Dagur - 23.11.1991, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 23. nóvember 1991
í DAGS-LJÓSINU
Löggildingarmál Hauks Adólfssonar, pípulagningameistara á Akureyri:
Þegar kerfiskarlarnir einblína á úrelta reglugerð
„Ég lít út af fyrir sig ekki á þetta sem prófmál. Þarna er um
að ræða reglugerðarákvæði, sem er úrelt og þarf að endur-
skoða. Það getur ekki verið meining reglugerðar og sam-
skipta embætta og sveitarfélaga eins og Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur að bygginganefnd Hafnarfjarðar þurfi að leita
álits borgarráðs áður en við löggildum meistara,“ segir
Erlendur Hjálmarsson, byggingafulltrúi í Hafnarfirði.
Haukur Adólfsson, pípulagningameistari á Akureyri, sem þetta mál snýst
allt um. Hann segist hafa það eitt til saka unnið í þessu máli að hafa fæðst
á Akureyri! Ogjörningur er að spá fyrir um hvernig málinu lyktar, en hitt er
Ijóst að það hefur komið af stað mikíum titringi í kerfinu og væntanlega mun
það leiða til þess að slíkt geti ekki endurtekið sig í framtíðinni.
Erlendur er hér að vísa til máls
er varðar Hauk Adólfsson, pípu-
lagningameistara á Akureyri og
greint var frá í Degi í gær. Fyrir-
tæki hans hefur að undanförnu
unnið að stóru verkefni í Hafnar-
firði, sem undirverktaki. Um er
að ræða pípulagnir í fjölbýlishúsi
við Setbergshlíð og var verkið
komið á það stig í síðustu viku að
óskað var eftir því við starfsmenn
Hitaveitu Reykjavíkur að þeir
hleyptu vatni á nýtt kerfi í
umræddu húsi. Peirri málaleitan
höfnuðu forsvarsmenn Hitaveit-
unnar og vísuðu til reglugerðar
frá 1961 um Hitaveitu Reykja-
víkur þar sem m.a. segir: „Borg-
arráð veitir pípulagningameistur-
um löggildingu til starfa við hita-
lagnir á veitusvæði Hitaveitu
Reykjavíkur í umboði borgar-
stjórnar.“
Umsögn löggildingar-
nefndar í Reykjavík
Á fundi borgarstjórnar þann 5.
nóvember sl. var staðfest umsögn
svokallaðrar löggildingarnefndar
í Reykjavík um umsókn Hauks
Adólfssonar, þar sem hann sótti
um að fá löggildingu til að standa
fyrir pípulögnum í Reykjavík.
Umsögn löggildingarnefndar,
sem í eiga sæti hitaveitustjóri,
vatnsveitustjóri og gatnamála-
stjóri í Reykjavík, er svohljóð-
andi: „Þar sem umsækjandi upp-
fyllir ekki öll þau skilyrði sem
sett eru, er ekki hægt að mæla
með umsókninni. Meistarabréf
umsækjenda er útgefið 21.
febrúar 1980. Ný byggingareglu-
gerð tók gildi 16. maí 1979, sem
krefst meistaraskólaprófs í iðn-
inni. Lagaheimild virðist því
bresta til að veita honum löggild-
ingu.“
Þarna er löggildingarnefnd að
vísa til byggingareglugerðar þar
sem segir að bygginganefnd veiti
iðnmeisturum viðurkenningu,
enda hafi þeir lokið meistara-
skóla, eða hlotið hliðstæða
menntun og séu starfandi í iðn
sinni. Síðan segir í bygginga-
reglugerðinni: „Á meðan meist-
araskóli er ekki fyrir hendi í
næsta nágrenni bygginganefndar-
umdæmis, þarf ekki meistara-
skólapróf til viðurkenningarinn-
ar.“
í raun má segja að þarna sé
komið að kjarna málsins.
