Dagur - 23.11.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 23. nóvember 1991 - DAGUR - 5
Efst í HUGA
Jólakvíði
Jólakvíði, ótti við að manneskjan gleym-
ist á komandi jólagjafakaupavertíð, er
mér ofarlega í huga þessa dagana. Að
margir fái enn einn gljáfægðan stálbakk-
ann í hausinn úr jólapakkanum, þó þá
dreymi t.d. um að eignast nýja sæng.
(Ágætu vinir og vandamenn! Ég meina
þetta ekki til ykkar. Mér þykja stálbakk-
arnir sem þið hafið fært mér á undan-
förnum missirum mikil stofuprýði. Ég
hefði bara farið hjá mér ef ég hefði þurft
að nota gamalt glerfat undir kransakök-
una í fermingarveislunni í vor. Og bakk-
inn sem er ætlaður fyrir flösku og glös;
það er komið Ríki í bæinn og engin
afsökun fyrir því lengur að bjóða vinkon-
unum ekki sérryglas ef þær líta inn í
kvöldkaffi. Þá er toppurinn að eiga svona
bakka.)
En líklega líta vinkonurnar ekkert inn í
kvöldkaffi næstu vikurnar. Ætli þær séu
ekki farnar að gera hreint og baka. Ætli
ég fari ekki bráðum að taka á mig krók ef
ég sé myndarlega húsmóður sem ég
þekki á götu. Þegar jólabakstur er ekki
hafinn á heimilinu er svo neyðarlegt að
hitta fólk sem gengur um með glampa í
augum, búið að baka níu sortir og nýtur
þess að fá aðra til að viðurkenna að
baukarnir séu tómir ennþá. Væri það
ekki andstyggilegt af manni að spilla
fyrir jólagleði þessa fólks, með því aö
drífa í því seinnipartinn að baka fimm
sortir, bara lítið af hverri, kaupa síðan
sjö litla pakka af smákökum, mismun-
andi tegundum, á mánudaginn og ganga
á móti hverjum sem er með geislandi
bros svarandi aðspurð: „Ja, ég ér nú
komin með 12 smákökusortir."
Jólin eru nú samt hið besta mál, sé
rétt á málum haldið. Jólaljósin lýsa í
svartasta skammdeginu og ýmiskonar
bardús Ijær fólki um annað að hugsa.
Fagnaðarerindið hefur náð að gera
ótöldum fólksfjölda tilveruna bærilega,
alveg jóla á milli. Það er einnig af hinu
góða að þrífa þokkalega í kring um sig á
stundum, gera fólkinu stöku sinnum til-
breytingu í mat og drykk og gleðja með
góðum gjöfum.
Jólakvíði minn stafar af því að ég ótt-
ast að ýmislegt fari úrskeiðis í jólaundir-
búningnum. Að einhverjir eigi t.d. erfitt
með að njóta jólagleði og kvíði skulda-
dögunum, því þeim finnist þeir neyddir til
að eyða langt um efni fram við kaup á
glingri sem ekki veitir þiggjandanum þó
þá gleði sem til stóð. Og að örþreyttar
húsmæður sofni í jólaboðunum eftir
bakstur og hreingerningar, langt umfram
það sem þrekið leyfir.
Vonandi tekst sem flestum að leyfa
skynseminni að ráða við jólaundirbúnig-
inn, og njóta síðan gleðilegra jóla með
sér og sínum.
Fjölmiðlar
Þröstur Haraldsson
Hafa Norðlendingar
svona lítiö að segja?
Stundum þegar ég er að hlusta á Svæðisútvarp-
ið hér á Akureyri á morgnana veröur mér á að
undrast tilganginn með þessari stöö. Af hverju
er verið að reka svæðisútvarp ef ekkert gerist á
svæðinu? Eöa hvaða ályktun á maður aö draga
af því þegar lunginn af morgunútsendingunni er
lagður undir frásögn manns af trúboði í Súdan
og Eþíópíu? Er virkilega ekkert merkilegra aö
gerast á samanlögðu Norðurlandi en sú stað-
reynd að einn af sonum Akureyrar hefur lagt
stund á trúboö í fjarlægum löndum?
Raunar er þetta trúboðaviötal ekkert eins-
dæmi. Oft hef ég á tilfinningunni aö í öllum
landsfjórðungnum sé ekki til fólk sem hefur neitt
að segja, amk. ekki í morgunútsendingu Svæð-
isútvarpsins. Svo lít ég í kringum mig og sé að
þetta er ekki rétt. Hér er allt fullt af mannlífi sem
verðskuldar að um það sé fjallað í staðbundnu
útvarpi. En af einhverjum orsökum fer allt þetta
mannlíf framhjá þeim sem um morgunþættina
sjá (sér?).
Það sem ég er aö reyna aö segja er það aö
mér finnst metnaðarleysið hafa tekið öll völd í
morgunþætti Svæðisútvarpsins. Það er alltaf
veriö aö tala við sama fólkið um sömu hlutina.
Ég held ég sé búinn að hlusta á viötöl við alla
vitavaröarfjölskylduna á Sauöanesi eins og hún
leggur sig og allir tala um það sama. Og viðtölin
sem þarna fara í lóftið bera því allt of oft vitni að
sá sem þau tekur hefur ekki haft fyrir því að und-
irbúa sig, spurningar hans eru ómarkvissar og
tilviljanakenndar, af því þær eru ekki hugsaðar
heldur samdar á staðnum. Það getur vissulega
veriö skemmtileg tækni, en hún krefst þess aö
sá sem viðtalið tekur sé búinn að setja sig vel
inn í það sem viömælandinn hefur aö segja.
