Dagur - 20.10.1991, Page 8

Dagur - 20.10.1991, Page 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 22. október 1991 ÍÞRÓTTIR Handknatdeikur 1. deild 2. umferð: KA-FH 28:33 HK-Fram 22:22 Selfoss-Víkingur 29:33 IBV-Valur 29:29 Grótta-Haukar 17:23 UBK-Stjarnan 16:26 FH 3 3-0-0 86:59 6 Víkingur 3 3-0-0 86:72 6 Stjarnan 3 2-1-0 71:65 5 Fram 3 1-2-0 67:66 4 HK 2 1-1-0 53:42 3 Selfoss 3 1-1-1 85:81 3 Haukar 3 1-1-1 70:72 3 ÍBV 2 0-1-1 49:50 1 Valur 2 0-1-1 53:61 1 KA 2 0-0-2 54:60 0 Grótta 3 0-0-3 51:74 0 UBK 3 0-0-3 45:75 0 2. deild Völsungur-Fjölnir 23:19 Þór-Fjölnir 34:13 KR-Ögri 29:13 Armann-HKN 14:26 Þór 2 2-0-0 62:33 4 HKN 2 2-0-0 55:25 4 ÍR 2 2-0-0 47:34 4 Afturelding 2 2-0-0 45:32 4 ÍH 1 1-0-0 27:13 2 KR 3 1-0-2 65:52 2 Völsungur 2 1-0-1 43:47 2 ÍH 3 1-0-2 60:70 2 Ármann 3 1-0-2 56:66 2 Fjölnir 4 1-0-3 65:85 2 Ógri 4 0-0-4 62:107 0 Alfreð Gíslason fékk óblíðar móttökur hjá FH-vörninni og hér er hann tekinn föstum tökum af Gunnari Beinteins- syni og Kristjáni Arasyni. Myndir: Goll Sigurpáll Aðalsteinsson og Stefán Kri: KA en það dugði ekki til. KA-menn töpuðu vígsluleiknum í nýja húsinu: „Fórum út í algera vitle - sagði Alfreð Gíslason eftir 28:33 ósigur gegn FH Úrvalsdeildin A-riðill UMFN-KR 96:81 SnæfelI-UMFN 82:83 Skallagrímur-KR 77:93 UMFN 4 4-0 358:304 8 KR 3 2-1 280:252 4 Snæfell 3 1-2 226:235 2 Tindastóll 3 1-2 240:261 2 Skallagríntur 3 0-3 209:261 0 B-riðill ÍBK-Ilaukar 116:82 ÍBK-UMFG 88:77 Þór-Valur 77:87 ÍBK 3 3-0 296:230 6 UMFG 4 3-1 313:304 6 Valur 3 1-2 257:255 2 Haukar 3 1-2 259:304 2 Þór 3 0-3 218:250 0 Blak 1. deild karla Umf. Skeið-Þróttur N. 0:3 HK-Þróttur N. 3:2 ÍS 2 2-0 6:1 4 Þróttur N. 4 2-2 10:7 4 HK 3 2-1 7:6 4 KA 11-0 3:12 Þróttur R. 4 1-3 6:11 2 Umf. Skeið 2 0-2 0:6 0 1. deild kvenna Völsungur-Sindri 3:0 Víkingur-Þróttur N. 3:0 KA-Sindri 3:0 Völsungur-UBK 3:0 HK-Þróttur N. 3:0 KA-UBK 1:3 Víkingur 3 3-0 9:1 6 Völsungur 3 3-0 9:2 6 UBK 4 2-2 6:8 4 KA 2 1-1 4:3 2 HK 3 1-2 6:6 2 ÍS 2 1-1 4:5 2 Þróttur N. 4 1-3 5:9 2 Sindri 3 0-3 0:9 0 „Þetta var mjög lélegt hjá okkur. Við byrjuðum ágætlega en fórum út í algera vitleysu og fengum á okkur hvert hraða- upphlaupið á fætur öðru. Við prófuðum ýmislegt nýtt í seinni hálfleik og það gekk í sjálfu sér ágætiega en munurinn var bara orðinn allt of mikill,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, eftir að liðið tapaði fyrir FH, 28:33, í vígsluleik í hinu nýja íþróttahúsi KA-manna á föstu- daginn. Úrslitin réðust strax í fyrri hálfleik þegar KA-menn fengu á sig átta mörk á 11 mínútum án þess að ná að svara fyrir sig. Kristján Arason, þjálfari FH- inga, var ánægður í leikslok. „Við spiluðum mjög góðan hand- bolta í 40 mínútur og náðum þá að stjórna hraðanum í leiknum. Þeir hafa sennilega verið tauga- óstyrkir út af húsinu og gerðu mikið af mistökum sem við náð- um að nýta okkur með hraða- upphlaupum. En KA-menn þurfa ekki að vera svartsýnir, það hafa orðið breytingar á liðinu og það tekur alltaf tíma að ná samæfingu en þeir eiga eftir að verða ofarlega í deildinni.“ Það var KA-maðurinn Guð- mundur Guðmundsson sem skor- aði fyrsta markið í hinu nýja húsi og KA-menn höfðu síðan foryst- una þar til staðan var 7:6 og 15 mínútur liðnar. Þá kom hrikaleg- ur kafli heimamanna sem gestirn- ir nýttu sér einstaklega glæsilega. Þeir náðu að þétta hjá sér vörn- ina og Bergsveinn fór að verja í markinu og það var ekki að sök- um að spyrja. KA-menn glopr- uðu boltanum niður hvað eftir annað og FH-ingar refsuðu þeim með því að skora 8 mörk í röð og breyta stöðunni í 7:14. Þar með voru úrslitin í raun ráðin. KA- liðið hresstist reyndar