Dagur - 20.10.1991, Side 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 22. október 1991
Við megum aldrei verða
útlendingar á íslandi
- ávarp flutt á stofnfundum Samtaka um óháð ísland,
á Sauðárkróki og Akureyri
Kæru fundarmenn. Við erum hér
saman komin til að ræða um að
halda fullveldi okkar óskertu á
allan hátt. Veigamesta málið í
dag er baráttan um aðalauðlind
okkar fiskveiðilandhelgina og
fiskvinnsluna. Vægast sagt hefur
umræðan um Evrópskt efnahags-
svæði, EES, og Evrópubandalag-
ið, EB, verið til háborinnar
skammar.
Sumir ráðamenn þjóðarinnar
hafa haldið mörgum spurningum
leyndum og t.d. hefur verið
spurt:
1. Getum við til lengdar útilokað
erlenda aðila innan EB eða ESS
frá því að kaupa hlutabréf í fyrir-
tækjum, sem eru í fiskvinnslu en
eiga líka fiskiskip, svo sem:
Skjöldur hf. og Fiskiðjan á Sauð-
árkróki eða Útgerðarfélag Akur-
eyringa, eða ýmis önnur fyrir-
tæki? Þessu hefur ekki verið
svarað.
Ekkert svar
2. Felst í atvinnufrelsinu að
erlend fyrirtæki innan Efnahags-
bandalagsins sem taka að sér að
reisa raforkuver eða önnur
mannvirki á íslandi geti flutt inn
verkamenn, iðnaðarmenn og
tæknimenn eins og þau telja hag-
kvæmast? Ekkert svar, en Jón
Sigurðsson iðnaðarráðherra hef-
ur ýjað að því að leyfa eigi erlend-
um einkafyrirtækjum að reisa
orkuver á íslandi.
3. Geta erlendar ferðaskrifstofur
komið hingað með eigin bíla, far-
arstjóra og allt það sem þær telja
sér henta? Geta þær, eða aðrir
erlendir ferðaaðilar innan EB
reist hótel á vinsælum ferða-
mannastöðum, ef þeir fá tilskilin
leyfi frá sveitarfélögum? Getum
við íslendingar haft nauðsynlegt
vald á umhverfismálum, ef þetta
yrði raunin? Ekkert svar. Hvað
verður um Ferðaþjónustu
bænda, sem er ný atvinnugrein
og hefur gefist vel, og íslenskan
hótelrekstur, ef þetta nær fram
að ganga?
4. Geta ríkisborgarar frá EB-
löndunum keypt hér jarðeignir
og laxveiðiár á sama hátt og
íslendingar? Ekkert svar.
5. Er hægt að koma í veg fyrir að
útlendingar kaupi sig inn í útgerð
okkar og fiskvinnsluna? Ekkert
svar.
Fullveldið í hættu
Hvað viðvíkur þessum ósvöruðu
spurningum frá ráðamönnum
okkar, er stórhætta á ferðinni og
það er kannski þess vegna, sem
hinu sanna er haldið leyndu. Það
er að fullveldi okkar er í stór-
hættu, vegna þess að með samn-
ingum um Evrópskt efnahags-
svæði er komið að hinu svonefnda
Fjórfrelsi, en það felur í sér að
erlendir auðhringar fái fullt frelsi
til athafna á landi okkar og ótak-
markaðan innflutning á erlendu
vinnuafli.
Við megum ekki gleyma því að
lög Efnahagsbandalagsins verða
ofar okkar íslensku lögum. Sem
dæmi um það má nefna að Eng-
lendingar hafa nýverið glatað
sinni landhelgi vegna þess að lög
Efnahagsbandalagsins voru æðri
lögum Englendinga og þess
vegna fá nú spænskir togarar að
veiða í breskri landhelgi en sigla
með aflann til Spánar. Svo koma
fleiri erlendir togarar inn í enska
landhelgi svo hún verður fljótt
þurrausin. Annað gott dæmi má
taka en það er að í Danmörku
hafa útlendingar keypt upp stór
landsvæði og nú er það orðið
stórvandamál þar og einnig hvað
innflutt fólk snertir. Danmörk er
í Efnahagsbandalaginu, svo auð-
velt er að sjá hvað við íslendingar
eigum í vændum.
Er það þetta sem sumir ís-
lenskir ráðamenn vilja fá yfir sína
eigin þjóð, ég spyr? Það er
hroðalegt til þess að vita að við
skulum eiga á okkar landi menn
sem vilja steypa okkur í slíka
glötun - taka frá okkur frelsið,
sem við höfum svo lengi barist
fyrir - það er að segja, ef þeir
ætla að koma okkur inn í Efna-
hagsbandalagið.
