta árið í það minnsta!
Orðrétt segir fjármálaráðherrann: „Við gerð kjara-
samninganna verða menn að hafa í huga að það
liggur fyrir - og því verður því miður ekki breytt - að
kaupmáttur dregst saman á ncesta ári vegna minni
afla og minni framleiðslu. Þess vegna er ekkert til
skiptanna á ncesta ári ...og fremur þarf að freista
þess að ná fram raunverulegum kjarabótum á síðari
hluta samningstímabilsins." í framhaldi aí þeirri full-
yrðingu talar hann um nauðsyn þess að „menn
skipti byrðunum á milli sín".
Með tveggja daga millibili hafa tveir lykilmenn í
þeim kjarasamningaviðrceðum sem í hönd fara, for-
maður Vinnuveitendasambands íslands og fjár-
málaráðherra ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, flutt
launþegum skýr og skorinorð skilaboð um að til-
gangslaust sé að fara fram á kaupbcetur hvað þá
hcekkun í þeim samningaviðrceðum sem senn hefj-
ast. Á sama tíma er ríkisstjórnin sem óðast að leggja
nýjar álögur á þegnana, og fyrirtceki og stofnanir,
ekki síst á vegum hins opinbera, að hcekka gjald-
skrár sínar. Þeir félagarnir eru því beinlínis að boða
verulega kjaraskerðingu.
Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum al-
mennings og verkalýðsforystunnar við þessum boð-
skap. Hann verður vœntanlega ekki meðtekinn
steinþegjandi og hljóðalaust. Launþegar eru orðnir
langþreyttir á að bíða eftir betri tíð með blóm í haga
- tíð sem síðan er alltaf jaínlangt undan þegar að
samningaborðinu kemur. BB.
Lesendahornið______________
Um harkalegar innheimtu-
aðgerðir fógetaembættisins
- mín krafa að fógeti stilli bæði menn
og tæki á kurteisari aðferðir
„Ég get ekki orða bundist og er
þó eiginlega orðlaus yfir aðferð-
um bæjarfógetaembættisins.
Ég tel mig hafa staðið í skilum
við innheimtu ríkissjóðs síðustu
20 árin og þeir hafi ekki mikið
yfir mér að klaga.
í haust beið ég átekta eftir
svari frá skattstjóra, en til hans
hafði ég leitað eftir breytingum á
óréttlátri álagningu. Því fór svo
að ég hafði ekki greitt ágúst-
greiðsluna fyrir 1. september en
sú greiðsla er hin fyrsta af fimm
mánaðargreiðslum.
Þann 5. september er skrifuð
tilkynning til mín um að inn-
heimtuaðgerðir til tryggingar
greiðslu verði hafnar hið fyrsta
og ef ég vilji komast hjá lögtaki
er skorað á rnig að greiða skuld-
ina eigi síðar en 12. september.
Ég varð auðvitað forviða yfir
slíkum skrifum og þótti ómak-
lega að staðið og tónninn allur
hinn valdsmannlegasti og jafnvel
dónalegur vegna skuldar sem var
komin 3 virka daga fram yfir
gjalddaga.
Þar sem ég er af gamla skólan-
um og kann illa við að skulda
fram yfir gjalddaga greiddi ég
skuldina þann 12. september
enda hafði ég þá fengið umrætt
svarbréf. Taldi mig hafa goldið
keisaranum það sem honum bar.
En viti menn!!
Þann 20. september sæki ég
ábyrgðarbréf á póstinn og nú er
fógeti hinn versti. Þar sem ég
skuldi eftirtalin gjöld hafi inn-
heimtumaður ríkissjóðs krafist
þess að gert verði hið fyrsta lög-
tak hjá mér til tryggingar greiðslu
gjaldanna, sem eru: allar tölur á
núlli!! auk dráttarvaxta og kostn-
aðar við lögtakið. Mér er síðan
stefnt að viðlagðri ábyrgð að lög-
uni (nema greitt sé áður) til að
mæta hjá fulltrúa á embættinu
þar sem gerðin verður tekin fyrir
o.s.frv. Ekki breytti það neinu að
mæta ekki!
Nú nær dónaskapurinn
hámarki. Hvers eigum við, í
hæsta máta skilvísir þegnar þessa
lands, að gjalda með slíkum
aðförum? Eru opinberir
starfsmenn, þjónar fólksins, ekki
á algjörum villigötum? Ég lít svo
á að þeir sem beita slíkum
aðferðum þurfi í endurhæfingu í
mannlegum samskiptum og
almennri kurteisi.