Reykjavíkurborg gerir kröfu um
að meistarar hafi að baki meist-
araskólamenntun, eins og kveðið
er á um í lögum og bygginga-
reglugerð. Hins vegar lítur hún
framhjá tilvitnaða ákvæðinu hér
að framan. Haukur Adólfsson
fékk meistaraprófsskírteini árit-
að af Ásgeiri Pétri Ásgeirssyni,
fulltrúa bæjarfógetaembættisins á
Akureyri, þann 21. febrúar 1980
og þá var enginn meistaraskóli á
Akureyri.
Reglugerðin sem
gleymdist að endurskoða
Fyrir rúmu ári síðan, 14.
nóvember 1990, samþykkti bygg-
inganefnd Hafnarfjarðar erindi
Hauks Adólfssonar um að „mega
standa fyrir byggingarfram-
kvæmdum í Hafnarfirði sem pípu-
lagningameistari“ og þar með
hlaut hann löggildingu til að þess
að vinna sem slíkur í Hafnarfirði.
Orðrétt segir í bréfi byggingafull-
trúa Hafnarfjarðar til Hauks dag-
sett 21. nóvember 1990: „Ber
yður að starfa samkvæmt bygg-
ingarreglugerð og gildandi reglu-
gerðum Hafnarfjarðarkaupstað-
ar varðandi vatns-, hita-, og hol-
ræsalagnir."
Erlendur Hjálmarsson, bygg-
ingafulltrúi í Hafnarfirði, segir að
í sínum huga sé vandinn í þessu
máli sá að gleymst hafi að endur-
skoða það reglugerðarákvæði um
Hitaveitu Reykjavíkur frá 1961,
með seinni breytingum, að pípu-
lagningameistarar á veitusvæði
Hitaveitunnar þurfi löggildingu
borgarráðs Reykjavíkurborgar.
„Þessi íeglugerð er samin áður en
orkusalan fór út fyrir Reykjavík-
urborg. Að mínu mati hefur
gleymst að endurskoða þetta
ákvæði. í byggingareglugerð er
skýrt kveðið á um að menn þurfi
að öðlast löggildingu á hverju
bygginganefndarsvæði. Hana
hefur Haukur í Hafnarfirði og
því á hann að geta starfað þar
sem löggiltur pípulagningameist-
ari með öllu sem því fylgir. Þessi
agnúi er á og þar af leiðandi get-
ur hann nánast ekki starfað sem
pípulagningameistari í Hafnar-
firði,“ sagði Erlendur og bætti
við: „Það sem mér finnst leiðin-
legast í þessu máli er að hita-
veitustjórinn í Reykjavík skuli
hafa komið fram í sjónvarpsvið-
tali og verið þar með dylgjur vit-
andi betur um að hér starfi ann-
ars flokks meistarar og löggilding
af okkar hálfu sé athugaverð.
Forsenda fyrir löggildingu Hauks
er úrskurður ráðherra á ákveð-
inni túlkun laga og reglugerðar
og lengra er ekki hægt að fara
í ákvörðunarstiganum,“ segir
Erlendur. Þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir tókst ekki að ná í Gunn-
ar Kristinsson, hitaveitustjóra í
Reykjavík í gær.
Fyrsta málið sem
„fer alla leið“
Óhætt er að segja að þetta mál
Hauks hafi vakið mikla athygli,
enda fyrsta sinnar tegundar, sem
kemur upp í opinberri umræðu
og varðar samskipti Hitaveitu
Reykjavíkur og nágrannasveitar-
félaga Reykjavíkur. Hins vegar
hafa mál sem þetta áður komið
upp, en það sem gerir mál Hauks
sérstakt er að það „fer alla leið“,
ef svo má að orði komast.
Forsvarsmenn Meistarafélags
byggingamanna á Norðurlandi og
Meistara- og verktakasambands
byggingamanna telja að þarna sé
um mjög óeðlilega málsmeðferð
að ræða.
Sigurður Jónsson, hjá Meist-
arafélagi byggingamanna á
Norðurlandi, segir að þetta til-
tekna máls Hauks Adólfssonar sé
með ólíkindum og furðulegt sé
að Hitaveita Reykjavíkur geti
neitað honum um vatn í hús í
Hafnarfirði, þar sem hann hafi
fullgild leyfi, með þeim rökum að
hann hafi ekki löggildingu sem
pípulagningameistari í Reykja-
vík.
