Dagur - 04.01.1992, Síða 11
Laugardagur 4. janúar 1992 - DAGUR - 11
Börn sr. Þórhalls,
f.v. Björg, Anna
Krlstín og
Höskuldur Þór.
Texti: Jóhann Ólafur Halldórsson
Aðalmynd: Golli
Þórhallur og Þóra Steinunn sátu á Mööruvötlum á 14 ár.
koniið að l'ólk lítur þaft útgönguleið frá vantla
sínum að leysa upp hjónahandið til að auka
ráðstöfunartekjur sínar. einu leiðina til að
hjarga sér og sínum að sundta fjölskyldunni.
eins og hefur orðið hlutskipti æ fleiri í seinni
tíð. þá sé eitthvað mikið að.
Við höfuni í sannleika sagt ekki haft
nokkra stefnu. Islendingar. í fjölskyldumálum
og síst þá að miða þær leikreglur sem við setj-
um við þá forsendu að fjölskyldan geti lifað
af. Eða livers á sá að gjalda sem verður til-
neyddur að sæta því að skuldir lians rjúka upp
úr öllu valdi m.a. af því að ríkið þarf að auka
tek jur sínar með hækkuðum þjónustugjöldum
eða hækkun á söluvörúm svo sem áfengi og
tóbaki. sem hækkar framfærsluvísitöluna og
síðan lánskjaravísitöluna og þar með lánin.
Og enn virðist eiga að beita sömu úrræðum?
Og hvers á sá að gjalda sem vegna fram-
færsluskyldu á fjölskyldu en um leið
skammarlega lágra launa verður tilneyddur að
taka ián með þei.m afarkostum sem héreru. en
er svo fyrr en varir kominn á uppboð með'allt
sitt þrátt fyrir þrotlaust strit og í mörgum til-
fellum einnig neyslu sem aðeins er brot af því
sem húsbóndi lians leyfir sér?
Við búum betur en margir aðrir og við eig-
um góða stjórnarskrá. islendingar. En hvers
virði er t.d. ákvæðið um friðhelgi heimilisins
þegar ofurvaldi mammons hefur verið tryggð-
ur forgangsréttur til að ganga með fjárkröfur
inn á innsta gatl heimilisins og rýja tjölskyld-
urnar jafnvel öllu nema sængurfötum og rúm-
stæðinu einu? Og hvers virði er ákvæðið um
eignaréttinn þegar unnt er færa svo til eignir
eftir blindu og sjálfvirku lögmáli. sem lolk
getur engin áhrif haft á. þangað til það er að
lokum öllu svift. I gjaldþrotalögum flestra
vestrænna ríkja eru þau takmörk sett til vernd-
ar tjölskyIdunni. að eftir standi a.m.k. lág-
marks húsnæði og viðurværi fyrir fjölskyld-
una - nema hér." Eg óttast þó að þessi
mamnionsdýrkun síðustu ára. sem hefur sett
peningana og hin peningalegu gildi á
óhagganlegan goðastall. hafi þegar valdið
svo geigvænlegri eignatilfærslu í landinu og
rýrt svo hlut heimilisins og fjölskyldunnar.
a.m.k. hjá þorra almúgafólks, að seint verði
skaðinn bættur og seint brúað milli ríkra og
fátækra með öllum þeim félagslegu vanda-
málum sem því kann að fylgja, hvað þá ef við
ætlum að halda áfram á sömu braut.? - Ég
kalla á ábyrgð stjórnvalda og löggjafans að
þessu leyti. Ég kalla á ábyrgð bankakerfisins
og annarra lánastofnana. Ég kalla á ábyrgð
allra þeirra sem vita innst inni að þetta getur
ekki gengið svona mikið lengur.”
Hvað er til ráöa?
