Dagur - 26.10.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 26. október 1991
Brot ÚR SÖGU BÆNDA
Atli Vigfússon
Hin sanna sveitabæjarmynd
Oft er það sem gamlar bygg-
ingar vekja forvitni okkar og
víða um land standa yfir-
gefnar tóftir með hlöðnum
veggjum sem margir hverjir
eru listavel gerðir. Þeir
standast tímans tönn og oft
var vandað til verka, en víst
er að án grjótsins og torfsins
hefðum við aldrei getað lifað
í landinu.
Verkkunnátta þessi hefur
látið undan síga fyrir nýjum
aðferðum og efnum en hún
er ekki eldri en svo að enn er
nokkuð af fólki sem leggur
þetta fyrir sig og ef til vill er
áhugi að vakna fyrir þessari
rammíslensku byggingarað-
ferð þannig að hún glatist
ekki.
Bergsteinn Gunnarsson er
bóndi að Kasthvammi í
Laxárdal S-Þing. Hann er
fæddur 1918 og vandist því
snemma að byggja og hlúa
að húsum úr torfi og grjóti.
Fyrst var þetta eins og hvert
annað verk en í seinni tíð er
þetta orðið til þess að við-
halda merkilegum bygging-
um og varðveita um leið
sögu landins. Þannig leggur
Bergsteinn hönd á plóginn
með starfi sínu á Grenjaðar-
stað, en hann segir okkur
svolítið um veggi úr torfi og
grjóti.
„Það skiptir óhemjulega miklu
máli hvemig grjótið er sem er
valið og ef við horfum á vegginn
þá sjáum við hvað það er miklu
auðveldara að raða saman köntuð-
um steinum heldur en bara hnull-
ungum sem eru kannski kúptir á
alla vegu eins og stundum er.
En það er gaman að vinna þetta
verk. Fyrst var þetta bara stuttur
tími en í fyrra var unnið hér mest
og þá var grafið hér undan heilum
vegg alveg niður fyrir frost og
einnig var grafið það sem mætti
kalla frárennsli frá veggnum. Síð-
an var fyllt með hraunmöl til þess
að hafa sem undirlag og nær mölin
upp í jarðhæð og þar hvfla neðstu
steinamir í veggnum.
Hér áður fyrr var ekki alltaf
grafíð niður fyrir frost og var það
hreint ekkert sjálfsagt að gera það.
Yfirleitt var grafið eitthvað niður
fyrir jörð t.d. með fjárhúsaveggi og
nýlega var ég að ryðja fjárhúsvegg
heima hjá mér og þar vom allir
veggir grafnir nokkuð niður. Þess-
ir veggir höfðu ekki missigið en
voru þó búnir að standa á annað
hundrað ár og eins er það með
hlöðnu veggina á Þverá í Laxárdal
sem em búnir að standa jafnlengi.
Gerð eins veggjar getur verið
tvennskonar þ.e. fyrst grjót og
síðan torf þegar komið er í vissa
hæð en engum dettur í hug að
hlaða of háan vegg úr grjóti. Slíkt
myndi ekki haldast vel.“
Torfrista var búgrein
„Veggur sem er torf og mold í
bland getur verið mjög góður. Það
er mikið mál að torfið hafi mikla
seiglu t.d torfið frá Bimingsstöð-
um í Laxárdal en þar var hægt að
fá reiðingatorfur undir klyfbera á
hestum. Slíkt torf hefur næstum
enga mold heldur er það rætur allt í
gegn og telst það þvf seigt og
ekkert hlaupið að því að rífa slíka
köggla í sundur. 1 þessu em rætur
bæði lifandi og dauðar og megnið
er gamlar rætur en svona reiðinga-
Bergsteinn Gunnarsson við hlaðinn vegg á Grenjaðarstað. (Mynd: A.V.)
torf finnst ekki mjög víða í hérað-
inu. Hleðsla er oft tvenns konar
þ.e. strenghleðlsa og klömbru-
hleðsla og var strenghleðslan al-
gengari í Þingeyjarsýslu. Ending
torfsins fór mest eftir torfinu en
ekki veggjagerðinni. Klambran er
öðruvísi þannig því þá þarf að
sníða torfið eftir alveg vissu sniði.