Sömu reglur gildi um
allt ísland
í erindi sem Sigurður flutti á Iðn-
þingi í haust fjallaði hann um,
sem hann kallaði átthagafjötra í
meistaralöggildingu hér á landi,
og varpaði fram þeirri spurningu
hvort eðlilegt geti talist að meist-
ari utan Reykjavíkur sé ábyrgur
fyrir stærri mannvirkjum, jafnvel
sem ríki eða sveitarfélög byggi,
en sé hins vegar ekki ábyrgur fyr-
ir bílgeymslu, einbýlishúsi eða
öðrum mannvirkjum í Reykja-
vík. Orðrétt sagði Sigurður í
erindinu: „Það er krafa frá öllum
meisturum, sem eru uppáskrift-
arskyldir vegna byggingafram-
kvæmda og hafa löggildingu í dag
í sinni heimabyggð, að hún gildi
um allt ísland. Og þegar kemur
að því að veita umsögn, ef það
verður svo, um það hverjir fái
Evrópuskírteini til að starfa sem
meistarar utan íslands, verði
þeim sem hafa löggildingu þá
ekki mismunað eftir búsetu.“
Umhverfisráöuneyti
kynnt málið
Ingvar Guðmundsson, formaður
Meistara- og verktakasambands
byggingamanna, segir að í þessu
máli, sem sé í hæsta máta hlálegt,
hafi komið í ljós ákveðnar brota-
lamir í samskiptum milli bæjar-
yfirvalda í Hafnarfirði og borgar-
yfirvalda í Reykjavík. „Við erum
með í undirbúningi að benda
umhverfisráðuneytinu á, sem
byggingareglugerðir heyra nú
undir, að nauðsynlegt sé að laga
þessi mál. Við höfum reyndar
þegar sett okkur í samband við
ráðuneytið og það sendi okkur til
umsagnar endurskoðuð bygg-
ingalög og -reglugerðir. Þar er
gert ráð fyrir að mál eins og
umrætt mál hans Hauks geti ekki
endurtekið sig.
Við teljum auðvitað óeðlilegt
að það að fá heitt vatn frá Hita-
veitu Reykjavíkur ógildi bygg-
ingareglugerðir nágrannasveitar-
félaganna, í þessu tilfelli bygginga-
reglugerð Hafnarfjarðar," segir
Ingvar.
Kerfiskörlunum verður
ekki hnikað
Eins og áður segir hafnaði
Reykjavíkurborg erindi Hauks
um löggildingu í Reykjavík og
vísaði til þess að hann hefði ekki
meistaraskólapróf eins og bygg-
ingareglugerð frá 16. maí 1979
kveður á um. Ingvar Guðmunds-
son segist ætla að langa starfs-
reynslu meistara megi meta til
jafns við þá menntun sem menn
afli sér í meistaraskólanum, enda
sé hún sniðin eftir reynslu af
störfum iðnaðarmanna í gegnum
árin. „Við hljótum því að ætla að
reynslan sé sá skóli sem ætti að
duga til þess að fá fullgilda lög-
gildingu. En þegar kerfiskarlarn-
ir hengja sig í reglugerðirnar og
þeirra orðanna hljóðan, þá verð-
ur þeim ekki hnikað.“
Hvað með starfsreynsluna?
