Dagur - 14.12.1991, Page 26

Dagur - 14.12.1991, Page 26
26 - DAGUR - Laúgardagur 14. desember 1991 Bókhald/tölvuvinnsla Bókhald fyrir fyrirtæki og einstaklinga, svo sem fjár- hagsbókhald, launabókhald, VSK-uppgjör og fjár- hagsáætlun. Aðstoða einnig tímabundið við bókhald og tölvu- vinnslu. Tek líka að mér hönnun tölvuforrita, hvort sem er til notkunar hjá fyrirtækjum, við félagsstarfsemi eða til einkanota. Rolf Hannén, sími 27721. Iþróttir Kennari! Kennara vantar í heila stöðu að Barna- skóla Sauðárkróks, vegna forfalla, frá áramótum í tvo til þrjá mánuði. Upplýsingar gefa yfirkennari og skólastjóri í síma 95-35178 á skólatíma eða heimasímum 95-25848 og 95-35254. Kennarar - Kennarar Frá næstkomandi áramótum vantar kennara að Sólgarðsskóla í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða kennslu yngri barna (1. og 2. bekkur) og handmennt. Húsnæði í boði. Umsóknarfrestur til 20. desember. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 96-31330. heimili oldraðra Fótasnyrtir Dvalarheimilið Dalbær óskar eftir að ráða fóta- snyrtisérfræðing. Góð vinnuaðstaða, vinnutími eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Ingimundardóttir for- stöðumaður í síma 61379 eða 63140. Frá Frá Frá Frá Húsavík Akureyri Húsavík Akureyri lau. 14. des. 10.00 17.00 mið. 25. des. engin ferð sun. 15. des. 17.00 19.00 fim. 26. des. engin ferð mán. 16. des. 8.00 16.00 fös. 27. des. 8.00 16.00 þri. 17. des. 10.00 16.00 lau. 28. des. engin ferð mið. 18. des. 8.00 16.00 sun. 29. des. engin ferð fim. 19. des. 10.00 16.00 mán. 30. des. 8.00 16.00 fös. 20. des. 8.00 16.00 þri. 31.des. engin ferð lau. 21.des. 10.00 17.00 mið. Ljan. engin ferð sun. 22. des. 17.00 19.00 fim. 2.jan. 8.00 16.00 mán. 23. des. 8.00 16.00 fös. 3. jan. 8.00 16.00 þri. 24. des. engin ferð og síðan venjuleg vetraráætlun. Desembertilboð! 20% afsláttur af almennum fargjöldum. 50% afsláttur fyrir börn 11 ára og yngri. Athugið! Gildir aðeins ef keypt er „fram og til baka“ Frábær frammistaða BJORN SIGURÐSSON - HUSAVIK Garðarsbraut 7 - 640 Húsavík- Sími 96-42200 - Fax 42201 Jólaáætlun 1991 Sérleyfisferðir Húsavík-Akureyri- Húsavík Það er sjálfsagt ekki á neinn hallað þótt sagt sé að FH-ingar hafi allt að því stolið sigri á Þór í 8 liða úrslitum bikarkeppn- innar í handknattleik á Akur- eyri á fimmtudagskvöldið. Lokatölurnar urðu 28:29 og tókst Þórsurum að velgja efsta liði 1. deildar svo undir uggum að tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit og þegar þau loksins fengust var varla hægt að tala um að þau væru sanngjöm. Þórsarar fengu fjöl- mörg tækifæri til að gera út um leikinn en þrátt fyrir að það hafi ekki tekist er ástæða til að óska liðinu til hamingju með þennan frábæra leik. Hver hefði trúað því að FH-ingar myndu stíga villtan dans af fögnuði þegar þeir væru búnir að ieggja 2. deildarlið að velli? Þórsliðið hefur sýnt og sannað að það er reiðubúið í 1. deild- ina og það verður mikið slys ef það leikur ekki þar á næsta ári. Kristján Arason, þjálfari FH, var ánægður með sigurinn og sagði leikinn hafa verið mjög erf- iðan. „Við spiluðum kannski ekki eins og við gerum best en þeir léku mjög vel og það er synd að þetta lið sé fallið út úr keppn- inni. Þeir spila eins og gott 1. deildarlið, agaðan og skemmti- legan handbolta, og ég er virki- lega hrifinn af þeim,“ sagði Kristján. Leikurinn var jafn fyrstu mín- úturnar en um miðjan fyrri hálf- leik voru FH-ingar greinilega búnir að ná undirtökunum og höfðu á tímabili 4 marka forskot. Þórsarar tóku hins vegar mikinn endasprett og staðan í hléi var 13:14. í seinni hálfleik léku Þórsarar enn betur og munaði þar mestu um að vörnin fór að láta finna fyrir sér og Hermann byrjaði að verja eins og berserkur í mark- inu. Liðið jafnaði leikinn, 18:18, eftir 14 mínútur og þegar á leið virtist Þór ætla að standa uppi sem sigurvegari. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka var staðan 22:20 fyrir Þór og liðið með boltann en þá fór reynslu- leysið að segja til sín. FH-ingar náðu að minnka muninn í 1 mark rúmri hálfri mínútu fyrir leikslok og Þórsarar hófu sókn. En í stað þess að reyna að „fiska“ aukakast til að vinna tíma lét liðið dæma á Ole Nielsen átti frábæran leik fyrir Þór og skoraði 9 glæsileg mörk. Hér er eitt þeirra í fæðingu og Hans Guðmundsson kemur engum vörnum við. Mynd: Golli sig töf og Hans Guðmundsson jafnaði leikinn 7 sekúndum fyrir leikslok og flautað var til fram- lengingar. Það er skemmst frá því að segja að hún var í járnum allan tímann en FH-ingar náðu að jafna 25:25 á síðustu sekúnd- unum og framlengja varð aftur. Þórsarar voru þá komnir yfir 28:27 en FH-ingar jöfnuðu og Hans Guðmundsson skoraði svo sigurmarkið fjórum sekúndum fyrir leikslok. Tæpara mátti það ekki standa og úrslitin hefðu sem best getað orðið önnur, ekki síst ef Þórsarar hefðu ekki misnotað 5 af 6 vítaköstum sem þeir fengu. Þrátt fyrir ósigurinn var Jan Larsen, þjálfari Þórs, ánægður með leik sinna manna. „Strák- arnir sýndu að þeir geta spilað góðan handbolta og ég er ánægð- ur með frammistöðu þeirra. Við fengum tækifæri til að klára þetta Systir okkar og mágkona, BIRNA INGIMARSDÓTTIR, sem andaðist miðvikudaginn 11. des verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 16. des. kl. 13.30. Þórdfs Ingimarsdóttir, Arnþrúður Ingimarsdóttir, Jón Kristinsson, Halldóra Ingimarsdóttir, Jóhann G. Benediktsson, Oddný Ingimarsdóttir, Jóhann Ingimarsson, Guðrún Helgadóttir, Ingimar Ingimarsson, Sigríður Sigurgísladóttir. Þá rauður loginn brann Viðtöl Haraldar Jóhannssonar vió ýmsa forystumenn sósfalisma og verkalýóshreyfingar, lífs og lióna en þeir fengu líka sín færi. Aðal- atriðið er við náðum að sýna að við erum með gott lið og getum gert góða hluti þegar við fáum stuðning. Akureyringar geta eignast tvö 1. deildarlið og von- andi fáum við stuðning til að gera það að veruleika." Það eru ekki mörg lið sem hafa náð að standa uppi í hárinu á FH- ingum í vetur og það eitt er afrek hjá 2. deildarliði. Þórsliðið lék frábærlega í sókninni allan tímann, vörnin var svolitla stund í gang en mjög sterk þegar á leið. Liðsheildin er eitt sterkasta vopn Þórsara en ekki verður hjá því komist að nefna tvo menn sér- staklega, Ola Nielsen og Her- mann Karlsson, sem báðir léku geysilega vel. Hjá FH var Kristján mjög sterkur og ógnandi og Hans var drjúgur, sérstaklega á lokamínút- unum. Þess má geta að Berg- sveinn Bergsveinsson, markvörð- ur, fékk skot í höfuðið og var fluttur á sjúkrahús í upphafi seinni hálfleiks. Haraldur Ragnarsson tók stöðu hans og stóð sig vel. Mörk Þórs: Ole Nielsen 9, Sævar Árna- son 7, Rúnar Sigtryggsson 4, Atli Rún- arsson 3, Jóhann Samúelsson 3/1, Ingólf- ur Samúelsson 2. Hermann Karlsson varði 14/1 skot. Mörk FH: Hans Guðmundsson 11/4, Kristján Arason 7/1, Hálfdán Þórðarson 3, Sigurður Sveinsson 2, Gunnar Bein- teinsson 2, Pétur Petersen 2, Þorgils Ótt- ar Mathiesen 2. Haraldur Ragnarsson varði 13/2 skot og Bergsveinn Berg- sveinsson 5/3. Dómarar: Guðmundur Stefánsson og Arnar Kristinsson. Voru mikið í sviðs- ljósinu og það kann sjaldnast góðri lukku | að stýra. Eiga að geta mun betur. BBókaútgáfan Hildur AUÐBREKKU 4 - 200 KÓPAVOGUR SÍMAR 91-641890 0G 93-47757

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.