til muna í seinni hálfleik en FH-ingar léku alltof skynsamlega til að sigur þeirra kæmist einhvern tímann í verulega hættu. Þeir létu að vísu slá sig út af laginu í lokin þegar KA-menn spiluðu maður á mann og náðu að skora 5 mörk í röð en tíminn var of naumur og munur- inn of mikill og tvö mörk FH- inga á lokamínútunni gulltryggðu sigurinn. Það er hvergi veikur hlekkur í FH-liðinu sem er sennilega það besta á landinu í dag. Þá á Guð- jón Árnason eftir að bætast í hópinn og ekki versnar liðið við það. Hans Guðmundsson átti stórleik gegn sínum gömlu félög- um og „klikkaði“ varla á skoti. Kristján var geysilega öflugur f vörn og sókn og tók m.a. vel á móti Alfreð félaga sínum sem skoraði ekki mark fyrr en fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þorgils Óttar var seigur eins og venjulega og Bergsveinn góður í markinu. Það eru margir ljósir punktar í KA-liðinu en margt á greinilega eftir að slípa til. Vörnin var ekk- ert alltof traustvekjandi og mark- varslan slök sem sést best á loka- tölunum. Þá kom alltof lítið út úr línuspilinu. Þetta var ekki dagur KA-manna og kannski ekki við því að búast. Það sem helst gladdi augað voru stórskemmti- leg tilþrif Sigurpáls og Stefán var farinn að finna sig í lokin. Mörk KA: Stcfán Kristjánsson 10, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 10/6, Alfreð Gíslason 3, Árni Stefánsson 2, Guðmundur Guðmundsson 1, Jóhann Jóhannsson 1, Pétur Bjarnason 1. Axel Stefánsson varði 6/1 skot og Björn Björnsson 2. KA lék um helgina fyrstu leiki sína í 1. deild kvenna á íslands- mótinu í blaki. A laugardaginn vann liðið átakalítinn sigur á nýliðum Sindra frá Höfn, 3:0, en á sunnudaginn mátti liðið sætta sig við 1:3 ósigur á móti Breiðabliki. Leikurinn gegn Sindra varð aldrei spennandi né skemmtileg- Mörk FH: Hans Guðmundsson 10/3, Kristján Arason 6/2, Gunnar Beinteins- son 5, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Pétur Petersen 3, Hálfdán Þórðarson 2, Óskar Helgason 1, Sigurður Sveinsson 1. Berg- ur, til þess var hann alltof ójafn. KA sigraði 15:7, 15:5 og 15:1. KA vann fyrstu hrinuna gegn Blikum 15:6 en komst síðan ekki lengra. Breiðablik. vann aðra hrinu 15:6, sú þriðja var jöfn en Breiðablik vann hana 15:9 og þá þriðju og síðustu 15:4. KA-liðið hefur breyst töluvert frá í fyrra, hefur misst þær Sigur- hönnu Sigfúsdóttur, Birnu Krist- Blak, 1. deild kvenna: Völsungur í 2. sætið Völsungur situr í 2. sæti 1. deildar kvenna eftir tvo góða sigra um helgina. Liðið vann nýliða Sindra næsta auðveld- lega í þremur lirinum á föstu- dagskvöldið og á laugardag fengu Blikastúlkur sömu út- reið á Húsavík. Sigur Völsungs á Sindra var nokkuð auðveldur enda mót- herjarnir ekki sterkir. Varalið Völsungs spreytti sig og úrslitin urðu 15:5, 15:11 og 15:4. Leikur Völsungs og Breiða- bliks var skemmtilegur og vel leikinn en Völsungar höfðu undirtökin og sigrúðu í þremur hrinum, 15:10, 15:10 og 15:9. Völsungsliðið lék mjög vel, sér- staklega í lágvörninni og má kannski segja að hún hafi tryggt sigurinn. Eyrún Sveinsdóttir og Jóna Óskarsdóttir léku alira manna best í þessurn leik. „Ég held að Breiðabliksstelp- urnar hafi ekki átt von á þessari mótspyrnu og við áttum reynd- ar ekki von á þessum úrslitum heldur. Við fórum seint af stað og ætluðum ekki að vera með en það er að færast alvara í þetta hjá okkur. Þá hjálpar það okkur mikið að það er góð mæt- ing á leikina hjá okkur og við fáum góðan stuöning frá áhorf- endum,“ sagði Jóna Matthías- dóttir, leikmaður og formaður blakdeildar Völsungs. KA-liðið enn í start

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.