Dagur - 10.12.1991, Blaðsíða 8

Dagur - 10.12.1991, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 10. desember 1991 ÍÞRÓTTIR Handknattleikur: Enn vínna Þórsarar - „skuespil er forbudf sagði Óli Ólsen Ólafur Hilmarsson lék nú með Þór á nýjan leik og skoraði 4 mörk. Handknattleikur 1. deild HK-ÍBV 21 :26 Stjarnan-Grótta 26 :17 FH-Haukar 30 21 Víkingur-UBK 27 19 Valur-KA frestað FH 12 9-2-1 334:269 20 Víkingur 10 9-1-0 262:216 19 Selfoss 10 6-1-3 275:248 13 Stjarnan 12 6-1-5 301:276 13 ÍBV 9 5-1-3 229:211 11 Fram 11 4-3-4 245:256 11 Valur 9 3-4-2 227:220 10 Haukar 12 3-3-6 279:296 9 KA 10 3-2-5 235:238 8 HK 11 3-2-6 254:266 8 Grótta 11 1-2-8 208:269 4 UBK 12 1-2-9 219:293 4 2 deild Ögri-Þór 12: 32 UMFA-Þór 18: 21 ÍR 7 7-0-0 189:113 14 HKN 8 7-0-1 205:138 14 Þór 6 6-0-0 163:103 12 UMFA 7 4-0-3 146:135 8 ÍH 6 4-0-2 130:129 8 Armann 8 3-0-5 168:164 6 KR 6 2-0-4 125:113 4 Fjölnir 6 2-0-4 113:130 4 Völsungur 10 2-0-8 212:248 4 Ögri 9 0-0-9 127:257 0 Körfuknattleikur A-riðill UMFN-Tindastóll 97:82 Skallagrímur-UMFN 79:104 UMFT-KR 89:75 UMFN 11 10-1 1004: 856 20 KR 10 7-3 927: 850 14 Tindastóll 11 4-7 978:1015 8 Snæfell 9 3-6 712: 827 6 Skallagrímur 10 2-8 811: 954 4 B-riðill Haukar-Valur 87:100 Þór-UMFG 72:85 ÍBK 10 9-1 1033:829 18 UMFG 11 6-5 938:879 12 Valur 10 5-5 928:905 10 Haukar 10 4-6 899:980 8 Þór 10 1-9 828:964 2 Blak 1. deild karla 1S 8 8-0 24:6 16 KA 6 5-1 17: 6 10 HK 7 5-2 16:11 10 Þróttur N. 10 4-6 19:20 8 Þróttur R. 7 1-6 9:20 2 Umf. Skeið 8 0-8 2:24 0 1. deild kvenna Völsungur-KA 3:1 HK-Víkingur 1:3 Víkingur 8 8-0 24: 2 16 ÍS 8 6-2 20:15 12 Völsungur 7 4-3 15:12 8 HK 7 3-413:13 6 UBK 7 3412:15 6 KA 5 2-3 9:10 4 Þróttur N. 7 1-6 7:18 2 Sindri 5 0-5 0:15 0 Þórsarar gerðu góða ferð suð- ur yflr heiðar um helgina í 2. deild íslandsmótsins í hand- knattleik. Á Iaugardag vann liðið auðveldan sigur á Ögra, 32:12, og á sunnudag var Afturlelding lögð að velli í Mosfellsbæ, 21:18, í miklum baráttuleik. Þórsarar hafa enn ekki tapað stigi í deildinni eftir ó leiki. Það var nánast formsatriði fyr- ir Þór að klára leikinn gegn Ögra þrátt fyrir að norðanmönnum gengi illa í byrjun. Staðan í hléi var „aðeins" 5 marka munur á liðunum, 14:9, en í síðari hálfleik tóku Þórsarar við sér og keyrðu yfir Ögramenn. „Seinni hálfleikur var ágætur en sá fyrri hrikalegur. Markvarsl- an var engin og vörnin hriplek en þetta skánaði sem betur fer,“ sagði Hermann Karlsson, mark- vörður og fyrirliði Þórs, um leik- inn. Mörk Þórs: Sævar Árnason 9, Ole Niel- sen 6, Geir Aðalsteinsson 5, Ólafur Hilmarsson 3, Atli Rúnarsson 3, Jóhann Samúelsson 3, Rúnar Sigtryggsson 3, Ingólfur Samúelsson 1. Markahæstir í liði Ögra voru Jóhann Ágústsson 7 og Bern- harð Guðmundsson 3. Hart barist í Mosfellsbæ Greinilegt var á öllu í Mosfellsbæ að hvorugt liði ætlaði að lúta í lægra haldi og fyrri hálfleikur var í járnum allan tímann. Lítið var skorað en liðin skiptust á um að hafa forystuna. í hléi var staðan Grindvíkingar unnu öruggan sigur á Þór í