Dagur - 23.11.1991, Síða 3
Laugardagur 23. nóvember 1991 - DAGUR - 3
IÞRÓTTIR
Bikarkeppnin í handknattleik:
Þórsarar áfram eftir
öruggan sigur á Fram
- og eru komnir í 8 liða úrslit
„Þetta var tvímælalaust sigur
liðsheildarinnar. Það var mikil
barátta í þessu og við vorum
svolítið æstir í byrjun en náð-
um að komast á okkar plan og
halda út. Ég held einfaldlega
að við séum með betra lið en
þeir,“ sagði Jóhann Samúels-
son eftir að Þórsarar gerðu sér
lítið fyrir og slógu 1. deildarlið
Fram út úr bikarkeppninni í
handbolta í fyrrakvöld með
sannfærandi sigri, 24:20.
Það var ekki spurning að betra
liðið vann í þessum leik. Fyrri
hálfleikur var mjög jafn, Þórsar-
ar náðu einu sinni tveggja marka
forystu en annars var jafnt á öll-
um tölum og staðan í hléi var
10:10. Þegar seinni hálfleikur var
hálfnaður hafði Þór náð þriggja
marka forystu og eftir það var
aldrei spurning um úrslitin. Var
það að stórum hluta Hermanni
Karlssyni að þakka en hann kom
inn á eftir hlé og varði oft mjög
vel. Vörn Þórsara var þétt og
sóknarleikurinn fjölbreyttur og
árangursríkur eftir að þeir fóru
að slaka svolítið á.
Það er hægt að taka undir með
Jóhanni að þetta var sigur liðs-
heildarinnar. Þórsliðið var jafnt
en þó verður vart komist hjá því
að nefna Hermann í markinu,
skytturnar Rúna'r og Jóhann og
Atla sem sýndi skemmtileg tilþrif
í hægra horninu. Þórsliðið verður
varla bikarmeistari en spili það
áfram eins og það gerði í þessum
leik er ótrúlegt annað en það
komist upp í 1. deild.
Framarar náðu sér aldrei á
strik fyrir framan sterka Þórs-
vörnina og létu mótlætið fara í
taugarnar á sér. Karl Karlsson
var þeirra bestur en alltof bráður.
JHB
Mörk Þórs: Rúnar Sigtryggsson 7,
Jóhann Samúelsson 7/1, Atli Rúnarsson
4, Ole Nielsen 4, Sævar Árnason 2.
Hermann Karlsson varöi 7/1 skot og Ing-
ólfur Guðmundsson 5.
Mörk Fram: Karl Karlsson 6, Gunnar
Andrésson 5, Davíð S. Gíslason 4, Páll
Þórólfsson 2, Andri V. Sigurðsson 2,
Andreas Hansen 1. Sigtryggur Albefts-
son varði 5 skot og Þór Björnsson 1.
Dómarar: Gísli H. Jóltannsson og Haf-
steinn Ingibergsson. Mjög slakir í fyrri
hálfleik en skánuðu aðeins í seinni.
Jóhann Saniúelsson átti ágætan leik með Þór gegn Fram og skoraði 7 mörk.
Mynd: Golli
Sparisjóðsmótið í bridds:
Anton og Pétur sigruðu
Þann 16. nóvember var haldið
Bridgemót í Ljósvetningabúð.
Spilaður var tvímenningur og
tóku þátt, 21 par. Ungmenna-
félagið Gaman og Alvara stóð
að þessu móti í samvinnu við
bridgefélagið. Styrktaraðili
mótsins var Sparisjóður Suður-
Þingeyinga eins og tvö undan-
farin ár.
Veitt voru verðlaun fyrir fimm
efstu sætin. Bikarar fyrir fyrstu
þrjú sætin og að auki bókaverð-
laun fyrir fyrstu fimm sætin.
Reiknimeistari mótsins var Mar-
grét Þórðardóttir. Árni Jónsson
sparisjóðsstjóri útibús Sparisjóðs
Suður-Þingeyinga á Fosshóli
afhenti verðlaunin.
Röð efstu para: stig
1. Anton Haraldsson og
Pétur Guðjónsson 531
2. Jakob Kristinsson og
Stefán Ragnarsson 508
3. Frímann Frímannsson og
Ólafur Ágústsson 501
4. Gissur Jónsson og
Ragnhildur Gunnarsd. 473
5. Sveinn Aðalgeirsson og
Friðrik Jónasson 472
MGG
EIMSKIP
VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ
EIMSKIP heldur uppi öflugri
þjónustu við landsbyggðina
með áætlunarsiglingum til
helstu strandhafna landsins
og landflutningaþjónustu í
tengslum við þær ferðir. Á
undanförnum árum hefur átt
sér stað ótrúlega hröð
uppbygging innanlandsþjón-
ustunnar: Fullkomnari skipa-
stóll, stærri bílafloti, gáma-
væðing, fjölgun viðkomustaða
og aukinn viðkomufjöldi skipa.
Sem dæmi um hina öru þróun
má nefna að áætlaður heildar-
viðkomufjöldi skipa í innan-
landssiglingum mun aukast á
þessu ári úr 846 í 1037 eða um
23%.
Kynntu þér hagræðið sem þér
býðst með því að skipta við
innanlandsdeild okkar.
Þjónustan við landsbyggðina eykst stöðugt:
23% AUKNING Á
VIÐKOMU SKIPA
INNANLANDS
Á ÞESSU ÁRI!
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA