Dagur - 26.10.1991, Page 12
12 - DAGUR - Laugardagur 26. október 1991
Matarkrókur
Kjöt og fiskur
frá Gunnarsstöðum
- Berghildur Björgvinsdóttir
töfrar fram
Að þessu sinni fáum við upp-
skriftir frá Gunnarsstöðum í
Pistilfirði en þar stendur Berg-
hildur Björgvinsdóttir yfir
pottunum og miðlar okkur af
mikilli reynslu. Uppskriftirn-
ar hennar eru þrautreyndar og
líka vel, þessar eru að vísu
ekki alveg frumsamdar en
hafa þróast í meðförum Berg-
hildar. Kitlum nú bragðlauk-
ana með kjöti og fiski.
Það var frænka Berghildar,
Anita Júlíusdóttir, sem skoraði
á hana í Matarkrókinn en hjá
henni sagðist Anita fyrst hafa
fengið að malla eitthvað af viti í
eldhúsinu. Berghildur brást vel
við ósk hennar og sendi okkur
tvær uppskriftir. Því miður var
erfiðleikum háð að fá ljósmynd
af henni til birtingar en hún seg-
ist vera nauðalík Ástu Reynis-
dóttur á Akureyri, sem hún
skorar á í næsta Matarkrók,
þannig að við verðum bara að
bíða og sjá!
ítalskur kjötréttur
(fyrir 4-6)
600 g nautahakk
1 laukur
3 gulrœtur
1 stöng sellerí
1 dós niðursoðnir tómatar
(eða 2 dl tómatsósa)
uppskriftir
6 blöð lasagne (sem ekki þarfað
sjóða)
Hvít uppbökuð sósa:
25 g smjörlíki
3 msk. hveiti
mjólk
1 tsk. múskat
Parmesan ostur
Ostur
Nautahakkið er steikt á
pönnu og síðan sett í pott,
kryddað aðeins með salti og
pipar. Laukur, gulrætur og sell-
erí brytjað og steikt á pönnu,
sett saman við kjötið ásamt
tómötum. Hrært vel saman og
soðið í 10 mínútur. Þá er búinn
til uppbakaður jafningur og
þarf ekki að skýra þann gjörn-
ing nánar. Gott er að hafa
sterkt múskatbragð af sósunni.
Þá er eldfast mót smurt og
neðst setjum við helminginn af
kjötinu, síðan helminginn af
lasagne-blöðunum, sósu, ost og
dálítinn Parmesan ost. Þetta er
endurtekið, kjöt sett ofan á,
lasagne, sósa og ostur. Þetta er
sett í 150 gráðu heitan ofn í
u.þ.b. 45 mínútur. Gott er að
hafa hvítlauksbrauð og/eða
hrásalat með réttinum (og jafn-
vel soðnar kartöflur fyrir þá
sem vilja).
Úr landbúnaðargeiranum
liggur leiðin í sjávarútveginn.
Berghildur töfrar fram freist-
andi fiskrétt.
Berghildur býður upp á tvo ofnbakaða rétti. Annars vegar ítalskan kjötrétt með nautahakki og lasagne og hins
vegar gómsætan fiskrétt.
Karrífiskur
800 g ýsuflök
1 dl hveiti
l'/2 tsk. karrí
1 dós ananas
'/2 púrrulaukur
1 dós sveppir
(eða svipað magn af nýjum
sveppum)
1 dl rjómi
1 tsk. karrí
1 bréf mild karríhrísgrjón
Ostur
Ég byrja á því að sjóða hrís-
grjónin í vatni, sker ýsuflökin í
lítil stykki, hræri saman hveiti
og karrí og velti fiskstykkjunum
þar upp úr og brúna fiskinn síð-
an á pönnu í dálitlu smjöri. Þá
sía ég ananassafann frá, brytja
ananasinn, sveppina og laukinn
og steiki í svolitlu smjöri, píska
saman ananassafa og rjóma
ásamt 1 teskeið af karrí.
