Dagur - 10.12.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 10.12.1991, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 10. desember 1991 - DAGUR - 7 Dregið í riðla fyrir HM í knattspyrnu: íslendingar ótrúlega óheppnir - lentu í riðli með þremur austantjaldsþjóðum íslendingar voru afar óheppnir þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistarakeppnina í knátt- spyrnu í New York um helgina. Islendingar lentu í 5. riðli með Sovétríkjunum, Júgóslavíu, Ungverjalandi, Grikklandi og Lúxemborg. Liðum Evrópu er skipt í sex riðla og eru sex í öllum nema í 3. riðli þar sem sjö lið eiga sæti. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast í úrslitakeppni HM í Bandaríkj- ununt 1994 og Þjóðverjar fara beint þangað sem heimsmeistar- ar. Leikjunum á að vera lokið í desember 1993. Það er ljóst að íslendingar eiga litla möguleika á að komast áfram upp úr riðlinum og að auki er þetta fjárhagslegt áfall þar sem KSÍ fær lítið greitt fyrir sjón- varsprétt að þessum leikjum. DV skýrir frá því í gær að sennilega fái sambandið 4-6 milljónir fyrir leikinn gegn Grikkjum en innan við 4 milljónir samanlagt fyrir hina leikina fjóra. Til santan- burðar má geta þess að KSÍ fékk nálægt 50 ntilljónir fyrir sjón- varpsrétt í síðustu Evrópukeppni. Eitt augljóst vandamál sem við blasir er að ekki er hægt að segja til um hverjir mótherjarnir verða í raun. Sovétríkin eru úr sögunni sem slík og enginn veit hvað ger- ist í Júgóslavíu. Svo gæti farið að einstök lýðveldi myndu leika sem fulltrúar þessara þjóða en enginn veit hver niðurstaðan verður. Að auki hefur verið lagt bann við alþjóðlegum knattspyrnuleikjum í Júgóslavíu þannig að óvíst er hvar heimaleikir Júgóslava fara fram - þegar komið er á hreint hverjir eiga að spila þá. Körfuknattleikur: Tindastóll og Snæfell í kvöld Tveir leikir fara fram í úrvals- deildinni í körfuknattleik í kvöld. A Sauðárkróki tekur Tindastóll á móti Snæfelli og hefst leikurinn kl. 20. Á sama tíma mætast Valur og Grinda- vík í Reykjavík. Bikarkeppnin: Þór-FH á fimmtudag Búið er að finna endanlega leiktíma á leiki í 8 liða úrslit- um bikarkeppninnar í hand- knattleik. Leikur Þórs og FH fer fram á Akureyri á fimmtudaginn og hefst kl. 19.30. í kvöld mætast Valur-b og ÍR og á ntorgun Grótta-b og Víkingur og Valur og ÍBV. Aðrir riðlar eru þannig skipað- ir: í 1. riðli lentu Ítalía, Skotland, Portúgal, Sviss, Malta og Eist- land. í 2. riðli England, Pólland, Holland, Noregur, Tyrkland og San Marínó. í 3. riðli Spánn, Danmörk, írland, Norður-írland, Albanía, Litháen og Lettland. í 4. riðli Belgía, Tékkóslóvakía, Rúmenía, Wales, Kýpur og Fær- eyjar. I 6. riðli Frakkland, Austur- ríki, Búlgaría, Svíþjóð, Finnland og ísrael. Handknattleikur: Stefán Amaldsson dæmir í B-keppninni Stefán Arnaldsson, handknatt leiksdómari frá Akureyri, hef ur ásamt félaga sínum, Rögn vald Erlingssyni, verið valinn til að dæma í b-keppninni handknattlcik sem fram fer Austurríki í mars á næsta ári Dómaranefnd alþjóða hand knattleikssambandsins valdi 12 pör frá jafnmörgum þjóðum en þetta er í fyrsta sinn sem Islendingar eiga dómarapar í heimsmeistarakeppni karla. Stefán og Rögnvald liafa dæmt töluvert erlendis á síðustu árum, t.d. fjóra leiki í heimsmeistara- keppni kvenna í Seoul og einnig í U-21 keppni kvenna í Frakka- landi þar sem þeir dæmdu m.a. úrslitaleik um þriðja sætið. Þeir hafa fengið góða dóma hjá dóm- aranefnd og það er skýringin á að þeir fá þetta verkefni nú. Stefán. Punktamót í innanhússknattspyrnu: Skagamenn langbestir KA-menn lcntu í 3. sæti af 4 liðum í sínum riðli á fyrsta punktamóti KSÍ í innahúss- knattspyrnu sem fram fór á Akranesi um helgina. KA-menn töpuðu 1:8 fyrir ÍA, 2:4 fyrir Fram en sigruðu Grinda- vík 5:4. Skagamenn unnu alla leiki sína í mótinu og lögðu KR 7:3 í úrslitaleik. Fyrir sigurinn fengu þeir 55 þúsund kr. í verðlaun. Fylkismenn sigruðu Víking í úrslitaleik um þriðja sætið. Knattspyrna: Þorsteinn búinn að skipta úr Þór í FH - Hermann úr Hvöt í Stjörnuna A stjórnarfundi KSI á fimmtu- daginn voru samþykkt félags- skipti hjá 13 