Dagur - 30.11.1991, Side 8

Dagur - 30.11.1991, Side 8
8 - DAGUR - Laugardagur 30. nóvember 1991 Stjörnuspá Sigfús E. Arnþórsson 55 An ábyrgöar íí fyrir vikuna 30. nóvember-6. desember 1991 T ■H y'uiur- 21. mars - 19. apríl Þó að enn séu erfiðleikar í ástarmálunum og þótt helgin verði óvenju erfið (senni- lega óvæntar en réttmætar ásakanir byggðar á sanngirni og skynsemi, sem aldrei hefur verið þín sterka hlið), þá bítur þetta lítið á þér því þú ert í mikilli upp- sveiflu í vinnunni/skólanum, enda óvenju orkumikil(l) þessa dagana. /s)aut 20. apríl - 20. maí Það verður ekkert að gerast hjá nautum í þessari viku, þ.e. ekkert umfram hið venjulega. Hvorki til góðs né ills. Það er helst að finna megi smá-pirring á tímabil- inu frá kvöldmat á mánudag fram til mið- vikudagskvölds. Einhver nákominn segir þér að fara í megrun, eða eitthvað álíka uppörvandi. Eins og nautin séu ekki alltaf í megrun? XI 'ITví(putAaf‘ 21. maí - 20. júní Þrátt fyrir að helgin verði með skemmti- legra móti eru ýmsir váboðar á lofti hjá tví- burunum um þessar mundir. Það eru erfiðleikar í vinnunni/skólanum, hætta á minniháttar slysum er yfirvofandi, þú átt erfitt með að tjá þig svo aðrir skilji og síð- ast en ekki síst er heilsan tæp. Ástarmálin eru aftur á móti í miklum blóma. Kr*abbi 21. júní - 22. júlí Það verður óvenju lítið að gerast hjá kröbbum í komandi viku. Enn eru einhver vandræði í fjölskyldunni og nú um helgina verður rifist og slegist og þú verður undir. Á mánudagskvöld fer svo að rofa til og þriðjudagur og miðvikudagur verða bestu dagar vikunnar. Á föstudag byrja svo fjöl- skylduvandræðin að leysast. cR L-jcm 23. júlí - 22. ágúst Það er óvenju bjart í kringum Ijónin í næstu viku. Þú verður í sviðsljósinu í kvöld og á morgun og mánudag. A þriöju- dag og miðvikudag lendir þú í einhverri taugaspennu en á fimmtudag ertu aftur í essinu þínu. Annars er sama hvert litið er, allt er í blóma og verður það eitthvað áfram. W JV\e.yja 23. ágúst - 22. september Meyjan hefur allt á hornum sér þessa dagana. Það er unnið gegn þér á vinnu- stað/skóla, en þú ert of uppspennt(ur) til að taka nokkrum viðvörunum, hvað þá að taka skynsamlegar ákvarðanir. Óðagotið á þér er slíkt að þú gætir lent í slysi þá og þegar. Þriðjudagur og miövikudagur verða skástu dagar vikunnar. '9 23. september - 22. október Þetta er þín helgi, njóttu hennar sem best. Góður matur, góð tónlist og endalaus skoðanaskipti um leiðir til að bæta og fegra mannlífið nær og fjær, í bráð og lengd, eru þín aðaláhugamál og helgin býður upp á þetta allt og meira til. Ástir og ferðalög eru enn á dagskrá og tilveran al- mennt eins hagstæð vogum og hún getur orðið. % Sporöd i^eki 23. október-21. nóvember I komandi viku gerist ekki neitt hjá þér, a.m.k. ekki neitt markvert. Hvorki til góðs né ills. Umhverfis þig er fólk að lenda í átökum og/eða vinna í happdrættum, en það snertir þig ekki, er eins og enginn heyri þig né sjái. Þriðjudag og miðvikudag gerist eitthvað jákvætt í fjölskyldunni. lE)ogmac)u v- 22. nóvember-21. desember Það er líf og fjör í kringum bogmenn í næstu viku. I dag og alveg fram á mánu- dagskvöld verður þú í hugmyndafræði; legum og skemmtilegum félagsskap. Á fimmtudag eða föstudag ferðu í ferðalag. Ástin blómstrar og í vinnunni/skólanum ert þú sá/sú sem allir leita til, enda ert þú gangandi uppspretta lífsgleði og gáska þegar svona árar. Y I Steingeit ' 22. desember- 19. janúar Það eru ennþá væringar í fjölskyldunni og komandi helgi er ekkert tilhlökkunarefni fyrir þig. Sennilega verður þú sökuð um nísku eða þröngsýni, jafnvel heimsku. Þess verður og krafist að þú leggir fé eða tíma til líknar- eða hugsjónamála sem þú hefur enga trú á. Þriðjudag eða miðviku- dag nærðu að svara fyrir þig, að