Algengasta veggjagerðin er sú
að hafa ekki grjót í grjót heldur
hafa torf á milli, þynnra eða
þykkra eftir því sem við á en
maður ímyndar sér að hin aðferðin
sé varanlegri það er með engu torfi
því þá er ekkert sem getur rýmað
eða tekið í sig frostspenning. Fólk
sparaði grjótið því víða vom að-
drættir erfiðir og víða erfitt að ná í
grjót. Þetta var dregið á hestum og
leitast var við að aka því á vetuma.
Oft var grjót losað á haustin úr
melum og velt til en það var alla-
vega, ýmist hnöttótt eða misjafn-
lega kantað. I þá daga var það talið
jörðum til gildis ef þar fannst gott
hleðslugrjót og sama gilti um torf-
ristu að hún var talin mikilsverð á
bæjum, því það var ekki bara um
að ræða hús manna og dýra heldur
og heygeymslan. Hlöður vom ekki
til á mörgum bæjum nema að litl-
um hluta og heyvarsla byggðist á
torfinu sem var lagt yfir til vamar.
Þetta vom ristar torfur, misjafn-
lega langar og mér er í minni þegar
ég kom að Stóru-Laugum í
Reykjadal er bóndinn þar hafði rist
þrjár torfur en setti síðan krók í og
Lágar dyr og lotnir menn
í Búnaðarritinu 1892 skrif-
ar Björn Bjarnason jarð-
yrkjuinaður ritgerð um
húsabætur á íslandi og seg-
ir að fátt muni hafa haft
margbreyttari áhrif á þjóð-
ina en húsakynnin og á þá
við bæði fólk og fénað.
Hnattstaða landsins mun
hafa átt þar drjúgan þátt í
þessu bæði hvað varðar
kulda og úrkomur.
Húsagerð hnignaði þegar
íslendingar hættu sjálfir að sækja
sér timbur til annarra landa og er
þá átt við Noreg og á tímabilum
siglingaleysis og einokunarversl-
unar fluttist ekkert af timbri til
landsins árum saman nema hvað
hafstraumamir báru á rekafjör-
urnar. Eðlilegt var þá að byggja
húsin smá til að komast af með
sem minnst af viði í þau og nota
sem stystar spýtur og hið inn-
lenda efni, torf og grjót, því oft á
tíðum, aðalefniviðurinn.
Bæjarhús stóðu jafnan á hól-
breiðu eða upphækkun sem hlað-
in var upp og myndaði húsgarð
eða heygarð á bak við bæinn.
Þessi hús stóðu oft móti suðri en
fjós og hesthús móti vestri.
Húsaveggir vom vanalega hafðir
lágir og þóttu þá standa betur en
risið var bratt til þess að steypa
vatninu betur af sér.
Allar dyr voru hafðar mjög
lágar og var það erfðasiður frá
timburleysistímum og var það
líka gert til þess að verjast kuld-
anum og léttara var þá að verjast
innfenni.
Þetta segir Bjöm að hafi orðið
til þess að menn yrðu lotnir og
kynnu ekki „að bera höfuðið
hátt“. Dyr voru víða margar og í
stórhríðarbyljum varð á stærri
slenskur sveitabær upp úr aldamótum. Myndina tók Eiríkur
Þorbergsson en hann flutti til Kanada 1910. Myndin er óþekkt og væru
upplýsingar um hana vel þegnar. (Eign Safnahússins á Húsavík)
býlum að moka upp allt að 12-14
dyr að deginum og fór þá mikill
tími í skepnuhirðingu ef veður
voru ill.
Öll voru hús þessi dimm í
skammdeginu og þá fikmðu
menn sig áfram og „gengu með
veggjum“ til þess að komast
áfram.
Garða- og jötuhús
Sá sem mest rannsakaði gerð
bæja og byggingarlag hér á landi
var Daniel Bruun, höfuðsmaður í
landher Dana. Fjós voru víða lítil
og dimm, lág og loftlaus. Oft
voru þau einstæð, ás eftir endi-
löngu og stórar hellur reistar á
rönd milli bása. Flórinn var gerð-
ur úr grjóti. Básamir voru þaktir
með torfi einu sinni á ári en jata
var engin og kúnum gefið ofan
fyrir sig. Stundum voru tveggja
kúa fjós hlaðin saman, svo að
engin spýta var í þeim og einu
fjósi lýsir Daniel á Hlöðum í
Eyjafirði fyrir 5 kýr.
Gerð fjárhúsa svo og annarra
útihúsa var ólík eftir landshlutum
og voru garðahús alengust á
Norðurlandi fyrir fé og voru þau
oft byggð tvö og þrjú saman með
einni tóft eða hlöðu baka til. Dyr
voru oftast í miðjan gaflvegg og
aðrar í innri gafl inn til heysins.
