Dagur - 14.12.1991, Síða 23
Laugardagur 14. desember 1991 - DAGUR - 23
Menning
Skúli Björn Gunnarsson
„Stjömur sólir Satúmus einn“
- rætt við Einar Svansson um nýútkomna ljóðabók
Einar Svansson ljóðskáld og athafnamaður á Sauðárkróki. Mynd: sbg
Allan ársins hring eru gefnar
út bækur hérlendis eftir inn-
lenda sem erlenda höfunda.
Kippur kemur þó alltaf í út-
gáfustarfsemina þegar nálgast
fer jól og þá fyllast hillur bóka-
verslana af nýjum skáldsögum,
ævisögum, endurminningum,
fræöibókum, barnabókum og
síðast en ekki síst Ijóðabókum.
Ein þeirra Ijóðabóka sem
nýlega er komin út ber heitið
„Undir stjörnum og sól“.
Höfundur er Einar Svansson
og er þetta hans fyrsta bók.
Hann er þrjátíu og þriggja ára
gamall og er framkvæmda-
stjóri hjá Fiskiðjunni-Skagfirð-
ingi hf. á Sauðárkróki.
Einar er af miklum skáldaætt-
um. Föðurafi hans var Jóhannes
úr Kötlum og móðurafi hans var
hagyrðingur fyrir vestan sem Ein-
ar dvaldist í sveit hjá í æsku.
Hann getur rakið ættir sínar til
Halldórs Laxness, Matthíasar
Jochumssonar og fleiri þekktra
íslenskra skálda. E.t.v. er því
ekki að undra að Einar skuli gefa
út ljóðabók.
Faðir Einars, Svanur Jóhannes-
son, er starfsmaður hjá Félagi
bókagerðarmanna, en einnig er
hann listbókbindari og er kápan á
ljóðabókinni hans verk. Móðir
Einars er Ragnheiður Ragnars-
dóttir, hjúkrunarforstjóri í
Reykjavík.
Alinn upp í
bókmenntaáhuga
„Ég er alinn upp í miklum bók-
menntaáhuga sem einkenndi mitt
heimili og einnig kynntist ég
skáldskapnum hjá afa í sveitinni.
Ætli ég hafi samt farið að yrkja
nokkuð fyrr en á unglingsárum í
menntaskóla. Þá settu menn
ýmislegt saman og á ég þó nokk-
uð til frá þeim árum.
Það eina sem hefur birst eftir
mig áður en þessi ljóðabók kom
út, er í Lystræningjanum fyrir um
tíu árum. Par birti ég 3-4 ljóð og
fékk ég mjög góða dóma á þau
frá Aðalsteini . IngólfsSyni.
Astæðan fyrir því að ég fylgdi
þessu ekki eftir þá var eflaust sú,
að ég fluttist hingað norður á
Sauðárkrók og einnig held ég að
alltaf hafi blundað í mér að vera
ekki að gefa út hluti sem ekki er
hægt að gera betri. Ég hef því
skorið ljóð mín mikið niður í
gegnum tíðina og eldri ljóðin í
bókinni hafa verið skorin tölu-
vert til. Enda fer þér væntanlega
eitthvað fram á tíu til fimmtán
árum ef þú heldur skáldskapnum
við. Mín persónulega skoðun er
sú að of mikið sé gert af því, að
gefa út ljóðabækur of snemma á
Islandi, svo að sumu leyti er ég
ánægður með að hafa ekki gefið
þessa bók út fyrr en nú.“
Framkvæmdastjóri
fyrir tilviijun
Einar útskrifaðist úr Mennta-
skólanum við Hamrahlíð árið
77. Þá ætlaði hann sér erlendis í
þýskan háskóla til að stunda nátt-
úrufræðinám, en sá skóli tók ein-
ungis inn nemendur annað hvert
ár, svo haustið eftir byrjaði Einar
í læknisfræði við Háskóla
íslands. Sökum uppskurðar sem
hann gekkst undir þá um haustið
varð hann að hætta því námi og
eini skólinn sem tók inn nemend-
ur um áramót var Fiskvinnslu-
skólinn. í hann dreif Einar sig og
útskrifaðist þaðan um áramótin
1980-81. Tilviljun réði því að þá
fór hann til Sauðárkróks og tók
við verkstjórn í frystihúsi
Fiskiðju Sauðárkróks, en síðan
hafa hlutirnir æxlast þannig að nú
situr hann í framkvæmdastjóra-
stólnum.
Ein hugmynd, eitt kvæði
- Hvenær gefst jafn önnum
köfnum manni eins og þér tími til
að setjast niður og yrkja ljóð?
