Dagur - 10.12.1991, Blaðsíða 2

Dagur - 10.12.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 10. desember 1991 Vinningstölur laugardaginn (9M2) (3lT| 7. des. '91 VINNINGAR | V|NNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 | 3 953.799,- 2. 4SsÓf 7 71.066,- 3. 4af5 I 100 8.581,- 4. 3af 5 I 3.698 541,- i Heildarvinningsupphæðþessaviku: 6.217.577.- M 4» wM S © upplýsingar:SImsvari91 -681511 lukkulIna991002 F4805 ELX Ofn Yfir-undirhiti, blástur og grill, fituhreinsun,svart glerútlit, tölvuklukka með tímastilli. TV 483 B Helluborð Keramik yfirborð, svartur rammi, fjórar hellur, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. o Glerárgötu 32, Akureyri < Sími 96-2 35 09 Fréttir Um helgina var endurvakinn sá siður á Dalvík að kveikja þar á jólatré sem bærinn hefur látið reisa á horninu andspænis Kaupfélaginu. Við það tæki- færi lék blásarasveit sem skipuð er börnum frá Dalvík, Svarfaðardal, Árskógssandi og Ólafsfirði en hún starfar á vegum Tónlistarskóla Dalvíkur undir stjórn Michael Jacques. Jón Helgi Þórarinsson sóknarprestur flutti ávarp, kirkjukórinn söng jólalög og að sjálfsögðu mættu jólasveinar á svæðið. Mynd: i’li Skiptafundur í þrotabúi ístess hf.: Ölluin tilboðum í eignimar hafiiað en Laxá hf. er enn inni í myndinni - væntanlegt tilboð frá Fóðurblöndunni hf. getur ráðið úrslitum Skiptafundur í þrotabúi ístess hf. var haldinn hjá bæjarfóget- anum á Akureyri sl. föstudag. Að sögn Eyþórs Þorbergsson- ar, fulltrúa fógeta, var það ljóst fyrir fundinn að Lands- bankinn, stærsti kröfuhafinn í þrotabúið, myndi hafna þeim tilboðum sem fram voru komin í eignir þrotabúsins. Bankinn bíður eftir tilboði frá Fóður- blöndunni hf. í Reykjavík en það mun verða lagt fram í vik- unni, komi það á annað borð. Jóhannes Sigurðsson, bústjóri þrotabús ístess, sagði í samtali við Dag að tilboði í vélar og verk- smiðjuhús frá Skretting A/S í Noregi, sem var stór hluthafi í ístess, hefði verið hafnað svo og tilboði í hluta af vélunum frá finnsku fyrirtæki. Hann sagði að tilboði frá fóðurverksmiðjunni Laxá hf., sem var reist á rústum Istess, hefði einnig verið hafnað að svo stöddu en Laxá væri þó enn inni í myndinni. Laxá hf. hefur hús og tæki þrotabús ístess á leigu til áramóta og sagði Jóhannes að forsvars- menn fyrirtækisins þrýstu mjög á um að fá skýr svör til að geta skipulagt áframhaldandi rekstur ef tilboði Laxár upp á um 30 milljónir verður tekið, en Lands- bankinn kýs að hinkra eftir vænt- anlegu tilboði frá Fóðurblönd- unni hf. áður en ákvörðun verður tekin í málinu. Á skiptafundinum var ítrekuð sú afstaða, sem áður hafði verið samþykkt, að höfða mál gegn norska fyrirtækinu Skretting vegna hlutafjárloforða sem ekki hafði verið staðið við. „Þetta er í biðstöðu eins og er, en við vonum að málið skýrist í vikunni. Það hafði komið boð frá Fóðurblöndunni um að fá að gera tilboð og það kemur í Ijós á næstu dögum hvort úr því verður,“ sagði Jóhannes. Heildarkröfur í þrotabú ístess nema um 450 milljónum króna og þótt útistandandi skuldir séu ríflega 200 milljónir telja menn ólíklegt að það takist að inn- heimta nema sáralítinn hluta af þeirri upphæð. Eyþór Þorbergsson, fulltrúi, sagði að verksmiðjan væri yfir- veðsett og ljóst