Dagur - 01.10.1991, Síða 9
Þriðjudagur 1. október 1991 - DAGUR - 9
Forskot Manchester Utd. nú sex stig
- Ian Wright byrjar vel hjá Arsenal - sjö jafnteíli í 1. deild
Bryan Kobson, fyrirliði Man. Utd., er maðurinn á bakvið velgengni liðsins
í haust. Hann skoraði sigurmark liðsins gegn Tottenham.
Það gekk illa fyrir leikmenn í
1. deildinni ensku að knýja
fram úrslit í leikjum helgarinn-
ar og sjö af leikjunum ellefu
lauk með jafntefli. En þrátt
fyrir það vantaði ekkert uppá
baráttuna og mikið af mörkum
sá dagsins Ijós að venju. En lít-
um þá nánar á leiki helgarinn-
ar.
■ Aðalleikur laugardagsins var
leikur bikarmeistara Tottenham
gegn efsta liði deildarinnar
Manchester Utd. og þar var ekki
sæst á jafntefli, gestirnir fóru
heim með öll stigin og hafa nú
sex stiga forskot í 1. deild og hafa
ekki tapað leik. Bryan Robson
sem átti stórleik fyrir Utd.
tryggði liði sínu sigurinn með
góðu marki undir lok leiksins eft-
ir aukaspyrnu frá Clayton Black-
more sem var nýkominn inná
sem varamaður í stað Andrej
Kantchelkis. Leikmenn Totten-
ham voru þá aðeins 10 inná þar
Úrslit
1. deild
Chelsea-Everton 2:2
Coventry-Aston Villa ' 1:0
Crystal Palace-Q.P.R. 2:2
Liverpool-Sheffield Wed. 1:1
Luton-Notts County 1:1
Manchester City-Oldham 1:2
Nonvich-Leeds Utd. 2:2
Nottingham For.-West Ham 2:2
Shcffield Utd.-Wimbledon 0:0
Southampton-Arsenal 0:4
Tottenham-Manchester Utd. 1:2
2. deild
Barnsley-Millwall 0:2
Blackburn-Tranmere 0:0
Brighton-Bristol Rovers 3:1
Bristol City-Portsmouth 0:2
Charlton-Port Vale 2:0
Grimsby-Ipswich 1:2
Middlesbrough-Sunderland 2:1
Newcastle-Derby 2:2
Oxford-Plymouth 3:2
Southend-Wolves 0:2
Swindon-Watford 3:1
Cambridgc-Leicester 5:1
Úrslit í vikunni.
Deildabikarinn
2. umferð fyrri leikur
Blackpool-Barnsley 1:0
Bradford-West Hant 1:1
Brentford-Brighton 4:1
Crewe-Ncwcastle 3:4
Everton-Watford 1:0
Hull Cify-Q.P.R. 0:3
Leyton Orient-Sheffield Wed. 0:0
Middlesbrough-Bournemouth 1:1
Oldham-Torquay 7:1
Port Vale-Notts County 2:1
Porfsmouth-Oxford 0:0
Scarborough-Southampton 1:3
Scunthorpe-Leeds Utd. 0:0
Sunderland-Huddersfield 1:2
Wigan-Shcffield Utd. 2:2
Wimbledon-Peterborough 1:2
Wolves-Shrewsbury 6:1
Bristol Rovers-Bristol City 1:3
Charlton-Norwich 0:2
Chelsea-Tranmere 1:1
Coventry-Rochdale 4:0
Derby-Ipswich 0:0
Grimsby-Aston Villa 0:0
Hartlepool-Crystal Palace 1:1
Leicester-Arsenal 1:1
Liverpool-Stoke City 2:2
Luton-Birmingham 2:2
Manchester City-Chester 3:1
Manchester Utd.-Cambridge 3:0
Millwall-Swindon 2:2
Nottingham For.-Bolton 4:0
Swansea-Tottcnhain 1:0
sem Paul Stewart hafði verið vik-
ið af velli 15 mín. fyrir leikslok er
hann braut gróflega á Gary
Pallister, en hann hafði áður ver-
ið bókaður í leiknum. Utd. liðið
var þó ávallt sterkari aðilinn í
leiknum og átti sigurinn skilinn,
Mark Hughes náði forystu fyrir
liðið um miðjan fyrri hálfleik eft-
ir aukaspyrnu Ryan Giggs og
hinn ungi Ian Walker í marki
Tottenham átti ekki möguleika.
