Dagur - 23.11.1991, Side 4

Dagur - 23.11.1991, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 23. nóvember 1991 UTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.), ÓLl G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUN’ ARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON. PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Undanfarin ár hefur stöðugt hall- að undan fæti í rekstri innlendra skipasmíðastöðva. Nýsmíðar skipa hér á landi hafa því sem næst stöðvast og verkefni við breytingar skipa verið í lágmarki. Á sama tíma hefur það orðið æ algengara að íslendingar láti smíða fyrir sig skip erlendis; á Spáni, í Portúgal, Noregi og víðar. Þangað hafa íslendingar einnig leitað í æ ríkari mæli með viðameiri lagfæringar og endur- bætur skipa sinna. Skipasmíðin hefur með öðrum orðum smám saman verið flutt úr landi. Orsakir þessarar öfugþróunar eru margar. Sú langveigamesta er að íslenskur skipasmíðaiðnað- ur getur ekki boðið sambærilegt verð og erlendu stöðvarnar. í flestum nágrannalöndum okkar, og öllum löndum Evrópubanda- lagsins, nýtur skipasmíðaiðnað- urinn verulegra ríkisstyrkja en íslenskar skipasmíðastöðvar alls engra. Til að bæta gráu ofan á svart er rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja með því fjandsamlegasta sem þekkist í veröldinni: lánsfjármagn verð- tryggt í bak og fyrir og vextir þar að auki margfalt hærri en í sam- keppnislöndunum. Þegar þetta fer saman er ekki von á góðu. Forráðamenn innlendu skipa- smíðastöðvanna hafa reynt eftir fremsta megni að sporna við fótum. Þeir hafa m.a. leitað ann- arra verkefna fyrir stöðvarnar, við smíði fiskvinnslubúnaðar og fleira. Þessi viðleitni hefur borið nokkurn árangur en hvergi nærri dugað til að halda í horfinu. Starfsmönnum stöðvanna hefur fækkað jafnt og þétt og fyrirsjá- anlegt er að þeim mun fækka enn frekar næstu mánuði, verði ekk- ert að gert. Stjórnvöld hafa um margra ára skeið horft aðgerðalaus á þessa öfugþróun. Þau hafa ekkert gert til að stuðla að því að sú skipa- smíði, sem fram fer erlendis fyrir íslendinga, flytjist inn í landið að nýju. Þetta sést best á því að um þessar mundir eru skip í smíðum erlendis, fyrir íslendinga, fyrir um fimm milljarða íslenskra króna. Það er hvorki meira né minna en fjórðungur fyrirsjáan- legs viðskiptahalla þjóðarinnar! Við svo búið má ekki standa. íslendingar hafa ekki efni á að flytja milljarðaviðskipti úr landi - og allra síst þegar atvinnuástand hér er svo dapurt sem raun ber vitni. Bent hefur verið á að íslensk stjórnvöld geta hæglega dregið úr áhrifum ríkisstyrkja til erlendra skipasmíðastöðva með ýmsum óbeinum aðgerðum. Þau geta til dæmis dregið verulega úr lánum Fiskveiðasjóðs til nýsmíða skipa eða breytinga, séu verk- efnin unnin erlendis. Jafnvel kemur til greina að fella slík lán með öllu niður, nema verkefnin séu unnin í íslenskum skipa- smíðastöðvum. Ennfremur hefur verið bent á þann möguleika að skip smíðuð hér á landi fái auka- kvóta úr Hagræðingarsjóði. Síð- ast en ekki síst er nauðsynlegt að nema án tafar úr gildi lög frá árinu 1922 sem banna erlendum skipum að landa afla sínum hér á landi og sækja hingað þjónustu. Engin framangreindra aðgerða hefði aukin útgjöld í för með sér fyrir hið opinbera né heldur þyrftu þær að íþyngja íslenskum útgerðum. Fullyrðing: Staða íslensks skipasmíðaiðnaðar er verri nú en nokkru sinni fyrr. Fullyrðing: Verkefnaskortur greinarinnar er tilfinnanlegur og margar skipa- smíðastöðvar eiga við alvarlega rekstrarerfiðleika að stríða. Full- yrðing: Ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða án tafar mun íslenskur skipasmíðaiðnaður líða undir lok. Fullyrðing: Ljóst er í hverju þessar aðgerðir þurfa að felast. Spurning: Eftir hverju eru stjórnvöld að bíða? BB. Milljarðaverkefni flutt úr landi ÍAKÞANKAR Kristinn G. Jóhannsson Ósköp finnst okkur það óréttlátt að við skulum endilega þurfa að vinna sjálf fyrir því sem við eyðum Það styttast óðum dagarnir og skammdegið hvolfist yfir okkur. Veðurlagið og færðin á götum og þjóðvegum létta okkur ekki