Dagur - 10.12.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 10.12.1991, Blaðsíða 5
Leiklist Verðug aftnælissýning - Leikfélag Sauðárkróks sýnir eitt þekktasta verk Tennessee Williams, „Köttur á heitu blikkþaki" Þriðjudagur 10. desember 1991 - DAGUR - 5 BÓKABÚÐ JÓNASAR Leikfélag Sauðárkróks - það, sem nú starfar - á fimmtíu ára starfsafmæli á þessu ári. Það er drjúgur aldur í áhugamannafé- lagsskap hér á landi og full ástæða til þess að minnast slíkra tímamóta með nokkurri viðhöfn. Það er leikfélagið einmitt að gera þessa dagana í sýningum sínum á einu þekktasta verki bandaríska leikritaskáldsins Tennessee Williams: Köttur á heitu blikk- þaki. Uppsetning Leikfélags Sauðár- króks á verkinu var frumsýnd 28. nóvember. Hún er landsfrumsýn- ing og er það í raun furðulegt, að svo gott verk eftir jafn þekktan höfund skuli ekki fyrr en þetta hafa verið sviðsett hér á landi. Leikstjóri uppsetningarinnar er Andrés Sigurvinsson. Hann hefur greinilega unnið verk sitt af kostgæfni. Hreyfingar á sviðinu ganga vel fyrir sig og lipurlega og leikstjórinn virðist hafa haft vak- andi auga með hverjum flytj- anda. Viðbrögð við því, sem er að gerast hverju sinni, eru lang- oftast eðlileg og sannfærandi. Einmitt það - allt niður í það að augnagota eða lítil hreyfing handar sé í samræmi við feril sýn- ingarinnar - er mikilvægt og jafn- vel afgerandi í heildarmynd uppsetningar. Annað, sem ekki síður skiptir máli í svip uppsetningar, er leik- mynd, lýsing og búningar. í þessu efni hefur verið vel að verki staðið. Sviðið er fallegt og ekki síst afar hæfandi fyrir þetta verk, sem gerist í glæsihýsi vell- auðugs plantekrueiganda í Suð- urríkjum Bandaríkjanna. Lýsing þess er smekkleg og búningar allra leikenda í góðu samræmi við það umhverfi og þær aðstæð- ur, sem verið er að fjalla um. Leikmynd er eftir Jónas Þór Pálsson, lýsing hönnuð af Agli Erni Árnasyni og búninga gerði Rósberg Snædal. Hlutverk Margrétar Pollit er í höndum Elvu Bjarkar Guð- mundsdóttur. Elva er falleg á sviði og hefur í túlkun sinni tals- vert af fasi suðurríkjakonunnar. Texti hennar einkennist mjög af löngum einræðum ekki síst í fyrsta þætti. Það er ekki auðvelt að gefa þeim blæbrigði og lit, en Elva Björk kemst talsvert vel frá þeim vanda. Þó hefði á stundum mátt vera heldur meiri hiti í flutningi hennar og nokkuð meiri „kattarbragur" á mótun persón- unnar. Eiginmann Margrétar, Brick Pollit, leikur Gunnar Bragi Sveinsson. Persónan krefst hóf- semi í túlkun en líka nokkurs hita einkum í öðrum þætti verksins. Gunnar Bragi gerir henni að jafnaði góð skil og nær talsvert vel að flytja áhorfendum mynd þesa sídrykkjumanns, sem er önnum kafinn við það einna helst að svæfa vitund sína og hugsanir. Stóri pabbi, herra Pollit, er leikinn af Hauki Þorsteinssyni. Honum tekst vel að ná inn í persónuna og draga hana fram, hrjúfa og harða á yfirborði en í raun mjúka og tilfinningaríka. Haukur hefur ekki tekið þátt í uppsetningum Leikfélags Sauð- árkróks í nokkur ár. Það er ánægjulegt að sjá hann aftur á sviði. Hlutverk Stóru mömmu, Idu Pollit, er í höndum Helgu Hann- esdóttur. Það er auðvelt að falla í þá gryfju að ofleika þessa pers- ónu og jafnvel má segja, að hún bjóði upp á nokkurn afkáraleika í túlkun ef ekki er aðgát höfð. Helgu tekst vel að feta slóð hóf- seminnar og nær að skapa sann- færandi mynd. Fimmta meiri háttar hlutverkið í Ketti á heitu blikkþaki, Mae Pollit, leikur Elsa Jónsdóttir. Elsu tekst mjög vel að gæða pers- ónuna lífi og draga fram einkenni hennar. Aðrir leikarar í minni hiut- verkum skila þeim vel og leggja sitt af mörkum til þess að skapa heildstæða og eftirminnilega upp- setningu, sem er verðug þess að vera afmælisframboð Leikfélags Sauðárkróks. Það á að baki margar metnaðarfullar uppsetn- ingar og vonandi verða næstu fimmtíu árin á