Dagur - 14.12.1991, Blaðsíða 8

Dagur - 14.12.1991, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 14. desember 1991 Stjörnuspá Sigfús E. Arnþórsson 5? An ábyrgöar íí T •Hm+uP 21. mars - 19. apríl Hrútarnir elska hasar og ætlir þú út í kvöld færöu nóg af honum eftir miönætti. Á morgun efnir þú til smáuppþota á heimil- inu og á mánudag gerirðu byltingu í skól- anum/vinnunni. Ekki er víst aö öll þessi baráttugleði falli öllum jafn vel í geö, en þú nýtur lífsins, enda gengur allt þér í haginn þessa vikuna. 7\)au+ 20. apríl - 20. maí Þú nýtur lífsins í dag viö bakstur, jólafönd- ur eöa aöra listræna sköpun. Á þriðjudag eöa miövikudag lendir þú í veisluhöldum, en annars er lítiö aö gerast. Nema í ásta- málunum en þar eru einhver leyndarmál að koma upp á yfirborðið. Uppgjör, tára- flóð, ásakanir og alls óvíst aö persónutöfr- arnir bjargi þér í þetta sinn. n Tvíb urar 21. maí - 20. júní Þrátt fyrir erfiðan dag í dag og andsnúna tilveru yfirleitt, gætir þú átt óvenju glaðan dag á morgun og jafnvel á mánudag líka. Það veröa óvæntar byltingar í gangi, sem allar munu koma þér til góða. Eftir hádegi á fimmtudag og reyndar á föstudag líka verður þú svo alveg óvænt í sviösljósinu. K^abbi 21. júní - 22. júlí Dagurinn í dag veröur ánægjulegur í faömi fjölskyldunnar viö laufabrauð „og klæöin rauö“ og annan jólaundirbúning. Ætlir þú út í kvöld vertu þá komin(n) heim upp úr miö- nætti. Eftir þaö gætir þú lent í erfiðleikum. Sama gildir um sunnudag og mánudag. Á þriðjudagsmorgun léttir stríösástandinu og viö taka veisluhöld fram á fimmtudag. ál Ljóia 23. júlí - 22. ágúst Enn er stöðugur uppgangur á Ijónunum. Þú verður í sviðsljósinu seint í kvöld og á morgun færö þú alla athyglina sem laufa- brauöið og föndriö áttu aö fá. Á mánudag færðu svo verðskuldað hrós í vinnunni. A þriðjudag og miövikudag þarftu aö sitja undir einhverjum aðfinnslum en á fimmtu- dag eða föstudag færðu gleöifréttir langt aö. W JV[e.yja 23. ágúst - 22. september í því skammdegismyrkri sem nú umlykur meyjuna er ástin eina Ijósiö. Ástin og ná- ungakærleikurinn sem nú birtist þér úr ótrúlegustu áttum. Það er eins og einhver dularfull öfl séu aö verki; allir eru reiðu- búnir aö aðstoða. Dagurinn í dag veröur erfiður, allt fer í vitleysu. Þriðjudagur og miðvikudagur veröa skástu dagar vikunn- ar. fyrir vikuna14.~ 20. desember 1991 °9 23. september - 22. október Haltu þig undir sæng eftir miönætti í kvöld. Allt útstáelsi í nótt endar meö ósköpum. Á morgun og á mánudag verö- ur á þig ráðist hvar sem í þig næst. Látun- um linnir á þriðjudagsmorgun, snemma. Annars veröur vikan almennt hagstæð og fimmtudag eöa föstudag færöu óvænta heimsókn eða sendingu langt aö. % Spopðd peki 23. október - 21. nóvember Þú siglir óvenju lygnan sjó þessa vikuna. Það er helst aö eitthvað spennandi sé að gerast í ástamálunum og það þá allt af hinu góöa. Dagurinn í dag verður draum- kenndur og þægilegur viö föndur, bakstur, eöa jóla-eitthvaö. Á þriðjudag eða mið- vikudag hleypir einhver peningalega sinn- uö persóna (aurasál) í þig illu blóði. Smá- mál. IBogmachAV* 22. nóvember - 21. desember Enn gengur bogmönnum allt í haginn. í vinnunni jafnt sem á heimili er allt á ferö og flugi og það er með ólíkindum hve bog- menn geta verið á mörgum stöðum sam- tímis. I dag reynir einhver að plata þig, en upp úr miðnætti ferðu að hressast og dag- urinn á morgun og mánudagur verða hlaðnir óvæntum en ánægjulegum atvik- um. vr S+eikvgeit 22. desember- 19.janúar Dagurinn í dag verður óvenju ánægjuleg- ur, en haltu þig innan dyra eftir miðnætti. Á morgun og hinn verðurðu fyrir óvæntum árásum, en þriðjudagur og miðvikudagur fara í veisluhöld af ýmsum toga. Ástin blómstrar