Dagur - 30.11.1991, Page 6

Dagur - 30.11.1991, Page 6
6 - DAGUR - Laugardagur 30. nóvember 1991 BÖRNIN OKKAR Kristín Linda Jónsdóttir „Við eigum lítið bam 66 Eitthvert örlagaríkasta skref á lífsferli hvers einstaklings er að verða foreldri. Að koma heim af fæðingardeildinni með lítið, ósjálfbjarga barn, sem einhvern tímann í óvissri fram- tíðinni fer að kalla þig pabba eða mömmu. Barnið þitt, sem um ókomin ár á hutdeild í heimili þínu, tíma þínum og lífí, barnið sem á hluta af þér. í ung- og smábarnaeftirlitinu á Akureyri starfa hjúkrunarfræðingar sem fylgjast með velferð, vexti og þroska skjólstæðinga sinna, sem allir eru undir fjögurra ára aldri. Ráðgjöf og aðstoð við foreldra ungra barna er Iíka stór þáttur í starfseminni. Dagný Sigur- geirsdóttir, barnahjúkrunarfræðingur, er deildarstjóri ung- og smábarnaeftirlitsins. Hún féllst á að miðla okkur af reynslu sinni og þekkingu. Að vaxa og þroskast - Hvert er markmið ykkar sem starfið hér í ung- og smábarnaeft- irlitinu? „Markmiðið með starfi okkar er að stuðla að því að sérhvert barn fái að þroskast við bestu möguleg skilyrði. Andleg, líkam- leg og félagsleg. Til þess að ná því markmiði fylgjumst við náið með öllum börnunum okkar. A þann hátt er unnt að greina mjög fljótt frávik sem verða á eðlileg- um vexti eða þroska og gera strax viðeigandi ráðstafanir. Við fræðum foreldra um með- ferð ungbarna, hvetjum þá tii að örva barnið, leyfa því að hreyfa sig óhindrað, rækta tilfinninga- þáttinn og mælum með hvers kyns snertingu og ungbarna- nuddi. Pað er rétt að taka það fram að við, hjúkrunarfræðing- arnir, erum ekki gagnrýnandi aðilar. Okkar hlutverk er að leiðbeina foreldrum." Mæður með nýfædd börn sóttar heim - Þegar kona kemur heim af fæðingardeildinni með nýfætt barn hvernig komið þið þá inn í myndina? „Við byrjum á því að fara upp á fæðingardeild og fá upplýsingar hjá Ijósmóður um almenna lfðan móður og barns. Einhvern fyrsta daginn eftir heimkomuna hringj- um við í móðurina, bjóðum henni þjónustu okkar, og ákveð- um hvenær við komum í fyrstu heimsókn.“ - Hver eru algengustu vanda- málin á þessum fyrstu vikum í lífi barnsins? „Á fyrstu vikunum fylgja oft ýmsir erfiðleikar brjóstagjöfinni, mæðurnar velta því fyrir sér hvort þær mjólki nóg og hvort barnið þyngist eðlilega. Þegar við komum í heimsókn skoðum við barnið, mælum, vigtum og fylgj- umst með þroska þess. Að vigtun lokinni er auðveldara fyrir móð- urina að átta sig á því hvort barn- ið hefur fengið nóg. Auk erfið- leikanna sem tengjast næringu barnsins veldur óværð og maga- kveisa oft röskun á svefni foreldra strax þessar fyrstu vikur.“ í skoðun hjá ung- barnaeftirlitinu - Hvað eru börnin gömul þegar þau koma til ykkar í ung- og smá- eru fjögurra ára, þá fá þau síð- ustu ónæmissprautuna hjá okkur. Eftir það halda skólahjúkrunar- fræðingar ónæminu við. Alla föstudaga frá klukkan 9.00 til 11.30 er opið hús hj á okk- ur í ung- og smábarnaeftirlitinu og eru öll börn yngri en fjögurra ára og foreldrar þeirra velkom- in.“ Brjóst/peli - Er yfirgnæfandi meirihluti ung- barna á brjósti? „Já. í dag hafa flest allar mæð- ur börnin sín á brjósti til að byrja aða til sex ára.