Dagur - 14.12.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 14. desember 1991
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
UMSJÓNARMAUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARS-
SON (Sauðárkróki vs. 95-35960), STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Bjartsýni er nauðsynleg
Svartsýni hefur einkennt þjóð-
málaumræðuna á íslandi á undan-
förnum vikum og mánuðum. For-
ystumenn stjórnarflokkanna hafa
notað hvert tækifæri til þess að
hræða fólkið í landinu á því að mikl-
ir erfiðleikar séu í nánd og tíma-
bært að búa sig undir langvarandi
samdrátt í atvinnulífi og lífskjörum
þjóðarinnar. Forsvarsmenn atvinnu-
rekenda hafa tekið duglega undir
þessa svartsýnisumræðu og bent á
erfiðleika, sem mörg fyrirtæki hafa
orðið að glíma við að undanförnu
máli sínu til stuðnings. Engu er lík-
ara en þessir menn sjái ekki ljós-
glætu á vegferð þjóðarinnar í
náinni framtíð og nú verði að fá
almenning til þess að trúa því að
hinu íslenska góðæri sé lokið - að
minnsta kosti um sinn.
Rétt er að ýmsir erfiðleikar hafa
steðjað að íslenska þjóðarbúinu að
undanförnu og ástæðulaust að
gera lítið úr áhrifum þeirra. Þar ber
að sjálfsögðu hæst þann samdrátt í
sjávarafla, sem við verðum að
sætta okkur við vegna þess að
nytjastofnarnir við landið eru ekki
eins sterkir og fyrr. Einnig hefur
reynst taka lengri tíma en margir
vonuðust til að fá erlenda aðila til
liðs við okkur um að koma á fót
stóriðju er nýti þá umhverfisvænu
orku sem landið hefur að bjóða.
Ástand og horfur á heimsmarkaði
fyrir hráefni og iðnaðarvörur ræður
miklu um hvenær heppilegt er talið
að ráðast í miklar fjárfestingar á
sviði orkufreks iðnaðar og einnig
má deila um vinnubrögð af okkar
hálfu í því efni bæði fyrr og nú.
Auk þess vanda sem minnkandi
fiskveiðar og frestun stóriðjufram-
kvæmda hafa skapað í rekstri þjóð-
arbúsins hefur okkur verið ósýnt
um að forðast margvíslega erfið-
leika af heimabúnum toga. Fyrst
og fremst er þar um að ræða
ákveðið fjárstreymi frá undirstöðu-
atvinnuvegum þjóðarinnar til þjón-
ustustarfseminnar. Þennan fjár-
straum má að miklu leyti rekja til
rangrar stefnu í gengismálum,
sem hefur valdið því að mörg fram-
leiðslufyrirtæki hafa verið rekin
með tapi um lengri tíma. Því hefur
stundum þurft að flytja fjármuni til
baka í gegnum tilbúin sjóðakerfi
svo útflutningsframleiðslan væri
ekki í stórfelldri hættu. Á síðari
árum hefur vaxtastig einnig verið
hærra en framleiðsluverðmæti
atvinnuveganna hafa staðið undir
að greiða. Á þann hátt hefur skap-
ast einskonar vítahringur, þar sem
skáka hefur þurft fjármunum fram
og til baka með aðferðum kerfisins
til þess eins að framleiðsluatvinnu-
vegirnir stöðvuðust ekki og út-
flutningur landsmanna legðist
jafnvel niður.
Nú er ljóst að hefja verður stór-
fellda hagræðingu í sjávarútvegi.
Minnka þarf tilkostnað við öflun
hráefnis jafnframt því að auka
verðmæti framleiðslunnar á erlend-
um mörkuðum. Þar er um stórt
verkefni að ræða sem ráðast verð-
ur í nú þegar. Vinna verður áfram
af fullum krafti að undirbúningi
orkufreks iðnaðar í landinu. Fylgj-
ast þarf vel með öllum sveiflum á
mörkuðum og vera í stöðugu
sambandi við erlenda samstarfs-
aðila til að grípa tækifærin þegar
þau gefast. Einnig verður að þróa
framleiðslu annarra verðmæta er
við getum hugsanlega nýtt í við-
skiptum og koma þá hin mannlegu
verðmæti, sem felast í hugviti og
menntun þjóðarinnar, ekki síst við
sögu. Við núverandi aðstæður er
nauðsynlegt að vekja bjartsýni
með þjóðinni - tala kjark í hana og
hvetja landsmenn til nýrra verka
og átaka við nauðsynleg viðfangs-
efni í stað þess að vekja hér upp
einhvern allsherjar bölmóð að því
er virðist til þess að sætta þá sem
minna mega sín við rýrnun lífs-
kjara á meðan hinum er betur
standa verður síður látið blæða. ÞI
Öðruvísi mér áður brá
Stefán Sæmundsson
Hjakkað í vöðvabólgunm
með kvíða í sélartetrinu
Með símtólið gróið við eyrað, fingurna í skrykkdansi á
lyklaborðinu, augun pírð við smáa letrið á skjánum.
Hraðar, hraðar, meira, meira. Loftið þungt og þurrt,
reykjarsvæla, rykagnir svífandi. Spennan í öxlunum
eykst, sár verkur leiðir upp eftir hálsi, höfuðið að
bresta, sorti fyrir augum. Neikvæði vinnufélaginn
tuðar, hefur allt á hornum sér. Skammir, vanlíðan,
aukin spenna í öxlum og hálsi, streita. Suðið í tölvunni
orðið að ærandi hávaða. Hryggurinn í keng. Stingur í
mjóhrygg leiðir niður í fót. Svimi, ógleði.
