Dagur - 14.12.1991, Page 7

Dagur - 14.12.1991, Page 7
Laugardagur 14. desember 1991 - DAGUR - 7 ÖNGLINGASÍÐAN íris Guðmundsdóttir Enn off tómsffundosfforfi Á síðustu unglingosíðu vor nokkrum námskeiöum á vegum íþrótto- og tóm- stundaráðs gerð skil. Þor sem of svo miklu meiro er oð toko fannst mér full ástæðo til oö líta inn á fleiri námskeið og kynno þou fyrir ykkur lesendur góðir. Svenni, Addi, Anna, Silley, Eva og Ásta bíða eftir að kjöthakkið verði tilbúið því þau eru orðin svöng. Matreiðslunámskeið í félags- miðstöðinni í Glerárskóla Leiðbeinandi á matreiðslunámskeiðinu er Unnur Arnórsdóttir. Hún er að kenna krökkunum matargerð, bakstur og um- gengnisvenjur í eldhúsinu. Hún segir að krakkarnir séu mjög dugleg og sam- viskusöm en þau mættu vera meira með svuntur. Skyldi það nú vera hallærislegt? - Hvað eruð þið búin að lœra í vetur? „Við erum búin að búa til pizzur, skinku- hom, pítur, snittubrauð og núna erum við að elda kjöthakk með hrísgrjónum og svo höfum við gert ýmislegt fleira“. í hverjum tíma elda þau eða baka, leggja á borð, borða og vaska upp eftir matinn. Á eftir fara þau svo á opið hús í félagsmið- stöðinni. Þau em sammála um það að það sé rosa gaman að elda en hundleiðinlegt að vaska upp. Þau viðurkenna það líka að þau nýti ekki kunnáttu sína í matargerðarlist heima hjá sér. Ja, sveiattan! - Finnst ykkur maturinn sem þið búið til góður? Addi: „Já mér fínnst hann alltaf góður og mér finnst að það ættu að vera fleiri tím- ar hér því það er engin matreiðsla í skólan- um. Saumanámskeið í félags- miðstöðinni í Glerárskóla Á saumanámskeiðinu eru bara stelpur og Ásdís Jóhannsdóttir er leiðbeinandi þeirra. Stelpurnar segja að strákum þyki hallærislegt að vera á saumanámskeiði og sumum stelpum líka. Þær telja ástæð- una fyrir því vera að saumakennsla í skólanum sé ekki nægilega áhugavekj- andi. Þær eru mjög ánægðar yfir að geta farið á svona námskeið. Þarna læra þær að búa til flík alveg frá byrjun; velja efni og snið, sníða og sauma. Þær segjast að- allega sauma ef þær komast á svona námskeið því það sé nauðsynlegt að hafa einhvern til að leiðbeina sér. - Borgar sig að sauma fötin sín? Þóra: „Mér finnst eldci svo dýrt að kaupa efni og það getur munað um helming hvað það er ódýrara að sauma fötin sín. Nú svo er það bara svo skemmtilegt." Hólmfríður: „Víð fáum líka afslátt af efnum í Vogue og Nýjum línum og það munar um það.“ Stelpumar em að vonast til að fleiri komi á námskeiðið því það er nóg af saumavélum og það gæti verið skemmtilegt að hafa fleiri. Hólmfríður og Rut læra að sníða hjá Asdísi. Jólaskreytinganámskeið Nú þegar jólin nálgast er viðeigandi að heimsækja jólaskreytinganámskeið sem íþrótta- og tómstundaráð heldur í Síðuskóla. Á námskeiðinu eru 16 krakkar úr 8. og 9. bekk. Leiðbeinandi er Valborg Ingólfsdóttir. Jólaskrautið er allt unnið úr leir sem er fyrst mótaður að vild, síðan er hann brennd- ur og málaður og brenndur aftur og þá er hluturinn tilbúinn. Það er spennandi að sjá hvemig til hefur tekist eftir fyrstu brennslu því margt getur farið úrskeiðis og reynst vera allt öðmvísi en búist var við. Það er margt sniðugt og fallegt sem krakkamir em að gera t.d. engill, tré, bjöllur, servíettuhringir, kertastjakar, myndir og snjókall. Sumt af því sem þau búa til verður jólaskraut, annað ekki en þau segjast ætla að hafa munina í herbergjum sínum. Hver veit nema eitthvað af því sem þau eru að gera lendi í jólapakka? Flugmódelsmíðaklúbburinn og íþrótta- og tómstundaráð halda í sameiningu námskeið í flugmódelsmíði. Leiðbein- endur eru Björn Sigmundsson, Kjartan Guðmundsson og Dúi Edvaldsson. í klúbbnum eru eldri félagar 30, yngri fé- lagar, sem gengu inn í félagið eftir nám- skeiðið í fyrra, eru 9. En þeir sem sækja námskeiðin geta gengið inn í félagið að þeim loknum. Þeir sem sóttu námskeið í fyrra segja að flugmódelsmíði sé þeirra aðal áhugamál og þeim finnst jafngaman að búa til flugvélam- ar eins og að fljúga þeim. Þeir fá módel sem em úr léttasta