“ - Finnst konum þær ekki standa sig nógu vel í móðurhlut- verkinu ef þær hafa barnið sitt ekki á brjósti? „í fyrsta lagi er það staðreynd að sumar konur geta ekki haft barn á brjósti eða lenda í erfið- leikum með brjóstagjöfina. Þær mæður sem einhverra hluta vegna hafa ekki barnið sitt á brjósti mega alls ekki þjást af sektarkennd út af því. Það er ekki mælikvarði á hvort kona er góð móðir eða ekki hvað hún get- Dagný spjallar við lítinn skjólstæðing. barnaeftirlitið í fyrstu skoðun og ónæmissprautur? „Þau eru sex vikna þegar þau koma hingað í fyrstu skoðun og þá tekur hjúkrunarfræðingurinn sem hefur sótt fjölskylduna heim á móti henni. í öllum heimsókn- um fjölskyldunnar hingað hittir hún hjúkrunarfræðing og vissir aldurshópar barna hitta einnig eigin heimilislækni eða barna- lækni. Börnin koma reglulega allt til 18 mánaða aldurs, eftir það koma þau í tvær heimsóknir, annars vegar tveggja og hálfs árs skoðun og hins vegar fjögurra ára skoð- un. Fyrstu ónæmissprautuna fá börnin þegar þau eru þriggja mánaða gömul. Þau fá síðan ónæmissprautur á mislöngum fresti til átján mánaða aldurs. Þá verður hlé á sprautunum allt þar til börnin koma hingað þegar þau Erfiðasta starf sem til er? - Starf sem ekki er hægt að segja upp hvað sem á dynur. - Starf sem þú verður að valda hversu erfitt sem það er. - Starf þar sem ekki er hægt að stimpla sig út. - Starf sem nær yfir allan sólarhringinn árum saman. - Starfið sem þú tekur að þér þegar þú verður foreldri lítils barns. með og langflestar halda brjósta- gjöfinni áfram. Konur hafa börn að meðaltali lengur á brjósti nú en áður var. Við teljum að aukin fræðsla og stuðningur og ekki síst lenging fæðingarorlofs eigi mik- inn þátt í því. Það er algengt að konur hafi börn sín á brjósti í 6-7 mánuði, sumar í níu mánuði og jafnvel eitt ár. Einstaka kona heldur brjóstagjöfinni lengur áfram.“ - Koma frekar upp erfiðleikar í sambandi við vöxt og þroska þeirra barna sem eru á pela held- ur en brjóstabarna? „Foreldrar í dag eru almennt mjög vel upplýstir um fæði barna og meðvitaðir um rétta næringu. Börn sem einhverra hluta vegna þurfa frá upphafi að vera á þurr- mjólk geta dafnað vel. Hins veg- ar er alltaf meiri hætta á ýmsum vandamálum hjá þeim svo sem ofnæmi, meltingarerfiðleikum og offitu. Brjóstagjöf er náttúruleg- asta og eðlilegasta leiðin til að fæða ungbörn. Eftir því sem börnin eldast ráðleggjum við for- eldrunum um fasta fæðu og fæðu- val. Ef börn þroskast og þyngjast eðlilega er æskilegt að byrja ekki of snemma að gefa þeim fasta fæðu. Aukalega þurfa börnin bætiefni og við ráðleggjum for- eldrum að gefa þeim lýsi. Þá er æskilegt að börnin byrji að taka flúortöflur, þegar þau eru sjö mánaða, en þær fást gefins hér fyrir börn á aldrinum frá sjö mán- ur mjólkað barninu sínu í marga mánuði.“ Að vera móðir ungbarns - Er það huti af starfi ykkar að styðja þreyttar, örvæntingarfullar mæður ungbarna, sem eru óvær eða sjúk? „Já, við reynum að leiðbeina þeim og styðja þær eftir bestu getu. Við gefum þeim þessi al- gildu ráð um umönnun Sarnsins. Hvetjum foreldrana til að skipu- leggja sólarhringinn og skiptast á svo allir fái lágmarks hvíld og einnig einhverja stund vökutím- ans fyrir sjálfa sig. Við bendum þeim á að geyma heimilisverkin og taka hvíld fram yfir þau.