„í sjálfu sér er mín vinna
ekkert öðruvísi en önnur, þó
hugsunin sé oft bundin henni
þegar heim er komið. Ég bý aftur
á móti yfir þeim ágæta eiginleika,
að eiga tiltölulega auðvelt með
að svissa á milli viðfangsefna og
loka aðra hluti úti á meðan. Ann-
ars fer þetta allt eftir því hvernig
þú ert upplagður og ef þú ert vel
upplagður þá geta ijóðin komið á
færibandi. Einnig er það oft
þannig hjá mér, að ég er búinn að
hugsa hlutina áður en ég skrifa
þá. Það er kannski ein ákveðin
hugmynd á bak við eitt kvæði
sem þú vinnur síðan úr og slíkt
geri ég oft í huganum, eflaust
með hjálp undirmeðvitundarinn-
ar.“
Heillast frekar að stuðlun
„Undir stjörnum og sól“ inni-
heldur 49 ljóð og eru mörg þeirra
stuðluð og með ákveðinn hrynj-
anda. Einar segist eiga tiltölulega
auðvelt með að setja saman
kveðskap með rími og stuðlum,
en heillast meira af að nota ein-
ungis stuðla, án þess að binda sig
við reglulegt endarím.
„Mér finnst menn vera mjög
fordómafullir í sambandi við
ljóðlist og kveðskap á íslandi og
held að því sé eins farið í þessu
sem mörgu öðru að menn eru
svart/hvítir. Eldri kynslóðin vill
raunverulega ekki hlusta á neitt
nema hið gamla bundna mál með
rími og stuðlum, en síðan hef ég
það á tilfinningunni að margir af
yngri kynslóðin líti þetta bundna
mál hornauga. Ég hef prófað
hvorutveggja og hef náð meira
valdi á bundna málinu með aldr-
inum. Mörg kvæða minna eru
stuðluð og meira um stuðlun en
endarím. Ástæðan er einföld, ég
vel formið eftir efninu og hef þá
skoðun að menn eigi ekki að láta
formið binda sig um of varðandi
efnistökin. Það er nefnilega
staðreynd að ef menn nota ein-
göngu stuðla og endarím, þá næst
aldrei réttur hugblær til lengdar
nema um sé að ræða einstök
stórskáld. Að því leytinu til þykir
mér oft á tíðum þægilegast að
nota stuðla og að mínu viti skipta
þeir meira máli en rímið, þó ekki
saki að hafa hvorutveggja svo
framarlega sem það kemur ekki
niður á efninu.“
Besta Ijóðið
- Hvert er besta ljóðið í bókinni
að þínu eigin mati?
„Það er mjög erfitt að svara
því og ég treysti mér varla til
þess. Ég hef rekið mig á það að
þau ljóð sem ég hélt að væru síst,
eru þau ljóð sem sumir benda á
sem þau bestu. Persónulega er ég
þó nokkuð ánægður með lengsta
ljóðið, „Sýn þess óborna", sem
ég hef lagt mikla vinnu í. Þar
reyni ég að segja ákveðna sögu,
en ljóðið er tiltölulega þungt og
menn þurfa að vera mjög vel
lesnir til að botna í því sökum
allra þeirra tilvitnana sem í því
eru.“
Sáttur við bókina
- Ertu ánægður með bókina
núna þegar hún er komin út?
„Ég er út af fyrir sig sáttur við
bókina og held að engum tilgangi
hefði þjónað að bíða lengur með
þessa útgáfu. Síðan má alltaf
deila um hvort hægt hefði verið
að vinna efnið meira og setja það
upp á annan hátt, en ég held að
ekki megi hugsa of lengi um hlut-
ina, þó heldur megi ekki flana að
neinu.“
Stjörnur eru sólir
„Allar stjörnurnar, sem sjást utar
en Satúrnus, eru sólir.“
Giordano Bruno
Þetta er tileinkun bókar Ein-
ars, en hver er sagan á bak við
hana?
„Sá ágæti maður sem sagði
þessi fleygu orð á sínum tíma,
Giordano Bruno, var mikill
heimspekingur og benti fyrstur
manna á það að stjörnur himin-
hvolfsins væru sólir eða sólirnar
stjörnur. Síðan ég las söguna um
hann hef ég borið mikla virðingu
fyrir honum, enda var hann fyrsti
maðurinn sem hugsaði þessa
hugsun, en fyrir hana var hann
brenndur á báli. Aldrei vék hann
samt frá sinni sannfæringu og þó
menn biðu eftir að hann öskraði
og iðraðist á bálinu, heyrðist ekki
neitt frá honum. Saga hans hefur
alltaf verið sterk í mínum huga,
en hann hafði það til að bera sem
ég lít á sem góða eiginleika, var
framsýnn og trúr sinni sannfær-
ingu.“
Efni bókarinnar er að miklu
leyti tengt tilvitnuninni og m.a.
er eitt ljóðið um Giordano sjálf-
an og hans stríð sem endaði á
báli. Með tveimur síðustu erind-
um þessa ljóðs lýkur þessu spjalli
við Einar Svansson.