„Haukur fékk meistarabréf sitt
eftir gildistöku reglna um meist-
araskóla, en honum er þó ekki
skylt að fara í skólann ef hann
starfar þar sem meistarskólinn er
ekki til staðar. Hins vegar var
Hauki Ijóst allan tímann, að ef
hann ætlaði að vinna á þeim
svæðum þar sem þessar reglur
giltu, þá þyrfti hann meistara-
skólann. Síðan eru liðin nokkur
ár og spurningin er þessi; er hægt
að meta starfsreynslu hans og
allra hinna aðilanna, sem svipað
er ástatt um, til ígildis meistara-
náms? Við þessari spurningu er
ekki hægt að gefa eitt ákveðið
svar. Við erum að skoða þessi
mál og framhaldið verður það að
við munum fara fram á við
umhverfisráðuneytið að þessar
reglur verði samræmdar þannig
að við getum litið á íslands sem
eitt vinnusvæði fyrir fyrirtæki og
meistara. í raun hefur það þegar
verið gert með lögum frá áramót-
um 1989-1990, þar sem meistara-
skóla er krafist í öllum greinum.
Veitustofnanir eru hins vegar
ekki undir þessum ákvæðum
byggingareglugerða. Um þær
gilda sérstök lög og þar koma inn
ákvæði, eins og gildir um Hita-
veitu Reykjavíkur, sem nema
almenn ákvæði byggingareglu-
gerða úr gildi. Það er þarna sem
við viljum að verði tekið á sam-
ræmingunni; að heitt vatn, sem
rennur frá Reykjavík til Hafnar-
fjarðar ógildi ekki reglugerðir
sem þar eru í gildi,“ segir Ingvar.
„Skil vel gremju
meistara á Akureyri“
Sú skoðun hefur heyrst á meðal
iðnaðarmanna úti á landi að mál
Hauks sé ákveðinn prófsteinn á
byggðastefnu og rétt iðnaðar-
manna til að taka að sér verkefni
á höfuðborgarsvæðinu hliðstætt
því að iðnaðarmenn í Reykjavík
geti tekið að sér verkefni úti á
landi. Ingvar Guðmundsson er
þessu ósammála. „Það geta allir
unnið hvar sem er á landinu. Hitt
er annað mál að kröfur reglu-
gerða um ákveðna menntun
manna til þess að taka að sér
ákveðin verk eru víðtækastar í
Reykjavík og þeir sem ekki upp-
fylla þær fá ekki starfsleyfi í
hendurnar. Það er slæmt mál og
við getum auðvitað ekki sætt
okkur við það til frambúðar.
Enda hefur máium verið svo fyrir
komið að við munum vinna okk-
ur út úr því. Ég skil vel gremju
meistara á Akureyri út af þessu
máli og bendi á að það er ákaf-
lega erfitt að geta ekki ráðið við
kerfi eins og þetta, jafnvel þó að
það sé á brauðfótum, og það
skuli bitna á starfsaðstöðu
manna. En það má í þessu sam-
bandi minna á að til langs tíma
hefur einmitt ákveðinn húsa-
smíðameistari á Akureyri sótt
um löggildingu í Reykjavík og
ekki fengið.
En ég get ekki annað sagt en
að það er af hinu góða að Haukur
fór út í þetta mál og opinberaði
það. Þetta mál gefur okkur tæki-
færi til þess að vinna að því að
reglur sem hafa eða setja skilyrði á,
byggingameistara, séu samræmd-
ar almennum byggingareglugerð-
um sem í gildi eru,“ segir Ingvar.
Óvíst með niðurstöðu
málsins
Ekki er á þessari stundu ljóst
hvernig þetta mál æxlast fyrir
Hauk Adólfsson. Byggingafull-
trúi og bæjarlögmaður í Hafnar-
firði gengu í gær á fund Markúsar
Arnar Antonssonar, borgar-
stjóra, til þess að finna flöt til
lausnar á málinu. Ekki fengust
upplýsingar um niðurstöðu þess
fundar áður en Dagur fór í prent-
un í gær. Hitt er ljóst að Haukur
hefur skaðast verulega á þessu
máli, eða eins og hann sagði í
bréfi til byggingafulltrúa og
bæjarstjórans í Hafnarfirði dag-
settu 18. nóvember sl.: „Nú er
ljóst að ég verð fyrir umtalsverðu
fjárhagslegu tjóni, vegna kröfu
verkkaupa og síðan hefur þetta
mál skaðað það traust sem ég
hafði áunnið mér á síðastliðnu ári
hjá viðkomandi verktaka." óþh