Dagur - 20.10.1991, Síða 10

Dagur - 20.10.1991, Síða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 22. október 1991 IÞRQTTIR____________________________________ Aðeins einn heimasigur í 1. deild Man. Utd. og Arsenal skildu jöfn - Liverpool enn í öldudal Mark Bright skoraði fyrra mark Crystal Palace í leiknum gegn Coventry. Vegna landsleikja í síðustu viku hefur ekkert verið leikið í 1. deildinni ensku, þar til á laugardaginn að tekið var til við baráttuna að nýju. Og það voru margir spennandi leikir á dagskrá, en athygli vekur að fimm leikjum lýkur með úti- sigri og aðeins vinnst einn heimasigur. En þá eru það leikir laugardagsins. ■ Stórleikur umferðarinnar, leikur Man. Utd. gegn Arsenal var sýndur í sjónvarpinu á laugardag og þar sáu menn liðin skilja jöfn eftir mikinn báráttuleik. Eins og menn muna eflaust varð allt vit- laust í leik þessara liða á Old Trafford í fyrra, en nú fór allt vel fram. Gæði knattspyrnunnar voru ekkert sérstök, baráttan var í fyrirrúmi, en mörkin voru glæsi- leg. Arsenal komst yfir á 38. mín. er David Rocastel, eftir einleik, sá að Peter Schmeichel mark- vörður Utd. var of framarlega í markinu, lyfti laglega yfir hann af löngu færi, en boltinn fór í þverslá og þaðan í Schmeichel og í netið. Glæsilegt mark, en það hefði verið ósanngjarnt ef það hefði ráðið úrslitum leiksins því bæði Ryan Giggs og Brian McClair áttu stangarskot fyrir Manchester liðið. Steve Bruce jafnaði fyrir Utd. með fallegu skallamarki rétt fyrir hlé eftir sendingu frá Giggs og þar við sat. Utd. er því áfram í efsta sæti 1. deildar og hefur enn ekki tapað leik. ■ Það var nóg af mörkum og góðri knattspyrnu í leik Notts County og Leeds Utd. þar sem Gary Lund náði forystu fyrir County snemma í fyrri hálfleik. Þegar flautað var til hálfleiks hafði Leeds Utd. þó komist 2:1 yfir með mörkum þeirra Lee Chapman og Steve Hodge. Leik- menn Leeds Utd. hófu síðari hálfleikinn með látum og voru komnir í 4:1 eftir 10 mín. leik, Chris Whyte og Gary McAllister skoruðu. Tommy Johnson náði þó að minnka muninn í 4:2 með marki fyrir Notts County áður en yfir lauk, en góður sigur Leeds Utd. í höfn og liðið situr áfram í öðru sæti deildarinnar. ■ Manchester City sigraði Tott- enham á útivelli, en City hefur gengið mjög vel á útivöllum í haust. Lið þeirra er reyndar ekki árennilegt, Keith Curle sem Úrslit 1. deild Chelsea-Liverpool 2:2 Covenlrv-Crjstal Palace 1:2 Everton-Aston Villa 0:2 Luton-Shefficld Wed. 2:2 Manchester Ctd.-Arsenal 1:1 Notts County-Leeds Utd. 2:4 Oldham-Wcst Ham 2:2 Sheffield Utd.-Nottingham For. 4:2 Southampton-Norwich 0:0 Tottenham-Manchester City 0:1 Wimbledon-Q.P.R. 0:1 2. deild Tranmerc-Cambridge 1:2 Barnsley-Bristol City 1:2 Bristol Rovers-Plymouth 0:0 Charlton-Brighton 2:0 Derbv-Portsmouth 2:0 Grimsby-Middlesbrough 1:0 Ipswich-Millwall 0:0 Leicester-Wolves 3:0 Newcastle-Ovford 4:3 Port Vale-Sunderland 3:3 Swindon-Blackburn 2:1 Watford-Southend 1:2 klettur í vörninni, Peter Reid góður stjórnandi á miðjunni og frammi er Niall Ouinn sem vinn- ur allt í loftinu. Það gengur hins vegar erfiðlega fyrir Adrian Heath að skora mörk fyrir liðið, en hann hefur ekki skorað nú í yfir ár. Tvívegis í fyrri hálfleik gegn Tottenham fékk hann góð færi, en hikaði í bæði skiptin og Erik Thorstvedt varði af öryggi. Það skipti þó