úrvalsdeildinni í körl'uknattleik á Akureyri á sunnudagskvöldið. Lokatöl- urnar urðu 85:72 en munurinn á liðunum var meiri en tölurn- ar gefa til kynna og sigur gest- anna aldrei í hættu. Grindvíkingar léku stórgóðan körfubolta fyrstu mínúturnar og stefndi þá allt í stórsigur. Þórsar- ar vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið og fljótlega var staðan orðin 14:3. Þá slökuðu Grindvík- ingar aðeins á klónni og munur- inn varð sjaldnast mikið meiri. Staðan í hléi var 31:42. Það er ljóst að Þórsarar hafa ærnar ástæður til að hafa áhyggj- ur. Liðið virðist ekki líklegt til að hala inn mikið af stigum og fall- „Við vorum ekki nógu ákveðnir og strákarnir áttu að geta gert betur,“ sagði Valur Ingimund- arson, þjálfari Tindastóls, eftir að liðið hafði tapáð 82:97 fyrir Njarðvíkingum í Njarðvík á föstudagskvöldið. Valur lék ekki með þar sem hann tók út leikbann. Tindastóll byrjáði mjög vel, náði 10 stiga forskoti og hafði yfir í hléi, 43:40. í byrjun seinni hálf- leiks kom svo einhver kengur í Tindastólsvélina, þeir skoruðu aðeins 2 stig gegn 8 heimamanna og Njarðvíkingar létu forystuna ekki af hendi eftir það. Ronday Robinson var gestun- 8:7 fyrir Aftureldingu en Þórsarar náðu fljótlega yfirhöndinni í seinni hálfleik, tóku lykilmenn Aftureldingar úr umferð og Hermann fór að verja eins og berserkur í markinu. Þegar 10 mínútur voru eftir var staðan 19:15 fyrir Þór, Afturelding minnkaði muninn í 2 mörk en komst ekki lengra. Þórsarar geta verið ánægðir með sigurinn á lærisveinum landsliðsþjálfarans því öðru fremur var það sterk liðsheild sem gerði útslagið. Hjá Aftureld- ingu eru gömlu „Víkingarnir,“ Siggeir Magnússon og Dagur Jónasson, allt í öllu og það er ekki nóg í toppbaráttu 2. deildar. draugurinn verður ekki langt undan. Konráð Óskarsson lék ágætlega og er yfirburðamaður í liðinu þessa dagana. Joe Harge veldur vonbrigðum, hittir afleit- lega og liðið gerir ekki stóra hluti meðan hann skorar 9 stig fyrstu 30 mínúturnar. Það virðist liggja í augum uppi að hann er ekki rétti maðurinn í hlutverk leik- stjórnanda og það er erfitt að sjá hver tilgangurinn er með þeirri uppstillingu liðsins. Joe ætti auð- vitað að vera undir körfunni, Konráð er mun betur fallinn til að fara upp með boltann og láta vaða á körfuna fyrir utan þriggja stiga línuna. Grindavíkurliðið lék oft á tíð- um vel með Guðmund Bragason í aðalhlutverki. Nýi maðurinn, um erfiður, skoraði mikið og var traustur í vörninni, og Jóhannes Kristbjörnsson átti góðan leik. Haraldur Leifsson lék vel í liði Tindastóls, Ivan Jonas átti góða kafla og Pétur var sterkur undir körfunni en virkaði þungur. MG Stig UMFN: Ronday Robinson 27, Jóhannes Kristbjörnsson 17, Ástþór Ingason 12, Kristinn Einarsson 12, Teitur Örlygsson 11, Friðrik Ragnarsson 8, fsak Tómasson 4, Agnar Olsen 2, Brynjar Sig- urðsson 2, Stefán Örlygsson 2. Stig Tindastóls: Haraldur Leifsson 23, Ivan Jonas 22, Pétur Guðmundsson 17, Einar Einarsson 14, Björn Sigtryggsson 4, Hinrik Gunnarsson. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Kristinn Albertsson. Voru ekki nógu sannfærandi og dæmdu flest vafaatriði á gestina. Áhorfendur: 275 Eins og áður segir var hart bar- ist og vísuðu dómararnir alls 9 leikmönnum út af í 2 mínútur, fjórum Þórsurum og fimm heimamönnum. Ole Nielsen hjá Þór stóð í ströngu og fékk oft óblíðar viðtökur hjá vörn Aftur- eldingar. Óla Ólsen dómara var farið að leiðast þófið og þegar Ole lá eitt skiptið í gólfinu gaf dómarinn, nafna sínum gula spjaldið og sagði hátt og snjallt: „Skuespil er forbudt!“ -bjb Mörk Þórs: Rúnar Sigtryggsson 6/2, Jóhann Samúelsson 5, Ole Nielsen 4, Sævar Árnason 4, Ólafur Hilmarsson 1, Atli Rúnarsson 1. Mörk Aftureldingar: Siggeir Magnússon 8/4. Dagur Jónasson 5, Viktor B. Viktorsson 2, Guðmundur Guðmunds- son 2, Gunnar Guðjónsson 1. Joe Hurst, lék einnig prýðilega í sínum fyrsta leik og á bersýnilega eftir að gera góða hluti. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 21, Joe Harge 17, Björn Sveinsson 14, Högni Friðriksson 10, Helgi Jóhannesson 4, Stefán Friðleifsson 4, Birgir Örn Birgis- son 2. Stig UMFG: Guðmundur Bragason 29, Joe Hurst 28, Pálmar Sigurðsson 17, Bergur Hinriksson 4, Rúnar Árnason 4, Hjálmar Hallgrímsson 3. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Brynjar Þór Þorsteinsson. Dæmdu vel. Blak kvenna: Völsungur sigraði KA Völsungur vann öruggan sigur á KA, 3:1, þegar liöin mættust í 1. deild kvenna í blaki á Húsavík á föstudagskvöldiö. Leikurinn var jafn fyrstu mín- úturnar eða þar til staðan var 8:8. Þá skoraði Völsungur 5 stig í röð úr uppgjöfum og vann síðan hrin- una 15:8. Næstu hrinu vann liðið 15:3 en KA vann þá þriðju 15:11. Sú síðasta var jöfn framan af en Völsungar tóku aðra törn í upp- gjöfunum í lokin og tryggðu sér sigurinn, 15:8. Völsungsliðið lék ágætlega og hreppti með sigrinum 3. sætið á nýjan leik. KA-liðið átti heldur slakan dag og móttakan var afar köflótt. Birgitta Guðjónsdóttir er nú komin í barnseignarfrí og leikur ekki meira í vetur og Karítas Jónsdóttir var einnig fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Er vafasamt hvort hún leikur með KA í útileikjum gegn Vík- ingi og UBK um næstu helgi. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Róðuriiin þyngist hjá Þór Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Tindastóll lá í Njarðvík Þýskaland: Dortmund á toppinn ■ Stuttgart situr nú í þriðja sæti Bundeslig- unnar eftir 0:0 jafntefli á útivelli gegn Karlsruher um helgina. Eyjólfur átti góð- an leik á miðjunni hjá Stuttgart og vildu margir meina að hann hefði átt að fá víta- spyrnu þegar honum var brugðið innan teigs en dómarinn var ekki sammála. Eyjólfur fékk að líta sitt annað gula spjald á ferlinum sem atvinnumaður. Sammer fékk einnig að líta gult spjald og verður í banni í næsta leik. ■ Dynamo Dresden hefur átt í vandræð- um upp á síðkastið en liðið lyfti sér upp úr botnsætinu með 3:0 sigri á Hamburger SV. ■ Duisburg og Borussia Mönchenglad- bach gerðu