Dagur - 30.11.1991, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. nóvember 1991 - DAGUR - 3
Fréttir
Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri:
Mótmælir harðlega hugmyndum um a5
hafa verslanir opnar á sunnudögum
„verslun dreifist og kostnaður verslunareigenda eykst“
Verslunar- og skrifstofufólk á
Akureyri mótmælir harðlega
öllum hugmyndum um að hafa
verslanir á félagssvæðinu opn-
ar á sunnudögum í desember.
var
Alyktun þar að lútandi
samþykkt á fjölmennum fundi
sl. fimmtudagskvöld.
Ályktun fundarins er svohljóð-
andi:
Enn er tekist á um loðnuverð:
„Loðnusjómenn skilja
ekki dæmið og eru fídir“
„Við erum lagðir í 'ann a ny.
Erum norður af Hrísey á Ieið
austur. Okkur tókst ekki að
negla niður loðnuverðið við
Krossanesverksmiðjuna. Þó
var okkur lofað því sem best
gengur miðað við stím. Trú-
lega verður verðinu þrúkkað
upp I Seyðisfjarðarverðið þ.e.
4600 krónur fyrir tonnið,“
sagði Bjarni Bjarnason, skip-
stjóri Súlunnar EA 300, í birt-
ingu í gærmorgun.
Að sögn Bjarna, fengu loðnu-
skipin mörg hver 5000 krónur
fyrir tonnið í byrjun árs og nú er
borðliggjandi að afurðaverð hef-
ur hækkað um 20-30 prósent.
„Loðnusjómenn telja að þeir
eigi að njóta verðhækkunar. í
dag bjóða verksmiðjurnar flestar
Frá og með 1. desember
hækkar áskriftargjald Dags úr
1.100 krónum í 1.200 krónur á
mánuði. Frá sama tíma er
lausasöluverð blaðsins 110
krónur. Auglýsingaverð helst
óbreytt frá því sem nú er;
grunnverð dálksentimetra er
725 krónur.
Það skal tekið fram að
áskriftargjald hinna dagblað-
anna fimm var hækkað 1.
október sl. Dagur er því
tveimur mánuðum síðar á
ferðinni en hin dagblöðin að
þessu leyti.
4000 krónur fyrir tonnið. Við
erum búnir að róa uppá þessar
litlu 4000 krónur síðan 1986.
Loðnusjómenn skilja ekki dæmið
og eru fúlir. Við gætum svo sem
siglt með aflann, en slíkt er ekki
á dagskrá sem stendur. Já, við á
Súlunni ætlum að reyna að landa
áfram hér á Akureyri. Hins vegar
þykir okkur helvíti skítt að við
sem erum að berjast við veiðarn-
ar fyrstir með óntældri fyrirhöfn
komum alltaf verst frá dæminu.
Þessir sem ausa upp loðnunni
nánast verðlausri síðla vetrar fá
alltaf besta verðið og fyrirhöfnin
er ntikið minni," sagði Bjarni
Bjarnason. ój
„Almennur fundur hjá Félagi
verslunar- og skrifstofufólks,
Akureyri og nágrenni haldinn í
Skipagötu 14, 28. nóvember 1991
mótmælir harðlega öllum hug-
myndum um að hafa verslanir á
félagssvæðinu opnar á sunnudög-
um í desember. Telur félagið að
þegar auglýstur opnunartími í
desember sé óhóflega langur þó
sunnudögum sé ekki bætt við.
Engin rök er hægt að færa fyrir
því að verslun verði meiri þó
opnunartími verði lengdur held-
ur dreifist verslun og kostnaður
verslunareigenda eykst. Skýtur
það skökku við í yfirstandandi
kjaradeilu ef verslunareigendur
telja sig nú geta greitt allt að tvö-
föld laun fyrir óbreytta verslun.
I þessu sambandi má einnig
benda á messutíma kirkjunnar
kl. 14.00 á sunnudögum."
Eins og Dagur hefur greint frá
hafa kaupmenn á Akureyri verið
að velta því fyrir sér að fylgja í
fótspor starfsbræðra sinna í
Reykjavík og hafa verslanir opn-
ar a.m.k. einhverja sunnudaga í
desember. Stjórn Kaupmanna-
félags Akureyrar hyggst koma
saman til fundar urn inálið 10.
desember nk. SS
„Sameinumst gegn alnæmf
- 1. desember er helgaður alþjóðlegri
baráttu gegn alnæmi
„Sameinumst gegn alnæmi“ er
yfirskrift alþjóða alnæmisdags-
ins sem er 1. desember ár
hvert. Það er Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunin (WHO)
sem stendur að baki þessu
árlega framtaki en því er ætlað
að vekja athygli á sjúkdómn-
um og hvetja fólk til að standa
saman í því að hefta útbreiðslu
hans.