fáanlega efnivið, Balsa, og líma það saman. Síðan setja þeir plast utan um sem er klæðningin og hana festa þeir á með hitablásara eða straujámi. Að lokum merkja þeir vélina með límmiðum. En til að vélin geti flogið þarf mótor og fjarstýringu sem strákamir kaupa sjálfir. Flugmódelsmíðanámskeið í íþróttavallarhúsinu Félagarnir frá því í fyrra: Grétar, Steindór og Vignir með það sem þeir eru að smíða eða búnir með og þeir eru mjög ánægðir með afrekið enda vandsamt og tímafrekt að koma svona vél saman. - Er ekki dýrt að kaupa mótorinn og fjarstýringuna? Steindór: „Jú, meðalgóð vél kostar á bil- inu 30,- 40.000 og svo er náttúrlega hægt að fá þær miklu dýrari.“ - Er ekki erfitt að fjármagna það, borga mamma og pabbi kannski fyrir ykkur? Grétar: „Nei, nei, maður safnar bara öll- um sumarpeningunum og sparar, þá er þetta ekki svo erfitt og maður getur borgað þetta sjálfur. En það er verra ef vélin hrapar og mótorinn skemmist. Sem betur fer gerist það ekki svo oft.“ Hægt er að fá mótor sem gengur fyrir rafmagni en þeir sem ganga fyrir besíni eru ekki eins viðkvæmir. Strákunum þykir skemmtilegra að smíða og fljúga vélum með mótor en segja að svifflugvélamar séu nauðsynleg undirstaða og það sé líka gaman að fljúga þeim. Þeir eru allir ákveðnir að halda áfram. Það er ys og þys hjá þeim yngri og áhuginn leynir sér ekki. Það sem strákamir em að gera er svifflugvél. Þeir fara eins að og þeir eldri þ.e. líma vélina saman og ganga vel frá henni. Markmiðið er að undirbúa þá fyr- ir smíði á stærri og flóknari vélum. í lok námskeiðsins kemur í ljós hvemig til hefur tekist því að þá fá nemendumir að reyna svifflugvélamar. „Mamma, mamma, mamma,“ heyrist úr hverju homi og svo glotta strákamir út í annað því þeir em að stríða kennaranum sem þeir kalla „mömmu“ sér til mikillar skemmtunar. En alvaran er ekki langt und- an því þeir em vandvirknir og einbeita sér við smíðina. - Er ekki eifitt að smíða svona vél? Andri: „Nei en maður þarf að vanda sig mikið nú svo ef eitthvað mistekst köllum við bara á „mömmu" sem kemur og bjargar rnálinu." Vignir: „Það er alltaf að brotna „óvart“ þetta efni sem er svo aumt að það er aumast í heiminum." - Og erþá vélin ónýt? „Nei, nei „mamma“ kemur og límir hana saman.“ Margir strákanna em ákveðnir að halda áfram og ganga í félagið. „Ég er meira að segja búinn að fá vél með mótor sem afi gaf mér en ég má ekki byrja að setja hana saman strax svo ég ætla sko alveg ömgglega að halda áfram,“ segir Andri. Yngstu meðlimirnir: Vignir, Andri, Marinó, Jens, Héðinn, Kim, Páll, Kristbjörn, Hilm- ar, Davíð og Ársæll eru hér með kassann utan af vélinni sem þeir eru að smíða. Strákamir vildu endilega að einn brand- ari fylgdi með: Einu sinni var maður sem hét Láki og var kappakstursmaður. I einni keppninni lenti hann í hræðilegu slysi og brenndist svo mikið að hann missti eyrun. Hann ákvað að byrja upp á nýtt og fór'til Islands og aug- lýsti eftir umboðsmanni. Um starfið sóttu Hafnfirðingur, ísfirðingur og Akureyringur. Fyrst fór Hafnfirðingurinn inn til hans í við- tal og um leið og hann sá Láka sagði hann: „Heyrðu, það vantar á þig eymn!“ Láki rak hann samstundis út og kallaði á þann næsta sem var ísfirðingurinn. Þegar hann kom inn sagði hann strax: „Heyrðu, það vantar á þig eymn.“ Láki rak hann út og kallaði á þann síð- asta sem var Akureyringurinn. Þá sögðu Is- firðingurinn og Hafnfirðingurinn: „Þú mátt alls ekki minnast á eymn á honum.“ Akureyringurinn gekk rólegur inn og horfði fast í augun á Láka og sagði: „Heyrðu, notarðu linsur?“ „Nei, af hverju spyrðu?" „Af því að þú getur ekki notað gleraugu því það vantar á þig eymn.“ Á döfinni Þor sem engar upptýsingor hofo boríst um uppókomur eðo félagslíf fyrir unglíngo er oð sjálfsögöu eng- or upplýsingar hægt aö veito. Ef einhver vill komo einhvetjum upp- lýsingum á fromfæri getur sá hinn somi sent skriflegor upplýsingar til Dogs merkt: „UNGLINGASÍÐAN - Á DÖFINNI"

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.