Ég þykist vita að ég sé bara
einn af mörgum sem fær slíkar
kveðjur og ef þetta á að gilda í
framtíðinni væri betra að geta
skipað sér í hóp stórskuldaranna,
sem á endanum fá milljónir í af-
slátt ef þeir aðeins eru svo væntir
að borga restina!! Þetta er alla-
vega ekki hvatnig til að standa í
skilum. Mín krafa verður sú að
fógeti biðjist afsökunar á dóna-
skapnum og stilli bæði menn og
tæki á kurteisari aðferðir. Þær
aðferðir sem hér er lýst minna á
einræðisaðfarir en ekki lýðræð-
is.“
Skattgreiðandi
(4486-4436).
„Fyllirís-grein“ blaðamanns „The Guardian“:
Raunsönn lýsing á nætur-
lífinu í miðbæ Akureyrar
- það eru svörtu sauðirnir sem umtalinu valda
íbúi í miðbæ Akureyrar hringdi
og sagðist vilja leggja orð í belg
um grein breska blaðamannsins
Kevin Pilleys um Akureyri, sem
Dagur birti í síðustu viku undir yf-
irskriftinni: „Að drekka - um það
snýst lífið á Akureyri".
Lýsing blaðamannsins á nætur-
lífinu í miðbæ Akureyrar um helg-
ar er að mínum dómi hvorki róg-
burðurné lygi. Hún er þvert á móti
sannleikanum samkvæmt, eða að
niinnsta kosti eins nálægt sannleik-
Bréf frá Svíðþjóð
til Akureyrar:
Fjóra mánuði
á leiðinni
Kona á Akureyri hringdi:
„Þið voruð að skrifa um góða
póstþjónustu á dögunum en ég
hef aðra sögu að segja. Mánu-
daginn 23. september fékk ég
bréf frá vinkonu minni í Svíþjóð
og það hafði vægast sagt verið
lengi á leiðinni. Bréfið var sent
frá Malmö 7. maí eins og sést
greinilega á póststimplinum og
hefur það því verið fjóran og
hálfan mánuð á leiðinni. Auðvit-
að trúi ég því ekki að bréfið hafi
legið allan þennan tíma á póst-
húsinu, sjálfsagt hefur það mis-
farist á einhvern hátt, en þetta er
innlegg mitt í umræðuna um
góða póstþjónustu.“
anum og hægt er að ætlast til í
grein sem þessari. Blaðamaðurinn
alhæfir reyndar á köflum og færir í
stílinn og gefur þannig vissan
höggstað á sér. En það er líka allt
og sumt sem finna má grein hans
til foráttu.
Við sem búum í og við miðbæ-
inn þekkjum vel þann veruleika
sem lýst er í blaðagreininni.
Reyndar finnst mér lýsingin á
stúlkunni allgróf en vil ekki þræta
fyrir að svona gangi hlutirnir fyrir
sig í sumum tilfellum. Ég endur-
tek að mér finnst ekki rétt af grein-
arhöfundi að alhæfa um að íslenskt
kvenfólk sé lauslátt og til í tuskið
ellegar íslenskir strákar séu léttir á
bárunni og sukki látlaust um helg-
ar. En þrátt fyrir þessa annmarka
er miðbærinn á Akureyri um helg-
ar því miður nokkurn veginn alveg
eins og honum er lýst f greininni.
Ég hvet þá, sem ekki trúa mér,
til að gera vettvangskönnun upp á
eigin spýtur. Drukkin ungmenni
uppi í ljósastaurum er algeng sjón
þegar líða tekur á nótt um helgar.
Spýjuna er einnig víða að finna á
göngugötunni og nágrenni hennar
og miðbærinn í heild er ófögur
sjón snemma á laugardags- og
sunnudagsmorgnum, áður en
hreinsunardeild bæjarins fjarlægir
verksummerkin.
Með grein breska blaðamanns-
ins Kevin Pilley sannast það enn
einu sinni að glöggt er gests augað.
Ástandinu í miðbænum um helgar
verður ekki með orðum lýst. Ég
held það sé full ástæða fyrir unga
fólkið sjálft að taka sig saman og
breyta þessu. Það þarf að gerast
sín eigin lögga, því staðreyndin er
sú að mikill minnihluti ungmenn-
anna hefur komið óorði á allan
hópinn. Þorri unglinga hagar sér
prýðilega í miðbænum um helgar
og fer þangað fyrst og fremst til að
sýna sig og sjá aðra. Það eru
svörtu sauðimir sem umtalinu
valda og hafa m.a. orðið kveikjan
að títtnefndri grein blaðamanns
„The Guardian“.
Lesendur!
Hringið eða skrifið
Við hvetjum lesendur til að láta
skoðanir sínar í Ijós hér í lesendahorn-
inu.
Síminn er 24222.