Dagur - 26.10.1991, Page 5
Laugardagur 26. október 1991 - DAGUR - 5
Efst í HUGA
Jón Haukur Brynjólfsson
Evrópskt
efnahagsþvaður
Þaö hefur komiö mér á óvart hversu óábyrg
umræða hefur farið fram um Evrópska efnahags-
svæðið hér á landi. Sumir stjórnmálamenn líta
þannig á að hér sé kjörið tækifæri til að láta Ijós
sitt skína og þvaðra einhverja vitleysu sem er
ekkert annað en móðgun við þá sem á hlýða. Þeir
kvarta undan skorti á upplýsingum en vita þó allt
um málið. Ákveðnir aðilar voru samstundis á móti
öllu saman eins og allir vissu að þeir myndu
verða, sama hver niðurstaðan yrði. Almenningur
er litlu skárri, flestir hafa fastmótaðar skoðanir og
slá um sig með slagorðum sem koma í stað heil-
brigðrar hugsunar um stærstu ákvörðun sem
íslendingar hafa nokkurn tíma þurft að taka.
Stjórnmálaforingjarnir mættust í Sjónvarpssal í
vikunni og ræddu um EES á einkar málefnalegan
hátt eins og þeirra er von og vísa. Áhorfendur
fengu t.d. að vita að áður en Þröstur Ólafsson fór
að skipta sér af þessu setti hann kaupfélag á
hausinn enda voru kjörorð þess nánast þau sömu
og utanríkisráðherra hefur notað til að lýsa frá-
bærum eigin árangri í samningaviðræðunum -
mikið fyrir lítið. Ráðherra atyrti Ólaf Ragnar fyrir
þessar ósæmilegu dylgjur um aðstoðarmann sinn
en stóðst ekki freistinguna að svara í sömu mynt
og benti Ólafi á að hafa sig hægan enda væri
Þjóðviljinn með greiðslustöðvun. Steingrímur
karlinn má eiga þaö að hann stóð upp úr í þess-
um þætti, hafði vissulega áhyggjur af þessu en
var málefnalegur - svo málefnalegur að stjórnar-
herrarnir neyddust til að viðurkenna það og gátu
ekki kastað neinum skít til baka.
Þessi orðaskipti voru auðvitað engin aðalatriði í
umræðunni í Sjónvarpssal en gefa vísbendingu
um virðinguna sem kjörnir fulltrúar á Alþingi bera
fyrir fólkinu í landinu. Að hegða sér á þennan hátt
í beinni útsendingu þegar verið er að ræða
stærsta hagsmunamál þjóðarinnar er til háborinn-
ar skammar. Skítkast hefur verið eitt helsta ein-
kenni íslenskra stjórnmála eins og þau hafa snúið
að almenningi og fátt bendir til að það breytist á
næstunni. Maður hefði þó haldið að mikilvægi
málsins héldi aftur af mönnum um stundarsakir.
Við hljótum að gera kröfu til þess að stjórnmála-
menn hugsi sinn gang og ræði málið af viti en
hætti að láta eins og annað hvort við eða þeir séu
smábörn. Hætti að láta eins og þetta sé einhver
skemmtilegur kosningaleikur og fari að gera sér
grein fyrir hlutverki sínu. Sú breyting gæti jafnvel
leitt til þess að almenningur færi að bera virðingu
fyrir stjórnmálamönnum.
En svo ég víki aftur að kjarna málsins þá væri
kannski ekki svo vitlaust að menn færu að velta
samningunum um EES aðeins fyrir sér og kynna
sér um hvað málið snýst. Talað er um skort á upp-
lýsingum en spurningin er hvort almenningur hafi
yfirhöfuð áhuga á upplýsingum. Skoðanakönnun
um vitneskju almennings á EFTA, EB og fleiri
tengdum málum benti ekki til þess. Meirihlutinn
var ótrúlega fáfróður, hélt t.d. að við værum í EB
ef menn höfðu þá grun um hvað það var. Þegar
þátttakendur voru beðnir að nefna lönd í EB eða
EFTA komu svör eins og Bandaríkin og Japan!
Þær upplýsingar sem spurt var um hafa allar legið
fyrir um árabil og verið hampað mikið í fjölmiðlum.
Meðan menn gera ekki meira með þær sýnist mér
tómt mál að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu.
