Dagur - 01.10.1991, Side 13

Dagur - 01.10.1991, Side 13
Þriðjudagur 1. október 1991 - DAGUR - 13 MlNNING Hún Helga í Þríhyrningi er látin. Þegar ég fékk þessa frétt birtust myndir liðinna ára fyrir augum mér. Helga var ein af þeim sem ætíð hafði heimili sitt opið öllum þeim sem leið áttu um hennar hlað og ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga leið um hlaðið á Þríhyrningi. Ég var þá nýlega byrjaður að kenna við Þelamerkurskóla og hafði kynnst þeim bræðrum Hauki, Guðmundi og Þórði sem síðar urðu meðal minna bestu vina, en í gegnum kynni mín af þeim hóf ég að spila knattspyrnu í sveitinni. Eftir mína fyrstu æfingu kom Þórður að máli við mig og bauð mér að koma heim með honum í kaffi. Við fórum saman nokkuð margir í bíl og er við komum heim í hlað í Þríhyrn- ingi man ég ekki betur en Helga liafi komið út á tröppur og boðið öllum hópnum inn. Ég átti ekki orð yfir þessari gestrisni og ekki Óska eftir feitum hrossum til siátrunar á Japansmarkað. Uppl. gefur Ingólfur Gestsson, Ytra- Dalsgerði. Sími: 96-31276 og Slát- ursamlag Skagfirðinga, Gísli Hall- dórsson, sími: 95-35246. Hross til sölu! Fyrir byrjendur, litið vana. Ættbók- arfærð, lítið tamin. Ótamin og folöld. Á sama stað hvítt vatnsrúm til sölu. Uppl. í síma 26670, helst á kvöldin. Brúðarkjólar til leigu og skírnar- kjólar til sölu og leigu. Geymið auglýsinguna. Uppl. í síma 21679. Björg. Víngerðarefni: Vermouth, rauðvín, hvítvín, kirsuberjavín, Móselvín, Rínarvín, sherry, rósavín. Bjórgerðarefni: Þýsk, dönsk, ensk. Plastbrúsar, síur, vatnslásar, alkohólmælar, sykurmælar, líkkjör- ar, filter, kol, kísill, felliefni, suðu- steinar o.fl. Sendum í eftirkröfu. Hólabúðin hf., Skipagötu 4, sími 21889. „Mumniumorgnar“ - opið hús í safnaðar- hcimili Akureyrarkirkju. Miðvikudaginn 2. októ- ber frá kl. 10-12. Frjáls tfmi, kaffi og spjall. Allir foreldrar velkomnir með börn Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri Strandgötu 37 b • P.O. Box 41, Akureyri • 96-27677 Frá Sálarrannsóknarfclaginu á Akureyri. Við byrjum vetrarstarfið með almennum félagsfundi miðvikud. 2. okt. kl. 20.30 í Strandgötu 37 b. Allir velkomnir. Mætuiri vel. Stjórnin. Ruby Gray miðill starfar á vegum félagsins dagana 8.-19. október. Tekið verður á móti pöntunum á einkafundi í síma 27677 laugardag- inn 5. okt. kl. 13.00-15.00. Félagsmenn sitja fyrir. Fyrirhugað er að hafa námskeið fyr- ir byrjendur ef næg þátttaka fæst. vantaði meðlætið með „kaffisop- anum“. Síðan hcfur mikið vatn runnið til sjávar og var ég löngu hættur að undrast þó Helga biði heilu knattspyrnuliði í kaffi, það var bara svo sjálfsagt þegar Helga átti í hlut. Helga Þórðardóttir var fædd 2. mars 1911. Hún giftist Steindóri Guðmundssyni frá Þríhyrningi árið 1938 og hófu þau þá þegar búskap. Steindór lést 14. júní 1966 langt um aldur fram. Ég og mín fjölskylda bund- umst einstökum vináttuböndum við Helgu og alla hennar fjöl- skyldu. Það voru ófáar stundirn- ar sem við áttum í Þríhyrningi þegar ég bjó fyrir norðan og voru synir mínir Haraldur og Davíð þar heimagangar og minnast með þakklæti alls þess sem Helga var þeim. Ef við vorum boðin í síðdegis- kaffi þá fórum við ekki heim fyrr en drukkið hafði verið kvöld- kaffi, svo notalegt var að heim- sækja Helgu. Og nú eftir að ég settist að fyrir sunnan höfum við hjónin ekki farið norður öðruvísi en að heimsækja Helgu í Þrí- hyrningi. Já, myndir af Helgu eru sem ljóslifandi fyrir augum mínum. Það væri hægt að minnast á svo margt, svo ótal margar minningar eru tengdar Helgu. en kannski er sterkasta myndin sem fyrir augu mín ber, af smávaxinni konu meö augu sem horfðu á mann með hlýju og heiðarleika, konu sem ætíð var á fullri ferð og féll aldrei starl' úr hendi, konu sem hefur gefið svo mikið af sér til okkar sem eftir erum í þessu lífi. Þeim bræörum Hauki, Guð- mundi og Þórði ásamt fjölskyld- um þeirra sendum við Ester okk- ar samúðarkveðjur. Haíldór Sigurðsson. Ferskar fréttir með morgunkaffinu ÁskriftaríZ=2‘ 96-24222 Módeldagar! Urval af módelum Lím og litir 15% afsláttur Leikfangadeild Styrktarfélag vangefinna Noröurlandi heldur almennan félagsfund aö Iðjulundi, þriðjudaginn 2. október kl. 20.30. Félagsmenn fjölmennið! Stjórnin. Aðalfundur Skákfélags Akureyrar veröur haldinn föstudaginn 4. október kl. 20.00 Skákheimilinu Þingvallastræti 18. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Kúlu-, rúllu- og þrýstilegur ÆwSTRAUMRÁS s.f Furuvöllum 1 sími 26988 Þar sem þjónustan er í fyrirrúmi. RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð RARIK 91003 Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í smíði birgðastöðvar og skrifstofu að Sólbakka 1, Borgarnesi. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins Sólbakka 6, Borgarnesi og Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og meö þriðjudeginum 1. október 1991 gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboöum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins Sólbakka 6, Borgarnesi fyrir kl. 14.00 þriöju- daginn 15. október 1991 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóöenda sem þess óska. Verkinu á að vera að fullu lokið þriðjudaginn 15 september 1992. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merkt RARIK 91003 - Borgarnes - Svæðisútibú. L' LAN DSVIRKJUN Útboð á þrýstipípu og iokum fyrir stækkun Búrfellsvirkjunar Landsvirkjun auglýsir eftir tilboðum í framleiðslu, afhendingu og uppsetningu á þrýstipípu og lokum fyrir 100 MW stækkun Búrfellsvirkjunar, samkvæmt útboðsgöngum BFO 20. Verkið felur í sér hönnun, framleiðslu, afhendingu og uppsetningu á einni þrýstipípu, ásamt lokum víð inn- tak og frárennsli meö tilheyrandi búnaði. Útboðsgögn verða fáanleg hjá Landsvirkjun, Háa- leitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með þriðjudeg- inum 1. október, 1991 gegn óafturkræfri greiðslu að fjárhæð kr. 5.000 fyrir fyrsta eintak, en kr. 3.000 fyrir hvert viðbótareintak. Tilboðum skal skila til Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík eigi síðar en kl. 12.00, föstudag- inn 29. nóvember 1991. Tilboðin verða opnuð kl. 14.00 samadag í stjórnstöð Landsvirkjunar, Bústaðavegi 7, Reykjavík.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.