Dagur - 01.10.1991, Side 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 1. október 1991
ÍÞRÓTTIR
Þórhallur Pálsson hefur verið atkvæðamikill á innanfélagsmótum GA í
sumar. Mynd: JHB
KEA
BRAUÐGERÐ
Eplakaka 289
Smjörkaka 218
Tilboðið stendur frá
25. sept. til 4. okt.
Golf:
Flugleiðir og Þórhallur
unnu Firmakeppnina
- Þórhallur lék
Flugleiðir - Innanlandsflug varð
sigurvegari í Firmakeppni Golf-
klúbbs Akureyrar sem fram fór
á Jaðarsvelli á laugardag. Það
var Þórhallur Pálsson sem lék
fyrir Flugleiðir en Þórhallur hef-
ur verið með eindæmum sigur-
sæll í sumar.
98 fyrirtæki tóku þátt í keppn-
inni en leiknar voru 18 holur með
forgjöf. Þórhallur krækti í 1. sætið
á 62 höggum nettó en hann lék
seinni níu á 32
seinni níu holumar á aðeins 32
höggum. Sigurður H. Ringsted,
sem lék fyrir verslunina Brynju,
varð í 2. sæti á 64 höggum og Erla
Adólfsdóttir, sem lék fyrir Tann-
læknastofu Harðar Þórleifssonar,
varð í þriðja sæti, einnig á 64.
Vertíðinni hjá GA lýkur um
næstu helgi en þá fer fram hin ár-
lega Bændaglíma. Á laugardags-
kvöldið verður síðan lokahóf
Greifamótanna þar sem kylfingar
gera sér glaðan dag.
Frjálsar íþróttir:
íslendingar í 16. sæti
í Evrópubikarkeppni
- Ómar Kristinsson UMSE jafnaði sveinamet
íslendingar lentu í 16. sæti í Evr-
ópubikarkeppni félagsliða ung-
linga í frjálsum íþróttum sem
fram fór í Aþenu á laugardag.
Alls tóku 22 lið þátt í mótinu.
Eins og nafnið ber með sér er
keppnin félagakeppni en smáríki,
eins og ísland, mega senda lands-
lið til leiks. Þama voru eingöngu
strákalið en samskonar keppni fyr-
ir stelpurnar fór fram í París fyrir
skömmu.
Árangur Islendinga var í heild
þokkalegur, Omar Kristinsson,
UMSE, jafnaði t.d. sveinamet í
400 m hlaupi og nokkrir fleiri
bættu persónulegan árangur sinn,
sumir verulega.
Frjálsar íþróttir:
Námskeið fyrir þjálf-
ara og leiðbeinendur
Námskeið fyrir þjálfara og leið-
beinendur í frjálsíþróttum verður
haldið í íþróttamiðstöð íslands á
Laugarvatni helgina 11.-13. októ-
ber nk.
Námskeiðið hefst kl. 18 á föstu-
deginum og lýkur kl. 16 á sunnu-
deginum. Kennarar verða tveir,
Karl Zilch og Frank Hensel, sem
eru viðurkenndir fyrirlesarar af Al-
þjóða frjálsíþróttasambandinu.
Hensel hefur m.a. verið landsliðs-
þjálfari Þjóðverja í grindahlaupi.
Námskeiðsþættir/greinar: Þjálf-
un afreksfólks í fjölþraut, sprett-
og grindahlaupi. Kennslan verður
bæði bókleg og verkleg. Námsefni
verður dreift á staðnum. Þátttöku-
gjald er 4400 kr. og er innifalið
námsefni, fæði og gisting.
Þátttökutilkynningar berist til
FRÍ, sími 91-685525, Kára Jóns-
sonar, sími 98-61153, eða Egils
Eiðssonar, sími 91-71058.
íþróttir fatlaðra:
Norræna Trinmilandskeppnm
hefst í nóvember
Nú er að hefjast sjötta „Norræna
trimmlandskeppnin“ og stendur
hún yfir í októbermánuði á öll-
um Norðurlöndunum.
Þátttakendur í keppninni geta
verið allir fatlaðir einstaklingar fé-
lags- eða ófélagsbundnir. íþrótta-
samband fatlaðra hefur einnig boð-
ið öldruðum að vera með enda
margir hverjir hreyfihamlaðir.
Skrásetning fer fram hjá trúnaðar-
mönnum ÍF um land allt s.s. hjá í-
þróttafélögum fatlaðra, starfsfólki
heilsugæslustofnana, skóla, dval-
arheimila, sambýla fatlaðra o.fl.
Keppnisgreinar eru ganga,
hlaup, sund, hjólastólaakstur, sigl-
ingar, hjólreiðar, hestamennska,
dans og leikfimi/líkamsrækt. Hvert
trimm verður að standa yfir í
a.m.k. 30 mínútur og aðeins er
unnt að fá eitt stig á dag. Hver þátt-
takandi hefur eitt þátttökuskírteini
og við hvert trimm skráir hann
dagsetningu og einkenni greinar-
innar á skírteinið. Skila þarf út-
fylltum þátttökuskúteinum til
skrifstofu íþróttasambands fatl-
aðra, Iþróttamiðstöðinni Laugar-
dal, sem fyrst eftir að keppni líkur
og eigi síðaren 15. nóvember.
