Dagur - 04.01.1992, Side 5

Dagur - 04.01.1992, Side 5
Laugardagur 4. janúar 1992 - DAGUR - 5 Efst í huga Svavar Ottesen Væntiþess að nýja árið verði gott og gjöfult Þaö sem flestum er efst í huga á nýju ári er hvaö áriö ber í skauti sér og hvaö hæst ber í minningunni um áriö sem var aö kveðja. Ársins 1991 verður eflaust minnst í mannkynssögunni sem ársins er skipulag kommúnismans hrundi til grunna og stór-Rússland leið undir lok, en í staðinn koma mörg sjálfstæö ríki, sem sennilega hafa nána samvinnu í mörgum málum. Innanlands er sjálf- sagt efst í huga fólks stjórnarskiptin á árinu og gjörbreytt stefna í mörgum málum, sem valdiö hefur miklum deil- um í þjóöfélaginu, sem ekki er séö fyrir endann á. Það er í sjálfu sér ekkert óeölilegt við það aö skipt sé um ríkisstjórn aö afloknum kosningum. Þaö er eðli lýö- ræöisins. Hitt er miklu alvarlegra aö stjórnmálamenn geri allt annaö en lof- að var fyrir kosningar. Því var lofað fyrir kosningar aö skattar hækkuöu ekki, persónuafsláttur yröi hækkaður og kjör fólks almennt myndu batna. En því miður hefur ekkert af þessu ræst. Held- ur hafa efnahagssérfræöingarnir keppst viö undanfarna mánuöi aö draga upp þá dekkstu mynd af því sem framundan er í efnahagsmálum þjóö- arinnar á þessu nýbyrjaða ári. Þá hafa landsfeöurnir ekki látið sitt eftir liggja og málað skrattann á vegginn. Nú er svo komið aö mörgum málsmetandi mönnum í þjóðfélaginu þykir alltof langt gengiö í bölsýnisspánum og benda réttilega á aö íslendingar hafa margoft á undanförnum áratugum orö- iö fyrir barðinu á aflasamdrætti og ann- arri óáran og alltaf unniö sig út úr vand- anum. Þaö sem fer mest í taugarnar á láglaunafólki er þegar máttarstólpar í þjóöfélaginu eru kallaöir til í sjónvarpi til aö lýsa erfiðleikunum og segja aö allt sé svart og menn veröi aö heröa „ólarnar". Yfirleitt eru þessir ágætu menn meö 400-800 þús. kr. laun á mánuöi og draga verður stórlega í efa aö þeir hafi hugmynd um hvað þeir eru aö segja, þegar þeir eru aö tala niöur til láglaunafólksins og segja því aö draga saman seglin. Væri ekki ráð fyrir fjöl- miölafólk aö ræða viö fólk meö 60-80 þús kr. mánaðarlaun og spyrja þaö aö því hvernig það nái endum saman? Ef viö lítum okkur næst hér á Eyja- fjaröarsvæöinu, þá er þaö trú mín, þrátt fyrir allar svartsýnisspár, aö þetta nýja ár veröi okkur gott og gjöfult. Sannleikurinn er nefnilega sá aö undangengin ár hefur enginn upp- gangur veriö á þessu svæöi og fólk er því undir þaö búiö aö lifa viö ástandið eins og þaö er. Og þrátt fyrir allt hefur fólki fjölgaö á svæðinu og menn hafa lítinn hug á aö flytja á suðvesturhornið. Fjölmiðlar Þiöstui Haraldsson Vaöið úr einu í annaö í upphafi árs Um hátíðirnar fara fjölmiölarnir í sparifötin og sýna bestu hliðar sínar. Einkum á þetta við um Ijósvakamiðlana því blöðin eru oftast uppfull af skylduefni á borð við jólagátur, annála og upp- talningar á því hvar hægt er aö fá ýmsa þjónustu þessa háheilögu daga. Allt er þetta vissulega hið besta efni en þrengir óneitanlega að mögu- leikum blaðanna á að gera sérstaklega vel við lesendur sína um hátiðina. En ég var að tala um spariföt og sú einkunn átti afar vel viö Sjónvarpið okkar allra. Þar var dagskráin mjög vönduð og hlutur innlends efnis stór. Þar stendur að mínum dómi hæst mynd sem gerð var um myndlistarmanninn Sverri Har- aldsson og sýnd sunnudaginn milli hátíða. Þar voru áhugaverðu lífshlaupi gerö verðug skil. Og af erlendu efni hlýt ég að nefna hina skandínav- ísku framhaldsmynd í góðu skyni eftir þá meist- ara Bille August og Ingmar Bergman. Þessir þættir voru í sama flokki og það efni sem mér hefur fundist hvað best í sjónvarpinu, Fanny og Alexander eftir téðan Bergman og hina dönsku sápu Matador. í þeim hefur fariö saman gott handrit, afbragðs leikur og falleg myndataka, sum atriöín sem við fengum aö sjá um hátíðina voru hreinasta augnakonfekt. Ég sá ekki nema hluta af áramótaþætti Rásar tvö og Sjónvarpsins á gamlársdag en það sem ég sá réttlætti fyllilega flutning þessara ágætu uppgjörsþátta af rásinni yfir á skerminn. Forset- inn stóö fyrir sínu að vanda og pólitíkusarnir reyndu að vera afslappaöir og mannlegir og tókst það öllum nema fslendingi ársins, hann sat pikkfastur í fortíðarvandanum. Og svo var það áramótaskaupið, þessi ómissandi partur af því aö vera íslendingur. Að vanda var þar að verki landsliöiö úr leikarastétt undir stjórn Ágústs Guðmundssonar. Það voru gömlu mennirnir sem slógu í gegn, Rúrik og Gísli voru hreint óborganlegir sem aldurhnignir popparar. f heild var skaupið í sæmilegu meðal- lagi en á