Dagur - 23.11.1991, Side 12

Dagur - 23.11.1991, Side 12
12 - DAGUR - Laugardagur 23. nóvember 1991 Líkaminn sem okkur er geíinn verður ekki endurnýjaður. Því er vissara að fara vel með hann. Samt er það svo að þótt flestir þykist vita hvernig skynsamlegast er að beita líkamanum og hvaða Iífshættir eru vænlegastir til að stuðla að heil- brigði þá eru ýmsir álags- og streitusjúkdómar ótrúlega algengir, ekki síst hér á landi, og þeir kosta þjóðfélagið milljarða ár hvert. Þessari þróun á að vera til- tölulega auðvelt að snúa við. Til að ræða um leiðir til úrbóta fengum við Stefán Ólafsson, sjúkraþjálfara á Endurhæfingarstöðinni Bjargi á Akureyri, í helg- arspjall. Yið komum inn á hið afar fjölbreytta starf sjúkraþjálfarans, fyrirbyggj- andi aðgerðir, togstreitu í heilbrigðiskerfinu og galla í því, mismunandi úrræði sem standa Jóni og séra Jóni til boða, vafasamar lækningaaðferðir og mýmargt fleira. Þetta eru mál sem snerta nær alla þjóðfélagsþegna. Alkunna er að kyrrsetufólk þarf oft að leita til sjúkraþjálfara en þeir taka líka börn og gamalmenni til meðferðar, ýmsa sjúklinga, fólk sem hefur lent í slysunt, fatlaða og þannig mætti lengi telja. En byrjum á bak- inu, sem angrar svo marga íslendinga. - Er eitthvað til í því, Stefán, að maður- inn sé hreinlega ekki „hannaður" til að vera uppréttur? „Já. Við erum komnir af öpum og vorum því áður fyrr á fjórum fótum og sú þróun sem líkaminn hefur gengið í gegnum er ekki í takt við kröfur nútímans. Hryggurinn virð- ist ekki vera hannaður til að vera lóðréttur og hvað þá sitjandi. í dag erum við í stöðu sem við erurn ekki hönnuð fyrir og þurfum að aðlaga okkur að vinnunni og umhverfinu í stað þess að aðlaga umhverfið að okkur. Við höfum veikleika sem við þurfum að þekkja ef ekki á að fara illa. Éað er t.d. ákveðið varnarliðband í hryggnum, aftan við brjóskþófana, og það er mjóst neðst í hryggnum þar sem hin klassísku brjósklos eru algengust. Þarna er álagið mest en lið- bandið of veigalítið. Mannshryggurinn býr yfir ákveðnum sveigjum og það er mikilvægt að við náum að halda þessum sveigjum í daglegu lífi og vinnum ekki lengi í röngum stellingum, annars mun eitthvað gefa sig á endanum. f hryggnum verður þrýstingsálagið mest á lið- ina í dýpstu sveigjunum, en þar erum við einmitt veikust fyrir, hönnunarlega séð. Það má því segja að skaparinn hafi gert þarna ákveðin mistök.“ „Hef ekki heyrt um hund sem er að drepast í bakinu“ Hryggurinn er þó ekki algjörlega misheppn- að sköpunarverk, sagði Stefán og taldi upp ýmsa kosti hans, t.d. fjöðrun og þar með höggþol, en hann tók líka einfalt saman- burðardæmi: „Lítum bara á skepnurnar í kringum okk- ur svo sem hesta og hunda. Dýrin eru á fjór- um fótum og losna við þessa kvilla. Ég hef ekki heyrt um neinn hund sem er að drepast í bakinu.“ - En við erum uppréttir og verðum að sætta okkur við það. Kannski þú vildir þá aðeins fræða okkur um hina algengu álags- kvilla og orsakir fyrir þeim. „Það sem á við flesta íslendinga er að þeir vinna of langan vinnudag og einnig byrja þeir of snemma að vinna. Þar á ég við ungl- ingaþrælkunina. Auðvitað er jákvætt upp á aga og annað að láta unglinga vinna en stundum eru þeir í of erfiðum störfum fyrir hrygginn sem er að mótast og ef bakið verð- ur fyrir skaða á þessum aldri er hætt við að sá skaði verði viðvarandi. Erfiðisvinna og einhæfar stellingar leiða tii verkja í mjóbaki, síspennu í hálsvöðvum og álags á herðarnar. í frystihúsunum er akkorðsvinnan óvinur líkamans þótt hún sé vinur buddunnar. Þar er mikilvægt að hafa hléliðkun, skipta um stellingar og hreyfa spennta vöðva og laga vinnuumhverfið að manninum. Annar þáttur erfiðisvinnu lýtur að þeim sem eru t.d. sífellt að lyfta eða moka. Þeir verða að fá leiðbeiningar um hvernig þeir eigi að beita líkamanum þannig að lágmarksálag komi á hrygginn. Álags- meiðsl í þessum störfum eru mjög algeng hér á landi.