Dagur - 10.12.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 10.12.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 10. desember 1991 Bækur Guðirnir eru geggjaðir - ferðasaga frá Afríku Ut er komin hjá Málí og menn- ingu bókin Guðirnir eru geggjað- ir - Ferðasaga frá Afríku eftir Stefán Jón Hafstein útvarps- mann. Höfundur starfaði fyrir Rauða krossinn í Eþíópíu og Súdan og fór margar ferðir um þessi víð- áttumiklu lönd. Þetta er þó ekki bók um hungur og örbirgð heldur segir Stefán sögu manns sem leggur af stað fullur af barnatrú húmanistans, en allt reynist öðru- vísi en hann hugði, og að lokum verður hann að fara lengstu ferð- ina inn í sjálfan sig. Útkoman er afar óvenjuleg saga - ferðasaga, þjóðarlýsing, saga um hörmung- ar, gleði, glæsileik og stolt - en þó öðru fremur persónuleg frá- sögn. Bókin er 158 blaðsíður auk 32 síðna af litmyndum eftir höfund- inn. Teikningar gerði Guðrún Kristín Sigurðardóttir. Tk* • X • •• X • • Bjargiðjorðimu Iðunn hefur gefið út bókina Bjargið jörðinni eftir Jonathon Porritt. Karl prins af Wales skrifar for- mála bókarinnar og Vigdís Finn- bogadóttir forseti ritar inngang íslensku útgáfunnar. Ennfremur hefur höfundur fengið til liðs við sig sextán mikilhæfa vísindamenn á sviði umhverfismála, auk fjölda heimsþekktra manna og kvenna sem leggja fram efni til bókarinn- ar, hvatningarorð, ljóð og lista- verk. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Bjargið jörðinni er falleg bók, lifandi vitnisburður um fegurð lífsins og þeirra náttúrugæða sem stöðugt eyðast, en jafnframt við- vörun til mannkynsins, hvatning um að grípa til aðgerða áður en það er um seinan, ákall til íbúa allra landa um að snúa við blað- inu. Hér er í myndum og máli dregin upp raunsæ mynd af þeim hættum sem eru umhverfinu hvað skæðastar, svo sem meng- un, vatnsskorti og gróðureyð- ingu.“ Bókin hefur komið samtímis út í fjölmörgum löndum sem hvatn- ing um samstillt átak til að bregð- ast við yfirvofandi vanda jarðar- búa. Álfheiður Kjartansdóttir og Óskar Ingimarsson þýddu bók- ina. Spádómar Nostradamusar - í nýrri túlkun Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út bókina Nostradamus, Við upphaf nýrrar aldar, eftir V. J. Hewitt og Peter Lorie. Bókin hefur að geyma spádóma hans 1992-2001. Bókin kemur út um þessar mundir í samvinnu bóka- útgefenda um allan heim. I kynningu Forlagsins segir: „í þessari bók er í fyrsta sinn birt nýtt kerfi sem vinnur á skipuleg- an hátt úr upplýsingunum sem faldar eru í torræðum textum Nostradamusar. Verkið er unnið af þekkingu og nákvæmni, en niðurstöðurnar eru settar fram á einfaldan og hrífandi hátt. Nostradamus var án efa mesti spámaður sem uppi hefur verið, og allt frá því að bækur hans komu fyrst út hafa menn fylgst með því er einn spádómurinn af öðrum rætist. Áhuginn á verkum hans hefur aldrei verið meiri en einmitt nú, enda hefur komið í ljós að hann taldi síðustu ár þess- arar aldar myndu marka tíma- móti í sögunni. Við túlkun spá- dómanna leggja höfundar bókar- innar áherslu á að við sem nú lifum, stöndum við upphaf nýrra tíma sem gæti líka verið upphafið á nýju og betra lífi fyrir allt mannkyn." Nostradamus - Við upphaf nýrrar aldar er 208 bls. Guðrún J. Bachmann þýddi. Baráttan mikla - þriðja bókin um Pelle sigursæla Út er komin hjá bókaútgáfunni Skjaldborg hf. bókin Pelle sigur- sæli - Baráttan mikla, eftir Mart- in Andersen Nexö og er þetta þriðja bókin í þessu kunna rit- safni. Nú er Pelle kominn til borgar- innar. Hann kynnist fljótt miskunnar- leysi fátæktarinnar sem þar ríkir og því réttleysi sem verkafólkið á við að búa. En Pelle er réttlætið innprentað allt frá barnæsku og hann kemst fljótt í tæri við nýja hreyfingu sem er í burðarliðnum um þessar mundir, upphaf verka- lýðsbaráttunnar. Pelle finnst fljótt að forlögin ætli honum hlut- verk í starfinu við að fá verka- fólkið til þess að vakna til vitund- ar um rétt sinn. Og áður en varir hefur hann flutt fyrstu eldræðuna á fundi félaga sinna og