mínum bæ þótti mönnum stjórnmála- menn vera einum of plássfrekir, það er hægt að hlægja að ýmsum öðrum en þeim. Og vendi ég þá mínu kvæöi i kross. Nú er komið nýtt ár og farið að sfga á seinnihluta þess tíma sem stjórn Nýmælis hf. gaf sjálfri sér til þess að búa til nýtt blað. Ef marka má áramóta- ávarp Steingríms Hermannssonar í Tímanum er kominn einhver kengur í þær umræður og á honum að heyra að ekki sé eins líklegt og áöur að nýja blaðið verði að veruleika. Reyndar hefur teiknum um það fjölgað að undanförnu aö erfiðlega gangi að koma krógan- um á koppinn. Stjórn Stöövar 2 féll frá því að fjárfesta I nýja blaðinu þótt ekki væri lokað fyrir það aö einstakir hluthafar gerðu það. Eins var haldið opnum möguleikanum á að Stöö 2 semji við nýja blaðið um að dreifa Sjónvarpsvísi hennar með helgarblaðinu. Ráðstafanir Framsóknarmanna vegna útgáfu Tímans eru þó enn merkilegri. Enn er talað um nýja blaðiö sem raunhæfan möguleika en samt er skipt um ritstjóra og boöað aö nú skuli hafin herferö til söfnunar nýjum áskrifendum. Jafn- framt er stofnaö nýtt hlutafélag um reksturinn og peningum eytt I að flikka upp á útlit blaðsins. Ég játa það að þetta er stjórnkænska sem er ofar mínum skilningi. Hvað er ætlunin að bjóða nýjum áskrifendum Tímans? Er veriö aö selja þeim blaö sem kannski hættir að koma út eftir 3- 4 mánuði? Og ef meiningin með því aö stofna nýtt hlutafélag er að minnka ítök flokksins I blað- inu, hvers vegna er þá ákveðið um leið aö láta þingmenn skipta meö sér verkum viö ritstjórn? líklegasta skýringin á þessu dularfulla and- láti og upprisu Tímans er sú að útgefendur hans hafi misst trúna á að nokkuö veröi úr stofnun nýja blaösins. Þeim lýst aö öllum líkindum held- ur dapurlega á aö stofna blaö með útgefendum Þjóöviljans og Alþýðublaösins einum saman. Fái nýja blaðið ekki víðari grundvöll en flokks- blöðin þrjú er hætt viö því aö þaö verði ekki sú löngu tímabæra endurnýjun á íslenskum blaöa- markaöi sem beðiö hefur verið eftir. Kannski væri leiðin að gera Nýmæli aö almenningshluta- félagi og boða opinn fund. Þaö hefur stundum gefist vel. Vorönn Hljómskólans Vikuna 6.-10. jan. hefst innritun á vorönn skólans. Innritun fer fram á skrifstofu skólans Gránufélags- götu 4 (JMJ húsið) á III. hæð milli kl. 9 og 17. Sími skólans er 11880. Nemendur sem stunda nám við skólann og ætla að halda áfram námi á vorönn eru beðnir að staðfesta eldri umsóknir tímanlega með greiðslu eða greiðslufyr- irkomulagi. Annaskipti skólans eru 25. janúar 1992. Kennt verður í eftirfarandi greinum: Fornám Tónföndur frá 4-7 ára - Kennari: Örn Viðar. Klassískur gítar frá 4 ára - Kennarar: Örn Viðar og Halldór Már. Rafgítar frá 8 ára - Kennari: Kristján Edelstein. Þjóðlagagítar frá 12 ára - Kennarar: Örn Viðar og Sigríður Arnar. Hljómborð frá 8 ára - Kennari: Kristján Edelstein. Trommur frá 10 ára - Kennari: Karl Petersen. Hliðargreinar 6.-8. stig - Kennari: ívar Aðalsteinsson. Enn er verið að athuga kennslu á rafbassa og munnhörpu, auglýst síðar. Sérstök áhersla verður lögð á fullorðins kennslu á vorönn skólans á dægurlagabrautum (gítar, hljómborð). Visa - Euro - Samkorta þjónusta. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Laus er staða sérfræðings við Barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Staðan veitist frá 1. febrúar nk. í 6 mánuði. Umsóknum skal skilað til framkvæmdastjóra sjúkra- hússins fyrir 15. janúar nk. Allar frekari upplýsingar veitir Baldur Jónsson yfir- læknir í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Starf meinatæknis við Meinafræðideild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar n.k. Frekari upplýsingar veitir Þorgeir Þorgeirsson yfir- læknir og Fanney Kristbjarnardóttir deildarmeina- tæknir. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. MARKAÐSSTJÓRI Folda h.f. á Akureyri er nýtt opið hlutafélag, sem starfrækir tvær framleiðsludeildir, fatadeild og vef- deild. Starfsmannafjöldi er rúmlega 130. Stærsti hluti framleiðslunnar fer til útflutnings. Við leitum að markaðsstjóra fyrir fatadeild. Æski- legt er að umsækjandi hafi reynslu í markaðssetn- ingu og sölu erlendis og hafi háskólapróf í viðskipta- fræði, markaðsfræöi eða hliðstæðu námi. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir að senda umsókn til: Folda h.f. „Markaðsstjóri“ Pósthólf 100, 602 Akureyri. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað. Umsóknarfrestur er til 15. jan. nk. Nánari upplýsingar veitir Baldvin Valde- marsson, framkvæmdastjóri i sima 96-21900.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.