“ Rangar stellingar og streita „Hinn póllinn tekur yfir kyrrsetustörf,“ heldur Stefán áfram. „Þeir sem sitja við tölvu daglangt eiga á hættu að fá verki í háls og herðar og þar geta fljótt skapast vanda- mál ef menn eru ekki meðvitaðir um still- ingar á stól og lyklaborði og rétta stöðu. Oft bætist streita við og þá er komin ákjósanleg uppspretta margra kvilla bæði í herðum og mjóbaki.“ - Gilda ekki sömu fyrirbyggjandi ráð þarna, að skipta um stellingar og liðka sig? „Jú, það er mjög mikilvægt að standa upp og gera ákveðnar æfingar. Það hefur verið að aukast að sjúkraþjálfarar eru fengnir til að koma á vinnustaðaæfingum og hefur þessi þróun mælst vel fyrir jafnt hjá starfs- mönnum sem atvinnurekendum. Almennt má segja að fólk þurfi bara að beita heilbrigðri skynsemi, vera í góðu lík- amlegu formi, gæta að þyngdinni, sitja rétt, hreyfa sig og svo framvegis. Það grátlega við þetta er að flestir fara ekki að beita líkam- anum rétt fyrr en þeir eru búnir að fá í bakið, líkt og hjartasjúklingar fara ekki að breyta lífsháttum sínum fyrr en þeir eru búnir að fá alvarlega viðvörun.“ Stefán segir nauðsynlegt að auka fræðslu í skólakerfinu, efla líffræðikennslu, gera leik- fimikennslu markvissari með meiri æfingum og leikjum í stað þess að leggja áherslu á keppnisíþróttir, kenna fólki á líkamann svo ekki þurfi brjósklos eða kransæðastíflu til að koma ntönnum í skilning um einföld sannindi. Misstór börn nota sömu húsgögn í skólum Fræðsla, ráðgjöf, fyrirbyggjandi aðgerðir; þarna kemur Stefán auga á leiðir til sparn- aðar í heilbrigðiskerfinu. „Við getum litið á fjölda aðgerða á sjúkrahúsum, legudaga og allan þann tíma hjá læknum og sjúkraþjálfurum sem rekja má til baksjúklinga. Þetta eru svimandi upp- hæðir og þótt fyrirbyggjandi aðgerðir tækju tíma mætti fljótlega sjá mikinn sparnað. Þær aðgerðir sem nú er verið að beita til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu eru ekki væn- legar að því leyti að þær bitna á þeim sem síst skyldi. “ - En nú beitum við líkamanum rétt sem börn. Hvað fer úrskeiðis? „Já, börnin sitja rétt, hafa eðlilega sveigju í hryggnum og beygja sig í hnjánum þegar þau taka upp hluti. Þau eru til fyrirmyndar þegar þau byrja í grunnskólanum en rann- sóknir hafa sýnt að áður en skólagangan er hálfnuð eru þau orðin eftirmynd fullorð- - rætt vuf Stefán Olapéon, ejákrafjálfara, u/n bakveiki og inna. Ástæðurnar geta verið margar. Við erum fædd með skynkerfi í líkamanum sem lætur okkur beita okkur rétt en við hættum að taka mark á þessunt merkjum þegar við erum lengi í röngum stellingum og líkaminn hættir líka að senda boð þegar við hunsum þau. Þetta er í raun hægfara tognun, það slaknar á liðböndunum og varnarkerfi lík- amans brenglast. Taka börnin þessi ósiði upp eftir fullorðn- um? Eru þau ekki með nógu sterka vöðva til að sitja bein? Eða er vinnuaðstaðan það slæm að þau enda í þessum stellingum? Kannanir hafa leitt í ljós að það er allt að 40 cm stærðarmunur á nemendum í sama ár- gangi og vegna þess að skólar eru gjarnan tvísetnir getur munurinn á minnsta og stærsta nemandanum sem notar sömu hús- gögn verið 64 cm. Börn hafa sama rétt og fullorðnir til að fá borð og stóla við hæfi og vonandi verða sjúkraþjálfarar virkjaðir í framtíðinni til ráðgjafar og fræðslu í grunn- skólunum.“ Stór munur á nuddara og sjúkraþjálfara - Áður en við höldum lengra væri ekki úr vegi að skilgreina starf sjúkraþjálfara nánar. Er ykkur ekki stundum ruglað saman við

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.