Dagur - 04.01.1992, Side 16

Dagur - 04.01.1992, Side 16
16 - DAGUR - Laugardagur 4. janúar 1992 Dagskrá FJÖLMIÐLA Sjónvarpið Laugardagur 4. janúar 14.00 Beint í mark. Endursýndur þáttur frá gamlársdegi. 15.30 Styðjum strákana. Bein útsending úr Laugar- dalshöll þar sem fram fer pressuleikur í handknatt- leik. Fjölmargir listamenn koma fram til stuðnings landsliðinu. Úrslit dagsins verða birt um klukkan 17.50. 18.00 Múmínálfarnir (12). 18.30 Kasper og vinir hans (37). (Casper & Friends.) 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Poppkorn. 19.30 Úr ríki náttúrunnar. Hreiðursögur. (Wildlife on One - Nest Side Story.) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Fyrirmyndarfaðir (13). (The Cosby Show.) 21.10 Frank Sinatra í Osló. Seinni hluti. 22.15 í skugga hrafnsins. íslensk bíómynd frá 1988. Hér er sögð sagan af Trausta, ungum manni sem flytur heim að loknu prests- námi í Noregi. Hann kynnist ísold, ógiftri móður, og er kastað inn í hringiðu örlag- anna á miklum ófriðartímum í íslandssögunni. Aðalhlutverk: Tinna Gunn- laugsdóttir, Reine Brynjolfs- son, Egill Ólafsson, Sveinn M. Eiðsson, Helgi Skúlason, Kristbjörg Kjeld og Sune Mangs. 00.15 Barnsránið. (No Crying He Makes). Bresk sakamálamynd frá 1989, byggð á sögu eftir Ruth Rendell. Ungabarn hverfur úr barnavagni og Wexford lögreglufulltrúa er falið að upplýsa málið. Aðalhlutverk: George Baker og Christopher Ravenscroft. 01.35 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 5. janúar 13.20 Lífsbarátta dýranna. Þriðji þáttur: Mörg er matar- holan. Þátturinn var áður á dagskrá 15. desember en verður endursýndur vegna þess að þá var sjónvarpslaust á Suð- ur- og Vesturlandi. 14.10 Sæbörnin. (The Water Babies). Bresk/pólsk ævintýramynd frá 1978, þar sem saman fer leikur og teiknimyndakaflar. Sögusviðið er ýmist Bretland fyrir hálfri annarri öld eða óþekktir undraheimar og söguhetjumar em gallagrip- ir og gott fólk. Aðalhlutverk: James Mason, Billie Whitelaw, Bernard Cribbins og Joan Greewood. 15.40 Árni Magnússon. Seinni hluti. 16.30 Ef að er gáð (1). Fyrsti þáttur: Hjartagallar. íslensk þáttaröð um börn og sjúkdóma. 16.40 Lífsbarátta dýranna (5). Fimmti þáttur: Ratvísi. (The Trials of Life). Breskur heimildamynda- flokkur í tólf þáttum þar sem David Attenborough athug- ar þær furðulegu leiðir sem h'fvemr hvarvetna á jörðinni fara til þess að sigra í lífs- baráttu sinni. 17.30 í uppnámi (10). Skákkennsla í tólf þáttum. 17.50 Sunnudagshugvekja. Jón Pálsson guðfræðinemi og kirkjuvörður flytur. 18.00 Stundin okkar (11). Fjölbreyttur þáttur fyrir yngstu bömin. 18.30 Sögur Elsu Beskow (5). Afmæli brúnu frænkunnar - fyrir hluti. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Vistaskipti (17). (A Different World). 19.30 Fákar (20). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Svartur sjór af síld. Lokaþáttur. Heimildamynd um síldar- ævintýrið á íslandi. 21.30 Leiðin til Avonlea (1). Fyrsti þáttur. (Road to Avonlea.) Kanadískur myndaflokkur fyrir alla fjölskylduna, byggður á sögu eftir Lucy Maud Montgomery sem skrifaði sögurnar um Önnu í Grænuhlíð. Þættirnir hafa unnið til fjölda verðlauna en í þeim er sagt frá ævintýrum ungrar stúlku. Aðalhlutverk: Sarah Polley. 22.25 Ljóðið mitt. Lokaþáttur. Að þessu sinni velur sér ljóð Guðmundur Arnlaugsson fyrrverandi skólameistari. 22.35 í örugga höfn. (To a Safer Place.) Leikin, kanadísk heimilda- mynd um stúlku sem var misnotuð kynferðislega af föður sínum þangað til hún fór að heiman fjórtán ára. 23.25 Útvarpsfréttir i dag- skrárlok. Stöð 2 Laugardagur 4. janúar 09.00 Með Afa. 10.30 Vesalingarnir. 10.40 Á skotskónum. 11.00 Dýrasögur. 11.15 Lási lögga. 11.40 Maggý. 12.00 Landkönnun National Geographic. 