Mér finnst leiðinlegt aö þurfa aö segja þetta
því margt af þvf sem Svæðisútvarpið hefur upp
á að bjóöa og hefur sýnt af sér er gott og áhuga-
vert efni sem kemur okkur viö. Sennilega er þó
þörfin á aö hrista upp í starfsfólkinu og halda þvf
við efnið hvergi eins rík og á þessum fámennu
fjölmiðlum okkar. Það er svo hætt við að viö
dettum ofan í einhverja holu þar sem okkur líður
vel og viö sjáum enga þörf fyrir að breyta til. En
þannig má ekki hugsa á fjölmiðlum. Þar verðum
við að hafa fyrir því aö fylgjast með og halda
augunum opnum.
Ég nefni sem dæmi að ef maöur hlustar á
morgunþátt Svæðisútvarpsins gæti maður hald-
iö að á Akureyri væri enginn framhaldsskóli. Þar
eru þó sífellt að gerast athyglisverðir hlutir, til
dæmis allir fyrirlestrarnir og umræöurnar sem
eiga sér staö í Háskólanum. Þar er oft bryddað
upp á hlutum sem koma okkur öllum viö, eða í
það minnsta fjölmennum hópum. En allt of sjald-
an fáum við að heyra af þessu í Svæðisútvarp-
inu. Og þetta er bara eitt dæmi af fjölmörgum.
Efnið er úti um allt, það er bara að opna augun.
Væri ekki úr vegi aö breyta aðeins til? Frétta-
útsendingarnar á kvöldin eru ágætlega geröar
og þar er stundum lifandi fréttamennska. Væri
ekki hægt að láta það líf sem þar þrífst hafa áhrif
á morgunþáttinn?
En fyrst ég er farinn aö nöldra þetta vil ég
spyrja um annað atriði l rekstri Ríkisútvarpsins
þessa dagana. Nú stendur yfir keppni um svo-
nefnt Landslag. Þetta er keppni sem Stöö tvö
kom á fót í samkeppni við Evrópusöngvakeppn-
ina í Sjónvarpinu. Nú er Stöð tvö búin aö missa
áhugann á því að halda úti Landslagskeppninni
og seldi því Sjónvarpinu hugmyndina.
Um þetta er svo sem ekki nema gott eitt að
segja. Þó skil ég ekki alveg hvers vegna Sjón-
varpið þarf að halda úti tvenns konar dægur-
lagakeppni. Var ekki alveg nóg aö drekkja dóm-
nefnd Evróvisjón-keppninnar á hverju ári í lög-
um? Eða er önnur keppnin hugsuð fyrir innan-
landsmarkað en hin til útflutnings?
En hvaö sem líöur tilgangi forráðamanna
RÚV meö þessari tvöfeldni þá vildi ég aðeins
spyrja þá hvort þeir treysti sér ekki til aö halda
gildandi útvarpslög í heiðri og fleygja þessum
ramma sem hafður er um iögin. Ég held aö þaö
sé bannað að rjúfa útsendingu meö auglýsing-
um á þann hátt sem gert er í Landslagskeppn-
inni. Eða var ekki hægt að fá pakkann keyptan
hjá Stöð tvö nema þær fylgdu með?
Frostrásin FM 98,7
Útvarp á Norðurlandi með aðsetur á Akureyri.
Pétur Guðjónsson er með ykkur milli kl. 14-17 og spilar
góða tónlist og rabbar við hlustendur í síma 27687.
Frostrásin FM 98,7
Sími 11657 ★ Útvarp með sál.
Viltu vera
sjálfstæður?
Til sölu matvöruverslun í Innbænum
í fullum rekstri.
Góð velta.
Upplýsingar í síma 25655 milli kl. 16 og 18.
Sérsmíði eftir
þínum óskum
Fataskápar,
Eldhúsinnréttingar
Baðinnréttingar
Hilluro.fi.
-Við björgum málinu-
Þeir sem þurfa viðhaldsvinnu
fyrir jól hafi samband sem fyrst.
FÖST VERÐTILBOÐ
Fjalar h.f.
S. 41346.
Bændaskóiinn á Hvanneyri
Innritun á vorönn er hafin
Athygli er vakin á því að unnt er að hefja nám í
Bændaskólanum á Hvanneyri um áramót.
Fyrsta önn hefst 6. janúar
Stúdentar, sem fara styttri leið, geta hafið
nám í janúar, apríl eðajúní
Kennsla á 5. önn hefst 6. janúar
Búfræðingar hafið samband
Námið skiptist í fjórar annir, þar af ein verkleg á viðurkenndu
býli. A síðustu önn er kennt á tveimur sviðum:
búfjárræktarsviði og rekstrarsviði. í undirbúningi er þriðja
sviðið, landnýtingarsvið. Dæmi um valgreinar kenndar
veturinn 1991-1992: hrossarækt, ullariðn, skógrækt,
vinnuvélar, búsmíði, sláturhúsastörf, ferðaþjónusta o.fl.
Við veitum upplýsingar í síma 93-70000
Umsóknarfrestur er til 10. desember 1991
Bændaskólinn á Hvanneyri
311 Borgarnes