Dagur - 14.12.1991, Page 19

Dagur - 14.12.1991, Page 19
Laugardagur 14. desember 1991 - DAGUR - 19 Af erlendum vettvangi Skopmyndir eru oft notaðar sem vopn í baráttu stjórnmálamanna. Myndin hér að ofan er af þýska stjórnmálamanninum Franz Josef Strauss, ekki sér- staklega vingjarnleg, en býsna vel gerð. Það er auðveldara að muna skopmyndir en óbrenglaðar ljósmyndir Vísindamenn viö St. Andrews háskólann í Skotlandi halda því fram, að mönnum veitist oft auð- veldara að þekkja menn af skop- teikningum en venjulegum ljós- myndum. Peir gerðu nýlega til- raunir með þetta, og voru þá ein- göngu notaðar andlitsmyndir manna, sem áttu að koma kunn- uglega fyrir sjónir þeirra, sem þátt tóku í tilrauninni. Vísindamennirnir skopstældu hvert andlit samkvæmt ákveðinni reglu, þar sem tekið var mið af „algengu" andliti, og var hverj- um andlitsdrætti gefin ákveðin punktatala, sem sagði til um frá- vik frá því „almenna". Til að ná fram skopmynd af hverju andliti voru punktatölurnar margfaldað- ar með hærri tölu en einum, og þannig urðu andlitsdrættir fyrir- myndanna mjög yfirdrifnir. Síð- an voru myndirnar yfirfærðar á tölvuskerm. Jafnframt bjuggu vísinda- mennirnir til andstæðu skop- myndanna með því að margfalda hverja punktatölu með lægri tölu en einum, drógu þannig úr and- litsdráttunum. Þegar þátttakendur í tilraun- inni voru spurðir að því, hvaða myndir líktust fyrirmyndunum mest, völdu allir skopstælingarn- ar en ekki andstæðu þeirra. Þegar skopteikningar og ljós- myndir af þekktu fólki voru sýnd- ar þátttakendum, kom í ljós, að þeim veittist auðveldara að þekkja fólkið af skopmyndunum en ljósmyndum. Vísindamennirnir telja því, að menn eigi auðveldara með að geyma í huga sínum ýktar myndir en nákvæmar og eðlilegar. (Fakta 4/91. - Þ.J.) Fuglar grípa til efiiafræðinnar til að losna við óværu úr hreiðninum Fuglum, sem ár eftir ár snúa aftur til gamla hreiðursins, lærist oft að nota náttúruleg meðul til að losa sig við lýs, maura og aðra óværu. Starinn er gott dæmi um fugl með þennan hæfileika, segja bandarísku líffræðingarnir L. Clark og J. Russel í Fíladelfíu. Til hreiðurgerðarinnar nota þeir aðallega þurrt gras, eins og aðrir fuglar, sem byggja hreiður sín þar sem skjól er fyrir hendi. En starinn bætir auk þess dálitlu af nýjum plöntuhlutum í hreiðrið. Þessir nýju plöntuhlutar gegna því hlutverki að fæla burtu óværu. Það skiptir því máli af hvaða jurtum starinn velur plöntuhlut- ana. Helst þurfa þeir að vera af villtum gulrótum, vallhumli, akurstjörnu, hvítum smára eða öðrum jurtum, sem innihalda eiturefni. Það er sameiginlegt þessum jurtum, að þær eru ilmsterkar, og að í þeim eru efni, sem auðveld- lega gufa upp. Það flýtir fyrir því, að eitrið liafi áhrif á snýkjudýrin. Plöntu- hlutarnir vinna einnig gegn útbreiðslu baktería og sveppa í hreiðrinu. Vísindamennirnir hafa einnig reynt að komast að því, hvernig starinn veit, hvaða jurtir hann á að velja, en það hefur aðeins orð- ið til að kalla fram fleiri spurning- ar. Þegar starinn byggir sér hreiður notar hann þurr efni til hreiðurgerðarinnar, en hann tekur líka með dálítið af nýjuin plöntuhlutum. Og það er ekki sama af hvaða plöntum hann velur bitana. Það hefur sem sé komið í ljós, að ungir starar, sem eru að byggja sér hreiður í fyrsta skipti, láta sér nokkuð í léttu rúmi liggja af hvaða plöntum þeir velja búta í hreiðrið. Áhrifin á óværuna verða því ekki mikil. En á ein- hvern hátt lærir karlfuglinn smám saman, hvaða jurtir duga best til að hrekja lýs og maura á flótta. Það er enn sem komið er óráðin gáta, hvaðan þeim kemur þessi vitneskja, en vísindamennirnir eru nú farnir að halda, að ef til vill séu fuglarnir miklu gáfaðri en við höfum haldið til þessa. Kannski geta þeir miðlað ná- grönnunum af reynslu sinni, en það þurfa ennþá að fara fram miklar rannsóknir, áður en til þess kemur að sú kenning verði staðfest. (Fakta 4/91. — P.J.) Tveír getnaðarlimir auka fijósemina -við mökunhafa sumartegundir af sandeðlum og slöngum um tvo getnaðarlimi að velja Þegar karldýr sandeðla og slöngu- tegunda sumra eðla sig, verða þau að ákveða hverju sinni hvorn tveggja getnaðarlima þeirra skuli nota í það og það skiptið. Annar tengist vinstra eistanu, hinn því hægra. Amerískir dýrafræðingar hafa komist að því, að sumir sandeðlukarlarnir nota limina til skiptis. Það er sandeðla af tegundinni Anolis carolinensis - græn anolis - sem vísindamennirnir hafa rannsakað. Þeir komust að því, að valið á milli getnaðarlimanna réðist af því, hvor hafði síðast verið notaður og hversu langt var síðan. Með þessu móti eru mestar lík- ur til þess að egg kvenkynsins frjóvgist. Kenning vísindamannanna er sú, að þetta háttalag megi skýra með því, sem þeir kalla „sæðis- stríð“. Þeir hafa komist að raun um það, að baráttan um hylli kvendýranna tekur ekki aðeins til yfirráða yfir veiðisvæðum eða þess hver geti sýnt fegursta liti og útlit. Baráttan heldur áfram í tímgunarfærum kvendýrsins, þar sem sáðfrumur ýmissa karldýra keppast um að verða fyrstar til að Þessi græna eðla hefur tvo getnaðarlimi, sem hún notar til skiptis við mökun. frjóvga eggið. En stundum kemur krókur á móti bragði, því hjá sumum teg- undum hafa karldýrin þróað þannig sæði, að það myndar harðan tappa, sem ætlað er að hindra framgöngu sáðfruma frá öðrum karldýrum. Svo eru líka til þau karldýr, sem framleiða sæði í svo miklu magni, að það bókstaflega sagt drekkir allri mótstöðu. En það getur verið vandamál að viðhalda svo mikilli sæðis- framleiðslu. Ef eðlun á sér stað með stuttu millibili, getur það orðið til þess að magn virkra sæðisfruma verði minna í hverri losun. Það er þess vegna, sem sumar sandeðlurnar geta valið um tvo getnaðarlimi. Rannsóknirnar hafa sýnt, að karldýrin af tegundinni græna anolis skipta því aðeins um getn- aðarlim, að mökun eigi sér stað innan sólarhrings frá síðustu mökun. Ef styttri tími leið milli mökunar notuðu þeir helst sama liminn aftur og aftur. (Fakta 4/91. - Þ.J.) VIÐ HJALPUM - HJÁLPADU OKKUR! Munið helmsHðan gfiöseðil. HIÁIPARSTOFNUN KIRKJUNNAR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.