FJÖLMIÐLAR Þröstur Haraldsson
Markaðslögmálin leggja
undir sig vinstri vænginn
vaki fyrir forráðamönnum íslenska sjónvarpsfé-
lagsins. Hvaö veldur því að forráöamenn Tím-
Þegar greiðslustöðvun Þjóðviljans var viö þaö
að renna út án þess að takmarkið - 2.000 nýir
áskrifendur- hefði náöst tóku að berast fréttir af
þvf aö samningaviðræðum um stofnun nýs dag-
blaðs miðaði vel. Viðtöl voru höfð við helstu
framámenn Tímans og Þjóðviljans þar sem þeir
greindu frá því aö þeir teldu það einu réttu við-
brögðin viö bágri stööu blaðanna aö sameina
kraftana og gefa út eitt dagblað sem væri nógu
öflugt til að standast öðrum blöðum snúning á
blaðamarkaði. Steingrímur Hermannsson orð-
aði þaö á þann veg að þaö væri orðiö tímabært
að Morgunbiaðiö fengi alvörubiað að tala við.
Undir þessi orð og önnur sem féllu í þessum
viðtölum get ég tekið af heilum hug. Raunar get
ég ekki látið hjá líða að benda þessum ágætu
mönnum á aö þaö var einmitt þetta sem við hér
á Degi héldum fram fyrir tæpum tveimur mánuð-
um en fengum bágt fyrir [ Tímanum og Þjóðvilj-
anum. Gott ef ummæli okkar voru ekki kölluð til-
ræði við lýðræðið og tjáningarfrelsið. En batn-
andl mönnum er best aö lifa og því skal sinna-
skiptum þeirra sunnanmanna fagnað.
Ein heista ástæöan fyrir því aö þessi umskipti
urðu er eflaust sú að þegar betur var að gáð
reyndist veruleiki litlu blaðanna þriggja enn dap-
urlegri en áður var taliö og framtíöin aö sama
skapi dekkri ásýndum. Uppsögn fjármálaráð-
herra á 500 áskriftum og niðurskurður áframlagi
til blaðaútgáfu í fjárlagafrumvarpinu gerði dæm-
ið verra viðureignar og þegar eitt blaðanna var
komið í opinber vandræði sáu hin blööin tvö
sína sæng út breidda. Þá glottu markaðsöflin
nakin og köld við útgefendum blaðanna og ekki
annað að gera en að sætta sig við þá viðsjár*
verðu skepnu.
Og að því mér skilst á að ganga frá samning-
um um nýja blaðiö nú um heigina. I viðræðunum
taka þátt auk Timans og Þjóðviijans fulltrúar frá
Stöð 2 og Prentsmiöjunni Odda. Hagsmunir
Oddans eru augljósir, fyrirtækið keypti þaö sem
eftir var af Blaöaprenti í fyrra og þarf að tryggja
sér verkefni fyrir prentvélina.
En margir hafa orðið til þess að spyrja hvað
ans og Þjóðviljans taka það í mál að ganga f
eina sæng meö formanni Verslunarráðs? Sú var
tíðin að Þjóðviljinn neitaði að taka þátt í upp-
lagseftirliti með þeim röksemdum að blaöið
kæröi sig ekki um að hleypa stéttaróvini sínum,
Verslunarráði, í bókhaldiö.
En eins og áður voru það markaösöflin sem
eyddu gömlum ríg og sættu menn við hlutina.
StÖð 2 getur veitt nýja blaöinu aðgang að fjöl-
mennum hópi áskrifenda þar sem eru allir þeir
sem eiga myndlykil og eru áskrifendur að Stöö
2. Stöðin gefur nú út Sjónvarpsvísi og borgar
Fróöa hf. tugi milljóna á ári hverju fyrir að sjá um
útgáfuna. Hugmyndin er sú að Sjónvarpsvísir
veröi lagður niöur en þess i staö blrtist dagskrá
Stöövar 2 vikulega í helgarútgáfu nýja blaðsins
sem verður dreift til allra áskrifenda stöövarinn-
ar - og áskriftargjöldin innheimt um leið og
áskriftin að stöðinni sjálfri er rukkuð.
Það var þessi hugsun sem lá að baki tölum
Steingríms Hermannssonar um upplagið f sjón-
varpinu á dögunum. Þar sagði hann að nýja
blaðið yrði aö seijast í 20.000 eintökum virka
daga og 40-50.000 eintökum um helgar. í seinni
tölunni eru allir áskrifendur Stöövar 2 innifaidir.