Tottenham náði þó að jafna rétt
fyrir hlé með umdeildu marki,
Vinny Samways tók þá auka-
spyrnu fyrir Tottenham án þess
boltinn væri stöðvaður, Nayim
tók við boltanum, sendi til Gary
Lineker sem renndi til Gordon
Durie sem skoraði af stuttu færi.
En Bryan Robson má vera
ánægður með sinn hlut í leiknum
og ekki spillti það fyrir að lands-
liðsþjálfari Englendinga var á
leiknum, en háværar raddir eru
uppi um það á Englandi að Rob-
son verði á ný valinn í landsliðið.
Guðni Bergsson lék með Totten-
ham, en var skipt út af er 2 mín.
voru til leiksloka og kom Scott
Houghton kornungur leikmaður
inná í hans stað í fyrsta sinn í 1.
deildarleik. Guðni átti góðan leik
og taldi þulurinn enski að verið
væri að hvíla hann eftir frækilega
frammistöðu gegn Spánverjum
fyrr í vikunni.
■ Englandsmefstarar Arsenal
keyptu í vikunni Ian Wright mið-
herja Crystal Palace fyrir 2,5
milljón pund og hann átti sann-
kallaðan stórleik með sínum nýju
félögum gegn Southampton.
Southampton var heldur sterkari
aðilinn í fyrri hálfleik og Iain
Dowie var nærri að ná forystu
fyrir liðið, en það var Arsenal
sem leiddi leikinn í hálfleik með
marki á 38. mín. David Rocastle
skoraði markið eftir að Tim
Flowers markvörður Southamp-
ton hafði hálfvarið skot frá
Wright. í síðari hálfleiknum lét
Wright heldur betur að sér kveða
og skoraði þrjú mörk fyrir Arsenal
í glæsilegum 4:0 sigri liðsins.
Fyrsta mark hans kom eftir
stungusendingu frá Anders
Limpar, því næst skoraði hann
eftir undirbúning Alan Smith og
þriðja mark hans kom er 16 mín.
voru til leiksloka og yfirburðir
meistaranna algerir. Greinilegt
að Wright skerpir mjög sóknar-
leik Arsenal liðsins með sínum
mikla hraða og krafti. Southamp-
ton átti ekkert svar við leik
Arsenal í síðari hálfleik og Neil
Ruddock miðvörður liðsins fékk
sitt fimmta gula spjald í haust.
■ Leeds Utd. hóf leik sinn gegn
Norwich af miklum krafti, bolt-
inn gekk vel Og Gary McAllister
lék mjög vel á miðjunni, en ekki
tókst íeikmönnum að koma bolt-
anum í markið í fyrri hálfleik. í
upphafi þess síðari náði Norwich
hins vegar forystu með marki
Dale Gordon eftir góða sendingu
Ruel Fox. Leikmenn Leeds Utd.
gáfust ekki upp og eftir gífurlega
pressu að marki Norwich jafnaði
Tony Dorigo með marki beint úr
aukaspyrnu rétt utan vítateigs.
Skömmu síðar náði Leeds Utd.
forystu er Gary Speed slapp í
gegnum rangstöðutaktík Norwich
og skoraði, en 10 mín. fyrir leiks-
lok náði Gordon að jafna 2:2 fyr-
ir Norwich og lokakaflinn var
spennandi. Gordon hefði hæg-
lega getað tryggt Norwich sigur-
inn í lokin, en honum mistókst í
góðu færi. Áhorfendur hylltu
bæði lið að leik loknum, en
leikurinn var rnjög vel leikinn og
skemmtilegur þar sem bæði lið
lögu sig fram um að leika knatt-
spyrnu og ekki hefði verið ósann-
gjarnt að Leeds Utd. hefði sigrað
í leiknum.