Fyrsta keppnin fór fram 1981 og
sigraði Island þá með glæsibrag
sem og næstu keppnir 1983 og
1985. Var þá fyrirséð að ísland
myndi vinna allar slíkar keppnir
vegna höfðatölureglunnar sem í
gildi var og áhugi hinna Norrænu
þjóðanna minnka og keppnin
missa marks. ísland lagði því fram
1986 tillögu um breyttar reglur
sem voru samþykktar og nú sigrar
sú þjóð sem hefur mesta aukningu
á fjölda þátttakenda.
Þýskaland:
Frankftirt hirti
toppsætið
■ Leikur helgarinnar var tvímælalausti við-
ureign Hamburger SV og Stuttgart í Ham-
borg. Leiknum lauk 1:1 og þau úrslit kofet-
uðu Stuttgart efsta sætið, liðið hefur 15 sfig
eins og Frankfurt en lakara markahlutfall.
Leikurinn var liðinu einnig dýr að öðru leyti
því Scháfer meiddist og fékk að auki að líta
rauða spjaldið. Daum segist hins vegaí ætla
að biðja um að málið verði endurskoðað þ.ví
Schafer hafi ekki átt rauða spjaldið skilið.i
■ Fyrri hálfleikur var mjög skemmtilegur en
þrátt fyrir að Stuttgart hafí þá átt Ibetri
marktækifæri var Hamburg á undan að ná
forystunni með marki Spörls á 4. mínútu en
hann var besti maður vallarins.Frontzeck
jafnaði metin fyrir Stuttgart beint úr auka-
spymu á 37. mínútu. Hamborgarar áttu.mun
meira í seinni hálfleik en náðu lítið að ógna.
Eyjólfur Sverrisson kom inná á 56. mínútu
og stóð sig vel, fékk 4 í einkunn. Þess má
geta að hvorki Sammer né Buch léku með
Stuttgart vegna meiðsla.
■ Stuttgart á erfitt prógramm framundan
þvf liðið spilar við ungverska liðið Tech
í Evrópukeppninni á miðvikudag. Stuttgart
vann fyrri leikinn 4:1. Næsta laugardag
verður síðan annar stórleikur þegar Stuttgart
fær topplið Frankfurt í heimsókn.
■ Leikmenn Stuttgart eiga góðu gengi að
fagna á fleiri vígstöðvum en knattspyrnu-
völlunum þessa dagana. Mikil frjósemi hef-
ur gripið um sig í hópnum, Sammer
eignaðist nýlega stúlku, Kastl strák óg
Frontzeck bíður eftir því að hans annað
bam komi í heiminn. Var reiknað með því í
gær.
■ Entenmann, fyrrum þjálfari Stuttgart,
sat í stúkunni á leik liðsins við Hamburg
en hann þjálfar nú Nurnberg. Alexander
Strehmel, sem ekki komst í liðið undir
stjórn Entenmanns, en er fastamaður hjá
Daum, sagði að engu breytti þó Entenmann
hefði skrifað tvær blokkir af athugasemdum,
Stuttgart myndi sigra Niimberg eftir hálfan
mánuð.
■ Kaiserslautern sigraði Borussia Mönch-
engladbach 4:2. Mönchengladbach: rak
þjálfara sinn í síðustu viku en það var aðeihs
í annað sinn sem félagið gerir það. Fyrsta
skiptið var í fyrra.
■ Frankfurt skaust í efsta sætið með 3:0
sigri á Borussia Dortmund. Besti maður
Frankfurt var Ole Stein sem fékk 1 í einkunn
en Falkenmeier fékk sömu einkunn. Liðið
fékk reyndar mjög góða dóma í heild sinni
og í pistli sínum í Bild í gær skrifaði
Paul Breitner að miðjan hjá liðinu væri sú
besta í deildinni í dag.
■ Hansa Rostock og Stuttgart Kickers
gerðu 1:1 jafntefli í daufum leik. Áhorfendur
voru aðeins 12 þúsund en til samanburðar
má nefna að þegar Stuttgart heimsótti
Rostock komu 70 þúsund áhorfendur.
■ Schalke sigraði Karlsruher 3:1. Karlsru-
her komst í 1:0 en missti dampinn ænda
megnið af liðinu á sjúkrahúsi.
■ Danski landsliðsmaðurinn Bent Christi-
ansen, sem var keyptur til Schalke fyrir< 5
milljónir marka, var í upphafi kallaður
Turbo Christiansen. Frammistaða hans hef-
ur hins vegar valdið vonbrigðum og nú er
hann kallaður Trabbi Christiansen. Haán
fékk 5 í einkunn fyrir leikinn um helgina. i
■ Dynamo Dresden og Duisburg gerðu
markalaust jafntefli.
■ Sömu úrslit urðu í leik Fortuna Dúss-
eldorf og Werder Bremen.
■ Bayer Leverkusen vann 2:0 útisigur á
Bochum. Með sigrinum komst Leverkusen
á toppinn ásamt Frankfurt og Stuttgart.
■ Köln hefur enn ekki náð að vinna sigur í
deildinni og á því varð ekki breyting um
helgina. Liðið gerði jafntefli 1:1 við
Wattenscheid.
■ Nágrannamir í Núrnberg og Bayern
Múnchen áttust við og gerðu 1:1 jafntefli í
skemmtilegum leik.
Einar Stefánsson, Þýskalandi.