Dagur - 10.12.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 10.12.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 10. desember 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Frá Moskvu til Brussel Endalok Sovétríkjanna í þeirri mynd sem þau hafa verið er orðin staðreynd. Eftir fund forseta Rússlands, Hvíta- Rússlands og Úkraínu um helgina, þar sem samþykkt var að stofna til sambands frjálsra og fullvalda ríkja, virðist enginn grundvöllur vera lengur fyrir sameiginlega yfir- stjórn sovéska ríkjasambandsins. Allt frá því Gorbatsjov sovétleiðtogi hóf að losa um þær stjórnarfarslegu hömlur er hvílt höfðu á þegnum Sovétríkjanna frá stofnun þeirra var ljóst að slíkar aðgerðir myndu leiða til breytinga á samskiptum hinna einstöku lýðvelda og auka sjálfsstjórn þeirra. í fyrstu hafa fáir trúlega gert sér grein fyrir því hvað skamman tíma tæki að losa um þau bönd er tengdu Sovétríkin saman. Einnig hafa menn ekki áttað sig á því hvað mikinn sjálfstæðis- og þjóðerniskraft væri að finna á meðla íbúa þessara lýðvelda. Nú er hinsvegar orðið ljóst að þjóðerniskenndin hefur lifað 70 ára langan vetur og brýst nú fram eins og fljót í vorleysingu er enginn getur sagt fyrir um að hvaða ósi muni að lokum renna. Margt benti til þess að Gorbatsjov hafi horft til Banda- ríkja Norður-Ameríku þegar hann hóf umbreytinguna með glasnost og perestrokju. Að hann hyggðist byggja upp ríkjasamband með nokkru sjálfstæði og síðan einni alríkisstjórn er annaðist meðal annars utanríkis- og varn- armál. Þótt slík hugmynd hafi eflaust verið góðra gjalda verð og virst líkleg til árangurs þegar horft var til austurs í gegnum gluggann frá Vesturlöndum þá hefur hún ekki náð að verða að veruleika. Til þess hefur sjálfstæðisþörf fólksins - þess fólks er aðeins hefur þekkt ofríki og kúgun reynst of sterk. Staða hinna fyrrum Sovétríkja er því mjög óljós um þessar mundir. Bæði hvað varðar innbyrðis sam- skipti hinna nýju ríkja og einnig hvernig þeim muni ganga að fóta sig á hinu hála svelli efnahagslífsins þegar byggja verður upp markaðskerfi frá grunni á nánast eng- um tíma. Á sama tíma og forystumenn sovéskra lýðvelda sitja á fundi og ákveða að efna til sjálfsstjórnar á grunni gamalla þjóðfélaga eru forsætisráðherrar Vestur-Evrópu einnig að tínast til fundar. Markmið þeirra er líka að breyta. Að framkvæma grundvallar breytingar á samskiptum þeirra ríkja sem þeir sitja í forsvari fyrir. En þeir eru ekki að efna til frelsis eða sjálfsstjórnar. Þeir telja sig hafa of mikið af slíku fyrir. Þeir ætla að freista þess að taka ákvörðun um að tengja þau ríki álfunnar sem mynda Evrópubandalag- ið enn fastari böndum. Böndum sem skerða verulega full- veldi og sjálfsstjórn viðkomandi landa en færa þau þess í stað undir sameiginlega og yfirþjóðlega valdastofnun bandalagsins í Brussel. Mannkynssagan virðist oft vera með ólíkindum. Á sama tíma og lýðveldi Sovétríkjanna eru að hverfa af vegi samstjórnar og halda til sjálfstæðis eru ríki Vestur-Evrópu að framkvæma hið gagnstæða. Þótt Sovétríkin hafi orðið til í byltingu kommúnista er trúðu á þjóðfélagskenningar Karls Marx um alræði öreig- anna, en Evrópubandalagið sé að vaxa úr viðskiptum evrópskra iðnfyrirtækja með tilstyrk alþjóðlegrar jafnað- arstefnu krataflokka er eitt líkt með slíkum samfélögum. Ráð þeirra eru í höndum yfirþjóðlegrar ríkisstjórnar en ekki á borðum hverrar þjóðar fyrir sig. Hugmyndin um yfirríkið er því á förum frá Moskvu til Brussel. ÞI Þetta er ekki eðlilegt — eða hvað? Svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn flokksbróður síns, Gunnlaugs Stefánssonar, þing- manns Austurlands, í þinginu í síðustu viku, varðandi rekstur dagvistarstofnana Ríkisspítal- anna vakti verulega athygli mína. Fram kom hjá ráðherranum að Ríkisspítalarnir stæðu í þessum rekstri af illri nauðsyn, þ.e. skortur væri á dagvistunarpláss- um og því hefði verið gripið til þess úrræðis til að laða að starfsfólk, einkum hjúkrunar- fræðinga. Einnig kom fram að kostnaður Ríkisspítalanna af þessum rekstri er verulegur, m.