,.Jú. við þurfum í fyrsta lagi annað verðmæta-
mat en það sem mælir lífshamingjuna á vog-
arskálum peninga. vaxta og verðbóta. Við
þurfum að breyta viðhorfinu til heimilisins og
vinna uppeldishlutverkinu og umönnunar-
störfum á heimilinu virðingar á ný og al-
mennrar viðurkenningar. Framtíðina sé ég hjá
heimilunum og í þeim störfum sem þar verða
unnin en ekki í því að reisa nýjar og nýjar
stofnanir fyrir unga sem gamla, sjúka og fatl-
aða. Hin kristnu lífsgildi kærleika og um-
hyggju. tillitssemi og samhjálpar þarf að hetja
til vegs og leggja aukna rækt við þau í fjöl-
skyldusamfélaginu þar sem tilfinningaböndin
eru sterkust. Þetta sjáum við gerast á jólum og
þá líður okkur líka best. Við þurfum því í raun
nýja efnahagsstefnu. efnahagsstefnu út frá
forsendum heimilisins. sem hefur alla tíð ver-
ið og á að vera hornsteinn í okkar þjóðfélagi.
Hér er því að mínum dómi brýnt að afnema
allar skerðingar vegna hjúskapar og heimilis-
vinnu í stað þess að höggva stöðugt í þann
sama knérunn. Hér þarf að tryggja að öll börn
séu velkomin og öryggi þeirrra sé ekki háð
efnahag foreldranna. Og hér þurfa þeir sem
goldið hafa fyrir mammonsdýrkun undanfar-
inna ára síðast en ekki síst að finna að þeir búa
ekki í miskunnarlausu þjóðfélagi þar sem þeir
eru stöðugt minntir á að herða sultarólina og
aðeins hinn sterkari lifir.”
Viö erum ríkir Islendingar
Sr. Þórhallur segir að víst kunni erfiðir tímar
að vera framundan en sá barlómssöngur og
úrtölur sem hljómi daglega í eyrum nái þó
ekki nokkurri átt.
„Það er ekki aðeins verið að draga máttinn
úr mönnum til athafna og aðgerða heldur líka
ræna þá kjarki sem síst mega við því. Ég vil að
þeir sem lökust kjör hafa finni að þeir hafi
samúð og skilning en ekki þveröfugt. Á þessu
krepputali eiga fjölmiðlarnir nokkra sök. En
mér hefur líka stundum fundist sem sumir
stjórnmálamenn sitji í einskonar „fíla-
beinsturni," þar sem þeireru óvitandi um kjör
hins almenna borgara. eða a.m.k þeirra sem
berjast í bökkunt. Við verðum að gera okkur
grein fyrir því að dýrkun hinna hörðu gilda
verður að linna og þetta gjaldþrotaástand sem
hér hefur ríkt er ekki aðeins eitthvert peninga-
dæmi sem hefur mistekist. Þetta er mannlegur
harmleikur sem leiðir af sér vansæld. óham-
ingju og upplausn í mörgum hjónaböndum og
fjölskyldum. Menn ganga áfram sárir og það
virðist enginn í þessu þjóðfélagi hafa opinber-
ar skyldur til að liðsinna þeim sem lenda í
þessum hremmingum. Því gengur þetta fólk
aftur út í lífið án þess að hafa gert þessa sáru
reynslu upp við sig og án þess að augu þeirra
hafi opnast fyrir því hvað fór úrskeiðis og er
því í þeirri hættu að sama sagan endurtaki sig.
Þjóðfélagið er því að bregðast þessu fólki."
Heimiliö er hornsteinninn
„Ég tel að sú hugarfarsbreyting þurfi að
verða að allar stjórnvaldsaðgerðir eða laga-
setningar verði látnar þjóna því meginmark-
miði að vernda og styrkja hag fjölskyldunnar
og heimilisins og ganga út frá því hver sem
fjölskyldugerðin er. Hafi þær ekki slíka við-
rniðun eru þær dæmdar til að missa marks að
mínum dómi og eru stefnulausar handahófs-
aðgerðir á hvaða sviði þjóðlífsins sem er. Við
höfum ekki efni á því að leysa vanda þjóðar-
búsins endalaust á kostnað þeirra sem minna
mega sín eða á kostnað heimilanna, á kostnað
barna, sjúkra eða gamalla. Við eigum mörg
önnur ráð. eins og ég hef bent á,“ segir sr. Þór-
hallur.