ekki öllu í lokin, því 15 mín. fyrir leikslok náði Quinn að skora eina mark leiks- ins og tryggja City þriðja útisigur sinn í röð. Tottenham liðið virk- aði slakt í leiknum og saknaði greinilega Paul Stewart sem var í banni, en við tapinu var ekkert að segja, City liðið var einfald- lega betra í leiknum. ■ Svo virðist sem Liverpool liðið sé nú að breytast úr því yfirburða- liði sem það hefur verið á Eng- landi undanfarin ár í miðlungslið, gott að vísu. Að udanskildum góðum leik David Burrows og mikilli baráttu frá Ray Houghton og Steve McMahon var fátt sem gladdi aðdáendur liðsins í jafn- teflisleiknum gegn Chelsea. Vörn liðsins var óörugg, sérstaklega í háboltunum og vandræði skapast jafnan þegar mótherjinn fær hornspyrnur. Steve McManaman náði þó forystu fyrir Liverpool strax á 4. mín. vegna slakra varn- artilburða Chelsea, en Vinnie Jones jafnaði fyrir Chelsea áður en fyrri hálfleik lauk eftir að Bruce Grobbelaar hafði hálfvarið skot Joe Allon. í síðari hálfleik hálfvarði Grobbelaar síðan skot frá Jones og hinn ungi Andy Marsh hjá Chelsea kom liði sínu yfir í 2:1. Forysta Chelsea entist þó aðeins í 8 mín., þá jafnaði Ian Rush með skoti sem fór af hinum sterka miðverði Chelsea Paul Elliott í markið. Jafntefli á úti- velli gegn Chelsea er ekki sem verst, en áhyggjuefni fyrir Liverpool er þó að liðið hefur nú leikið fimm deildaleiki í röð án sigurs. ■ Ian Wright hefur verið sárt saknað hjá Crystal Palace eftir að hann var seldur til Arsenal á dögunum, en liðið hefur nú keypt góðan leikmann í hans stað, Marco Gabbiadini frá Sunder- land. Mark Bright og Wright unnu mjög vel saman í framlínu Palace um árabil, en nú virðast Bright og Gabbiadini vera að ná saman. Það voru þeir sem tryggðu Palace sigurinn á útivelli gegn Coventry. Bright skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Palace rétt fyrir hlé er hann afgreiddi langt útspark markvarðar síns Nigel Martyn í netið. Palace átti að bæta við mörkum og þeir Geoff Thomas og Andy Gray réðu miðjunni fyrir liðið, en síð- an fékk Coventry vítaspyrnu upp úr þurru sem Micky Gynn jafnaði úr og um tíma lifnaði yfir liði Coventry. Robert Rosario mið- herji þeirra var ógnandi í fram- línunni, en meðherjum hans tókst ekki að nýta þau færi sem hann skapaði og 5 mín. fyrir leikslok laumaðist Gabbiadini inní markteig Coventry og skall- aði inn sigurmark Palace. ■ Aston Villa kom á óvart með sigri á útivelli gegn Everton 2:0 og síðast þegar það gerðist varð Villa meistari, en yfir 10 ár eru síðan og ekki líklegt að það endurtaki sig nú. Cyrille Regis skoraöi fyrra mark Villa á 32. mín. og eftir það hefðu þeir Mark Blake, Dalian Atkinson og Tony Daley hæglega getað bætt við mörkum fyrir liðið. Paul McGrath og Kevin Richardson áttu báðir stórleik hjá Villa og Peter Beardsley var góður hjá Everton. Síðara mark Villa var mjög glæsilegt, snúningsbolti frá Daley af um 20 metra færi sem hinn frægi markvörður Everton Neville Southall réði ekki við. ■ Leikmenn Q.P.R. sáu til þess að Peter Withe sem stjórnaði nú Wimbledon í fyrsta skipti færi vonsvikinn heim. Hann hefur örugglega verið óánægður með sitt nýja lið í leiknum, liðið lék illa og hann hafði meira að segja skipt Alan Cork inná fyrir hlé. Dennis Bailey skoraði eina mark leiksins og sigurmark Q.P.R. á 81. mín. og ekki veitti