Ummæli Þrastar Ólafssonar
Þann 27. júlí sl. var í einu Reykja-
víkurdagblaðanna viðtal við
Þröst Olafsson, aðstoðarmann
Jóns Baldvins utanríkisráðherra,
þar sem hann segir meðal annars:
„Ég held það sé ákaflega slæmt
veganesti að fara inn í þessar
breytingar fullir af hræðslu. Þjóð-
in mun ekki komast að neinni
skynsamlegri niðurstöðu, ef hún
verður orðin svo skelfd og hrædd
að hún þori ekki neinar ákvarð-
anir að taka.“ Ég segi á hinn
bóginn: Eru nokkur undur þótt
þjóðin sé á báðum áttum þar sem
hún hefur ekki hugmynd um
hvað er að gerast í raun og veru.
Því öllu er haldið leyndu eins og
ég sagði hér að framan. Síðan
segir Þröstur: „Ég held nefnilega
að öruggasta leiðin til að koma
okkur inn í Evrópubandalagið,
sé sú að eyðileggja möguleikana
á samkomulagi um Evrópskt
efnahagssvæði, EES. Ef við
náum ekki þessu EES samkomu-
lagi, sem er vörn gegn Evrópu-
bandalaginu, þá verður okkur
beint eða óbeint þrýst inn í Evr-
ópubandalagið.“ Þá er Þröstur
spurður: „Af hverjum?“ Þröstur
svarar: „Af okkur sjálfum, vegna
þess að aðdráttarafl bandalagsins
verður of mikið og stjórnmála-
menn standast það ekki.“
Það er alveg út í hött hjá Þresti
þegar hann segir að EES-sam-
komulag sé vörn við Evrópu-
bandalaginu, vegna þess að aðild
að EES er að minnsta kosti 60%
hlutdeildar af fullri aðild að Evr-
ópubandalaginu. Þvílík háðung-
íslenskir stjórnmálamenn ætla
sem sagt þrátt fyrir allt að troða
okkur inn í bandalag, sem við
höfum í raun og veru ekkert að
gera í, og þetta er aðstoðarmaður
Jóns Baldvins utanríkisráðherra,
sem lætur slíkt frá sér fara.
Smáþjóð kúguð
með hótunum
Ástæðan fyrir því að ég segi, við
höfum ekkert í slík bandalög að
gera er þessi: Undanfarna daga
hafa höfðingjarnir í Brussel sýnt
sínar hvössu klær þegar smáþjóð
á í hut eins og við íslendingar
erum. Þessar þjóðir í Evrópu,
sem við höfum haft viðskipti við
um aldir, heimta nú höfuðauð-
lind okkar, fiskimiðin og síðan
land okkar, (sbr. Danmörku).
Með öðrum orðum eru þeir að
kúga smáþjóð, með alls konar
hótunum, svo sem að hækka tolla
á fiskafurðum o.fl. Við slíka
menn er ekki hægt að semja.
Þetta eru efnahagslegar þvingan-
ir. Hvar er nú lýðræðið hjá þess-
um svokölluðu vinaþjóðum, eða
eru þær orðnar verri en svokall-
aðir kommúnistar eða nasistar?
Á meðan svo er höfum við ekkert
að gera í EES né EB.
Blindgata ofnýtingar
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra okkar, hefur undanfarið
staðið sig sérstaklega vel, með
okkur andstæðingum EES og
EB, ekki síst í ágætri ræðu sem
hann hélt nýverið úti á Spáni þar
sem sjávarútvegsráðherrar frá 40
löndum voru staddir. Þorsteinn
sagði þá meðal annars:
„Við verðum ætíð að hafa í
huga það grundvallarsjónarmið
að tryggja varanlegan afrakstur
af öllum tegundum sjávardýra.
Við megum ekki láta skammtíma-
hagsmuni leiða okkur á blindgötu
ofnýtingar á þessari viðkvæmu
auðlind.“ (Skammtímahagsmun-
ir, þýðir að mínu mati að það er
auðvelt að hagnast í bili með því
að fórna auðlindum okkar.) Á
öðrum stað segir Þorsteinn:
„Vegna þess hversu íslendingar
eru háðir fiskveiðum er mjög
brýnt fyrir okkur að afnumdar
verði allar innflutningstakmark-
anir á sjávarafurðum svo og
verndartollar. Samkvæmt núgild-
andi reglum EB njóta sjávaraf-
urðir sömu verndar og landbún-
aðarvörur, sem þýðir að mark-
aðsöfl fá ekki ráðið um verð-
myndun og framboð í sama mæli
og ef um fríverslun væri að
ræða.“ Þá segir Þorsteinn einnig:
„Stefna EB brýtur einnig í bága
við lögmál frjálsra viðskipta með
því að ríki utan bandalagsins
hafa ekki jafnan aðgang að
mörkuðum EB. Petta er sérstak-
lega ósanngjarnt gagnvart íslend-
ingum, sem leggja enga verndar-
tolla á iðnaðarvörur frá ríkjum
Evrópubandalagsins, hvað þá á
fiska furðir. “
Þetta er góð lýsing hjá sjávar-
útvegsráðherra okkar á því
hvernig Efnahagsbandalagið ætl-
ar að þvinga okkur. Það eru
óheiðarlegir viðskiptahættir, það
hlýtur hver maður að sjá.
