Dagur - 23.11.1991, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 23. nóvember 1991
Stjörnuspá
Sigfús E. Arnþórsson
55
An ábyrgöar
íí
fyrir vikuna 9. nóvember- 15. nóvember 1991
T
i'l mtui''
21. mars - 19. apríl
Þú færö óvæntar gleðifréttir í dag, en á
morgun og hinn verður einhver hundur í
fjölskyldunni. En það var nú hundur í
henni fyrir og verður eitthvað áfram. (Er
kannski raunverulegur hundur á heimil-
inu? Ef svo er, þá er þetta allt honum að
kenna!) Á þriðjudag eða miðvikudag
kemstu á baksíðu Dags: „Hrútur beit
hund...“
/\)aut
20. apríl - 20. maí
Þótt enn sé ófriðlegt á vinnustað, sérstak-
lega hjá þeim sem fæddir eru eftir 10.
maí, má segja að allt sé nú að færast aftur
í eðlilegt horf eftir erfiðleika undangeng-
inna vikna. Seint í kvöld eða á morgun
verður leitað til þín með óvenjulegt erindi
og þú verður svo lánsamur (-söm) að geta
hjálpað.
rt
Xvíb
uv-c\v-
21. mai - 20. júní
Þú ert að sigla inn í erfiðleikatímabil sem
vara mun fram að áramótum. Nú er jóla-
undirbúningurinn hafinn og hann er allur
samkvæmt fornum venjum, rétt eins og
stórhríðarnar. Tvíburarnir, hin hraðfleygu
skáld vorsins, eru heft, bæði af snjósköfl-
um og siðvenjum. Haltu þig við krossgát-
urnar. Það koma frumlegri tímar.
21. júní - 22. júlí
Þótt flestar heillastjörnurnar séu nú horfn-
ar af himni krabbans eru engin ófriðarský
sjáanleg svo að næsta vika verður
ánægjuleg. Sérstaklega morgundagurinn,
en það er svona ekta fjölskyldudagur.
Tunglið í krabba og hnallþórur á lofti. í
þessum hópi 50-60 ættmenna, sem alltaf
heimsækja þig á svona dögum, verða ein-
hver áflog: „Hann meiddi mig!“ „Nei, þú
byrjaðir!" o.s.frv. svo að krabbinn kemst í
sitt uppáhaldshlutverk; að hugga.
cíl
l_jórv
23. júlí - 22. ágúst
Þetta verður frábær vika! Og það eru fleiri
frábærar vikur framundan! Þú verður í
sérkennilegum en stórskemmtilegum fé-
lagsskap í dag, á þriðjudag og miðviku-
dag baðarðu þig í lofræðum, sem þú átt
sannarlega allar skilið og ástin blómstrar.
Það kom óvenju björt og sterk orka inn í
Ijónsmerkið seint í gærkvöld og hún mun
umlykja þig fram að jólum a.m.k.
^ 23. ágúst - 22. september
Það hrannast upp óveðursský yfir meyjun-
um. Vinnugleðin er þó söm og fyrr en nú fer
heilsan að gefa sig, ef þú hægir ekki á þér.
Dagurinn í dag verður erfiður, en um mið-
nætti ferðu að hressast. Á morgun og hinn
ættirðu að halda þig sem mest í faðmi
fjölskyldunnar og það verða bestu dagar
vikunnar.
'og
23. september - 22. október
Það er allt á uppleið hjá þér um þessar
mundir. Þú ert enn í ferðabæklingunum
og ástin blómstrar. Og frá í gær blönduð-
ust fjarlæg lönd inn í málið. Ætlarðu að
halda jólin á Suðurskautslandinu? Ef þú
ætlar út í kvöld, vertu þá komin(n) heim
fyrir miðnætti.
m
23. október - 21. nóvember
Seint í gærkvöld lauk fimm vikna breyt-
ingatímabili hjá sporðdrekum og framund-
an er lygnari sær. Allar munu þessar
breytingar verða til góðs fyrir þig þegar til
lengri tíma er litið, en þar sem sporðdrek-
ar eru almennt mjög þrjóskir og lausir við
nýjungagirni, kann þetta að hafa verið erf-
itt á köflum. Vertu með fjölskyldunni á
morgun.
