Dagur - 14.12.1991, Page 28

Dagur - 14.12.1991, Page 28
Héraðsnefnd Vestur-Húnvetninga: Aukið fé tíl atvmnumála Héraðsnefnd V-Húnvetninga tók fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 1992 á fundi sínum þann 11. des. sl. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að auka fjárveit- ingar til atvinnumála. Fjárhagsáætlunin hljóðar upp á rúmar tólf milljónir króna, en áætlunin fyrir árið sem er að líða var rúmar níu milljónir. Hækk- unin er því töluverð eða þrjár milljónir króna. Aðallega eru það atvinnumál sem meira fé er veitt til og kemur það m.a. til af stofnun hagfélags fyrir héraðið. Einnig er reiknað með 600 þús. krónum til nýstofnaðs ferðamála- félags og að sögn Ólafs B. Ósk- arssonar, oddvita héraðsnefndar- innar, á að verja því fé til kynn- ingarstarfs og auglýsinga fyrir sveitarfélögin. Aðrir liðir áætlun- arinnar eru svipaðir og venju- lega. SBG Bæjarstjórn Sauðárkróks: Mótmælir fyrir- ætíunum ríkisstjómar Bæjaryfirvöld á Sauðárkróki tóku fyrir hugmyndir ríkis- stjórnarinnar um flutning á nýjum verkefnum frá ríkinu og yfir á sveitarfélögin á fundi þann 12. des. sl. í framhaldi af því var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Bæjarráð Sauðárkróks mót- mælir harðlega þeim fyrirætlun- Röskun á innanlandsflugi: Iitil áhrif á póstinn Gísli Eyland, stöðvarstjóri Pósts og síma á Akureyri, segir að stöðvun innan- landsflugs Flugleiða nú um helgina komi ekki til með að hafa teljandi áhrif á flutn- inga pósts milli Akureyrar og Reykjavikur, sem og til útlanda. Gísli segir að bögglapóstur sé að jafnaði fluttur með áætl-' unarbifreiðum Norðurleiðar en bréfapóstur með flugi en þessa daga verði landflutning- arnir eingöngu notaðir. Um miklar tafir verði því ekki að ræða. Síðasti dagur til að skila pósti sem ná þarf á áfangastað á Norðurlöndum fyrir jól er á mánudag og segir Gísli að röskun innanlandsflugsins breyti því ekki en ekki skaði að fólk komi sem mestu frá sér af pósti í dag en þá verður afgreiðsla Pósts og síma á Akureyri opin til kl. 16. JÓH um ríkisstjórnar Davíðs Odds- sonar að flytja ný verkefni yfir á sveitarfélögin í Iandinu um leið og tekjur sveitarfélaganna verði skertar. Þá skorar bæjarráð Sauðár- króks á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að standa fast gegn öllum kröfum af hálfu ríkisvaldsins, gagnvart sveitar- félögunum. Á það jafnt við hvort heldur er um skerðingu á tekjum þeirra að ræða, eða flutning nýrra verkefna til sveitarfélag- anna án þess að tekjur fylgi.“ SBG Börnin á Síðuseli drógu ekki af sér í laufabrauðsgerðinni í vikunni. Mynd: Golli Flugfélag Norðurlands: MiMð að gera í leiguflugí - í framhaldi af stöðvun innanlandsflugs Flugleiða Flugfélag Norðurlands mun fyrirsjáanlega fljúga nokkrar ferðir í leiguflugi milli Akur- eyrar og Reykjavíkur í dag og næstu tvo daga. Ástæða þess er að flug Flugleiða leggst nið- ur þessa daga vegna verkfalls hlaðmanna Flugleiða í Reykja- vík sem félagar eru í Dagsbrún. Sigurður Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands, segir að þegar félagið fljúgi til Reykjavíkur í leiguflugi hafi vélarnar að jafnaði ekki ver- ið afgreiddar hjá Flugleiðum og því sé félagið á engan hátt að brjóta á verkfallsfólki. Sigurður segist reikna með að jafnframt auknu annríki í leigu- flugi þessa daga komi fleiri far- þegar til með að nýta sér flugið frá Akureyri til Keflavíkur. Hann reiknar með að Metró-vél félagsins verði notuð í leiguflugið en hún er 19 sæta. „Við höfum gert ráð fyrir að þetta geti orðið 3-5 flug á dag og við höfum þegar fengið talsverðar beiðnir um leiguflug. Þetta ræðst af eftir- spurninni en við vitum að margir farþegar á þessari