Dagur - 14.12.1991, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 14. desember 1991
Dulspeki
Einar Guðmann
Spuming um jafnvægi
foreldrahlutverkið og andleg iðkun
Það að feta hinn gullna með-
alveg getur verið erfitt þegar
reynt er að halda jafnvægi á
milli vinnu, fjölskyldulífs og
reglulegra æfinga. Það að
slaka á og snúa sér inn á við
er nauðsynlegt til þess að ná
þeim andlega skýrleika sem
þarf til þess að takast á við
það sem lífið ber æði oft með
sér. Það er hins vegar vanda-
mál fyrir fjölskyldufólk að
finna tíma sem hægt er að
nota til að iðka í friði yoga-
æfingar, öndunaræfingar,
hugleiðslu eða hvað svo sem
menn stunda. Þeir sem stund-
að hafa einhverjar reglulegar
æfingar í þessa áttina kannast
við það hve gott það getur
verið að geta haft daglega frið
við að stunda hugleiðslu t.d.
Þegar börnin bætast hins veg-
ar við fer aftur á móti allur
auka tími í að sinna þeim og
þá er annað uppi á teningn-
um. Þetta kannast þeir við
sem hafa stundað yoga og
gerast síðan fjölskyldumenn.
Menn hafa þá velt fyrir sér
hvort virkilega sé hægt fyrir
foreldra að stunda yoga
reglulega.
Fyrir ekki alls löngu rakst
ég á grein þar sem talað var
um hina fornu Veda og
aðferð þeirra hvað fjöl-
skyldufólk varðaði. Út frá
sjónarmiði yogans er greini-
legt að foreldrahlutverkið er
gífurlegt tækifæri til persónu-
legrar umbreytingar. Hefð
Vedanna gerði ráð fyrir því
að lífið skiptist niður í fjögur
stig: Nema, fjölskyldumann,
skógarbúann sem er einsetu-
maður og síðast flakkandi
meinlætamann. Hægt er að
líta á líf mannsins sem skóla
þar sem hvert stig lífsins gef-
ur tækifæri til að læra eitt-
hvað sérstakt. Það að vera!
„nemi“ í skóla er ætlað til
þess að móta bæði persónu-
leikann sem og líkama og sál.
Það stig hins vegar að gerast
Þeir sem stunda erilsama vinnu og þurfa ýmsu að sinna, ætttu að hugsa
til trúðsins í fjöileikahúsinu. Hann heldur sex appelsínum á lofti í einu, en
grípur einungis eina eða tvær í senn.
fjölskyldumaður með allri
þeirri ábyrgð og skyldum sem
því fylgir, felur í sér tækifæri
sem og þörf til þess að afneita
öllum persónulegum löngun-
um og óskum og snúa allri
einbeitni að því að fullnægja
þörfum annarra. Það að tak-
ast á við hlutverk fjölskyldu-
mannsins með réttu hugarfari
hjálpar til við að moka allri
eigingirni út úr sjálfinu.
í hefðum Vedanna var
þriðja stigið - einsetustigið -
brú á milli einsetumannsins
og meinlætamannsins. Ein-
setumaðurinn bjó ekki í
skóginum til þess að forðast
alla ábyrgð og skyldur heldur
til þess að minnka allt sem
truflar sjálfsrannsókn hans.
Það að hugsa um þessar
hefðir Vedanna hjálpar
mönnum að líta á andlega
iðkun út frá víðara sjónar-
sviði sem miðast frekar við að
hugsa um andlega þróun út
frá allri ævinni en ekki andar-
takinu.
Ástundun yoga eða hug-
leiðslu felst ekki einungis í
því að iðka reglulega æfingar,
heldur það að gefa af sér.
Einhvern tímann sagði yogi
við mig að maður sem iðkaði
yoga til þess að geta verið fær
um að gefa af sér til annarra
og umheimsins væri að iðka
yoga í hinum eina rétta til-
gangi. Þar er ekki tilgangur-
inn sá einn að geta tekist bet-
ur á við lífið eða það að
þroska sjálfan sig. Hægt er að
senda frá sér jákvæðar, frið-
sælar og þroskandi „bylgjur“
til annarra hvert á land sem
er.
Með alla ævina í huga þá er
sá tími sem við erum foreldr-
ar ekki langur. Hins vegar
felur sá tími í sér mikla
þroskamöguleika. Hins vegar
er svarið við tímaleysinu í
foreldrahlutverkinu ekki það
að fresta allri yogaiðkun þar
til komið er á fimmtugs eða
sextugsaldurinn. Yoga eða
andleg iðkun hvaða nafni sem
hún á að nefnast á að vera
heildræn. Nauðsynlegt er að
skapa ákveðið jafnvægi sem
gerir kleift að iðka það sem
óskað er eftir. Til þess að
koma á slíku skipulagi þarf
að prófa sig áfram. Lausnin
kann að felast í því að athuga
hvort það nægi að sofa hálf-
tíma minna eða koma á sam-
komulagi við makann um að
deila niður tíma til iðkunar.
