Dagur - 10.12.1991, Blaðsíða 9

Dagur - 10.12.1991, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 10. desember 1991 - DAGUR - 9 Jón Haukur Brynjólfsson Toppliðin gefa ekkert eftir - Leeds Utd. og Man. Utd. mætast í þremur leikjum á Elland Road - 28. des. í 1. deild - 4. jan. í F.A. bikarnum og 8. jan. í deildabikarnum með viðstöðulausu skoti. Þetta var sjötta mark Wallace í síðustu. fimm leikjum og hann átti stór- leik, ógnaði stöðugt með snerpu sinni og hraða. Aðeins þrem mín. síðar gerði Gary Speed útum leikinn með öðru marki Leeds Utd. er hann sneri af sér varnarmann og skoraði með góðu skoti. Leeds Utd. hefði hæglega getað bætt við mörkum því liðið hélt áfram að sækja og mark var dæmt af Chapman vegna rangstöðu. Chris Kamara sem Luton keypti nýlega af Leeds Utd. var besti maður Luton og háði grimmilega bar- áttu við Batty á miðjunni. Jackie Charlton þjálfari írlands sagði eftir leikinn að hann vonaði að Leeds Utd. yrði Englandsmeist- ari, „það er oft sagt við mig nú að þetta lið Leeds Utd. sé betra en það sem ég lék í og menn halda að ég verði afbryðisamur, en það verð ég ekki. Eg lék yfir 20 ár með Leeds Utd. og það verður ávallt mitt lið,“ sagði Charlton að lokum. ■ Manchester Utd. fór létt með Coventry á Old Trafford og hefði getað unnið enn stærri sigur en 4:0 sem raun varð á. Þrjú mörk í fyrri hálfleik gerðu útum leikinn, Steve Bruce, Neil Webb og Brian McClair skoruðu fyrir Utd. Liðið varð hins vegar að bíða þar til 9 mín. fyrir leikslok eftir fjórða markinu frá Mark Hughes, en tæplega 43 þúsund áhorfendur fóru ánægðir heim og Utd. er sem fyrr í öðru sæti, stigi á eftir Leeds Utd. en liðið á leik inni. ■ Við sáum Manchester City tapa þriðja sætinu í 1. deild er liðið tapaði 3:1 gegn Aston Villa í sjónvarpsleik. City vann Villa 5:1 á Villa Park í fyrra og þá gerði David White fjögur mörk fyrir City. White skoraði eitt fyrir City á laugardaginn, en það dugði skammt og sigur Villa sanngjarn. Cyrille Regis náði for- ystu fyrir Villa á 26. mín. með skalla eftir sendingu Steve Staunton og 5 mín. fyrir hlé bætti Dwight Yorke öðru marki Villa við með skalla eftir hornspyrnu. Tony Daley skoraði síðan sérlega glæsilega þriðja mark Villa eftir að White hafði náð að minnka muninn fyrir City í síðari hálf- leiknum. ■ Everton liðið var burstað af Leeds Utd. í Deildabikarnum í vikunni, en leikmenn liðsins voru fljótir að ná sér eftir það og létu Jamie Kcdknapp skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool um helgina og það tryggði liði hans stig gegn Southampton. reiði sína bitna á West Ham um helgina. Tony Cottee, Peter Beagrie og Peter Beardsley skor- uðu fyrir Everton í fyrri hálfleik. West Ham setti Kevin Keen inná í hálfleik og hann lagði strax upp besta færi West Ham í leiknum, en Mike Small skaut yfir. Ever- ton bætti fjórða markinu við á 52. mín., er Mo Johnston skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. West Ham átti aldrei möguleika í leiknum og ekki bætti úr skák er bakvörður þeirra Tim Breaker var rekinn útaf. Arsenal þarf lífróður til að halda titlinum United liðin tvö, Leeds og Manchester, halda ótrauð sínu striki á toppi 1. deildarinnar í Englandi. Liðin tapa ekki stigi þessa dagana og bilið milli þeirar og næstu liða breikkar stöðugt. Og svo virðist sem þessi lið geti ekki litið hvort af öðru því þau drógust saman í fjórðungsúrslit Deildabikars- ins þegar dregið var í þeirri keppni á laugardaginn og einn- ig í 3. umferð F.A. bikarsins. En snúum okkur þá að Ieikjum laugardagsins á Englandi. ■ Luton sem er í neðsta sæti 1. deildar fékk efsta liðið, Leeds Utd., í heimsókn og þrátt fyrir að Luton léki ekki illa í leiknum átti liðið ekki möguleika gegn hinu sterka liði Leeds Utd. En ekki er að vita hvað gerst hefði ef Mick Harford hefði tekist að skora fyr- ir Luton úr besta tækifæri fyrri hálfleiksins sem var annars mjög rólegur og markalaus. Eitthvað hefur Howard Wilkinson þrumað yfir sínum mönnum í hálfleik því Leeds Utd. hafði skipt um gír í síðari hálfleik og náði umtals- verðum yfirburðum. Bakverðirn- ir Mel Sterland og Tony Dorigo tóku meiri þátt í sókninni og eftir innkast David Batty á 67. mín. sem Lee Chapman skallaði áfram fyrir mark Luton, náði Rodney Wallace forystu fyrir Leeds Utd. Úrslit 1. deild Aston Villa-Manchester City 3:1 Everton-West Ham 4:0 Luton-Leeds Utd. 0:2 Manchester Utd.-Coventry 4:0 Nonvich-Crystal Palace 3:3 Q.P.R.-Sheffleld Utd. 1:0 Sheffield Wed.-Chelsea 3:0 Southampton-Liverpool 1:1 Tottenham-Notts County 2:1 Wimbledon-Oldham 2:1 Nottingham For.-Arsenal 3:2 2. deild Bristol Rovers-Cambridge 2:2 Charlton-Barnsley 1:1 Grimsby-Bristol City 3:1 Leicester-Millwall 1:1 Middlesbrough-Swindon 2:2 Newcastie-Port Vale 2:2 Oxford-Blackhurn 1:3 Plymouth-Ipswich 1:0 Southcnd-Brighton 2:1 Watford-Derby 1:2 Wolves-Sunderland 1:0 Úrslit í vikunni. Deildabikarinn 3. umfcrð end- urtekinn jafntellisleikur, þriðji leikur liðanna. Crystal Palace-Birmingham 2:1 Deildabikarinn 4. umferð. Coventry-Tottenham 1:2 Everton-Leeds Utd. 1:4 Manchester Utd.-Oldham 2:0 Middlesbrough-Man. City 2:1 Norwich-West Ham 2:1 Nottingham For.-Southampton 0:0 Peterborough-Liverpool 1:0 Swindon-Crystal Palace frestað Á laugardag var síöan dregið til Ijórðungsúrslita í Deilda- bikarnuin og drógust eftirtalin lið saman. Leeds Utd.-Manchestcr Utd. Peterborough-Middlesbrough. Swindon/Crystal Palace- Southampton/Nottingham For. Tottenham-Norwich. Englandsmeistarar Arsenal töpuðu sunnudagsleiknum á Englandi er liðið mætti Nott- ingham For. á útivelli. Forest sigraði 3:2 eftir að hafa náð þriggja marka forskoti um tíma og nú þarf Arsenal að róa lífróður ekki síður en Árni Tryggvason til að verja titilinn. Leikurinn var ótrúlega góður þrátt fyrir slæmt ástand vallarins, helmingur hans var frosinn en hinn helmingurinn gljúpur. Greinilegt var að bæði lið lögðu sig fram um að leika góða og skemmtilega knattspyrnu og það tókst. Mark Crossley markvörð- ur Forest varði mjög vel eftir góða sókn Arsenal á 43. mín. og aðeins 2 mín. síðar náði Forest forystunni í leiknum. Ian Woan skoraði þá með lúmsku skoti framhjá David Seaman mark- verði Arsenal. Á 58. mín. náði Teddy Sheringham tveggja marka forskoti fyrir Forest með skallamarki og á 70. mín. gerði Scott Gemmill þriðja mark For- est eftir frábæra sókn liðsins. Möguleikar Arsenal virtust úr sögunni, en liðið gafst ekki upp. Paul Merson lagaði stöðuna fyrir Arsenal er hann lyfti laglega yfir Crossley í marki Forest og Alan Smith bætti öðru marki við fyrir Arsenal eftir undirbúning Merson og Nigel Winterburn. En jöfnun- armarkið kom ekki og fyrsti sigur Forest á heimavelli gegn Arsenal í fimm ár var staðreynd. Þ.L.A. ■ Norwich og Crystal Palace gerðu jafntefli í sex marka leik þar sem Rob Newman jafnaði fyrir Norwich á síðustu mín. leiksins. Um miðjan fyrri hálfleik gerðu bæði lið sjálfsmörk, fyrst Andy Thorn leikmaður Palace og síðan Newman hjá Norwich. Snemma í síðari hálfleik komu síðan þrjú mörk á þrem mín., Darren Beckford kom Norwich í 2:1, en Palace svaraði með tveim mörkum á sömu mínútunni, fyrst