Þorsteinn sagði einnig: „Um
heim allan blása nú vindar frjáls-
ræðis í viðskiptum þjóða á milli.“
Þetta er einnig rétt, því öll þjóð-
lönd eru nú óðum að opnast og
því auðvelt fyrir okkur íslend-
inga að versla við aðrar þjóðir án
nokkurra afarkosta. Við viljum
versla við allar Evrópuþjóðir og
allar þjóðir heims, en á heiðar-
legum viðskiptagrundvelli, án
kúgunar eða þvingana.
Hvað á Jón Baldvin við?
Allir verða að njóta sammælis og
auðvitað Jón Baldvin líka.
Nýverið hélt Jón Baldvin ræðu
hjá Sameinuðu þjóðunum í New
York. I lok ræðu sinnar sagði
hann: „Sú stefna Evrópubanda-
lagsins að tengja viðskipti og
aðgang að auðlindum, er algjör-
lega óviðeigandi og óásættan-
leg.“ Þetta er vel mælt hjá Jóni
Baldvin, en síðan bætir hann við:
„Sú stefna er þröskuldur í vegi
fyrir frekari samruna í Evrópu."
Hvað á Jón Baldvin við, með
frekari samruna Evrópu? Ég
spyr. Ætlar hann áfram með
þjóðina inn í Evrópskt efnahags-
svæði - Fjórfrelsið - eða EB? Ég
spyr líka um það.
Vill Jón Baldvin kannski það
sama og Gylfi Þ. Gíslason þegar
Matthías Björnsson.
hann sagði á aldarafmæli Þjóð-
minjasafns íslands 1963: „Að
treysta sjálfstæði þjóðarinnar
með því að fórna því...“, „þess
vegna ætlum við að binda kænu
smáríkis aftan í hafskip stórveld-
is.“ Hafið þið nokkurn tíma
heyrt annað eins? Á þessum tíma
var Gylfi formaður Alþýðu-
flokksins og menntamálaráð-
herra í Viðreisnarstjórninni.
Nú er Jón Baldvin í forsvari
fyrir alþýðu þessa lands. Ég trúi
því aldrei fyrr en á reynir að hann
muni gera slíkt hið sama. Jón
Baldvin hefur drengilega stutt við
bakið á Eystrasaltslöndunum í
sjálfstæðisbaráttu þeirra og ég
trúi ekki öðru en hann standi jafn
dyggilega við bakið á sinni eigin
þjóð þegar til átaka kemur nú á
næstunni. Á það mun reyna
hvort við glötum öllu okkar í
hendur erlendra auðhringa. Eins
og við vitum áttum við hér áður
fyrr menn sem tilbúnir voru að
fara aftan að sinni eigin þjóð í
frelsisbaráttu hennar, en vonandi
eru þeir horfnir af sjónarsviðinu.
Við sjáum livað setur og við
verðum öll að vera vel á verði.
Einmitt núna.
Ólafur heitinn Thors sá mæti
stjórnmálamaður, sagði aftur á
móti skýrum orðum þann 10.
júní 1962. „Eitt er víst. Við lát-
um ekki eftir þumlung af land-
helginni við ísland. “ Frá því má
ekki kvika.
Bakdyramegin inn í
fískveiðilögsöguna
Enn leyfi ég mér að vitna til Þor-
steins Pálssonar ráðherra, en í
grein eftir hann í Mbl. 28. sept.
sl. segir m.a. að fulltrúar EB hafi
nú á dögunum áréttað enn á ný
kröfuna um markaðsaðgang og
heimild til fjárfestinga í sjávarút-
vegi, en með frjálsum fjárfesting-
um gætu fyrirtækin innan EB
komist bakdyramegin inn í okkar
fiskveiðilögsögu. Þá segir Þor-
steinn: „Menn mega mætavel vita
að ísland verður ekki aðili að
þessu samkomulagi ef þessari
kröfu verður haldið til streitu.