“ - Hvernig líður mæðrum með nýfædd börn? „Þegar móðir kemur heim með litla barnið líður henni yfirleitt vel, hún er bjartsýn og hress. En það er mjög algengt að eftir mán- uð eða svo komi bakslag. Þá hitt- um við þessar mæður sem komu svo bjartsýnar heim, dauðþreytt- ar. Hugsanlega hafa þær ekki fengið næga hjálp við umönnun barnsins frá sínum nánustu. Lík- amlegt álag er mikið, mjólkur- myndun er ef til vill ekki komin í jafnvægi og breytingar á hormóna- starfsemi eru miklar. Of mikill gestagangur og ónæði á oft stóran þátt í því hversu þreytt móðirin er og oft reynir hún að bera sig vel út á við þó allt þrek sé búið.“ Að vera faðir ungbarns - Hver er hlutur feðranna á þess- um fyrstu vikum? „Flestir feður í dag taka sér frf frá vinnu og eru heima hjá litla barninu og konunni sinni fyrstu dagana og vikurnar eftir að hún kemur heim af fæðingardeildinni. Það er mjög dýrmætt og sérstak- lega nauðsynlegt ef ungbarnið er óvært og ef eldri systkini eru til staðar á heimilinu. Þau þurfa á fullri athygli að halda ekki síður en ungbarnið. Á síðustu árum hafa feður í auknum mæli komið með börnin sín í skoðanir og ónæmissprautur í ungbarnaeftir- litið en við viljum sjá þá miklu fleiri. Þeir eru hjartanlega vel- komnir. - Standa feður sig vel ef ung- börnin þeirra eru erfið? „Vissulega eru til fyrirmynd- arfeður sem vaka með litla barn- inu og gefa móðurinni tækifæri til að sofa þó þeir þurfi í vinnu dag- inn eftir. En þeir eru líka margir feðurnir sem mættu taka þessa fyrirmyndarfeður sér til fyrir- myndar!“ Nýtt fjölskyldumunstur? - Eldri börnunum í fjölskyld- unni veitist oft erfitt að eignast lítið systkini, hvað viltu segja um það? „Þegar nýr einstaklingur bætist í fjölskylduna breytist allt fjöl- skyldumunstrið. Það er ákaflega mikilvægt að foreldrarnir séu frá upphafi með- vitaðir um þarfir allra barnanna. Oft eru eldri börnin dugleg og standa sig vel til að byrja með og foreldrarnir halda að björninn sé unninn. En einmitt þessi sömu börn byrja oft eftir nokkrar vikur eða mánuði að taka upp á ýmsum kúnstum. Þau geta þá orðið mjög afbrýðisöm og átt erfitt. Það er nauðsynlegt að hugsa sinn gang og gefa eldri börnunum strax í upphafi tækifæri til að taka þátt í umönnun ungbarnsins og gefa sér tíma til að sinna þeim. Mikill gestagangur er einn þeirra þátta sem oft gerir eldri börnunum erfitt fyrir. Það koma allir til að skoða ungbarnið og færa því gjafir og eldra barnið stendur í skugganum. Sérhver fjölskylda verður að finna sitt eigið munstur, þegar ungbarn bætist í hópinn, svo öllum með- limum hennar líði sem best. Til þess þarf frið og ró, ekki fullt hús af gestum og ótal utanaðkomandi kröfur. Ef aðstandendur, til dæmis afi, amma, frænka eða frændi, hafa tækifæri til þá geta þeir létt á fjöl- skyldunni fyrst eftir að ungbarnið er fætt. Til dæmis með því að bjóða eldri börnunum að gera eitthvað spennandi með sér. Að- standendur geta líka komið inn á heimilið og leyst foreldrana af hólmi í smá stund, gefið þeim tækifæri til að skreppa frá og njóta samverustundar án barn- anna.“ - Eitthvað að lokum? „Eins og þjóðfélagið er í dag eignast fólk fá börn. Því ættu for- eldrar að hugsa sig vel um og gefa sér tíma til að vera með börnun- um sínum, eins mikið og hægt er fyrstu æviárin þeirra, sá tími kemur ekki aftur.“ Næsti þáttur: Börn og trú

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.