Dagur - 23.11.1991, Page 15
Laugardagur 23. nóvember 1991 - DAGUR - 15
Bækur
Kjallarínn
- ný skáldsaga eftir
Steinar Sigurjónsson
Bókaútgáfan Forlagið hefur sent
frá sér skáldsöguna Kjallarinn
eftir Steinar Sigurjónsson.
Steinar hefur sent frá sér tæpan
tug skáldsagna frá því Ástarsaga
kom út árið 1958. Hann hefur
með sögum sínum leitað nýrra
leiða í íslenskri skáldsagnaritun,
bæði í stíl og persónusköpun.
Ekki leikur vafi á að hlutur Stein-
ars í endurnýjun íslenskrar
sagnagerðar á síðustu áratugum
er stærri en margur hyggur. Næg-
ir þar að minna á bækur á borð
við Hamingjuskipti, Biandað í
svartan dauðann og Sáðmenn.
I kynningu Forlagsins segir:
„Kjailarinn segir af baráttu
manns við draugana sem safnast
upp í lífi hans og holdgervast
heima í kjallara hjá honum.
Draugarnir naga huga hans og
hræra í minningunum svo honum
er að lokum meinað að hafa
nokkra stjórn á lífi sfnu. Sagan er
í senn kímin frásögn og ógnvæn-
leg afhjúpun á veikleika mann-
anna í stríði þeirra til að móta
eigið líf.“
Kjaliarinn er 110 bls. Valgarð-
ur Gunnarsson málaði mynd á
kápu.
Fuglar
- Fyrsta ljóðabók
Pórunnar Valdimarsdóttur
Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið
út bókina Fugiar eftir Þórunni
Valdimarsdóttur. Þetta er fyrsta
ljóðabók Þórunnar en áður hafa
birst eftir hana ljóð í tímaritum
og safnritum.
Þó að Fuglar séu fyrsta eigin-
lega skáldverk Þórunnar Valdi-
marsdóttur, hefur hún engu að
síður verið afkastamikill og sér-
stæður rithöfundur og eftir hana
liggja sagnfræðirit og ævisögur
sem vakið hafa mikla athygli:
Sveitin við Sundin er saga af
búskaparháttum og hversdagslífi
í Reykjavík: Af Halamiðum á
Hagatorg, ævisaga Einars Ólafs-
sonar í Lækjarhvammi og Snorri
á Húsafelli, saga frá 18. öld. Á
síðasta ári samdi hún ásamt Meg-
asi sögu lítillar píslar úr Austur-
bæ, bókina, Sól í Norðurmýri.
Um ljóðabókina Fuglar segir
svo í kynningu Forlagsins: „Hér
eru óljós skil milli manna, fugla
og trjáa, landið er líkami.manna
og dýra, og efnakljúfurinn mikli
- dauðinn - heldur utan um gang-
verkið. I kverinu er þetta sam-
hengi líkast trúarskynjun; mörk-
in milli manns, dýra og lands eru
máð út og tíminn leystur upp.“
Fuglar er 62 bls.
íslensk bók
um drauma
Draumar - fortíð þín. nútíð og
framtíð nefnist ný bók sem kom-
in er út hjá Hörpuútgáfunni.
Höfundur bókarinnar er
Kristján Frímann draumamaður
og skáld. Hann hefur í mörg ár
kannað drauma og boðskap
þeirra, tákn og merki. Hann hef-
ur ritað um drauma í blöð og
tímarit, stjórnað útvarpsþáttum
um efnið og haldið námskeið.
Bókin er afrakstur rannsókna
hans.
í frétt frá útgefanda segir m.a.:
„Hvað boðar draumur þinn? Er
hann viðvörun, eða styrkir hann
ákvarðanir þínar í daglegu lífi?
Boðar hann góða heilsu, stóru
ástina, góðan vin, trausta atvinnu
og öryggi eða táknar hann veik-
indi og aðra óáran, hamfarir nátt-
úru og manna? Flestir spyrja sig
um tákn drauma sinna en oft
veröur fátt um svör. Hér er bókin
sem hjálpar þér að ráöa gátur
draumanna, finna réttu svörin og
lykla að völundarhúsi drauma-
lífsins."
Bókin „Draumar“ er 231 bls.
prýdd fjölda mynda, m.a.: eftir
höfundinn, sem einnig gerði
kápumynd.
Ný alíslensk fjTidni
Örn og Örlygur hafa gefið út
bókina Ný alíslensk fyndni, í
samantekt Magnúsar Óskarsson-
ar, borgarlögmanns.
í frétt frá útgefanda segir m.a.:
„Segja má að þjóðin hafi rekið
upp skellihlátur þegar bókin
Alíslensk fyndni eftir Magnús
Óskarsson borgarlögmann kom
út fyrir nokkrum árum. Ekki síst
skemmtu menn sér konunglega
yfir úrklippusafni Magnúsar, sem
var algjört nýmæli en þar var að
finna úrval af drepfyndnum setn-
ingum, fyrirsögnum og greina-
brotum úr íslenskum dagblöðum.
Auk þess voru í bókinni gaman-
sögur, limrur, „spakmæli“ og
vísur, allt saman dýrlegur alís-
lenskur húmor.
Nú hefur borgarlögmaður
brugðið aftur á leik og sett saman
nýja bók, ekki síðri en þá fyrri. í
þessa bók hefur hann valið hátt á
annað hundrað nýjar úrklippur,
sem birtast í upprunalegri mynd
og eru þær helmingur bókarinn-
ar. í hinum helmingnum eru eins
og í fyrri bókinni margvísleg
gamanmál, limrur, brot úr
útvarpsfréttum og gamansögur,
sem höfundur hefur einstakt lag á
að segja þannig að fyndni þeirra
njóti sín. Sá maður er dauður
sem ekki hlær við lestur þessarar
bókar.“
Fimmnýjar
bækur komnar út
- í bókaflokknum
„Skemmtilegu
smábarnabækurnar“
Bókaútgáfan Björk gefur út á
þessu hausti 5 nýjar bækur í hin-
um kunna bókaflokki: Skemmti-
legu smábarnabækurnar
Þær eru allar prentaðar í 4 lit-
um og mynd á hverri blaðsíðu.
Sigurður Gunnarsson fyrrv.
skólastjóri og Stefán Júlíusson
rithöfundur hafa þýtt bækurnar á
íslensku. í bókaflokki þessum
hafa alls komið út 30 titlar og eru
umræddar bækur nr. 26-30. Þær
heita: Villi hjálpar mömmu (nr.
26); Panda málar (nr. 27); Þegar
Kolur var lítill (nr. 28); Hvar er
Glói? (nr. 29) og Jól í Betlehem
(nr. 30).
Auk þess hefur Björk endurút-
gefið í haust 2 bækur í sama
bókaflokki: Benna og Báru (nr.
3), sem kemur út í 6. útgáfu og
Kalli segir frá (nr. 15). Hún er í
2. útgáfu.
„Skemmtilegu smábarnabæk-
urnar hafa átt miklum vinsældum
að fagna. Sumar þeirra hafa
komið út í áratugi, en eru þó allt-
af sem nýjar. Þær eru hinar vönd-
uðustu að efni og frágangi, sem
völ er á fyrir lítil börn, enda vald-
ar og íslenskaðar af hinum fær-
ustu skólamönnum," segir í frétt
frá útgefanda.
Lífróður
komin út
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hefur sent frá sér bókina Lífróð-
ur eftir Ingólf Margeirsson. Bók-
in hefur að geyma æviminningar
Árna Tryggvasonar leikara.
Árni Tryggvasson er löngu
þjóðþekktur fyrir leikferil sinn en
hann er einnig þekktur af smá-
bátaútgerð sinni frá æskueyju
sinni, Hrísey. Ingólfur Margeirs-
son rithöfundur er þekktur fyrir
ritverk sín og hæfileika að nálgast
viðmælendur sína í áreynslu-
lausri frásögn.
í frétt frá útgefanda segir m.a.
„Lífróður er ævisaga í hæsta
gæðaflokki. Náið samstarf Árna
og Ingólfs hefur skilað vönduðu
og miklu verki. Árni rekur hið
litríka lífshlaup sitt á tæplega 400
síðum; allt frá æskuárunum í
Hrísey, unglingstímanum við sjó-
mennsku, á handfærum og á síld
og við innanbúðarstörf í kaupfé-
laginu á Borgarfirði eystra, uns
örlagavefurinn skolaði honum á
leikhúsfjalir höfuðborgarinnar.
Bókin greinir frá lífinu á sviðinu
jafnt sem baksviðs og segir frá
fjölda eftirminnilegra samferða-
manna Árna, óþekktu alþýðu-
fólki jafnt sem þjóðkunnum ein-
staklingum og bregður upp
myndum af horfnum þjóðháttum
og varpar nýjú ljósi á leiklistar-
sögu íslendinga.
Árni segir á lifandi, hispurs-
lausan og einlægan hátt frá öllu
þessu mikla lífshlaupi, ekki síst
þegar frægðin og lífið bak við
leiktjöldin urðu honum ofviða og
baráttan við „svarta hundinn“ -
þunglyndið - tók við. Árni segir
undanbragðalaust frá þeirri
miklu glímu sem verður að teljast
einstök frásögn í íslenskri ævi-
sagnaritun. Lífróður er rituð af
lipurð og innsæi og segir sögu
Árna Tryggvasonar af heiðarleik
og innlifun en einnig með kímni
og hlýju og af næmum skilningi á
umhverfi og persónum bókarinn-
ar.“
Bókin er prýdd fjölda Ijós-
mynda.
Til sölu!
Trésmíðaverkstæðið að Lambeyri Lýtingsstaða-
hreppi, Skagafirði er til sölu, ásamt vélum.
Einnig er til sölu á sama stað Man vörubíll 15-168,
árg. 1973, 6 hjóla með framdrifi og 3t Faco krana.
Upplýsingar gefur Friðrik Friðriksson í síma 95-
38037 eða 985-29062.
W jj Tf
VEITINGAHUSIÐ
Sími
26690
Gildir laugardagskvöld og
sunnudagskvöld
Veislueldhús
Greifans
Menu
Súpa og salatbar.
Pönnusteiktar svartfuglsbringur með
portvínssósu og sykurgljóðum kartöflum.
Sítrónufromage með ferskum jarðarberjum.
Verd kr. 1.730,-
Frí heimsendingarþjónusta ó pizzum
föstudags- og laugardagskvöld til kl. 04.30.