í frétt frá Landsnefnd um
alnæmisvarnir segir að í lok sept-
ember sl. hafi 66 einstaklingar á
íslandi greinst með smit af völd-
um HlV-veirunnar, en svo nefn-
ist veiran sem veldur alnæmi. Á
þessu ári hafa 7 greinst með HIV-
smit en fjórir með alnæmi. Sam-
tals hafa 20 manns hér á landi
greinst með lokastig sjúkdóms-
ins, alnæmi, og eru 11 þeirra
látnir.
Lengi vel var álitið að í áhættu-
hópi vegna HlV-smits væru svo
til eingöngu hommar, eiturlyfja-
neytendur og dreyrasjúklingar en
reynslan hefur leitt í ljós að eng-
inn er óhultur fyrir smiti og nú
breiðist það ört út meðal gagn-
kynhneigðra hér á Vesturlönd-
um. Það er því fyllta ástæða fyrir
alla að huga vel að kynhegðun
sinni og setja öryggið á oddinn.
-ÞH
Hvað er að gerast
Handknattleiksdeild Þórs:
Selur jóladagatöl um helgina
Sölumenn á vegum handknatt-
leiksdcildar Þórs ganga í hús á
Akureyri í dag og morgun og
bjóða til sölu happdrættisjóla-
dagatöi.
Schwarzenegger
í Borgarbíói
Borgarbíó á Akureyri sýnir
um helgina kl. 9 Tortímand-
ann 2 með m.a. Arnold
Schwarzenegger.
Einnig sýnir Borgarbíó
Beint á ská 2Vi (Naked Gun
2Vi) kl. 9.05, Hörkuskyttuna
með Tont Selleck í aðalhlut-
verki kl. 11 og Leikaralögguna
(The Hard Way) kl. 11.05. Á
sunnudag kl. 3 verða sýndar
myndirnar Fuglastríðið og
Litla hafmeyjan.
Hvert jóladagatal er númerað
og það gildir í leiðinni sem happ-
drættismiði. Vinningar verða
dregnir út á degi hverjum frá 1.
til 24. desember. Vinningsnúmer
verða birt í Degi 10. 17. og 28.
Heilmikil hátíð verður í Stóru-
tjarnaskóla í dag, er minnst
verður 20 ára afmælis skólans
sem settur var fyrsta sinni 8.
nóv. 1971.
Sverrir Thorstensen, skóla-
stjóri, sagðist búast við um 320
manns á afmæ'lishátíðina, en
þangað væru allir velkomnir.
Hátíðin hefst kl. 13.30 er húsið
verður opnað og gestum gefst
kostur á að ganga um og skoða
skólann og 7-800 myndir sem
lírndar hafa verið upp í tilefni
desember. Vinninga er hægt að
vitja í Hamri frá kl. 17-19 alla
daga.
Verð á einu dagatali er 300
krónur, 500 krónur fyrir tvö og
þrjú kosta 700 krónur.
dagsins. Klukkan 15 hefst kaffi-
samsæti með ræðuhöldum söng
og spili. IM
NairanáKEA
Hljómsveitin Namm sér um fjör-
ið á Hótel KEA á Akureyri í
kvöld og má geta þess að þetta er
síðasti dansleikur ársins á KEA.
Sigfús Arnþórsson leikur fyrir
matargesti.
Stórutjarnaskóli:
20 ára aímæli skólans minnst
9amkvæmt tóbaksvarnalögum er óheimilt
að reykja í hvers konar verslunum,
þar með taldir gangar fyrir framan verslanirnar!
TÓBAKSVARNANEFND
BSAM.
BÍLAVERKSTÆÐI * BÍLARÉTTING * BÍLASPRAUTUN
Söluumboð
fyrir
Camp-let
*
IsimjKil
jiÉs*
eyp
Laufásgötu 9 • P.O. Box 358 602 Akureyri • Símar: 96-26300 & 96-23809
í JÓLAUMBÚÐUM Á JÓLAVERÐI
í JÓLAKÖKURNAR, JÓLAMATINN OG
JÓLAGOTTIÐ!