Dagur - 14.12.1991, Side 20

Dagur - 14.12.1991, Side 20
20 - DAGUR - Laugardagur 14. desember 1991 0g þegar fernurnar eru tómar md breyta þeim í skemmtilegt jólaskraut KFUSTJAN KRISTJANSSON Klippiö út - Brjótib - Límib - Hengib upp M jólkursamlag KEA Bækur Glettni örlaganna Út er komin hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar skáldsagan Glettni örlaganna eftir Ingi- björgu Sigurðardóttur. „Ingibjörg Sigurðardóttir er án efa ein af vinsælustu skáldkonum á íslandi í dag. Nú fá aðdáendur hennar enn eina spennandi ástar- sögu frá henni. Þetta er 30. skáld- saga Ingibjargar og það eitt segir sína sögu um hinn stóra lesenda- hóp,“ segir í frétt frá útgefanda. Bókin fjallar um heitar ástir, vonir og þrár ungra elskenda. Prentun og bókband annaðist Prentverk Odds Bjömssonar hf. Stangaveiðin 1991 Út er komin bókin Stangaveiðin 1991 sem er árbók veiðimanna. Bókin kemur nú út í fjórða sinn og er uppbygging hennar í meg- inatriðum hin sama og fyrr. í bókinni eru þrír meginkaflar. Fyrstan má telja fréttaannálinn, en þar er að finna nákvæma umfjöllun um allt það helsta sem gerðist í heimi stangaveiðimanna á vertíðinni sem nýliðin er. Þá er farið á yfirreið um landið þar sem komið er við á bökkum allra helstu áa landsins, skoðaðar veiðitölur og greint frá því helsta sem gerðist á hverjum stað. Þriðji meginkafli bókarinnar fjallar um silungsveiðina 1991. Nokkrar magnaðar veiðisögur krydda efnið og hátt í 200 myndir víðs vegar að af landinu gera það einnig svo um munar. Eru marg- ar þeirra í lit. Höfundar bókarinnar eru blaðamennirnir Guðmundur Guðjónsson á Morgunblaðinu og Gunnar Bender á DV. Báðir hafa um árabil séð um stanga- veiðiskrif í blöð sín, auk þess sem Gunnar ritstýrir Sportveiðiblað- inu og Guðmundur hefur ritað all margar bækur um veiðiskap. Örlög íslands - eftir Benedikt Gröndal Hver er skýringin á núverandi stöðu íslands á alþjóðavettvangi? Hafa sögulegir atburðir og straumar ráðið þróun mála? Hvaða menn hafa haft mest áhrif á mótun íslands samtímans? Þessum og margfalt fleiri spurn- ingum svarar Benedikt Gröndal, fyrrverandi sendiherra, í nýút- kominni bók sinni Örlög íslands. Það er Vaka-Helgafell sem gefur bókina út en hún er284 síð- ur í stóru broti og skiptist í 36 kafla. Benedikt rekur stórbrotna sögu af inn'oyrðis átökum landsmanna og tafli þeirra við risaveldi til að móta frjálst nú- tímaríki á íslandi og tryggja öryggi þess. Hann fléttar saman sögulegum fróðleik og minning- um um menn og málefni á við- burðaríkustu áratugum íslands- sögunnar og dregur ályktanir af gangi mála. Benedikt fjallar ítarlega um forsögu mála og aðdraganda atburða. Stór hluti bókarinnar er aftur á móti um breska hernám- ið, varnarsamninginn við Banda- ríkin 1941, sjálfstæðismálið og stofnun lýðveldisins. Þá segir frá því þegar íslendingar neituðu að segja Þýskalandi og Japan stríð á hendur, neituðu að veita Banda- ríkjunum herstöðvar til 99 ára, um Keflavíkursamninginn, Kóreustríðið og komu varnar- liðsins. Skilmálamir hennar Maríu Iðunn hefur gefið út bókina Skilmálarnir hennar Maríu, sem er ævisaga Maríu Þorsteinsdótt- ur, skráð af Nönnu Rögnvaldar- dóttur. I kynningu útgefanda segir: „Ævisaga Maríu Þorsteinsdóttur er sagan af því hvernig ung kona vex og þroskast í kreppu og stríði og heitir því að vinna friði og bræðralagi manna það gagn sem hún má; hvernig hún kynnist mörgum þekktustu einstakling- um samtímans með þátttöku sinni í alþjóðlegu friðarstarfi; hvernig henni tekst, þrátt fyrir þungar sorgir og mikinn missi, að vera alltaf sönn og heil. Hún hef- ur aldrei verið hrædd við að skera sig úr hópnum og ganga grýtta veginn. Þótt örlögin hafi greitt Maríu Þorsteinsdóttur þung högg lætur hún aldrei bugast, heldur beinir öllum kröftum sínum í baráttu fyrir þeim hugsjónum sem hún trúir á og telur dýrmætastar: Friði, jöfnuði og réttlæti." Heitlrðu Ómar? - æskuminningar Ómars Ragnarssonar fréttamanns Fróði hf. hefur sent frá sér bók- ina Heitirðu Ómar? eftir Ómar Ragnarsson sjónvarpsfrétta- mann. Hér er um að ræða æsku- minningar Ómars og dregur bók- in nafn sitt af því að á æskudög- um heyrði Ómar oft þessa spurn- ingu enda var nafn hans þá óal- gengt. Einu Ómararnir sem fólk kannaðist þá við voru Ómar Khayyam rithöfundur og Ómar Bradley hershöfðingi. Þótti það raunar við hæfi að þessi rauð- hærði og uppátektarsami strákur héti óvenjulegu nafni. I frétt frá útgefanda segir m.a.: „Ómar Ragnarsson segir skemmti- lega frá. Honum er lagið að gefa öðrum hlutdeild í reynslu sinni og færa sögusviðið að heimi sín- um og hugsunum. í bókinni segir hann m.a. frá dvöl sinni í sveit og ævintýrum sem hann rataði í þar, frá veru meðal „kristmanna“ í Kaldárseli, fyrstu ástinni sinni og baráttu við erfið veikindi. Fjöl- margir koma við sögu og ekki bregst Ómari bogalistin í mann- Iýsingum sínum.“ Heitirðu Ómar? er 260 blað- síður og er bókin prýdd fjölmörg- um Ijósmyndum. Býkúpan Vaka-Helgafell hefur gefið út skáldsöguna Býkúpuna eftir spænska nóbelsskáldið Camilo José Cela, sem er eitt víðkunn- asta verk þessa höfundar og er bókin oft nefnd „fyrsta spænska nýtískuskáldsagan". Áður hefur útgáfan sent frá sér skáldsöguna Paskval Dvarte og hyski hans eft- ir Cela. Kristinn R. Ólafsson, fréttarit- ari Útvarps á Spáni þýðir Bý- kúpuna á íslensku eins og fyrri bók Cela, en hún er gefin út með stuðningi ÞýðingaTsjóðs og menningarmálaráðuneytis Spánar. Býkúpan er stórbrotið og margþætt verk er Iýsir Madrid þrjá kalda vetrardaga í byrjun fimmta áratugarins þegar myrkur skuggi spænska borgarastríðsins (1936-1939) setur enn mark sitt á líf borgarinnar og tilveru íbú- anna. Býkúpan eftir Camilo José Cela er 260 síður að stærð.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.