Dagur - 30.11.1991, Síða 9
Laugardagur 30. nóvember 1991 - DAGUR - 9
Af erlendum vettvangi
Súkkulaði er ekki eins
hættulegt og af er látið
Súkkulaði er ekki eins hættulegt
og flestir virðast halda. Sú stofn-
un Bandaríkjanna, sem hefur
með rannsóknir á tönnum að
gera, hefur nú komist að þeirri
niðurstöðu, að í súkkulaði sé að
finna mótefni gegn beinátu. Það
virðist vera eitthvað í súkkulað-
inu, sem ver tannbeinið að vissu
marki fyrir ásókn baktería. Auk
þess borðum við súkkulaði nánast
eins og um máltíð sé að ræða; við
þvælum því ekki lengi í munnin-
um eins og t.d. sykurmolum eða
karamellum.
Samband sykursjúkra í Svíþjóð
segir, að smámoli af súkkulaði af
og til hafi nánast engin áhrif á
blóðsykurinn.
Hins vegar er í súkkulaði smá-
vegis af eggjahvítuefnum, vita-
mínin A, D, E og K, línólínsýra
(ómettuð fitusýra), kalsíum, B,
og B2 vitamín, fenylethylamin og
járn. Sumir segja, að súkkulaði
hafi svæfandi áhrif, og það sé því
gott svefnmeðal.
Höfuðókosturinn við súkkulaði
er hvað það er auðugt af hitaein-
ingum. I 50 gramma stykki eru í
kringum 260 kílókalóríur, sem að
mestu koma frá sykri og fitu.
(Fakta 4/91. - Þ.J.)
Óskalistinn
Opið laugardag 10-18
PflRÍS
Leikfangamarkaðurinn
Hafnarstræti 96, sími 27744.
0g þess vegna ilma blómin
- fyrir milljónum ára voru jurtir og skordýr óvinir
- blómailmurinn var vörn blómsins gegn
óvelkomnum heimsóknum - en nú er öldin önnur
i
Býfluga í hunangsleit beitir lyktarskyninu til að flnna guðaveigar blómsins.
Hún borgar fyrir sig með því að dreifa frjókornum blómsins tii annarra
blóma.
Nú hefur angan blóma það hlut-
verk að hæna skordýr að, en
þannig hefur það ekki alltaf
verið.
Fyrstu blómjurtirnar hófu
þróunarferil sinn á jörðinni fyrir
eitthvað 140 milljónum ára, á
mótum júra- og krítartímabil-
anna. Um svipað leyti fóru fyrstu
skordýrin líka að skjóta upp koll-
inum. Það voru bjöllur, fiðrildi,
í Girard í Illinois í Bandaríkjuniim
gerði haglél 1929 og höglin voru
stærri en hænuegg. Það er styrkleiki
vinda í þrumuskýjum, sein ræður
úrslitum um það, hversu stör höglin
verða áður en þau falla til jarðar.
Hvað geta
íshögl
orðið stór?
Það eru til frásagnir af ótrúlega
stórum snjó- eða íshöglum, og
staðreyndin er sú, að stærstu högl
geta orðið 15 sentimetrar í
þvermál! (Betra að verða ekki
fyrir þeim.) En svo stór högl eru
afar sjaldgæf hér á norðlægum
breiddargráðum.
Venjulega myndast högl í
þrumuskýjum. Styrkleiki vinda í
þrumuskýinu ræður úrslitum um
það, hve stór höglin geta orðið
áður en þau falla til jarðar. í
þrumuskýjum er mjög misvinda-
samt og vatnsdroparnir þeytast
upp og niður. Þegar þeir fara upp
á við frjósa þeir og mynda ískrist-
alla. Síðan blæs vindurinn þeim
aftur niður og meira vatn hleðst
utan á þá. í næstu ferð upp frýs
það vatn og höglin stækka.
Þetta heldur áfram, þar til
höglin eru orðin svo stór að vind-
arnir geta ekki lengur haldið
þeim á lofti.
(Bengt Bengtsson í Fakta 4/91. - Þ.J.)
býflugur og vespur.
í fyrstunni voru blómin og
skordýrin nánast „svarnir
fjendur". Blómin urðu að beita
ýmsum brögðum til að verjast
skordýrunum, og ein aðferða
þeirra til að hræða þau, var að
gefa frá sér ýmiss konar lykt, eða
svo segir í doktorsritgerð frá
Uppsala-háskóla.
A þeim milljónum ára, sem
síðan eru liðin, hafa blómin og
skordýrin „lært“ að hvor aðili um
sig getur haft gagn af hinum.
Skordýrin halda enn áfram að
stela fæðu frá blómunum, en í
staðinn hjálpa þau til að dreifa
frjókornum þeirra.
Óvináttan í upphafi tíma hefur
þróast þannig, að hvorir eru öðr-
um háðir.
Lykt blómanna breyttist þann-
ig, að í stað þess að fæla skordýr-
in frá hænir hún þau nú að.
Efnagreiningar sýna, að margs
konar blómailmur til að hæna
skordýr að og til að fæla þau frá
er eins að uppbyggingu, og það
telja sérfræðingarnir stuðning við
þá kenningu, að jurtir og skordýr
séu orðin vinir þrátt fyrir það, að
þau hafi í fyrstu verið óvinir.
(Fakta 4/91. - Þ.J.)
veitintgahusið
Sími
26690
Glerár-
götu 20
Gildir laugardagskvöld og
sunnudagskvöld
Veislueldhús
Greifans
Menu
Kaldir sjávarréttir, frambornir með hvítvínssósu.
Grillað lambainnralœri með mildri rósapiparsósu.
Eftirlœtis ísskál Greifans.
Verð kr. 1.860,-
Frí heimsendingarþjónusta á pizzum
föstudags- og laugardagskvöld til kl. 04.30.
‘i A á A r
Fyrir aðventuna
Allt efhl til aðventuslcreydlnga.
S.s. greni 3 tegundir, kúlur, mosi, könglar, ber
og margt fleira skreytingaefhi.
Gjafavörur í úrv ali
Jólatré (rauðgreni) til utanhússskreyt-
inga.
Opið laugard. 30.11. kl. 10-21.
Opið sunnud. 1.12. ld. 10-21.
^Slómabúbm ýí
AKURw
KAUPANGIV/ MYRARVEG 602 AKUREYRI
SÍMAR 24800 & 24830 PÓSTHÓLF 498
í maí 1940 kom stríðið í Eyjafjörð. Nasistar urðu ugg-
andi, konur fóru í ástandið og karlar í Bretavinnu. Her-
námsliðið hóf njósnaveiðar, kirkjuklukkur Akureyrar-
kirkju fengu nýtt hlutverk og Bretar hnepptu Eyjafjörð í
herfjötur. Á Dalvík leituðu hermenn eftir óþekktri
„laddí" og „fyrsta dauðsfallið" í styrjöldinni á íslandi átti
sér stað. Fyrir tilviljun tók stríðið land á Ólafsfirði en á
Siglufirði áttu Bretar óhæga vist. Nyrsta „herstöð" setu-
liðsins, var í Grímsey. Þetta er sjónarsviðið sem jón
Hjaltason sagnfræðingur hefur undir í þessari nýjustu
bók sinni.
Pöntunarsími 96-22515
öll kvöld vikunnar.
★ Frí heimsending hvert á land sem er.