hjá steingeitum í sambúð og hinar einhleypu ættu að hafa augun hjá sér þessa dagana. Va+KvsbeH T ▼ 20. janúar-18. febrúar Ætlir þú út í kvöld get ég lofað miklu fjöri í nótt. Sama gildir um morgundaginn og mánudag, alls staðar er verið að lofta út og byltingar eiga sér stað. Á þriðjudag og mið- vikudag þarftu að glíma við einhverja þrjóska persónu, en á fimmtudag eða föstudag færðu góðar fréttir. Velgengnin helduráfram. X PiskaK 19. febrúar-20. mars Dagurinn í dag er þinn dagur og í kvöld munu margir ætla út að dansa. En um tvö- leytið í nóttfertunglið inn í hrútsmerkið og allt verður logandi í slagsmálum og gler- brotum fram undir morgun. Eftir svona laugardagskvöld eru blöðun alltaf stútfull af æsifréttum. Hafðu vaðið fyrir neðan þig og vertu komin(n) heim upp úr miðnætti. Á GÓÐU VERÐI Leyndardómar stjarnanna á myndbandi Hvaða leyndardómar tengjast stjörnumerki þínu? Bækur Ráðgátan í Barsmíðahúsi Iðunn hefur gefið út bókina Ráð- gátan í Barsmíðahúsi eftir Enid Blyton og er þetta fimmta sagan sem út kemur í þessum vinsæla bókaflokki. Það gengur stundum dálítið mikið á þegar Snúður frændi og hundurinn hans, Bjálfi, koma að heimsækja Reyni og Dóru og for- eldra þeirra í jólaleyfinu. En svo heppilega vill til að vinur krakk- anna, sirkusstrákurinn Bjarni, hringir og býður þeim að dvelja með sér í gömlu húsi uppi í fjöll- um - Barsmíðahúsi. Þau hafa ekki verið þar lengi þegar undar- leg högg fara að heyrast inni í húsinu. Enginn veit hvaðan þau koma, og ráðskonan segir að meira en hundrað ár séu síðan þessi dularfullu högg heyrðust síðast í Barsmíðahúsi. Og þegar allt fer á kaf í snjó og síminn bilar verður krökkunum ljóst að þau verða að ráða þessa undarlegu gátu á eigin spýtur. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. Pétur prakk- ari og hesta- þjófamir Út er komin hjá bókaútgáfunni Stofni barnabókin Pétur prakkari og hestaþjófarnir. Sagan er eftir rithöfundinn góðkunna, Tryggva Emilsson, en myndir eru eftir Grétu V. Guðmundsdóttur. í Pétri prakkara og hestaþjóf- unum segir frá því að landsfræg- um kappreiðahestum hefur verið rænt. Pétur prakkari og vinir hans fá það verkefni að finna þá og skila þeim heilum heim. Krakkarnir lenda í ótal ævintýr- um og hættum því í ljós kemur að hestarnir eru í tröllahöndum. Sagan er spennandi og prýdd fallegum litmyndum. Hverri bók fylgir fjölskylduspil í kaupbæti sem heitir Leitin að týndu hestunum. Þeir sem spila það lenda í svipuðum ævintýrum og Pétur prakkari og vinir hans í sögunni. Tryggvi Emilsson er þekktast- ur fyrir æviminningar sínar, Fátækt fólk, Baráttuna um brauðið og Fyrir sunnan. Eftir hann hafa einnig komið út skáld- sögur og ljóðabækur. Pétur prakkari og hestaþjófarnir er fyrsta barnabók Tryggva. Gréta V. Guðmundsdóttir er ungur myndlistarmaður. Þetta er fyrsta barnabókin sem hún myndskreytir. Pétur prakkari og hestaþjóf- arnirer 32 blaðsíður að stærð, öll litprentuð í stóru broti. Leyndarmál gamla hússíns Leyndarmál gamla hússins er tit- ill nýrrar skáldsögu fyrir börn og unglinga eftir Heiði Baldursdótt- ur. Þetta er þriðja bók Heiðar, en fyrsta bók hennar, Álaga- dalurinn, hlaut íslensku barna- bókaverðlaunin árið 1989. Á bókarkápu Leyndarmats gamla hússins segir svo: „Guðrún er nýflutt í borgina úr litlu þorpi utan af landi. Þar kynnist hún fljótt krökkunum Björk, Gunn- ari, Jóhönnu og Arnari og fyrr en varir lenda þau í dularfullum atburðum. Leyndarmál gamla hússins er spennu- og ævintýra- sága fyrir börn og unglinga eins og þær gerast bestar. Heiður Baldursdóttir kemur enn á óvart og skipar sér á bekk með fremstu höfundum barna- og unglinga- bóka á íslandi.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.