teningn- um er kastað. Peir sem voguðu sér að gerast félagar í verkalýðsfélagi á þess- um tíma voru gerðir brottrækir úr vinnu tafarlaust. Ástin spinnur og þræði sína í þessu samfélagi eymdarinnar og Pelle giftist og eignast fjölskyldu. Örlögin leiða hann smám sam- an að því sem koma skal og að því kemur að hann verður að gera upp á milli baráttu fjöldans og veiferðar fjölskyldunnar. Pelle sigursæli - Baráttan mikla er 322 blaðsíður að stærð. TjúlliáftiMferð Kötturinn Tjúlli er aftur kominn á kreik, nú á fullri ferð. í fyrra kom út bókin Lán í Óláni. í þess- ari nýju bók kynnist kötturinn Tjúlli nýju fólki og nýjum ævintýr- uin. Pessari nýju bók fylgja Tjúlla-límmiðar eins og þeirri fyrri. Örn og Örlygur gefa bókina út. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Sögurnar af Tjúlla eru fullar spennu og gleði. Allar sögurnar eru raunverulegar að því marki að allt sem hendir sögupersón- urnar gæti vissulega gerst og hef- ur jafnvel gerst. Undir öllum galsanum og fjörinu leynast víða ábendingar sem öllum börnum eru hollráð á lífsbrautinni. Tjúlla- bækurnar eru skrifaðar fyrir börn á öllum aldri. í frásögn og mynd- um gætir óvenjulegrar kímni höf- unda.“ Höfundar Tjúllabókanna eru Ingi Hans Jónsson og Haraldur Sigurðarson. Fjórar harðspj aldabækur - fyrir yngstu börnin Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér fjórar harðspjaldabækur fyrir yngstu börnin. Pær eru úr bókaflokknum Nóg að gera og heita / háttinn, Hjálparhönd, Dýravinir og Dægradvöl. Bæk- urnar eru eftir breska teiknarann Catherine Anholt. í kynningu Forlagsins seg’r: „Bækur þessar eru einkum ætlað- ar börnum sem eru að læra að tala. Á hverri síðu er mynd af börnum og fyrir neðan sagnorð sem þeim er ætlað að festa sér í minni með hjálp myndanna. Þannig ríma myndir og orð sam- an og úr verður þroskandi og heillandi leikur.“ Hver harðspjaldabók er 20 bls. í litlu broti sem fer vel í smáum höndum. Þjóðlíf og þjóðhættir - eftir Guðmund L. Friðfinnsson á Egilsá Örn og Örlygur hafa gefið út rit- verkið Þjóðlíf og þjóðhættir eftir Guðmund L. Friðfinnsson á Egilsá. I verkinu kemur vel til skila glöggskyggni Guðmundar á fólki og starfsháttum fyrri tíðar. Einn- ig áhugi hans að halda til haga þekkingu á þjóðlífi sem heita má horfið. Um 300 ljósmyndir, sem leit- aðar hafa verið uppi um land allt, varpa skíru ljósi á efnið og prýða verkið. Flestar myndanna eru áratuga gamlar og hafa ekki birst áður á prenti. Myndaritstjóri er ívar Gissurarson. Hjalti Pálsson, héraðsskjalavörður á Sauðár- króki, las yfir handritið og veitti ráðgjöf. Pór Magnússon þjóðminja- vörður, ritar formála bókarinnar. Par segir m.a.: „Sum þjóðháttarit hafa fyrir löngu unnið sér fastan sess sem mikilsverð heimildarrit, sem stöðugt er síðan vitnað til og mega kallast sígild. Þau þurfa umfram allt að vera svo aðgengi- leg, að hver geti notað þau að eigin smekk, sem fróðleiksrit, heimildarrit og afþreyingarrit. Þá er fyrir mestu, að þau séu svo úr garði gerð, að þau laði að sér les- andann og að lesandanum finnist höfundur tala til hans. Þannig verður því, sem mest er um vert, best komið á framfæri við lesend- ur, veitt það líf, sem gerir ritið eign margra kynslóða en ekki aðeins dægurlestur. Er það von mín að þessi endurminningaskrif Guðmundar L. Friðfinnssonar megi fylla þann flokk er stundir renna.“ Iífsbarátta dýranna Út er komin hjá bókaútgáfunni Skjaldborg hf. bókin „Lífsbar- átta dýranna“ eftir hinn heims- kunna sjónvarpsmann Sir David Attenborough. Sir David Attenborough er Islendingum að góðu kunnur í gegnum þætti sína sem sýndir hafa verið í íslenska sjónvarpinu, en bókin er m.a. byggð á hinum fjölmörgu sjónvarpsþáttum sem hann hefur gert og sýndir hafa verið út um allan heim. Bókinni er skipt í 12 megin- kafla sem fjalla hver um sinn þáttinn í lífsbaráttu dýranna, svo sem fæðingu, uppvöxt, fæðuöfl- un, veiðar og flótta, ratvísi, heimilislíf, sambúð, átök, vini og andstæðinga, tjáskipti, makaval og viðhald kynstofnsins. Sum atferli dýra eru svo dulin að þau koma ekki í ljós fyrr en eftir áralangar rannsóknir. Sir David Attenborough byggir bók sína m.a. á slíkum rannsóknum margra aðila. Lífsbarátta dýranna er prýdd nærri 160 einstökum litmyndum af ýmsu í atferli dýranna sem almenningur sjaldan eða aldrei fær séð eða yfirleitt veit að á sér stað. í tilefni af útkomu bókarinnar mun höfundur hennar, Sir David Attenborough, heimsækja ísland á vegum Skjaldborgar hf. og fylgja hinni íslensku útgáfu bókar sinnar úr hlaði. * JólagestírhjáPétri - eftir Sven Nordqvist Örn og Örlygur hafa gefið út fjórðu bókina á íslensku eftir Sven Nordqvist um þá félaga, Pétur og Brand, en höfundur hef- ur fengið ntikil lof og fjölmörg verðlaun fyrir bækur sínar víða um lönd. Bókin ber heitið Jóla- gestir hjá Pétri. Söguþráður hinnar nýju bókar er sá að karlinn hann Pétur og kötturinn Brandur eiga jafnan annríkt fyrir jólin eins og við hin. Að þessu sinni ber óhapp að höndum. Pétur meiðist á fæti og kemst hvorki út í búð til að kaupa í matinn né út í skóg eftir jólatrénu. Svo virðist sem þeir félagar eigi ömurleg jól í vændum. En þá ber gesti að garði... Þorsteinn frá Hamri þýddi bókina. Tvær bækur Gyrðis Elíassonar Út eru komnar hjá Máli og menningu tvær bækur eftir Gyrði Elíasson, smásagnasafnið Hey- kvísl og gúmmískór og ljóðabók- in Vetraráform um sumarferða- lag. Gyrðir Elíasson hefur vakið vaxandi athygli fyrir verk sín, og nú er byrjað að gefa þau út á Norðurlöndum. Smásagnasafnið Bréfbátarigningin er nýkomið út í Danmörku þar sem það hlaut góða dóma, og skáldsagan Svefn- hjólið er væntanleg í Noregi og Svíþjóð á næsta ári. í bókinni Heykvísl og gúmmí- skór er 21 smásaga, mörg hver örstutt, undarleg ævintýri þar sem segir af ketti á heitu þaki í regnþorpi, gamalli konu sem deyr og flýgur burt í samfylgd fugla, presti sem safnar undarleg- um blöðum, dreng sem drukkn- aði á Snæfellsnesi, hrúti sem var ónotalegur með víni og stangaði fólk, fyrsta meðaladraugi á ís- landi svo eitthvað sé nefnt. Bókin sem er 89 blaðsíður er prýdd níu tréristum eftir Elías B. Halldórs- son. Vetraráform um sumarferða- lag geymir á hálfan sjöunda tug nýrra kvæða. Bókin er 73 blað- síður. Elías B. Halldórsson gerði kápumynd og eina mynd í bók- inni. Kötturinn sem týndi malinu sínu Út er komin hjá Erni og Örlygi barnabókin Kötturinn sem týndi malinu sínu, eftir Michele Coxon í þýðingu Jónasar Jónassonar útvarpsmanns. Þetta er fallega myndskreytt bók sem segir frá því er kötturinn Þrándur týnir malinu sínu, en slíkt er nú mjög svo dapurlegt fyrir ketti. Þrándur leitar í dyrum og dyngjum að malinu en með misjöfnum árangri. „Þetta er heillandi og barns- lega Ijúf saga fyrir alla sem hafa mætur á köttum, með indælum texta og listrænum myndum," segir í frétt frá útgefanda. Bókin um Ladda - eftir Þráin Bertelsson Bókaforlagið Líf og saga hefur sent frá sér Bókina um Ladda eft- ir Þráin Bertelsson. I kynningu frá útgefanda segir m.a.: „Fáir hafa kitlað hlátur- taugar landsmanna jafn rækilega og þeir Þórhallur Sigurðsson og Þráinn Bertelsson, Þráinn með kvikmyndum sínum og útvarps- þáttum og Laddi með því að bregða sér í allra kvikinda líki. Og nú hafa þeir sameinað krafta sína og árangurinn er þessi bók sem án efa á eftir að koma mörg- um til að hlæja. En þetta er líka bók sem án efa á eftir að koma mörgum á óvart. Þráinn skrifar um Ladda með þúsund andlitin á einlægan og opinskáan hátt og lesendur fá að kynnast manninum á bak við öll gervin: „Heimskasti Hafnfirðing- urinn - Verslað með sveskjur - Blikur á lofti - Þjófur, nymfóm- an, lesbía og búktalari - Hlátur- mildur elskhugi - Heimþrá - Örstutt ástarsamband - Fatafell- an og piparsveinarnir - Einnota konur - Gróa á Leiti - Ég sjálfur..." Um allt þetta og miklu meira fjallar bókin í máli og fjölda mynda. Eða eins og Saxi læknir kemst að orði í bókinni, þegar hann er spurður um álit sitt á Þórhalli ungum. „Hann var ekki eðlilegur. Ég sá það eins og skot...“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.