knattspyrnu- mönnum. Þar á meðal eru skipti Þorsteins Jónssonar úr Þór í FH. Ljóst er að ntiklar breytingar verða á liði Stjörnunnar úr Garða- bæ fyrir næsta tímabil. Þegar er ljóst að margir leikmenn hverfa frá liðinu og fyrir helgi voru stað- Knattspyrna: Siguróli þjálfar Reyni Siguróli Kristjánsson hefur verið ráðinn þjálfari 4. deild- arliðs Reynis á Árskógs- strönd í knattspyrnu. Siguróli þjálfaði liðið einnig í sumar en þá féll það úr 3. deild. Nokkur lið hafa verið á höttunum eftir Siguróla í haust og vetur, þeirra á meðal 1. deildarlið Þórs og 2. deildarlið Grindavíkur en hann hefur leik- ið með báðum liðununt áður. „Jú, ég verð að játa að þetta kitlaði ntig svolítið og þessi lið komu bæði til greina hjá mér. Hins vegar veit ég ekkert hvern- ig ég verð í bakinu og þetta hefði þýtt að maður hefði þurft að fara að æfa 6 sinnum í viku,“ sagði Siguróli. Hann hefur átt við bakmeiðsli að stríða síðan í sumar og sagð- ist ekki vita hvort þau ntyndu há honunt áfram. „Það verður bara að koma í ljós þegar ég fer að Siguróli. reyna eitthvað á þetta en ég hef hugsað mér að spila með í surnar. Mér líst ágætlega á tímabilið, við erum að ræða við menn og mætum vonandi með stærri og sterkari hóp en í fyrra. Við áttum kannski ekki von á stórum hlutum í fyrra en gerum betur í ár,“ sagði Siguróli. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: „Þetta var sigurinn sem okkur vantaði“ - sagði Valur Ingimundarson eftir sigur Tindastóls á KR fest skipti nokkurra leikmanna til Stjörnunnar, Tryggva Gunnars- sonar úr ÍR, Þorgríms Þráinsson- ar úr Víkingi Ó. og Hermanns Arasonar úr Hvöt. Af öðrunt breytingum ntá nefna að bræð- urnir Daníel og Grétar Einars- synir hafa skipt úr Víði í FH, Guðjón Guðmundsson úr Hauk- unt í Dalvík og Gestur Gylfason úr ÍBK í Grindavík. Tindastóll fékk KR-inga í heimsókn á Krókinn sl. sunnu- dag og í hrööum lcik unnu heimamenn gestina, 89:75. IVIikil barátta var í báöum lið- um en hraðinn það mikill að mistök voru tíð á báða bóga eins og stigin gefa til kynna. Allt frá fyrstu mínútu var Ijóst að hraðinn yrði gífurlegur í leikn- um. því strax í upphafi reyndu bæði lið að hleypa upp hraðanum eins og kostur var. Stólarnir gerðu færri mistök og náðu for- ystunni, sem þó varð aldrei veru- leg í fyrri hálfleik. Á 19. mín. náðu KR-ingar meira að segja að komast yfir í 32:33. í hálfleik var staðan 38:33, heimamönnum í vil, en til síðari hálfleiks kontu KR-ingar fullir af baráttumóði og gerðu sér lítið fyrir og áttu sjö fyrstu stigin. Þá var eins og Stól- arnir hrykkju aftur í gír og nú sóttu þeir hægt og rólega í sig veðrið. Hraðinn var áfrant sá sami, en það var eins og gestirnir réðu ekki fyllilega við hann og forskot Tindastóls jókst smátt og smátt. Yfirleitt var það í kringum tíu stig, en á 18. mín. seinni hálf- leiks var staðan þó orðin 86:66. Eftir það var ljóst hvort liðið stæði uppi sem sigurvegari, en KR-ingar náðu samt að klóra aðeins í bakkann og leikurinn endaði 89:75. „Það hefur verið deyfð í þessu hjá okkur undanfarið og þetta var sigurinn sem okkur vantaði til að rífa okkur upp úr henni. Við spiluðum góða vörn og þó við færum að verða kærulausir undir lokin spiluðum við skynsamlega í þessum leik. Hraðinn var rnikill, Haraldur Leifsson átti nijög góöan leik fyrir Tindastól. en ef hann gengur upp þá notum við hann, annars reynum við að spila með leikkerfum upp á stóru mennina okkar,“ sagði Valur Ingimundarson, þjálfari og leikmaður Tindastóls, eftir leik- inn. Bestu leikmenn í jöfnu liði Tindastóls voru Ivan Jonas og Einar Einarsson, en hjá KR stóðu Guðni Guðnason og Páll Kolbeinsson sig best. Stig Tindastóls: Pétur Guömundsson 20, Ivan Jonas 20, Valur Ingimundarson 18, Einar Einarsson 14. Haraldur Leifsson 13, Björn Sigtryggsson 2, Hinrik Gunn- arsson 2. Stig KR: Guðni Guðnason 20, Axel Nikulásson 17, John Bear 16, Hermann Hauksson 6, Óskar Kristjánsson 5, Páll Kolbeinsson 4, Ólafur Gottskálksson 3, Lárus Árnason 2, Benedikt Sigurðsson 2. Dómarar: Leifur Garðarsson og Kristján Möller. Dæmdu vel.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.