Þeir sem stunda erilsama
vinnu, hafa stóra fjölskyldu
eða þurfa mörgum tímafrek-
um störfum að sinna ættu að
hafa í huga að það að koma
mörgu í verk krefst þess að
menn líti á sig eins og trúð í
fjölleikahúsi. Hann hendir
sex appelsínum upp í loftið
og heldur þeim öllum gang-
andi á milli handana í einu.
Hann grípur einungis eina
eða tvær appelsínur í einu en
allar haldast þær á lofti.
Úr gömlum degi
Sterku vínin
Hér á Akureyri hófst vínsalan í
fyrradag. Alls seldist fyrir 985
krónur þann dag. Er það tæpur
25-eyringur á hvern bæjarbúa, en
hlutfallslega um þrisvar sinnum
minna en í Reykjavík og um sex
sinnum minna en á Siglufirði, sé
sú fregn sönn, er hér gekk í gær,
að þar háfi verið selt áfengi fyrsta
daginn fyrir um 3000 krónur.
Mjög Íítið mun hafa borið hér
á ölvun í fyrradag, að undantekn-
um nokkrum mönnum, er um
miðnæturleytið létu nokkuð
hávært á sér bera í miðbænum.
- Er vonandi að sú verði raunin
á, að áfengisnautn aukist hér eigi
sjáanlega, eða a.m.k. raunveru-
lega, þrátt fyrir löglega aðkomu
hinna sterkustu áfengistegunda.
(14. febrúar 1935)
Sprenging á Siglufirði
Á mánudagsmorguninn var
sprakk miðstöðvarofn í búð Hall-
dórs Jónssonar á Siglufirði og
eyðilagði vörur o.fl., svo að met-
ið er til meira en 1800 króna.
Sem betur fór varð manntjón
ekkert, því að enginn bjó í hús-
inu, en sprengingin varð um 10
mínútum áður en komið var í
búðina. Eigi hafa menn hugmynd
um orsök sprengingarinnar, en
engum kvað detta í huga að hún
hafi orðið af mannavöldum. (7.
febrúar 1935)
Röskur unglingur
Fyrir skömmu hermdi útvarps-
fregn frá Blönduósi, að Sigurgeir
bóndi Björnsson frá Orrastöðum
á Ásum hefði ætlað að stytta sér
leið með því að ríða Laxárvatn á
ísum. í för með honum var ungl-
ingsstúlka, Torfhildur Hannes-
dóttir, 13 ára að aldri. Allt í einu
brast ísinn undan fótum hestanna
og féllu þeir í vatnið. En um leið
kastaðist Torfhildur fram af hest-
inum og upp á skörina. Náði hún
síðan hendi til Sigurgeirs og
hjálpaði honum upp úr vökinni.
Sendi hann hana þegar til næsta
bæjar eftir hjálp, en reyndi sjálf-
ur á meðan að halda hestunum
upp úr við vakarbarminn. Er
hjálpin kom, hafði Sigurgeir
misst annan hestinn undir ísinn
og fórst hann þar auðvitað. Hin-
um varð bjargað. Telur Sigur-
geir, að hann myndi tæplega, eða
alls ekki hafa bjargazt einn úr
vökinni. (28. mars 1935)
Alltaf í huga mér
Lítum þá á auglýsingu frá Nýja
bíói. Það er myndin Alltaf í huga
mér, tal- og hljómmynd í 10 þátt-
um sem er á hvíta tjaldinu. Með
aðalhlutverk fara Barbara Stan-
wyck og Otto Kriiger. í auglýs-
ingunni er vitnað í Akureyring
sem segir svo frá:
„Eg sá þessa mynd í einu
stærsta kvikmyndahúsi Kaup-
mannahafnar nýlega. Undir eins
í fyrsta þætti myndarinnar ríkti í
húsinu hátíðleg kyrð, og var auð-
fundið að myndin hertók hugi
áhorfendanna, sem voru fjölda
margir. Eg hefi enga mynd séð
fegurri - rómantískt ástaræfintýri
- hamingjusamt heimili. Enga
mynd séð áhrifaríkari - áhyggjur,
stríð og sorg, allt listavel leikið,
enda mátti sjá á hverju einasta
andliti hve djúp sálræn áhrif
myndin hafði á áhorfendur. -
Myndin biður um frið - frið milli
allra þjóða. Ef hann fáist ekki,
muni þjóðirnar tæma þann eitur-
bikar, er ríði þeim að fullu án til-
lits til alls þjóðernis.“ (16. maí
1935)
Fjórtánda konan
Hinn aldraði, tyrkneski heiðurs-
maður, Zaro Aga, sem nú er 159
ára, og almennt er talinn elztur
allra núlifandi manna, er nú á
biðilsbuxunum í 14. sinni á
æfinni. Sú tilvonandi er fertug
blómarós. En af því að gamli
maðurinn þykist ekki hafa nægar
tekjur til þess að framfleyta nýrri
fjölskyldu, þá hefir hann sent
bæjarstjórninni í Istanbul
(Konstantínopel) beiðni um að
tvöfalda ellistyrk sinn. Annars er
sá aldraði við beztu heilsu og
hinn sprækasti. (19. apríl 1934)
SS tók sarnan