Eddie McGoldrick og síðan Simon Osborn. Norwich átti leik- inn eftir það og jöfnunarmark Newman sanngjarnt, en Eric Young miðvörður Palace náði að láta reka sig útaf eftir að Norwich jafnaði. ■ Sheffield Wed. komst í þriðja sætið eftir 3:0 sigur gegn Chelsea í viðburðaríkum leik. David Hirst miðherji Sheff. Wed. varð 24 ára á laugardaginn og hélt uppá daginn með því að skora tvö mörk, en fáir aðrir höfðu ánægju af leiknum. Einn var bor- inn útaf, tveir reknir útaf og fimm aðrir bókaðir. Paul War- hurst varnarmaður Sheffield var borinn útaf eftir brot Andy Townsend og Sheffield liðið skoraði tvívegis á fyrstu 12 mín. síðari hálfleiks með mörkunum frá Hirst. Þá braut Nigel Worth- ington á Kevin Hitchcock mark- verði Chelsea þrátt fyrir að dæmd hefði verið rangstaða, Hitchcock sló til Worthington og þeir voru báðir reknir útaf. Vinnie Jones fór í markið hjá Chelsea og hann .var bókaður fyrir að tefja leikinn þrátt fyrir að lið hans væri 2:0 undir. Paul Williams bætti síðan við þriðja marki Sheff. Wed. áður en yfir lauk. ■ Eftir markalausan fyrri hálf- leik náði Alan Shearer forystu fyrir Southampton gegn Liver- pool í þeim síðari. Liverpool sem tapaði fyrir 3. deildarliði Peter- borough í vikunni bjargaði þó andlitinu er Jamie Redknapp náði að jafna fyrir liðið með sínu fyrsta marki fyrir I.iverpool. ■ Q.P.R. tókst að merja mikil- vægan sigur á heimavelli gegn Sheffield Utd. Roy Wegerle skoraði eina mark leiksins fyrir Q.P.R. í síðari hálfleiknum og Sheff. Utd. er áfram í næstneðsta sæti 1. deildarinnar. ■ Tottenham náði að tryggja sér sigur á síðustu stundu á heima- velli gegn Notts County. Paul Walsh náði forystu fyrir Totten- ham í leiknum, en mjög gegn gangi hans náði þó Craig Short að jafna fyrir Notts County. Það var síðan Gary Mabbutt sem skoraði sigurmark Tottenham alveg í lokin. ■ Wimbledon tókst að sigra Oldham 2:1 þar sem Robbie Earle skoraði bæði mörk Wimbledon, en Ian Marshall svaraði með marki úr vítaspyrnu fyrir Oldham. Graeme Sharp misnot- aði vítaspyrnu fyrir Oldham i fyrri hálfleik er hann átti kost i að koma liði sínu yfir. Þ.L.A Staðan 1. deild Leeds Utd. 19 12-6- 134:13 42 Manchester Utd. 18 12-5- 132: 9 41 Sheflield Wednesday 19 9-5- 5 32:22 32 Manchester City 19 94- 6 25:22 31 Aston Villa 19 9-3- 7 28:23 30' Arsenal 18 8-5- 5 35:24 29 Everton 19 84- 7 28:21 28 Crystal Palace 18 84- 6 30:36 28 Norwich 19 6-9- 4 26:24 27 Nottingham For. 18 8-2- 8 33:28 26 Liverpool 17 6-8- 3 18:14 26 Chelsea 19 6-7- 6 25:27 25 Tottenham 16 7-2- 7 24:22 23 Wimbledon 19 6-5- 8 24:25 23 Coventry 19 7-2-10 20:22 23 Oldham 18 64- 8 27:28 22 QPR 19 5-6- 8 17:26 21 West Ham 19 4-7- 8 19:27 19 Notts County 19 5-3-11 20:30 18 Southampton 19 4-5-10 15:29 17 Shcffield Utd. 19 44-1124:35 16 Luton 19 2-6-11 12:40 12 2. deild Cambridge 20 11-6- 3 34:22 39 Middiesbrough 22 11-5- 6 31:20 38 lilackburn 20 114- 5 29:19 37 Derby 21 114- 6 32:23 37 Southend 21 10-5- 6 32:26 35 Ipsaich 22 9-7- 6 33:28 34 Leicester 21 104- 7 27:2634 Swindon 20 9-6- 5 39:26 33 Charlton 22 9-6- 7 26:23 33 Portsmouth 19 9-5- 5 22:19 32 Port Vale 22 7-7- 824:27 28 Bristol Citv 22 7-7- 7 24:30 28 Millwall 21 7-6- 8 31:28 27 Tranmere 18 6-8- 4 22:22 26 W'olves 21 74-10 27:30 25 Grimsby 20 64-10 26:32 25 Newcastle 22 5-9- 8 33:38 24 Barnsley 22 7-3-12 14:32 24 Sunderland 21 6-5-1031:33 23 Bristol Rovers 21 5-8- 8 28:33 23 Watford 21 7-2-12 23:28 23 Brighton 22 6-5-1127:34 23 Plyinouth 20 6-3-11 18:31 21 Oxford 22 5-2-1529:40 18

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.