Nú tek ég stórt eldfast mót og
smyr með smjöri, set í það
helminginn af hrísgrjónunum,
helming af fiski, helming af
steikta ananasinum, sveppun-
um og lauknunt og helli yfir
helmingi safans. Síðan geri ég
þetta aftur, set hrísgrjón, fisk,
ananas, sveppi og lauk, safa og
síðan ost yfir. Þetta baka ég í 40
mínútur í ofni við 200 gráðu
hita. Rétturinn er borinn fram
með kartöflum og hrásalati.
Berghildur sagði að þetta
væri geysilega vinsæll fiskréttur
á hennar heimili og hefði hún
margfaldað uppskriftina fyrir
allt upp í 30 manns.
Aðspurð sagðist Berghildur
alltaf vera nteð frekar stórt
heimili, aldrei færri en sjö
manns í einu, auk þess sem hún
kenndi heimilisfræði á
Þórshöfn, þannig að lífið hjá
henni er matur.
„Ég er í mat bæði heima hjá
mér og í vinnunni, fer úr einu
eldhúsinu yfir í annað,“ sagði
Berghildur. Sem fyrr segir skor-
ar hún á Ástu Reynisdóttur,
Fjólugötu 12 á Akureyri, í
næsta Matarkrók, en Ásta er
frænka hennar. SS
VÍSNAÞÁTTUR
Jón Bjarnason frá Garðsvík
Mörg er okkar meinsemdin,
mannlífsstofninn holgrafinn.
Hnefaðu skarpa hnífinn þinn,
höggðu ogleggðu, nafni minn.
Hermann Jónsson í Flatey á
Breiðafirði kvað:
Ósamlyndi:
Hvar mun finnast heims um
lönd
hölda eining minni?
Hér er einatt önnur hönd
upp á móti hinni.
Drykkjumaður:
Flestum býður hann fyrðum
nóg,
fuilur á hverjum degi.
Getur aldrei fundið fró
fái hann bjórinn eigi.
Dofnar hugur, daprast mál,
dvfnar lystin eigi.
Leggur í bleyti blakka sál
brennivíns í legi.
Ingibjörg Blöndal kvað.
Tíðum þó sé tómlegt hér
og tilgangslaust mig dreymi
- að vera ein með sjálfri sér
er sælan mest í heimi.
Pétur Jónsson í Reynihlíð
kvað þessa vísu í öræfaleit
Mývetninga.
Fýkur skrof og skýjarof.
Skal ég krofið lofa.
Er þó dofinn upp í klof
af því að sofa í kofa.
Pá koma vísur eftir Helgu
Halldórsdóttur frá Dagverð-
ará.
Löstum eigi:
Löstum eigi ljóðasmfði.
Löstum eigi skáldin forðum.
Pau ér fyrrum færðu lýði
frásagnir í rfmna orðum.
Bráðfleyg tíð sem breytir
þjóðum
bylting valda lífs á högum.
Ennþá veita orð í Ijóðum
yl sem vermdi fyrr á dögum.
Pegar vítiskenning klerka
kramdi vit og dómgreind
manna,
þá var rfmna raustin sterka
rík að veita gleði sanna.
Pegar sorgarnætur náðu
neista byrgja vonarglóðar,
rímnaskáldin kváðu - kváðu
kraft og þrek í vitund þjóðar.
Breyst þó hafi lífsins leikur
langa tíð í þjóðargeði,
kveðin vísa ennþá eykur
íslandsbörnum mörgum gleði.
Næst birti ég tvær heimagerð-
ar vísur. (J.B.).
Oft mér hefur stundir stytt
stökur saman bagla
þó ég sjaldan hafi hitt
höfuðið á nagla.
Áráttuna enn ég finn.
Oft ég stöku flíka.
Svona orti afi minn
og amma gamla lfka.
Anna Árnadóttir á Blönduósi
minnist æskustöðvanna:
Alltaf finn ég óljós bönd
í mig toga fram í dalinn.