nokkru. \AA Va+rv sberi T ▼ 20. janúar - 18. tebrúar Það er ótal margt að gerast hjá vatnsber- anum þessa vikuna og flestallt jákvætt. Um miðjan dag í gær lauk ákveðnu erfið- leikatímabili sem varð í vinnunni/skólan- um og varað hefur síðan í byrjun október og framundan eru uppgangstímar á því sviði sem öðrum. Fram á mánudagskvöld ertu í skapandi félagsskap, á þriðjudag og miðvikudag þarftu að glíma við einhverja heimsku blandaða tilfinningasemi, en á fimmtudag ferðu aftur á flug. X Piskat" 19. febrúar-20. mars Það á ekki af fiskunum að ganga þessa dagana. Illskástu dagar komandi viku eru þriðjudagur og miðvikudagur, því þá ger- ist eitthvað skemmtilegt í fjölskyldunni. Annars ertu á hættusvæði, bæði hvað varðar vinnuna/skólann sem og öll sam- skipti yfirleitt. Heilsan er tæp og slysa- hættan vofir yfir hverju fótmáli. Farðu þér hægt. Bókatíðindi 1991 komin út Út eru komin á vegum Félags íslenskra bókaútgefenda Bóka- tíðindi 1991. í ritinu kynna fjöl- margir útgefendur bækur sínar og er þar að finna margvíslegar upplýsingar bæði um efni, verð og annað sem máli skiptir. Bókatíðindin hafa komið út í nokkur ár og má orðið fá af þeim talsverðan samanburð um (slenska bókaútgáfu frá ári til árs. í fyrra voru kynntir í tíðindunum liðlega 340 titlar en í ár hefur þeim fjölgað í rösklega 400. Þetta er þó ekki vísbending um mikla hlutfallsaukningu í bókaútgáf- unni heldur sýnir einkanlega að útgefendur telja Bókatíðindin góðan og batnandi kynningarvett- vang. Helstu breytingar sem verða í bókaflokkum frá síðasta ári til ársins 1991 eru þær að þýddum skáldverkum fyrir börn og ung- linga fjölgar, en á öðrum bóka- flokkum eru sáralitlar breytingar. Samanburður á verði bóka frá ári til árs er alltaf bæði erfiður og varasamur, því sama bókin er aldrei gefin út ár eftir ár. Sé litið á það sem kalla mætti „meðal- skáldsöguna" kemur hins vegar í Ijós að lítil sem engin hækkun virðist verða á milli ára að þessu sinni. Þessi meðalskáldsaga kost- ar í ár milli 2.400 og 2.500 krónur eins og í fyrra. Bókaútgefendur virðast því hafa kostað kapps um að hagræða og spara þannig að þeir gætu lagt sitt af mörkum til að standa við margfræga þjóðar- sátt og komið til móts við bóka- vini á svartsýnistímum. Undanfarin ár hefur verið unn- ið að því að flýta útkomu Bóka- tíðindanna jafnt og þétt og í ár eru þau fyrr á ferð en í fyrra. Jafnframt er gerð breyting á röð- un bóka í hverjum flokki þannig að mun fljótlegra á að vera að finna titla sem notendur kannast við og ennfremur er broti Bóka- tíðinanna breytt svo að þau verði handhægari og þægilegri í með- förum. Bókatíðindum 1991 verður dreift á öll heimili landsins á næstu dögum. Ferjan Sæfari Vetraráætlun hefur verið tekin í notkun Nú fer ferjan frá Akureyri til Hríseyjar og Gríms- eyjar á mánudögum og fimmtudögum. Nánari uppl. í síma ferjunnar 985-32211. Lj óð Áforai Fótboltaunnendur Til æviloka Fótboltaunnendur lifi ég hress, hvetja með klöppunum, skyidi mér endast á krúnunni standa aldur til þess. og hugsa með löppunum. Bit Bíllinn og ég Oft á því Bílinn minn þekki ég hef orðið bit út og inn hvað aðrír höfðu og orsakir bilana mikið vit. strax ég finn. Og eins á hinu hve öll sú greind að óvitaheimsku varð í reynd. Afl hans ég þekki er ek ég um veg, - en ekki mig sjálfan. Hver er ég? Olafur Gíslason. (Höfundur býr að Neðrabæ í Arnarfirði. Stefin eru úr Stefja- bókinni Nýjar áttir ’89.) Uppbygging Ég er að byggja upp betri mann, Leikur í laufi sá betrí maður ég er hann. En naumt miðar yfirbót nöðrukyns gegn niðurrifsstarfsemi djöfulsins. Leikur í laufi sólroðinn vindur. Hlustar á heimsins gný. Hjalar við blöðin kveður með kossi. Hittumst við enn á ný? UIla-May Rögnvaldsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.