Þetta er í sjálfu sér góð hugmynd og ef vei
tekst til um alla gerð blaðsins ætti því ekki að
reynast erfitt að ná í þessa 20.000 kaupendur á
virkum dögum. Þeir eru eflaust fjöimargir sem
vildu gjarnan sleppa því að kaupa Morgunblaö-
ið, ef þeir ættu þess kost að fá þörfum sinum
fyrir fréttir, upplýsingar og þjónustu uppfyllta í
blaði sem aðhyllist Önnur lífsviðhorf en þau sem
Morgunblaöiö gerir.
Ég var alveg sammála Steingrími Hermanns-
syni þegar hann sagöi að flokkarnir yrðu aö vera
í minnihluta meöal hluthafa hins nýja blaðs. Það
er frumforsenda þess aö dæmið gangi upp. Til
þess þurfa einhverjir kannski að fórna einhverju
en það hiýtur aö vera þess virði ef við í staöinn
fáum öflugt félagshyggjublað sem stendur undir
nafni og uppi f hárinu á Mogganum og DV.
/ AwaUA \ heilsugæslustöðin
A AKUREYRI
Tilkynning
frá læknum Heilsugæslustöðvarinnar á
Akureyri til íbúa í umdæmi stöðvarinnar.
Svo sem kunnugt er hafa íbúar umdæmisins átt kost
á að velja sér heimilislækni við stöðina frá því að
hún tók til starfa í ársbyrjun 1985. Mál hafa síðan
þróast á þann veg að þrír af tíu læknum stöðvarinn-
ar, þeir Friðrik Vagn Guðjónsson, Ingvar Þórodds-
son og Kristinn Eyjólfsson, hafa hver um sig skráða
hjá sér 4-500 manns umfram þann fjölda sem talinn
er hæfilegur á hvern lækni. Hins vegar geta nokkrir
hinna læknanna bætt við sig skjólstæðingum. Þessi
misskipting íbúanna á heimilislæknana getur kom-
ið niður á "þjónustunni því vinnuálag á þá þremenn-
inga er of mikið og skjólstæðingar þeirra þurfa því oft
að bíða óeðlilega lengi eftir að fá viðtalstíma hjá
þeim.
Til þess að freista þess að leiðrétta þessa misskipt-
ingu og koma þjónustunni í betra horf er þeim skjól-
stæðingum ofhlöðnu þremenninganna sem gætu
sætt sig við að velja sér annan heimilislækni góðfús-
lega bent á þann möguleika.
Skráning íbúa á heimilislækna og millifærsla fer
fram í afgreiðslu Heilsugæslustöðvarinnar á 3.
hæð, Hafnarstræti 99, Akureyri, sími: 22311.
Samráðsfundur
um ferðamál
verður haldinn í Hrafnagilsskóla, laugardag-
inn 2. nóvember 1991 og hefst kl. 10.00 f.h.
Fundurinn er ætlaður öllum þeim er reka ferðaþjón-
ustu á Eyjafjarðarsvæðinu svo og áhugamönnum
um ferðamál.
Megintilgangur fundarins er að miðla upplýsingum til
þátttakenda um ferðaþjónustu er tengist Eyjafirði og
efla umræðu og skoðanaskipti milii þeirra og fá fram
hugmyndir að bættu skipulagi ferðamála á svæðinu.
Einnig að ræða stofnun ferðamálafélags í Eyjafirði.
Þeir sem sjá sér fært að mæta á umræddan fund eru
vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku til Byggða-
stofnunar á Akureyri í síma 21210 í síðasta lagi 31.
október nk.
Héraðsráð Eyjafjarðar.
Aðalfundur
Framsóknarfélags Akureyrar
verður haldinn mánudaginn 28. október kl. 20.30 í
Hafnarstræti 90.
Dagskrá:
Inntaka nýrra félaga.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosning fulltrúa á 36. kjördæmisþing framsóknarmanna í
Norðurlandskjördæmi eystra.
Önnur mál.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson, alþingismaður,
mætir á fundinn.
Áríðandi að féiagar mæti vel.
Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar.
|||| Framsóknarfélag
™ Húsavíkur
Aðalfundur
verður haldinn að Hótel Húsavík sunnudaginn
27. okt. kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Venjuleg aðalfundarstörf.
3. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing.
4. Önnur mál.
Guðmundur Bjarnason þingmaður mætir á fundinn.
Fjölmennum og ræðum bæjarmálin og stjórn-
málaástandið. Stjórnin.