liðinu af öllum stigunum í fallbaráttunni. ■ Fjörugum leik Luton gegn Sheffield Wed. lauk með 2:2 jafntefli. Mick Harford náði for- ystu fyrir Luton, en David Hirst náði að jafna fyrir Sheffield liðið í 1:1. Kurt Nogan kom síðan Luton yfir að nýju og það var ekki fyrr en á síðustu mín. leiks- ins að John Sheridan náði að jafna fyrir Sheff. Wed. og tryggja liði sínu jafnteflið. ■ Annað 2:2 jafntefli varð í leik Oldham og West Ham þar sem Neil McDonald nýkeyptur frá Everton náði forystunni fyrir Oldham. Mike Small jafnaði fyrir West Ham, en Oldham komst síðan yfir að nýju með sjálfsmarki Tim Breaker. Það var síðan eng- inn annar en Frank McAvennie sem skoraði jöfnunarmark West Ham, en honum hefur gengið mjög illa að undanförnu vegna meiðsla og um tíma var talið að hann væri búinn að vera. ■ Sheffield Utd. tók á móti Nottingham For. og þar vannst eini heimasigur umferðarinnar. 4:2 sigur Sheffield liðsins kom á óvart þar sem það var í botnsæt- inu og er enn, en Forest liðið er talið mjög sterkt. Dane White- house, Tony Agana, Ian Bryson og Jamie Hoyland skoruðu mörkin fyrir Sheff. Utd. Mörk Forest skoruðu þeir Garry Parker og Steve Chettle. ■ Southampton og Norwich gerðu síðan markalaust jafntefli í sínum leik og svo virðist sem Southampton liðsins bíði ekkert annað en 2. deildin að ári. 2. deild ■ Neil Woods skoraði sigurmark Grimsby gegn Middlesbrough sem þó er enn í efsta sætinu þar sem Ipswich gerði aðeins marka- laust jafntefli gegn Millwall. ■ Colin Gordon skoraði tvö mörk og Tommy Wright það þriðja í sigri Leicester á Wolves. ■ David Speedie skoraði fyrir Blackburn á útivelli gegn Swindon, en það dugði hinu nýja liði Kenny Dalglish skammt því leikmenn Swindon skoruðu tví- vegis. ■ Gary Nelson og Colin Walsh skoruðu mörk Charlton gegn Brighton bæði í fyrri hálfleik. Þ.L.A. Staðan 1. deild Manchester Utd. 12 8-4-« 19: 4 28 Leeds Utd. 13 7-5-1 24:12 26 Manchestcr City 13 7-1-5 16:15 22 Arsenal 12 6-3-3 27:18 21 Sheffield Wednesday 13 6-3-4 23:16 21 Coventry 13 6-2-5 16:12 20 Crystal Palace 12 6-2-4 22:24 20 Aston Villa 13 5-3-5 18:14 18 Chelsea 13 4-6-3 23:20 18 Liverpool 11 4-5-2 13:10 17 Wimbledon 13 5-2-6 21:20 17 Nottingham For. 12 5-1-6 23:21 16 Everton 13 4-4-5 19:17 16 Tottenham 10 5-1-4 17:15 16 Norwich 13 3-7-3 15:17 16 Oldham 12 4-3-5 19:19 15 Notts County 13 4-3-6 17:23 15 West Ham 13 2-6-5 14:18 12 QPR 13 2-6-5 11:19 12 Southampton 13 2-4-7 10:21 10 Luton 13 2-4-7 8:29 10 Sheffield Uld. 13 2-3-8 18:28 9 2. deild Middlesbrough 14 8-24 19:11 26 Cambridge 12 8-1-3 24:15 25 Ipswich 13 7-4-2 22:18 25 Swindon 12 7-2-3 28:16 23 Charlton 12 7-2-3 18:12 23 Derby 13 64-3 20:13 22 Leiccster 12 6-1-5 16:17 19 Bristol City 14 5-4-4 17:20 19 Blackburn 12 5-34 16:13 18 Wolvcs 12 5-3417:1618 Southend 12 5-3-414:1318 Portsmouth 12 5-34 12:12 18 Grimsby 12 4-2-6 18:20 17 Port Vale 14 4-5-515:1717 Millwall 12 4-3-5 20:19 15 Tranmcre 12 3-6-3 17:16 15 Sunderland 13 4-3-6 24:25 15 Brighlon 13 4-3-6 19:23 15 Barnsley 14 4-2-8 14:22 14 Watford 12 4-1-7 14:16 13 Newcastlc 13 34-6 21:2613 Oxford 12 3-1-8 17:23 10 Bristol Rovers 12 2-3-7 13:20 9 Plymouth 12 2-3-7 14:26 9 David Speedie skorar nú í hverjum leik fyrir Blackburn í 2. deild en mark hans dugði þó skammt gegn Swindon.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.