að ekkert kæmi til almennra kröfuhafa. Fram- vindan væri því í höndum veð- hafa. SS Þrotabú Fjöreggs: Samkomulag , að nást við íslandsbanka um bústofninn - útlit fyrir að lítið eða ekkert fáist í almennar kröfur í búið Reiknað er með að endanlega verði gegnið frá samkomulagi síðar í vikunni milli Islands- banka og þrotabús alifuglabús- ins Fjöreggs á Svalbarðsströnd um kaup bankans á bústofnin- um úr búinu. Sem kunnugt er hafði bankinn áður keypt jörð- ina og nær allar fasteignir og í framhaldi af því hófust viðræð- ur um kaup á bústofninum. Bústofninn er með síðustu eignum í þrotabúinu og að honum seldum eru skipti í búinu komin á lokastig. Útlit er fyrir að fáist upp í forgangs- kröl'ur í búið en ólíklegt að nokkuð komi upp í almennar kröfur. Arnar Sigfússon, bústjóri í þrotabúi Fjöreggs, segist vonast til að gengið verði frá samkomu- lagi við íslandsbanka síðar í vik- unni. Kaupfélag Eyfirðinga rekur nú búið í Sveinbjarnargerði en að samkomulagi varð milli félagsins og bústjóra að það ræki búið áfram en byrjaði jafnframt að skera niður bústofninni, þ.e. hætta útungun í búinu. Arnar segir óljóst á þessari stundu hvenær Islandsbanki taki við bú- stofninum ef af kaupunum verður. Hann segir að utan bústofnsins sé ýmsislegt lausafé eftir í búinu sem væntanlega verði selt á nauð- ungaruppboði eftir áramót. Þá séu nokkrar útistandandi kröfur eftir sem væntanlega innheimtist á næstunni. Forgangskröfur í búið námu um 4 milljónum króna og segir Arnar að líklega fáist þær greidd- ar að fullu en lítið komi til skipta í almennar kröfur. Næsti skiptafundur í þrotabúi alifuglabúsins verður 19. des- ember en að honum loknum verður byrjað að undirbúa frum- varp að úthlutunargerð sem búast má við að lagt verði fram með vorinu. Þar með yrði skipt- um í búinu lokið. JÓH Húsavík: Þuríður Halldórs- dóttir GK komin til heimahafnar Fánar blöktu við hún í Húsa- víkurbæ á sunnudagsmorgun er nýr bátur í eigu Korra hf, Þuríður Halldórsdóttir GK, sigldi til heimahafnar. Geiri Péturs ÞH, 180 lesta stálbátur og Kristbjörg ÞH, 50 lesta eik- arbátur, báðir í eigu Korra, sigldu til móts við Þuríði og fylgdu henni að bryggju. Mannfjöldi tók á móti nýja bátnum á bryggjunni og á sunnu- dag var stanslaus straumur fólks um borð, og barst útgerðarfélag- inu fjöldi blómasendinga og heilla- óska. Kaupverð Þuríðar Halldórs- dóttur GK er 50 milljónir. Henni fylgir 56 tonna rækjukvóti. Bát- urinn er 186 tonn, smíðaður í Noregi 1966 en hefur síðan verið endurbyggður. Hann er keyptur frá Vogum á Vatnsleysuströnd og er vel búinn til veiða. „Ég er mjög ánægður með nýja bátinn. Einnig bjartsýnn á að útgerðin gangi vel, ef við fáum nýja ríkisstjórn," sagði Olgeir Sigurgeirsson, útgerðarmaður sem á Korra ásamt nokkrum sona sinna. Skipstjóri á nýja bátnum verð- ur Hreiðar Olgeirsson, sem verið hefur með Kristbjörgu. Korri hefur útvegað sér töluverðan rækjukvóta og er Geiri Péturs gerður út á rækju, en hann er með frystibúnað um borð. Þorsk- kvóti Geira verður fluttur yfir á nýja skipið en Kristbjörg er að rækjuveiðum í Öxarfirði. Að sögn Olgeirs hefur ekki verið ákveðið hvort Þuríði Hall- dórsdóttur verður gefið nýtt nafn. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.