Bc
ogmoöuv
22. nóvember - 21. desember
Það verður vegið harkalega og ómaklega
að lífsskoðun þinni í dag. En það er líka
nánast eini skýhnoðrinn á þínum himni
þessa vikuna.. Á þriðjudag eða miðviku-
dag færðu tækifæri til að komast í sviðs-
Ijósið eitt augnablik og viðra víðsýni þína.
Slikum tækifærum hafnar bogmaður
aldrei.
vr
SteikAgeit
22. desember- 19. janúar
Ef þú ætlar út ( kvöld, vertu þá komin(n) ■
aftur heim fyrir miðnætti. Frá miðnætti og
fram á mánudagsmorgun verða einhverj-
ar óskemmtilegar vættir á sveimi, senni-
lega fjölskyldudrama með hjartnæmum
ásökunum í allar áttir. Morgundagurinn
gæti orðið „sjö vasaklúta" dagur. Sem
sagt: Ekki þín deild.
VatkAsb
en
20.janúar- 18. febrúar
Dagurinn í dag verður skemmtilegur dag-
ur, sérstaklega eftir að þú hefur lesið
þessa skemmtilegu stjörnuspá. Þú færð
óvænta heimsókn eða heyrir óvenjulegar
skoðanir og það á nú við þig. Á þriðjudag
eða miðvikudag verður þín freistað, án
árangurs. Að mönnum skuli detta í hug að
vatnsberi afneiti hugsjónum sínum fyrir
hégóma. Óekkí.
X
UiskaE
19. febrúar-20. mars
Þú hefur séð betri daga, svo mikið er víst.
Og eins víst er það að betri dagar eru
framundan, en ekki strax. Þetta byrjar
ekki að lagast fyrr en um jólin og það er
fyrst um miðjan janúar sem allt verður
orðið eins og þú vilt hafa það. Dagurinn í
dag verður erfiður, eins og gærdagurinn,
en seint í kvöld fer þér að líða betur.
Ungbarnasundnámskeið hefjast í
Sundlaug Akureyrar í næstu viku:
Styrkir tengsl
bams og foreldra
- segir Auðunn Eiríksson, sem sér um
námskeiðin ásamt Wolfgang Sahr
Ungbarnasund hefur verið að
ryðja sér til rúms á Islandi á
síðustu misserum og óhætt er
að segja að þau ungbarnasund-
náinskeið, sem haldin hafa
verið á höfuðborgarsvæðinu3
hafí vakið áhuga og eftirtekt. I
næstu viku hefjast fyrstu ung-
barnasundnámskeiðin á Akur-
eyri. Fyrir þeim standa þeir
Auðunn Eiríksson, íþrótta-
kennari, og Wolfgang Sahr,
íþróttafræðingur og sundþjálf-
ari Sundfélagsins Oðins á
Akureyri. Til þess að fræðast
um ungbarnasund átti Dagur
spjall við Auðunn Eiríksson.
Tengsl, hreyfiþroski
og köfun
Auðunn sagðist hafa lesið mikið
um ungbarnasund auk þess sem
hann hafi kynnt sér ungbarna-
sundkennslu Snorra Magnússon-
ar í Mosfellsbæ.
Hann segir að markmið með
ungbarnasundi sé þrennskonar.
„í fyrsta lagi að styrkja tengsl
milli barns og foreldra. Barnið
lærir með þessu að treysta for-
eldrunum. í öðru lagi stuðlar
sundið að auknurn hreyfiþroska
barnsins og til þess er beitt mörg-
um ólíkum æfingum. I þriðja lagi
er köfunarviðbragð barnsins æft.