ö.o. hér er verið að bjóða starfsmönnum spítalanna upp á hlunnindi. Ekki er að efa að þessi skýring ráðherrans er rétt, sem leiðir hugann að því ástandi sem virðist ríkja í kjaramálum ýmissa stétta í landinu. Það er þó ekki það atriði sem ég ætla hér að fjalla um, enda nógu margir til þess. Það atriði sem kom fram í svari ráð- herrans og ekki er síður ástæða til að velta fyrir sér, er að hið opinbera virðist telja sig bera miklu meiri ábyrgð á því að veita lögboðna þjónustu á höfuðborg- arsvæðinu, heldur en úti á landi og greiða það fyrir sem þarf. Rekstur dagvistarstofnana Ríkisspítalanna er bein aðgerð til Reinhard Reynisson. að tryggja mönnun sjúkrastofn- ananna og er hið opinþera tilbúið að greiða þann kostnað sem af því hlíst. Það er í sjálfu sér ekki nema sjálfsögð krafa skattgreið- andans. Þetta gildir hins vegar ekki þegar komið er út fyrir höfuðborgarsvæðið. Þar hefur ríkisvaldið til margra ára ekki tal- ið sér skylt að tryggja mönnun opinberra starfa og skiptir þar engu hvort um er að ræða mennta- eða sjúkrastofnanir. Á landsbyggðinni hafa sveitarfélög í stórum stíl neyðst til þess að leggja í kostnað, bæði í formi staðaruppbóta, húsnæðishlunn- inda og ódýrra dagheimilisplássa til að tryggja það að ríkið mann- aði sínar stöður í héraði. Hér er auðvitað um óþolandi misræmi að ræða og lágmarks- krafa að ríkisvaldið kosti því til sem þarf til að manna stöður á landsbyggðinni, ekkert síður en á höfuðborgarsvæðinu. Skattgreið- endur á landsbyggðinni borga nefnilega sama tekjuskattshlut- fall og íbúar höfuðborgarinnar. Á hinn bóginn eru flest sveitar- félög landsbyggðarinnar neydd til að leggja á hámarksútsvar á með- an útsvarsprósentan í Reykjavík er 6,7%. Hluti skýringarinnar liggur einmitt í því að sveitarfé- lögin á landsbyggðinni hafa þurft að taka á sig kostnað sem ríkinu ber að greiða á sama tíma og rík- ið er að taka á sig kostnað innan borgarmarka Reykjavíkur sem því sveitarfélagi ber að sjá um, en bygging og rekstur dagvistar- heimila er á verkefnasviði sveit- arfélaganna. Svo geta menn velt því fyrir sér hvert sé verið að flytja fjármagnið og hver sé að halda hverjum uppi. Reinhard Reynisson. Höfundur er sveitarstjóri á Þórshöfn. Björgvin Jörgensson gerður að heiðursfélaga KFUM Björgvin Jörgensson kennari var gerður að heiðursfélaga KFUM á afmælissamkomu KFUM og KFUK félaganna fyrsta desem- ber síðastliðinn en þá voru liðin fjörutíu ár frá stofnun félagsins. Nokkrum árum áður hafði Björgvin farið að halda fundi fyr- ir drengi og stúlkur í anda séra Friðriks Friðrikssonar og leiddi það starf hans að kristilegum málefnum á meðal barna og ungl- inga til stofnunar KFUM félags á Akureyri og KFUK nokkru síðar. Björgvin hefur unnið ötul- lega að málefnum félaganna, ver- ið formaður KFUM frá stofnun og einnig veitti hann sumarstarfi þeirra við Hólavatn forstöðu til margra ára. í tilefni þess að Björgvin Jörgensson var gerður að heiðursfélaga KFUM var hon- um afhentur skjöldur frá félögum sínum til merkis um þann atburð og á myndinni er Jón Oddgeir Guðmundsson að afhenda Björgvin skjöldinn. Messur um jól og áramót Athygli sóknarpresta Norðurlandi er vakin á því að venju samkvæmt mun Dagur birta upplýsingar um kirkju- starf á Norðurlandi um jól og áramót í Jólablaði Dags, sem kemur út miðvikudaginn 18. desember nk. Sóknarprestar á Norðurlandi eða formenn sóknarnefnda eru beðnir að koma upplýsingum um messuhald í sókn sinni á framfæri við Dag við fyrstu hentugleika og eigi síðar en 13 desember nk. Síminn hjá okkur er 96- 24222.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.