Dagur - 10.12.1991, Blaðsíða 14

Dagur - 10.12.1991, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 10. desember 1991 Minning T Sighvatur P. Sighvats Ég geng til skips með veiðar vað, þá virðar sér til hvílu snúa, hrindi á flot og fer á stað, finn þá hvorki til svefns né lúa. Hjartað í myrkri vísar veg, hvar veiði nóg sé borði undir, svo ég úr minnis djúpi dreg daga liðinna sælustundir. (Páll Ólafsson) í fáum orðum ætla ég að minn- ast tengdaföður míns, Sighvatar Péturssonar Sighvats, sem lést á heimili sínu 30. nóv. sl. Sighvatur fæddist 12. septem- ber 1915, í húsinu að Aðalgötu 11, því húsi sem hann bjó í alla sína daga. Sighvatur var að mörgu leyti sérstæður og merki- legur maður. Hann var hrein- skiptinn, fastur fyrir og trúr sín- um skoðunum, en það sem ein- kenndi hann öðru fremur var góðmennska, heiðarleiki og rausn. Hann var rnikill veiðimaður á sínum yngri árum og þreyttist aldrei á að segja frá veiðiferðum, hvort sem var með byssu um öxl upp um fjöl! eða á báti úti á sjó. Sighvatur var mjög fróður um fugla- og dýralíf landsins og einnig um gróðurfar. Oft sagði hann okkur frá fuglaveiðum, sela- og fiskveiðum og alltaf var sami lifandi áhuginn og frásagn- arstíllinn, þessi sérstaki sem ein- kenndi manninn. Mikið af veiði- feng sínum gaf hann til vina og vandalausra, afla sínum dreifði hann af rausn. Sighvatur safnaði ekki að sér veraldlegu ríkidæmi, en engum hef ég kynnst sem ríkari hefur verið af andans auði og hjartans rausn. Aldrei heyrði ég Sighvat segja öfundarorð til eins eða neins, en hann gat aumkvast og haft mörg orð um óheiðarleika, öfund og tvöfeldni manna. Hann undi glaður við sitt, fékk að búa í „Höllinni“ sinni á meðan líf og heilsa entist. Sighvatur var gæfumaður í sínu einkalífi. Hann giftist Her- dísi, eftirlifandi konu sinni 27. október 1941. Áttu þau gullbrúð- kaup fyrir rétt um mánuði síðan og kom þá saman hluti afkom- enda þeirra og samglöddust á merkum tímamótum, munum við minnast þess dags með gleði og þakklæti. Sighvatur og Herdís eignuðust níu börn, sem öll komust upp fyr- ir utan það yngsta, sem var stúlka og fæddist andvana. Eru blómin hans afa orðin mörg og stór, bæði kóngar og drottningar, sem minnast afa með söknuði. Fyrir utan að ala upp stóran barnahóp, ólu þau hjónin upp tvö barna- börn sín. Var heimilið alla tíð fjölmennt og gestkvæmt með afbrigðum, en þau hjón höfðu bæði gaman af að taka á móti gestum og til þeirra voru allir velkomnir og öllum sem þangað komu voru boðnar veitingar, kaffi og meðlæti. Eitt er víst að í glæstum höllum veraldlegs auðs skortir oft þá rausn og hlýju, sem einkenndi heimili þeirra hjóna. Sighvatur hafði gengist undir tvær erfiðar skurðaðgerðir á þessu ári, vegna veikinda í hnjám, en allt gekk vel og góðar vonir fengnar um að hann mundi ná þeim bata sem til var ætlast og gæti gengið greiðara um en áður. Hann hlakkaði til, eins og lítið barn, komu vinar síns Magnúsar frá Ástralíu, hafði áhyggjur af að langt og strangt ferðalag mundi ganga honum nærri, en Magnús hefur átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár. En það sannaðist að enginn ræður sínum nætur- stað, því Sighvatur gekk til síns skips u.þ.b. hálfri klukkustund áður en vinurinn kæri birtist. Sighvatur var sérstaklega barn- góður maður, afabörnin muna hann sem elskulegan og góðan afa, hann gerði þeint öllum jafnt, tók ekkert fram yfir annað, þau voru öll af hans grein, þau voru auður hans. Ég og dætur mínar, þökkum honum samfylgdina, þær munu sakna hans sárt, enginn afi sem bíður blómin velkomin og eng- inn afi sem situr við borðsendann í „Höllinni" og treður í pípu sína. En við erunt ríkari af að hafa kynnst mannvininum Sig- hvati. Gimsteinum fegri og gulli þá glóa þær liðnu ævistundir. Ég dreg og dreg sem mest ég má, því meir en nóg er borði undir. Hjartað með tárum þakkar þér, það hefur ekkert skárra að bjóða. Frá þér minn hjartans auður er, mitt eina hjartans barnið góða. (Páll Ólufsson) Birgitta Pálsdóttir. njL Vilhelm Anton Sveinbjömsson 11 Fæddur 2. febrúar 1915 - Dáinn 1. desember 1991 - kveðja frá Lionsklúbbi Dalvíkur Vilhelnt Anton Sveinbjörnsson í Vegamótum á Dalvík andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri fyrsta dag desembermánaðar á 77. aldursári. Vilhelm Anton, í kunningja- hópi og daglegu tali, Villi Bjössa, fæddist í Holtsbúð á Dalvík, smáhýsi þar sem nú er hluti af Frystihúsinu. Foreldrar hans fluttu í nýbyggt hús sitt, Sólgarða á Dalvík, þegar Villi var tveggja ára. Þar bjó fjölskyldan til 1960, er þau byggðu upp og fluttu í Vegamót, syðsta hús á Dalvík. Vilhelnt gekk í Lionsklúbb Dalvíkur á fyrsta starfsári hans, 1960, og starfaði í honum dyggi- lega nálega til dauðadags. Þeim fækkar nú óðum, gömlu félögunum, árin hlaðast upp eitt ofan á annað og með orðum séra Hallgríms, „innsigli engir fengu/ upp á lífs-stunda bið, en þann 4L Guðrún Björg Guðnadóttir 11 Fædd 11. janúar 1934 - Dáin 26. nóvember 1991 Hún Gunna móðursystir mín bakaði vínarbrauð næstum eins og gert var í bakaríunum. Þau voru bara betri. Og við Lára frænka mín sátum uppi á búr- bekknum og fengum að fylgjast með. Sólin skein fyrir utan glugg- ann og pattaralegar flugur suð- uðu í eldhúsinu. Það eru rúm þrjátíu ár síðan og nú hefur Gunna kvatt okkur langt um ald- ur fram. Þegar ég kom fyrst í sveit á Geldingsá, smástelpa, var Gunna ung stúlka, nýlega gift Sigfúsi Árelíussyni og þau áttu eina litla dóttur, Láru. Það var töluvert mál fyrir kornunga konu að standa fyrir búi, þótt það væri í sambýli við tengdafólk hennar. Hana rnunaði samt ekkert um þessa „stelpu“-sendingu sem hún fékk sunnan úr Reykjavík á hverju vori, ýmist með Norður- leiðarrútunni eða Föxum Flugfé- lagsins. Það var mér eðlilegt að pakka niður á vorin og fara norð- ur til Gunnu og Sigfúsar og barn- anna sem fjölgaði stögðugt, þar til þau voru orðin fimm. Gunna frænka mfn var lágvaxin, grönn kona með dökkt, stutt- klippt hár og blágrá augu. Hún var oft kát og fjörug og þá skein glettnin úr augunum alveg eins og á afa, þegar hann var að gant- ast við okkur barnabörnin sín. Ég minnist hennar á sumrin akandi dráttarvélum, rakandi hey úti á túni eða á rólegum stundum í fjósi þegar margt var spjallað. Og að loknum degi í stóra eldhúsinu þar sem við þvoðum okkur uppúr vaskinum eftir amstur dagsins. Þá var oft glatt á hjalla. Þessar góðu stundir eru liðnar og koma ekki aftur. Gunna var yngst sjö systkina. Faðir hennar var Guðni V. Þor- steinsson en móðir hennar Jakobína K. Ólafsdóttir. Þau bjuggu lengst af í Fnjóskadal m.a. á Skuggabjörgum og Hálsi. Á ættarmóti sem afkomendur þeirra héldu í fyrrasumar grunaði mig ekki að svo skammt væri í að skarð yrði höggvið í systkinahóp- inn, þótt Gunna hefði þá kennt þess meins sem hún barðist við síðustu mánuðina. Þegar við hitt- umst fyrir nokkrum vikum reikn- aði ég heldur ekki með að það yrði okkar síðasti fundur. Við ræddum um bækur, en hún hafði yndi af lestri góðra bóka og handavinnu. Hún var líka mjög söngelsk og söng í kirkjukórnum á Svalbarðsströndinni um tíma. Líf Gunnu og starf snerist eins og líf svo margra annarra kvenna, mest um fjölskylduna og börnin. Þótt þau Sigfús væru orð- in tvö í heimili á Geldingsá, var þar síður en svo tómlegt, enda flest börnin og barnabörnin í næsta nágrenni. Þau komu þar mikið og þeirra er missirinn mestur. Kæri Sigfús, börn, tengdabörn og barnabörn. Ég sendi ykkur innilegar samúðar- kveðjur um leið og ég þakka Gunnu samfylgdina og góðar minningar sem ekki gleymast. Erna Indriðadóttir. kost undir gengu/allir að skiljast við“. Það á þannig engum að koma á óvart þótt samferðamað- ur, sem orðinn er hálfáttræður, heltist úr lestinni, einkum ef þess hefur orðið vart, að heilsan væri tekin að bila. Hitt er annað mál, að við sökn- um góðra félaga, sem lengi hafa gengið hið næsta manni. Slíkt er mannlegt og óhjákvæmilegt. Vilhelm Sveinbjörnsson var frá því fyrsta til síðasta ákaflega góð- ur og virkur félagi í Lionsklúbbn- um. Hann mat klúbbinn mikils og var sannfærður um gagnsemi hans og góð áhrif á félagana sjálfa og ekki síður samfélagið, sem hann starfar í. í samræmi við það var hann jafnan allra manna fúsastur til að leggja krafta sína í þau verkefni, sem klúbburinn hafði með hönd- um frá ári til árs. Dæmi um hug Vilhelms til klúbbsins eru ekki vandfundin: Hann var áhugamaður um garðrækt og hafði góð tök á allri ræktun. M. a. ræktaði hann gul- rófur í nokkrum mæli. Rófurnar seldi hann á markaðnum og færði Lionsklúbbnum andvirðið. Um langt skeið keypti hann fisk af sjómönnum og verkaði í salt og skreið í litlu fiskhúsi á Kambinum. Þegar hann hafði fengið vænan fisk til verkunar hóaði hann á lionsbræður og vopnaði þá með vinnsluhnífum og stjórnaði þeim til verks við að skera gellur og kinnar úr hausun- um. Þetta færði klúbbnum drjúg- ar tekjur og félögunum ánægju að auki. I þessum fáu orðum er ein- göngu minnst á störf Vilhelms á þessum eina vettvangi, Lions- klúbbnum. Þau nægja þó til að sýna, hver maður hann var, því eitthvað þessu líkt geta aðrir örugglega sagt, sem störfuðu með honum á öðrum sviðum. Hann var dugnaðarmaður og góður drengur, sem vildi láta gott af sér leiða fyrir umhverfi sitt og samferðamenn. Félagar í Lionsklúbbi Dalvíkur þakka honum, að skilnaði, heils- hugar fyrir samstarfið og senda vandamönnum hans samúðar- kveðjur. Hjörtur E. Þórarinsson. 4L Kristinn Vilhjálmsson 11 Fæddur 29. nóvember 1904 - Dáinn 1 Það var eitthvað það við Kristin Vilhjálmsson sem gerði hann eftirminnilegan öðrum mönnum. Ef til vill var það rólyndi hans og æðruleysi og hversu gott það var að vera í návist hans. Djúp rödd hans fór þessum karlmannlega og elskulega manni vel og hlátur hans var svo eðilegur og fas hans og viðmót allt áreynslulaust og hógværð mikil. Ef til vill var það lífs- reynsla hans sem olli - eða lund- erni eða hvort tveggja. Kristinn Vilhjálmsson var af Vestfirðingum kominn, fæddur að Tungu í Skötufirði 29. nóvember árið 1904. Foreldrar hans voru hjónin Vilhjálmur Pálsson frá Tungu og Margrét Jónsdóttir frá Króki á Rauða- sandi. Ungur missti hann föður sinn og vandist snemma við sjó- sókn og sveitastörf, eins og þá var títt. Fyrir vestan kynntist hann ungri konu úr Fnjóskadal, Helgu Jónsdóttur, og gengu þau í hjónaband 6. júní 1931. Bjuggu þau fyrst í Reykjavík en 1949 gerðust þau landnemar í Kópa- vogi þar sem þau keyptu hús og land og bjuggu lengi oft við lítil efni verkamannsins en Kristinn drýgði tekjur sínar með sjósókn og garðrækt. Þau Helga og Kristinn eignuð- ust fjögur börn: Auði, sem lengi bjó á Húsavík en lést á síðasta ári, Margréti, sem hefur verið búsett á Akureyri um 20 ára skeið, og synina Vilhjálm Bersa desember 1991 og Einar Karl, sem báðir eru búsettir í Reykjavík. Eftir lát Helgu bjó Kristinn með yngri syni sínum en 1985 fluttist hann til Margrétar og Gunnars tengda- sonar síns í Aðalstræti 82 á Akur- eyri og dvaldist þar til dauða- dags. Hjá þeim góðu hjónum undi hann sér vel eins og annars staðar sem hann var enda var vel að honum búið og hann setti svip á Innbæinn og Fjöruna. Kristinn Vilhjálmsson stundaði ekki fjas um ævina og lifði eftir þeirri reglu að sælla væri að gefa en þiggja. Hefur margur af honum þegið þótt frægastur yrði hann í Innbænum fyrir pönnukökurnar sínar en þær runnu á tungu eins og egg og rjómi. I kyrrlátu lítil- læti sínu helgaði hann sig börnum sínum og barnabörnum og gleðin yfir að geta verið öðrum eitthvað veitti honum mesta ánægju. Það var okkur ánægja að kynnast Kristni, kímni hans var þægileg eins og allt viðmót hans og margt hefði mátt af honum læra. Bless- uð sé minning Kristins Vilhjálms- sonar. Margrét og Tryggvi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.