Eftir endilöngu húsinu var síðan
hlaðinn garði úr grjóti en á sunn-
lenskum fjárhúsum þekktist ekki
garði en sín jatan var undir hvor-
um hliðarveg. Þetta var kallað
jötuhús. Sama gilti um hesthús
að þau voru ólík eftir landshlut-
um og vom þau með brattari þök
fyrir sunnan til þess að vatn í úr-
komum félli betur niður.
En þetta er bara lítið brot um
sögu þessara húsa. Saga þeirra er
margþætt og henni mætti sinna
meira, en eins og Bergsteinn í
Kasthvammi segir: „Það væri
gaman að varðveita hina sönnu
sveitabæjarmynd".
dró á hesti og ekki rifnaði út úr
torfunni því hún var svo seig. Þetta
var dregið úr flaginu og þurrkað en
eftir það flutt heim í smeygum eða
hripum.
Reyðingatorfur voru víða gott
búsflag og í Eyjafirði var það bú-
grein á tímabili að rista torf fyrir
Akureyri til þess að stoppa í húsin
og alltaf var rist á vorin til þess að
nota sumarið til að þurrka og van-
inn var að vera búinn að stafla
þessu fyrir slátt.“
Einhverjir þurfa að
læra þetta
„Eg er enginn þekktur hleðslumað-
ur en það var svona tilviljun að ég
var fenginn í þetta því það var
enginn annar tiltækur sem hafði
fengist við þetta. Heima hafði ég
verið við að laga þekjur og pen-
ingshús úr torfi og grjóti en þetta
voru bara verk sem þurfti að vinna
og ekkert var hugsað um hvort það
var gaman eða ekki og auðvitað
var maður látinn hjálpa til eftir því
sem hægt var.
Einhverjir verða að leggja sig
eftir því að kunna þetta verklag og
það er spuming hvernig eigi að
halda þeirn bæjum hér norðanlands
við, sem eru úr torfi og grjóti, ef
enginn kann þetta. Ég nefni
Glaumbæ, Hóla í Eyjafirði, Hóla í
Hjaltadal, Laufás, Grenjaðarstað,
Þverá í Laxárdal og Burstafell.
Ég hef frétt af námskeiði í þessu
en aldrei hér Norðanlands og auð-
vitað þarf að endumýja í greininni,
en veggjagerð er misjöfn eftir hér-
uðum og strax í Laufási er hún allt
önnur. Þar eru veggir mest úr torfi
en ekki grjóti".
Pað þarf að varðveita
peningshúsin
„í gamla daga sparaði fólk timbrið
því það þurfti að flytja inn væri
það ekki rekaviður. Rekaviðinn
var erfitt að vinna því hann þurfti
að saga niður í borðvið og var það
gert með stórviðarsögum sem bæði
voru fyrir einn mann og fyrir tvo
menn. Það var mikil vinna og
langsótt að vinna stór tré til slíks.
Útihús voru ekki með þil en það
voru hins vegar íbúðarhúsin eftir
efnahag og getu.
Einkennilegt er það að fáum
virðist hafa dottið í hug að varð-
veita peningshúsin og það er alls
ekki nógu gott því það er ákveðin
saga í kringum það hvemig fjósin
og fjárhúsin vom á þessum tímum.
Fjárhús með þili voru þó til og á
Halldórsstöðum í Laxárdal stóðu
lengi svokölluð „þilhús" í eign
Þórarins bónda þar.
Vissulega væri það gaman að
varðveita hina sönnu sveitabæjar-
mynd og það hefur verið rætt, því
á B únaðarsambandsfundi á Laug-
um í Reykjadal fyrir löngu síðan
varpaði Ketill heitinn Indriðason á
Fjalli fram þeirri hugmynd, að
varðveita peningshús á Þverá í
Laxárdal þannig að býlið sem
heild héldi sér en því miður var
ekkert í þessu gert.
Vandamálið er auðvitað að eng-
um félagasamtökum í héraði er
fært að standa undir viðhaldi svona
húsa og annað hvort þarf að sýna
byggingum sóma eða jafna þær við
jörð.
Mér finnst þetta starf virkilega
gaman því það er svo sérstakt en
um leið og það er unnið þá er verið
að viðhalda starfsþekkingu og
verkið hefur menningarlegt gildi.“