heldur vegferðina. Við erum þó býsna vel búin, komin á nagladekk og gott ef flestir eru ekki á aldrifi líka til að auka stöðugleika sinn í umferðinni. Það ætti því varla að vera hætta á að við verð- um laus í rásinni eða lendum í töfum vegna snjóa eða för- um þvers í hálku ef farið er með forsjá og gætni. Mér finnst þó æði oft að ég sjálfur og þó einkum allir hinir sem ferðast með mér í hálk- unni fari af meira kappi en forsjá og ég þykist skilja að þegar ökumenn eru á ríg- negldum dekkjum og drif á öllum séu þeir orðnir býsna kotrosknir og telji sig þar með geta ekið rétt eins og á björt- um sumardegi og vilji gjarnan sýna líka að þeir séu á fínum og velbúnum tækjum og gefi bara í ef torfæra er framund- an oft með sérkennilegum afleiðingum og stundum skelfilegum. Þeir fara offari á fölskum forsendum. Það er rétt eins og allur þessi búnað- ur veiti þeim öryggiskennd sem er ekki á rökum reist. Og hvað kemur vetrarfærð þeim við sem eru negldir að fram- an og aftan og drif á öllum. Við látum ekkert tefja för okk- ar hvað sem öðru líður. Einhvern veginn virðist það svo að við séum ekki mikið gefin fyrir það að hægja á ferðinni ef aðstæður gefa tilefni til, því síður að láta ófærð hafa áhrif á ferðaáætl- anir okkar og ekki kemur til greina að við förum að ferð- ast lausfóta nema allt sé komið í kaf og fullspólað sé af karlmannlegu offorsi. En látum svo vera. Nú eru teikn á lofti sem benda til að annars konartor- færa sé framundan og af allt öðrum toga. Það lítur hins vegar út fyrir að hún valdi því að menn verði að draga tals- vert úr hraðanum hvort sem þeim líkar betur eða verr. Verður nú vikið að kjarna málsins sem erfólginn í þeim þrengingum, fjárhagslegum, sem virðist blasa við öllum landsmönnum. Ef fer sem horfir kann nefnilega að reyna á hvernig við bregð- umst við þess konar efna- hagslegri torfæru sem við lendum þá í. Ekki er á því nokkur vafi að við höfum dálítið hagað okkur undan- farin ár eins og við værum á óbrigðulum fjárhagslegum nagladekkjum og þyrftum því aldrei að slá af í eyðslusalí- bununni og værum svoleiðis útbúin að við þyrftum næsta lítið að huga í kringum okkur á leiðinni. Það hefur með öðr- um orðum litið svo út sem við værum aldeilis óháð náttúr- unni í kringum okkur og auð- lindum hennar sem þó hefur séð okkur fyrir framfærslu- eyri. Það er til marks um óbil- girni okkar að ef á hefur skort að við öfluðum þess sem hæfði kröfuhörku okkar og lífsstíl höfum við ekki hikað við að leita eftir aðstoð hjá erlendum lánastofnunum að taka okkur í tog og ekki hefur greiðsla björgunarlaunanna haldið fyrir okkur vöku að heldur. Svo vön erum við því að eyða umfram þess sem aflað er að þegar eru komnar fram kröfur frá a.m.k. einum stjórn- málasamtökum þess efnis að við tökum þegar að hyggja að frekari lántökum og hjálpar- togi erlendis frá og er sagt vera hagfræði hinnar hag- sýnu húsmóður. Ég held okk- ur væri nær að grípa til rek- unnar og reyna sjálf að moka okkur í gegn. Nú hafa að vísu verið uppi hafðir ýmsir tilburðir af hálfu stjórnvalda til að skyggnast dálítið í umbúðamikið og samanreirt „kerfið" okkarog í hvert sinn eru uppi hafðir háir kveinstafir, bölbænir og jafn- vel gengið svo langt að telja að þess vegna sé ríkisstjórn- in „óvinveitt þjóðinni". Það lýsir nokkuð því hugarfari sem stjórnmálamenn virðast hafa tamið sér að það sé fjandskapur við þjóðina ef reyna á að horfast í augu við vissar staðreyndir. Það lýsir líka því hugarfari sem við höfum tamið okkur að lánsfé sé sjálfsagt að taka ef harðn- ar á dalnum enda verði aðrir til að horfast í augu við afborganirnar. Þetta er ekki björgulegt. Það er löngu tímabært að hætta að treysta á nagladekk sem fengin eru að láni og láta á það reyna í staðinn hvort okkur er ekki mögulegt að lifa í landinu án bónbjarga og komast sæmi- lega leiðar okkar þótt þyngist í spori um stund. Þetta er ef til vill dálítið há- tíðlegri bakþankar en til stóð í upphafi en ég veit þið fyrir- gefið mér það eins og allt annað. Kr. G. Jóh.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.