Það er órofa samstaða meðal
íslenskra stjórnmálamanna um
það, og hefur þessari kröfu EB
verið svarað með mjög skýrum
hætti af aðalsamningamanni
okkar." Að lokum segir Þor-
steinn: „Því hefur verið haldið
fram að Efnahagsbandalagið vilji
ljúka þessum samningum en hug-
myndin um Evrópskt efnahags-
svæði er upprunalega frá Efna-
hagsbandalaginu. Ég vona að á
þeim skamma tíma sem eftir er til
að ná samkomulagi sjái banda-
lagið að sér og skilji okkar sjón-,
armið.“
Það var sem sagt Efnahags-
bandalagið sem fyrst kom á við-
ræðum um Evrópskt efnahags-
svæði, en með tilkomu þess er
stefnt beint á „Frelsin fjögur“
svonefndu eða „Fjórfrelsið". Þar
er mesta hættan, því í Fjórfrels-
inu felst að erlendar þjóðir fá
óheftan aðgang til að fjárfesta
t.d. í útgerðinni, fallvötnunum,
orkunni, landbúnaði, ferðaþjón-
ustu, laxveiðiánum og vötnum.
Að lokum eins og ég hefi sagt
áður; bæir, kot og höfuðból
munu falla í hendur útlendinga.
Fjórfrelsið felur einnig í sér ótak-
markaðan innflutning á erlendu
fólki af hvaða þjóðerni sem er til
vinnu hér á landi.
„Vér mótmælum allir“
Með því ofurfjármagni, sem fjöl-
þjóða fyrirtæki Evrópumarkað-
arins ráða yfir, yrði íslenskum
fyrirtækjum rutt úr vegi í eigin
landi, á samkeppnisgrundvelli, í
þeim greinum, sem erlendu fyrir-
tækjunum þættu gróðavænlegar.
Hvað verður þá um íslenskan
atvinnurekstur og íslenskt einka-
framtak sem við öll styðjum?
Þetta mun allt hverfa inn í erlend
auðhringafyrirtæki.
Ég vona að Þorsteinn sjávarút-
vegsráðherra sé sannspár þegar
hann segir að órofa samstaða sé
meðal íslenskra stjórnmála-
manna, en það munum við sjá
síðar. En ekki er svo að skilja af
ummælum Þrastar Ólafssonar
hér á undan. Stjórnmálamenn
okkar ættu auðvitað að standa
saman sem ein órofa heild og
segja: „Vér mótmælum allir,“
bæði EES og EB samningum.
Þögnin getur verið
hættulegust
Mín skoðun og margar annarra
er sú að hættulegasti maðurinn í
umræðunni, sérstaklega hvað
viðkemur EES og Fjórfrelsinu sé
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra, en hann hefur gefið í skyn
að hleypa beri svo og svo miklu
erlendu fjármagni inn í landið.
Hann heldur samningum leynd-
um og tjáir sig ekki nóg. Hann
vill jafnvel selja innlenda banka
sem þjóðin á og skila góðum
hagnaði. Þögnin getur verið
hættulegust. „Enginn frýr þér
vits, en meira ertu grunaður um
græsku.“ Með öðrum orðum:
Ekki ertu heimskur en álitinn
brögðóttur. Þá heyrist lítið í for-
sætisráðherranum um þessi mál!
Ég hefi nokkuð vitnað í skrif
Þorsteins Pálssonar ráðherra því
mér finnst hann hafa haldið mjög
samviskusamlega á málum þjóð-
ar sinnar í öllum þessum átökum
okkar um EES og EB. Ég er alls
ekki einn um að halda því fram,
því fjöldinn allur álítur það
sama. Þorsteinn er athugull og
réttlátur stjórnmálamaður, enda
staðið sig vel í sínu embætti. Ég
er þess fullviss að hann og aðrir
stjórnmálamenn taki saman
höndum um verndun fullveldis
okkar.
Stjórnmálamenn
standi saman
Ef búið er að gefa einhvern
ádrátt um gagnkvæmar veiði-
heimildir þá skora ég hér með á
alla stjórnmálamenn okkar að
standa saman sem einn maður,
breyta sinni skoðun og leyfa alls
ekki gagnkvæmar veiðiheimildir.
Við ráðum ekki við tugi erlendra
verksmiðjutogara komna á okkar
mið. Það myndi einnig kosta
þjóðina tugi milljóna í landhelg-
isgæslu og á því höfum við engin
ráð nú, fyrir utan alla frekju
erlendra togara í fiskinn okkar.
Að lokum treysti ég öllum
íslendingum að standa einhuga
saman í baráttunni gegn EES og
EB. Þess vegna hvet ég alla
landsmenn að skrá sig á undir-
skriftalista „Samtaka um óháð
ísland.“ Það verður mikill styrk-
ur fyrir þá ráðherra í þessari
ríkisstjórn og aðra stjórnmála-
menn sem standa með okkur
vörð um fullveldi íslensku þjóð-
arinnar.
Við mcgum aldrei láta það
gerast, að verða útlendingar á Is-
landi.
Matthías Björnsson.
Höfundur er fyrrverandi loftskeytamaður og
skóiastjóri.