jafntefli 1:1. Á óvart kom að 30 þúsund áhorfendur fylgdust með viður- eigninni en það er fullur völlur í Duisburg og áttu fáir von á því á móti einu af botn- liðunum. ■ Hansa Rostock og Bayern Miinchen mættust í Rostock og það nægði Bayern ekki að vera yfirburðalið á vellinum í 70 mínútur. Liðið hafði þá skorað eina mark leiksins en hélt ekki haus og fékk á sig tvö mörk á fimm mínútum. Stefan Effenberg var skilinn eftir heima að þessu sinni vegna viðtals sem birtist við hann í einu blaðanna fyrir helgi. Effenberg er ófeiminn að láta skoðanir sínar í ljós og þær falla stundum í grýttan jarðveg. Til marks um það hafa sum blöðin kallað hann „vitleysing ársins.“ í viðtalinu sagði hann m.a. að það hefði verið óþarfi að láta Heynckes fara, ekki mætti bara gagnrýna Lerby því allir vissu að hann þægi ráðleggingar hjá Beckenbauer og Rummenigge og enginn vissi lengur á hvern ætti að hlusta. Lerby lét hafa éftir sér að flest af því sem Effenberg hefði sagt væri rétt og aðrir í liðinu væru því sammála en enginn þyrði að segja neitt. Altalað er að Lerby verði ekki lengi hjá Bayern, jafnvel ekki lengur en fram að jólafríi sem hefst um næstu helgi. ■ Bayer Leverkusen gerði sér lítið fyrir og skoraði 6 mörk gegn 1 þegar liðið fékk Wattenscheid í heimsókn. Langt er síðan slíkar tölur hafa sést í deildinni. ■ Bochum og Kaiserslautern gerðu markalaust jafntefli. Bochum þurfti nauð- synlega á sigri að halda en Kaislerslautern virtist sætta sig vel við jafnteflið. Liðið var nýlega kjörið lið ársins í þýskum íþróttum. ■ Stuttgarter Kickers steinlá fyrir Köln á heimavelli, 0:3. Neckar-leikvangurinn þótti svolítið tómlegur, hann tekur 74 þús- und áhorfendur en aðeins 4 þúsund mættu á þennan leik. ■ Nurnberg sigraði Fortuna Dusseldorf 2:1 á útivelli. Dómarinn fékk boltann í hausinn og rotaðist þannig að línuvörður varð að dæma síðustu 30 mínúturnar. Komið hefur í ljós að Núrnberg færir dóm- urum alltaf gjafir þegar liðið leikur lá heimavelli og er andvirði þeirra á þessu tímabili orðið rúmar 5 milljónir kr. ■ Borussia Dortmund sigraði Werder Bremen 1:0 á útivelli og settist á topp deildarinnar í fyrsta sinn í 9 ár. Leikurinn var einnig sögulegur fyrir þær sakir að þetta var fyrsti sigur Borussa í Bremen í 21 ár. Staðan: Borussia Dortmund 21 11-6-4 36:30 28 Eintracht Frankfurt 21 10-7-4 45:24 27 Stuttgart 21 11-5-5 36:18 27 Kaiserslautern 21 10-6-5 35:20 26 Nurnberg 21 9-6-6 31:25 24 Bayer Leverkusen 21 7-9-5 27:21 23 Köln 20 5-12-3 28:24 22 Schalke 04 21 7-7-7 31:26 21 Werder Bremen 21 8-5-8 27:26 21 Duisburg 21 5-11-5 26:27 21 Hamburger SV 21 6-9-6 21:26 21 Karlsruher 21 7-6-8 24:30 20 Hansa Rostock 21 7-5-9 29:32 19 Bayern Múnchen 21 6-7-8 28:32 19 Bor. Mönchengladbach 21 6-6-9 19:30 18 Dynamo Dresden 20 6-5-9 18:28 17 Bochum 21 5-7-9 22:34 17 Stuttgarter Kickers 21 5-6-10 29:37 16 Fortuna Dússeldorf 21 5-6-10 26:35 16 Wattenscheid 21 4-7-10 24:37 15 Einar Stefánsson, Þýskalandi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.