■ Peter Beardsley kostaði
Everton milljón pund í sumar er
hann var keyptur frá Liverpool,
en þeim fjármunum var sannar-
lega vel varið. Beardsley leikur
gífurlega vel um þessar mundir,
kraftmikill og ákveðinn og ekki
ólíklegt að Liverpool sjái nú eftir
að hafa selt hann. Hann bjargaði
stigi fyrir Everton er hann jafnaði
fyrir liðið gegn Chelsea 4 mín.
fyrir leikslok. Hann stal þá bolt-
anum af Ken Monkou miðverði
Chelsea og skoraði sitt áttunda
mark fyrir Everton í haust. Jafn-
teflið var það minnsta sem Ever-
ton átti skilið, John Ebbrell náði
forystu fyrir liðið í fyrri hálfleik
með skoti af löngu færi sem Dave
Beasant í marki Chelsea hefði átt
að verja. En Everton misnotaði
fjölda góðra færa í síðari hálfleik,
sérstaklega Mike Newell og yfir-
burðir liðsins voru miklir. Kevin
Wilson náði þó að jafna fyrir
Chelsea eftir mistök Dave Wat-
son í vörn Everton og hinn smá-
vaxni Dennis Wise náði síðan
forystu fyrir Chelsea 15 mín. fyrir
leikslok er honum tókst á undar-
legan hátt að stökkva hærra en
hávaxnir varnarmenn Everton og
skalla boltann inn. Sigurinn blasti
því við Chelsea og áhorfendur
voru farnir að tínast af vellinum
er Beardsley tók til sinna ráða í
lokin og jafnaði.
■ Liverpool gengur ekki vel
þessa dagana, liðið gerði óvænt
2:2 jafntefli gegn Stoke City í
Deildarbikarnum í vikunni og
varð að láta sér nægja jafntefli
gegn Sheffield Wed. á heimavelli
á laugardaginn. Ray Houghton
náði þó forystunni fyrir Liver-
pool strax á 16. mín., en um
miðjan síðari hálfleik jafnaði
John Harkes með skalla fyrir
Sheff. Wed. Leikurinn þótti
slakur, en úrslitin sanngjörn og
varnarleikur Liverpool langt frá
því að vera góður og greinilegt að
liðið verður að bæta hann veru-
lega ef ekki á illa að fara.
■ Coventry vann góðan sigur
gegn Aston Villa þar sem frábært
mark útherjans Peter Ndluvo frá
Zimbabwe á 40. mín. réði úrslit-
um. Coventry varðist stöðugri
sókn Aston Villa í síðari hálfleik
með miklum krafti, en Villa hefði
þó átt að ná minnsta kosti jafntefli
úr leiknum. Markvörður Coven-
try, Steve Ogrizovic, var þó á
öðru máli og varði allt sem á
mark hans kom, en Peter Billing
og Brian Borrows leikmenn
Coventry voru bókaðir fyrir of
mikla hörku í varnarleiknum.
■ Crystal Palace án Ian Wright
náði aðeins 2:2 jafntefli gegn
Q.P.R. á heimavelli og mátti
þakka fyrir það. Palace skoraði
bæði mörk sín á síðustu 9 mín.
leiksins og voru þeir Mark Bright
og Stan Collymore þar að verki.
Q.P.R. virtist hafa tryggt sér
sigurinn í leiknum er Simon
Barker á 6. mín. og Roy Wegerles
úr vítaspyrnu í síðari hálfleik
höfðu náð 2:0 forskoti í leiknum.
Heppnin var hins vegar með
Palace í lokin þrátt fyrir að
Q.P.R. væri sterkara liðið í
leiknum.