I rauninni þarf kannski ekki að
kenna barninu að kafa, því að
það er hæfileiki sem það fæðist
með, en eldist síðan af því ef
ekkert er gert til þess að halda
honunt við. Þarna er um að ræða
svokallað kyngi- eða kafvið-
bragð, sem gerir það að verkum
að þegar barnið verður fyrir
áreiti á vitum, munni eða nefi, þá
hættir það að anda og byrjar ekki
að anda fyrr en það er búið að
kyngja. Talið er að þessi hæfileiki
barnsins dofni um sex til sjö mán-
uða aldurinn og því er eðlilegt að
þurfi að hafa meira fyrir því að
kenna barninu eftir því sem það
er eldra.“
2-15% barna hafa ekki
„köfunarhæfileikann“
„Langtímamarkmiðið með köf-
unaræfingum er t.d. að tveggja
ára barn sé fært um að bjarga sér
detti það ofan í laug eða hcitan
pott. Því miður höfum við dæmi
um að börn hafi drukknað í jafn-
vel mjög grunnum pottum vegna
þess að þau hafa ekki verið fær
um að krafla sig að bakkanum.
En tengsl foreldra og barna er
helsta markmiðið,“ sagði Auð-
unn og bætti við að samkvæmt
athugunum hafi á bilinu 2-15%
barna ekki þann hæfileika að
loka vitum sínum í kafi. Við
meðhöndlun þeirra væri aukin
áhersla lögð á hina tvo þættina;
Hér er Auðunn með dóttur sína, sem er tvíburi, í innilauginni í Sundlaug
Akureyrar. Myndir: Goiii
Eins og kunnugt er er ntjög
misjafnt hversu gömul börnin eru
þegar byrjað er að fara með þau í
sund. Hvaða aldur telur Auðunn
að sé heppilegastur?
„Tveggja og hálfs til þriggja
mánaða tel ég að sé héppilegasti
aldurinn. Hins vegar er vel hægt
að byrja á fyrstu æfingunum nteð
sjö til átta vikna gamalt barn í
baðkerinu heima. Þannig er hægt
að venja börnin við vatnsáreiti,
að fá vatnið framan í sig og yfir
sig, og undirbúa þau vel áður en
þau fara í sundlaugina.“
Kkkert mál - bara eins og að drekka
vatn!
að efla hreyfiþroskann og styrkja
tengslin við foreldrana.
Auðunn segir að ungbarna-
sund hafi lengi verið kennt
erlendis, t.d. við íþróttaháskól-
ann í Osló. „Kennari þar hefur
þróað þetta á undanförnum árunt
og haldið ungbarnasundnámskeið
sl. fimmtán ár. Hann kom hingað
fyrir þrem til fjórum árum síðan
og sagðist þá hafa verið nteð tæp-
lega tíu þúsund börn á þessum
námskeiðum og aldrei hafi neitt
kornið upp á.
Bætt aðstaða í
Sundlaug Akureyrar
Auðunn er nýlega fluttur til
Akureyrar. Hann hefur að undan-
förnu starfað sem íþróttakennari
á Laugarvatni, en hafði áður
kennt til skamms tíma á Akur-
eyri. „Ég heillaðist svo af bænum
að við ákváðum að flytja hingað
norður," sagði Auðunn.
Eins og áður segir byrjar ung-
barnasundið í næstu viku. Kennt
verður í innisundlauginni í kjall-
ara Sundlaugar Akureyrar og þar
hefur verið stórbætt aðstaða fyrir
„Einn, tveir og kafa...“
yngstu borgarana. Komið hefur
verið fyrir skiptiborðum og sturt-
um við innilaugarbakkann og því
þarf ekki lengur að klæða börnin
úr og í föt uppi í karla- og kvenna-
klefum. Einnig er ætlunin að
koma upp skiptiborðum í karla-
og kvennaklefum og bæta þannig
úr brýnni þörf fyrir foreldra með
ungabörn.
Stefnan að kenna foreldrum
að kenna börnum sínum
Þrjú ungbarnasundnámskeið
verða fram að jólum og er hvert
þeirra átta klukkustundir. Eftir
áramót verður framhald á, bæði
byrjendanámskeið og framhalds-
námskeið fyrir þá foreldra sern
þess óska. „En stefnan hjá okkur
kennurunum er að kenna foreldr-
unum að kenna börnum sínum
þegar fram líða stundir,“ sagði
Auðunn.
Hann lagði að lokunt áherslu á
að ungbarnasund hefði ekkert
með venjulega sundkennslu að
gera. Ekki væri sjálfgefið að
ungabörn, sem færu á slík ung-
barnasundnámskeið, yrðu fljót-
ari en önnur börn að læra að
sy.nda síðar meir. óþh