Þessi auðu æskulönd
eiga stað í hjarta falin.
Hér var eitt sinn örugg höfn
undir hlíðum blárra fjalla.
Ótal vina á ég nöfn
sem eru máskegleymd, að kalla.
Við, sem áður undum hér
engum háð og létt að hlæja
heyrðum kátan krakkaher
kallast á, á milli bæja.
Undir hólnum byggðum bú
við bæjarlækjar glaða skvaldur.
Vildi æskan, eins og nú
áfjáð nema lífsins galdur.
Við lækjarbakka í lygnum hyl
lonta skaust og hratt sig faldi.
Yndi að vaka um óttubil
undir vorsins rökkurtjaldi.
Nú er allt í eyði hér,
aðeins ríkir þögn og friður.
Eina er sama svipmót ber
er síkveðandi lækjarniður.
Hjörleifur Kristinsson á Gils-
bakka kvað næstu vísur.
Ort til dömu:
Hvemig svo sem ástatt er
ylinn mun ég finna
þó að bara berist mér
bergmál kossa þinna.
Ort á ferðalagi í gamni, um
Kalla:
Fyrir endann enginn sér
alltaf magnast slarkið.
í kvennamálum Kalli er
kominn yfir markið.
Hér koma vísur eftir Jónas
Jónasson frá Hofdölum,
Skagafirði.
Til Jónasar Kristjánssonar
læknis:
Pú fékkst íslenskt þrek í arf.
Þökk fyrir margra ára starf
við að lægja kólgu kífs,
krukka í verstu féndur lífs.
Vísur um Björgvin:
Björgvin minn er besti strákur,
betri lagsmann ei ég kaus,
guðaveiga versti hákur,
vífinn, en þó getulaus.
Björgvin skeiðar skylduveg,
skrambi ferðahraður.
Hann er alveg eins og ég
ölkær sómamaður.
Spyrjið þig.
Skagafjörður yndæll er,
á hann þarf ei lofi smyrja.
Hverja þúst ég þekki hér,
þið skuluð bara reyna að spyrja.
Baslarinn:
Smátt fer orð af auðlegð minni
- aldrei var ég margálna -
hangi svona á horriminni
húsgangs milli og bjargálna.
Að haustnóttum:
Komið erhaust í kveðskapinn,
kvíði í raust og viljinn tregur.
Byrgi í nausti bátinn minn,
bilar traust í vetrarlegur.
Staka:
Listir iðka löngum þrjár:
lesa, prjóna, skrifa.
Finnst mér þó að fjölgi ár
furðugott að lifa.
Fyrir nokkru birti ég þessa
vísu, sem margir kunna:
Ungu skáldin yrkja kvæði
þó ekki geti það!
í Ingólfskaffi er ég í fæði
þó ekki éti það.
Ekki vissi ég höfund vísunn-
ar, en nú er mér tjáð að hana
hafi ort Leifur Haraldsson frá
Háeyri, Eyrarbakka og einnig
það að fyrsta hendingin hafi
verið þannig í upphafi:
Ýmsir fávitar yrkja kvæði.
Einnig er mér sagt af kunnug-
um að Leifur hafi verið rek-
inn úr vistinni fyrir að gagn-
rýna fæðið.
Séra Ingólfur Guðmundsson,
fyrrum prestur á Húsavík,
vildi gjarnan gifta fólk sem
bjó í óvígðri sambúð. Þá
kvað Egill Jónasson:
Prestarnir reyna að malda ímó
þó mjög séu kenningar loðnar.
Menn gifta sig ekki, en gamna
sér þó
en Guð lítur undan - og roðnar.
Egill fylgdi stúlku milli húsa.
Hann datt og flumbraðist á
nefinu og vísa varð til:
Að ég fljóði fylgdi um veg
flumbran gaf til kynna.
Það hafa meiri menn en ég
misst þar fóta sinna.