Logar teygðust um lendar og kvið
leit yfír hópinn horfði um svið.
Heljarópið sem hljóðhimnu sker
helst vildi fólkið iðrun hjá mér.
í himinn rak fáviskan fíein
flekkuð orðin samviskan hrein.
Sannur maður þá stendur beinn
stjörnur sólir Satúrnus einn.
Af erlendum vettvangi
Hvers vegna fá menn sinadrætti?
Hugtakið sinadráttur er mjög
yfirgripsmikið og tekur til vanda-
máls, sem snertir alla. Það er að
segja, að flest okkar verða fyrr
eða síðar fyrir barðinu á þessu
fyrirbæri. Oftast tengist þetta
ákveðnum vöðvum og verður
algengara, þegar aldurinn færist
yfir.
Vöðvarnir dragast saman af
miklum krafti - algerlega ósjálf-
rátt - og þessu fylgir mikill sárs-
auki.
Algengast er að þetta gerist í
vöðvunum í læri eða kálfa. Því
getur t.d. fylgt, að stóra táin snúi
beint upp.
Samdráttur vöðvanna hættir,
ef við þvingum tána niður aftur.
Við það hverfur sársaukinn líka.
Orsakir sinadrátta geta verið af
ýmsum toga. Þær þurfa ekki að
vera í tengslum við neina sjúk-
dóma, enda þótt þess verði oft
vart, að þeir fylgja vissum sjúk-
dómum. Til dæmis hormónasjúk-
dómum, lifrar- og nýrnasjúk-
dómum.
Einnig tengjast sinadrættir
taugaskemmdum, t.d. í sam-
bandi við iskias. Þegar um það
síðastnefnda er að ræða, hættir
mönnum til að fá sinadrætti í
aðalvöðvann í kálfanum, þegar
menn teygja úr sér í rúminu á
morgnana. Það getur verið smá-
vægileg taugaskemmd af völdum
iskias, sem því veldur.
Það geta einnig verið alvarlegri
atriði, sem valda sinadráttum.
Má þar nefna Parkinsons-veik-
ina.
Auk þess verður sinadrátta
vart við eðlilegar hormónabreyt-
ingar í líkamanum, svo sem á
meðgöngutíma. En hvers vegna
það gerist er enn ekki fyllilega
Ijóst.
Sinadrættir geta einnig komið
skyndilega við mikla líkamlega
áreynslu, t.d. við íþróttaiðkanir.
Oftast hverfa þeir eftir
meðferð, sem gripið er til þegar í
Jú, reyndar eru til bláir humrar.
En þeir eru sjaldgæfir og eftir því
sem best er vitað er þá helst að
finna við Atlantshafsströnd
Norður-Ameríku. Og til er mað-
ur - Sam Chapman heitir hann -
sem safnar bláum humrum.
Hann fæst reyndar við humareldi
með það fyrir augum að sleppa
þeim síðan í hafbeit.
í skeljum humra finnast erfða-
vísar (gen), sem stýra framleiðslu
á rauðum, gulum og bláum lit.
stað, en þeir geta líka leitt til var-
anlegra vöðvaskemmda, sinar
geta slitnað og blæðingar komið í
kjölfarið. Því geta svo fylgt fleiri
sinadrættir á sama stað.
Sinadrættir eru ekki stórhættu-
legir, og almennt séð er hættu-
laust að sleppa því að leita lækn-
inga vegna þeirra. En þeir eru
afar óþægilegir og þess vegna
leita flestir aðstoðar til að losna
við kvalirnar.
En þar sem þessi kröftugi sam-
dráttur vöðvanna á sér ýmsar
mismunandi ástæður er líka mis-
munandi, hvað hægt er að gera til
lækningar. (Fakta 4/91. - þ.j.)
Fari svo, að þau gen, sem stjórna
rauðum og gulum lit, eyðileggist,
verða humrarnir bláir. Chapman
telur, að meðfram strönd Maine-
ríkis, þar sem hann þekkir best
til, megi reikna með að á móti
hverjum þremur milljónum
rauðra humra finnist einn blár.
Gallar í erfðavísum geta líka
valdið því að humrar verði gulir,
eða að svartir blettir finnist á
humrum með rauða eða gula
skel. (Bjarne Rösjö í Fakta 4/91. - Þ.J.)
Er til blár humar?