flugleið hafa breytt ferðaáætlunum sínum vegna aðgerðanna hjá Flugleið- um,“ sagði Sigurður. Vegna verkfalls flugafgreiðslu- fólks í Reykjavík fellur áætlun- arnarflug FN niður milli Húsa- víkur og Reykjavíkur í dag og á morgun en áætlunarvélarnar hafa verið afgreiddar hja Flugleiðum á Reykjavíkurflugvelli JÓH Árskógsströnd: Innbrotí rækjuverk- smiðjuna Árver Sem komið hefur fram í Degi liggur vinna niðri í rækjuverk- smiðjunni Árveri á Árskógs- strönd. Sl. miðvikudag var lög- reglunni á Dalvík tilkynnt um innbrot í verksmiðjuna. „Lögreglumenn á Dalvík jafnt sem rannsóknarlögreglumenn frá Akureyri fóru strax á staðinn og tilkynning barst. Þjófarnir höfðu brotið upp hurð og látið greipar sópa. Verkfærum var stolið sem og vélum og rafsuðutransa. Áætl- að verð þess sem stolið var er um 300 þúsund. Rannsóknarlögregl- an á Akureyri hefur málið til rannsóknar," sagði talsmaður lögreglunnar á Dalvík. ój Fiskvinnslufólk á Húsavík: Skerðingu sjómanna- afsláttar mótmælt Aðalfundur deildar fiskvinnslu- fólks innan Verkalýðsfélags Húsavíkur var haldinn í fyrra- dag. Þar var samþykkt ályktun gegn fyrirhugaðri skerðingu sjómannaafsláttar. „Aðalfundur deildar fisk- vinnslufólks innan Verkalýðsfé- lags Húsavíkur, haldinn 12. des- ember 1991, mótmælir þeim fyrirhuguðu áformum stjórn- valda að hrófla við sjómanna- afslætti. Jafnframt mótmælir fundurinn harðlega þeirri fullyrð- ingu sem fram hefur komið hjá stjórnvöldum að fiskvinnslufólk styðji þau áform sem uppi eru um skerðingu sjómannaafslátt- ar,“ segir í ályktuninni. Aðspurður um þessa ályktun sagði Aðalsteinn Baldursson, starfsmaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, að ljóst sé að fisk- vinnslufólk standi við hliðina á sjómönnum í þessu máli. JÓH Bóka- og plötusölulisti liðinnar viku: Iifróðurinn hans Ama selst best Lífróður Árna Tryggvasonar hefur tekið afgerandi forystu í bókasölu á Norðurlandi, ef marka má upplýsingar frá sex bókabúðum á Akureyri, Húsavík og Sauðárkróki um bókasölu í liðinni viku. Líf- róðurinn er söluhæst í öllum verslununum. Athyglisvert er að í fimm efstu sætunum eru sömu bækurnar og í síðustu viku, en þær hafa skipt um sæti frá því á laugardag fyrir viku. En svona lítur sölulist- inn út: 1. Lífróður Árna Tryggvasonar - Ingólfur Margeirsson. 2. Mitt er þitt - Þorgrímur Þráinsson. 3. Hernámsárin - Jón Hjaltason. 4. Fyrirgefning syndanna - Ólafur Jóhann Ólafsson. 5. Ævisaga Kristjáns Eldjárn - Gylfi Gröndal. 6. Bláskjár - Franz Hoffmann. 7. ERRÓ - Aðalsteinn Ingólfss. 8. Akureyri, bærinn við fjörðinn - Pálmi Guðmundsson/Rafn Kjartansson. 9. Lífsháski Jónasar - Svanhildur Konráðsdóttir. 10. Besti vinur - Andrés Indriðason. Allnokkrar sviptingar hafa orðið á listanum yfir söluhæstu hljómplötur á Norðurlandi. Sál- in hans Jóns míns rígheldur þó í efsta sætið og er á toppnum í öllum hljómplötuverslunum í könnun okkar nema Hljóm- deild Kaupfélags Skagfirðinga þar sem Geirmundur rauk beint á toppinn. Geirmundur kemur sterkur inn á listann og Todmobile og Savannatríóið komast einnig inn, en Egill Ólafsson, U2 og Tina Turner verða að bíta í gall- súrt jólaepli. Listinn lítur þann- ig út: 1. Sálin hans Jóns míns - Sálin hans Jóns míns. 2.-3. Geirmundur Valtýsson - Á fullri ferð. 2.-3. Ný dönsk - De Luxe. 4. Ymsir flytjendur - Minningar. 5. Bubbi Morthens - Ég er. 6. Sléttuúlfarnir - Undir bláum mána. 7. Rokklingarnir - Það er svo undarlegt. 8. Todmobile - Ópera. 9. Bryan Adams - Waking up the neighbours. 10. Savannatríóið - Eins og þá. Skammt undan sveima svo Rúnar Þór, Ríó, Sororcide, Forskot á sæluna, Edda Heið- rún, Dengsi og fleiri. óþh/SS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.