■ David White náði forystu fyrir
Manchester City á 19. mín. gegn
Oldham í fjörugum leik. Það
dugi liðinu þó ekki til sigurs því
Graeme Sharp, sem Oldham
keypti frá Everton í sumar, náði
að jafna og hann skoraði síðan
sigurmark Oldham undir lok
leiksins. Sigur Oldham liðsins
kom nokkuð á óvart, en City
virðist vera að slaka á eftir góða
byrjun í mótinu og ekki bætti úr
skák að City missti Keith Curle
meiddan út af í leiknum.
■ Sheffield Utd. og Wimbledon
gerðu jafntefli í leik sínum sem
er merkilegur fyrir þá sök að
honum lauk án þess að mark væri
skorað. Óvenjulegt þessa dag-
ana.
■ Fjörugum leik Nottingham
For. og West Ham lauk með 2:2
jafntefli. Ian Woan náði forystu
fyrir Forest með góðu skoti strax
á 1. mín. En Mike Small jafnaði
fyrir West Ham 6 mfn. síðar og
hann kom liði sínu síðan yfir rétt
fyrir hlé með marki úr víta-
spyrnu. í síðari hálfleiknum
tryggði Teddy Sheringham For-
est jafntefli með góðu marki.
■ Eftir markalausan fyrri hálf-
leik náði Mick Harford forystu
fyrir Luton gegn Notts County.
Svo virtist sem mark hans myndi
duga liðinu til sigurs, en alveg í
lokin tókst Tommy Johnson að
jafna fyrir County.
2. deild
■ Toppliðið Middlesbrough
sigraði Sunderland 2:1 með
mörkum Bernie Slaven og Paul
Wilkinson, en mark Sunderland
gerði Kieron Brady.
■ Bobby Davison frá Leeds
Utd. og Ian Ormondroyd frá
Aston Villa komu Derby í 2:0
gegn Newcastle, en þeir Hunt og
Mick Quinn jöfnuðu fyrir New-
castle.
■ Alex Rae skoraði bæði mörk
Millwall gegn Barnsley.
■ David Lowe og Gavin John-
son skoruðu mörk Ipswich gegn
Grimsby. Þ.L.A.
Staðan
1. deild
Manchester Utd. 10 8-2-0 18:3 26
Leeds Utd. 10 5-5-0 16:6 20
Arsenal 105-2-3 23:15 17
Sheffield Wed. 105-2-316:1117
Chelsea 114-5-2 19:1517
Coventry 115-2414:1017
Tottenham 8 5-1-216:1116
Manchester City 11 5-1-5 12:14 16
Liverpool 9 4-3-2 11:8 15
Norwich 11 3-6-2 14:14 15
Notts County 114-3-414:16 15
Crvstal Palace 94-2-318:1914
Nottingham For. 10 4-1-519:17 13
Everton 113-4-416:1413
Oldham 10 4-1-5 16:1613
Aston Villa 113-3-512:1412
Wimbledon 103-2-516:1711
West Harn 112-5-412:1511
QPR 111-6-410:17 9
Luton 112-3-6 6:23 9
Southampton 112-2-7 9:20 8
Sheffield Utd. 111-3-711:22 6
2. deild
Middlesbrough 118-1-2 18:8 25
Ipswich 10 6-2-2 18:15 20
Cambridge 9 6-1-2 19:1319
Swindon 9 5-2-2 21:13 17
Wolves 95-2-2 16:1117
Leicester 9 5-1-313:1316
Portsmouth 9 4-3-2 9:7 15
Tranmere 9 3-5-115:12 14
Charlton 9 4-2-313:12 14
Southend 94-2-3 9:8 14
Grintsby 93-2-416:1614
Brighton 104-2-415:1514
Derby 10 34-3 12:11 13
Bristol City 11 3-4-313:1513
Blackburn 93-3-3 7:8 12
Millwall 9 3-2-416:1411
Sunderland 103-2-517:1711
Watford 9 3-1-511:1310
Port Vale 112-4-5 9:1310
Plymouth 92-2-512:17 8
Barnsley 112-2-7 9:19 8
Oxford 9 2-1-612:17 7
Newcastle 10 1-4-5 14:20 7
Bristol Rovers 91-2-611:18 5