starfsferli félagsins ekki síðri þeirri hálfu öld, sem að baki er. Það helsta, sem að uppsetn- ingu Leikfélags Sauðárkróks á Ketti á heitu blikkþaki má finna, er texti íslensku þýðingarinnar. Hann er talsvert stirðlegur á stundum. Þetta gerði leikendun- um iðulega heldur erfitt fyrir. Textann þyrfti endilega að lag- færa talsvert. Verði það gert, má öruggt telja, að Köttur á heitu blikkþaki verður á fjölum fleiri félaga á næstu árum. Undirritaður óskar Leikfélagi Sauðárkróks til hamingju með fimmtíu árin, sem að baki eru, og árnar því heilla í framtíð. Haukur Ágústsson. Lesendahornið Lausn mengunarvandans í sjónmáli! Nú dámar mér ekki lengur! Á þessum síðustu og verstu tímum er mönnum gjarnan tíð- rætt um hinn ógurlega skaðvald sem tröllríður allri heimsbyggð- inni, og vofir yfir öllu lífríki jarð- ar - nefnilega rækallans mengun- ina. í umræðum sínum um úrbætur á meini þessu virðist mér sem valdamenn þessa lands séu að sækja vatnið yfir lækinn. Helsti vandinn er minnkandi magn Oz og aukið magn C02 í andrúms- loftinu. Lausnin á þessum vanda er þó nær okkur en margur hyggur. Eg hef gefið þessu máli nokkra íhugun og komist að þeirri niður- stöðu að það getur varla talist til- viljun ein að þetta vandamál - eða hvað? spretti upp nú á tímum heilsu- ræktarvakningar. Hingað til hafa hjólreiðamenn og hlauparar fengið að bruðla með dýrmætt 02 okkar kyrrsetu- manna, óáreittir, svo minnir einna helst á tíma einokunar- verslunarinnar. En eins og þeir vita, sem eru í meðallagi greind- ir, gengur mun fyrr á súrefnis- birgðir heimsins með hraðri önd- un. Nú er mál að linni, setjum hnefann í borðið, tökum höndum saman, spyrnum við fótum og hættum að blása og hvása eins og óðir tarfar um fengitímann, því nú verður hver að berjast fyrir lífi sínu. Við getum ekki látið íþrótta- fólk og eiginhagsmunaseggi vaða íbúðir aldraðra í Víðilundi: Svellbunki á bflastæðum - aðkomubílar taka bestu stæðin Kona hringdi: „Það er mikil hálka á bílastæðinu við Víðilund 24, íbúðir aldraðra, en íbúarnir geta lagt bílum sínum alveg við stéttina. Hún er auð því undir henni eru hitalagnir. Ég er hins vegar ekki ánægð með það að aðkomubílar taka alltaf pláss- ið við stéttina og þetta er eigin- lega allt ungt fólk. Mér gremst þetta, ekki það að ég geti ekki gengið á svellinu en hér býr margt fólk sem er prðið lélegt og það á erfitt með að ganga í hálku. Planið er einn glerungur og það væri gott fyrir þetta fólk að geta lagt alveg við stéttina, eins og það á rétt á að mínu mati. Mig langar því að benda fólkinu á aðkomubílunum á taka tillit til íbúanna." endalaust yfir okkur með yfir- gangi og frekju. Kveðum niður í þeim kútinn. Gaman væri ef lesendur létu í ljós skoðun sína á máli þessu og kæmu með hugmyndir. Með fyrirfram þökk, G. Sigfúsdóttir. Fyrirspurn til bæjarfógeta- embættisins á Akureyri: Borga hertar innheimtuaðgerðir sig aJltaf? Petra hringdi. „Mig langar til þess að beina þeirri spurningu til bæjarfógeta- embættisins á Akureyri hvort hertar innheimtuaðgerðir borgi sig í öllum tilfeilum. Oft er það nú svo, og það þekki ég sjálf, að um er að ræða svo litlar upphæðir að það hlýtur að orka tvímælis hvort það borgi sig að ganga svo hart eftir þeim. Við útsendingu bréfa er jú lágmarks kostnaður, pappírs- og sendingarkostnaður, auk vinnu við að senda bréfin út. Það eru margir sem tala um þetta og finnst bæjarfógeta- embættið ganga langt þegar það sendir út allskyns rukkunarbréf og aðvaranir, kannski strax dag- inn eftir greiðsludag." B0KABÚÐ .DflDV.BS — JONASAR Jlll WÍIrS. Hafnarstræti 108 • Sími 96-22685 Munurinn er augljós! Herradeild Bóklegt einkaflug- mannsnámskeið verður haldið í byrjun janúar '92. Flugskóli Akureyrar Akureyrarflugvelli • Sími 27900 Ágúst Magnússon, heimasími 11663.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.