Tíminn er orðinn naumur. Knýttir hnefarnir skella á
lyklaborðinu, símtólinu þeytt með blótsyrðum. Hraðar,
hraðar. Svefnleysið farið að segja til sín, stokkið upp á
nef sér. Kvíði hríslast um sálartetrið, peningaáhyggjur,
veikindi í fjölskyldunni. Hugsunum bægt í burtu, áfram
skal haldið. Hjakkað í vöðvabólgunni, hjartsláttar-
truflanir. Meira kaffi, fleiri sígarettur. Maginn umturn-
ast, reynir að þrýsta ruslfæði gærdagsins upp um melt-
ingarveginn. Enginn matur í dag, meira kaffi. Stimpil-
klukkan æpir, yfirmaðurinn fórnar höndum, vinna
meira. Doði, sársaukinn gleymist, dagsverki skiiað.
Knýtt mannvera höktir út í síðdegisumferðina með sál-
ina í tætlum.
Spennuhringurinn skelfílegi
Þetta er ekki kafli úr hrollvekju eftir Edgar Allan Poe
og ekki opinská frásögn úr óprentaðri ævisögu Hail-
freðs heitins Örgumleiðasonar. Nei, hér er aðeins verið
að lýsa degi í lífi skrifstofuþræls, t.d. hefðbundnum
vinnudegi í desember. Það má vera að frásögnin þyki
ýkjukennd en þó mætti vel bæta við hana ýmsum atrið-
um. Ég er ekki endiiega að lýsa starfi blaðamanns, ef
einhver skyldi halda það, heldur tek ég aðeins nokkur
þekkt dæmi og skelli þeim á einhvern tiltekinn einstaki-
ing, t.a.m. konuna á teikningunni sem fylgir pistli
þessum.
Streita og sxspenna í vöðvum með tilheyrandi fylgi-
kvillum er nokkuð sem fjölmargir þekkja. Allt of
margir. Einhvern tíma las ég að bakveiki af ýmsum
STOÐUG
VOÐVASPENNA ^
VOÐVAGIGT
VERKIR
toga kostaði þjóðfélagið 10 milljarða á ári. Dágóð upp-
hæð það. En íivað er til ráða? Jú, kvíðann er hægt að
minnka með diazepam, þursabitið skánar með lobac og
vöðvabólgu og spennu almennt má lina með nuddi,
hljóðbylgjum, stuttbylgjum, togi, slökun, nálastungum,
handayfirlagningu, rafmagnstækjum, teygjum, æfing-
um, hitapokum, hugleiðslu, ísmolum, kraftaverkum
o.s.frv.
Sálin hverfur í svartnættið
Jú, blessuð lyfin, undratækin og heimsóknir til nuddara
og sjúkraþjálfara gera vissulega gagn, að einhverju
marki. En væri ekki best að temja sér lífshætti sem
koma í veg fyrir að líkaminn verði eins og útsparkaður
grasvöllur á votum septemberdegi og sálin hverfi í ólg-
andi svartnættið? Sjálfsagt eru hinar sífelldu predikanir
um fyrirbyggjandi aðgerðir ekki svo vitlausar þegar alit
kemur til alls.
Eftir því sem ég best veit er heilbrigt líferni m.a. fólg-
ið í eftirfarandi atriðum: Að borða staðgóðan morgun-
mat og snæða hollan mat reglulega yfir daginn. Að tak-
marka mjög kaffineyslu og tóbaksnotkun. Að bæla ekki
niður spennu og kvíða heldur ræða út um vandamálin
og beita slökun eða líkamlegri áreynslu til að losa um
spennuna. Að stunda líkamsrækt reglulega, fara
snemma í háttinn og ekki með áhyggjurnar í rúmið. Að
glápa lítið á sjónvarp en stunda þess í stað uppbyggilegt
fjölskyldu- og félagslíf. Að temja sér réttar vinnustell-
ingar og sjá til þess að aðbúnaður á vinnustað sé viðun-
andi, taka sér örstutta hvíld á klukkutíma fresti og gera
liðkandi æfingar. Og þannig mætti þusa áfram.
Heilsan pöntuð á silfurfati
Þetta virðist hlálega einfalt, a.m.k. flest atriðin, en við
erum ekki skynsamari en svo, íslendingar, að við vilj-
um helst kaupa okkur heilsu og hamingju gegnum póst-
kröfu! Við viljum töfralausnir á silfurfati, ekki gera
eitthvað sjálfir í málunum. Vanlíðan sem hægt er að
losna við með því að koma reglu á þrjá þætti; svefn,
mataræði og hreyfingu, kjósum við að burðast með þar
til í óefni stefnir og þá er farið að heimta svefnlyf,
róandi lyf og nýjustu nuddtækin pöntuð í póstkröfu.
Svo eru menn alltaf að sífra um hvað íslendingar eru
gáfaðir og skynsamir. Þeir geta ekki einu sinni stjórnað
sjálfum sér og hvað þá öðrum, eins og núverandi ríkis-
stjóm sannar áþreifanlega með gerræðislegum hug-
myndum og aðgerðum. Að lokum vona ég að allir hafi
það gott um jólin og hana nú.