12.50 Skrýtin jólasaga. (Scrooged) Frábær gamanmynd um ungan sjónvarpsstjóra sem finnst lítið til jólanna koma og þess umstangs sem jól- unum fylgir. Eins og í þekktri sögu eftir rithöfund- inn Charles Dickens fær hann til sín þrjá drauga sem eiga að reyna að telja honum hughvarf. Aðalhlutverk: Bill Murray, Karen Allen, John Forsythe, John Glover og Bobcat Goldthwait. 15.00 Þrjúbíó.# Litla risaeðlan. (Land before Time) Skemmtileg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna. Myndin fjallar um unga, munaðar- lausa risaeðlu og vini hennar. 16.05 Tónar á Fróni. 17.00 Falcon Crest. 18.00 Popp og kók. 18.30 Gillette sportpakkinn. 19.19 19:19. 20.00 Fyndnar fjölskyldusög- ur. (Americas Funniest Home Videos.) Þessir vinsælu þættir hefja nú göngu sína á ný. 20.25 Maður fólksins. (Man of the People). Splunkunýr gamanmynda- flokkur um mann sem hefur komið víða við á lífsleiðinni. Svindl, brask og veðmang eru meðal þess sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og reynist það honum góður undirbúningur undir nýja starfið; stjómmál. 20.50 Glæpaspil. (Scene of the Crime). 21.45 á heljarþröm.# (Country). Átakanleg og mögnuð kvik- mynd um fjölskyldu nokkra sem á í stríði við viðskipta- banka sinn. Þeir hjá bankan- um hóta að ganga að veðum fólksins sem þá myndi missa jörð sína. Aðalhlutverk: Jessica Lange, Sam Shepard, Wilford Brimley og Matt Clark. 23.30 Svart regn.# (Black Rain). Hörkuspennandi sakamála- mynd sem svo sannarlega tekur á taugarnar. Banda- rískir lögreglumenn leggja land undir fót til að hafa upp á strokufanga. Leiðin liggur til Japans en þar er skúrkur- inn á heimávelli. Aðalhlutverk: Michael Douglas, Andy Garcia, Ken Takakura og Kate Capshaw. Sranglega bönnuð börnum. 01.30 Lyfsalinn. (Medizinmanner). Lögreglumaðurinn þýski, Schimanski, er í þessari mynd að rannsaka morð á manni þar sem ungur dreng- ur er eina vitnið. Aðalhlutverk: Götz George og Eberhard Felk. Bönnuð börnum. 03.00 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 5. janúar 09.00 Túlli. 09.05 Snorkarnir. 09.15 Fúsi fjörkálfur. 09.20 Litla hafmeyjan. 09.45 Pétur Pan. 10.10 Ævintýraheimur NINTENDO. 10.30 Vesalingarnir. 10.40 í sumarbúðum. (Camp Candy) 11.05 Blaðasnáparnir. (Press Gang) 11.30 Naggarnir. (Gophers). 12.00 Popp og kók 12.30 Atvinnumenn. Fjallað er um Guðmund Torfason. Þetta er endurtek- inn þáttur. 13.25 ítalski boltinn. Bein útsending. 15.20 NBA-körfuboltinn. Fylgst með leikjum í banda- rísku úrvalsdeildinni. 16.25 Stuttmynd. Lucas Hass, sem lék unga drenginn í Vitninu, er hér í hlutverki drengs sem er log- andi hræddur við kjarnorku. 17.00 Listamannaskálinn. (The South Bank Show). í þessum þætti er fjallað um hinn merka leikstjóra Spike Lee sem hefur markað djúp spor í sögu kvikmyndagerð- ar, þótt ungur sé. 18.00 60 mínútur. 18.50 Skjaldbökurnar. 19.19 19:19. 20.00 Klassapíur. (Golden Girls.) 20.25 Lagakrókar. (L.A. Law) Margverðlaunaður fram- haldsþáttur um líf og störf lögfræðinganna hjá MacKenzie-Brackman. Nú er komið að þáttaskilum hjá þeim því síðast þegar við lit- um við hjá þeim voru Michael Kuzack, Victor Sifuentes og Grace Van Owen hætt hjá fyrirtækinu og eru þá góð ráð dýr. 21.15 Gaby - Sönn saga.# (Gaby - A True Story). Átakanleg og sönn mynd um Gaby Brimmer sem hald- in er sjúkdómnum Cerebral Palsy. Líkami hennar er nán- ast lamaður en ekkert heftir huga hennar. Aðalhlutverk: Liv Ullman, Norma Aleandro, Robert Loggia og Rachel Levin. 23.05 Arsenio Hall. Frábær spjallþáttur þar sem gamanleikarinn Arsenio Hall fer á kostum sem spjallþátt- arstjórnandi. Arsenio fær til sín góða gesti og spyr þá spjörunum úr. 23.50 Nautnaseggurinn. (Skin Deep). Skondin gamanmynd um mann sem á erfitt með að neita sér um holdsins lysti- semdir. Aðalhlutverk: John Ritter. Bönnuð börnum. 01.30 Dagskrárlok. Stöð 2 Mánudagur 6. janúar 16.45 Nágrannar. 17.30 Jólin allra barna. 18.10 Litli Folinn og félagar. 18.30 Kjallarinn. 19.19 19:19. 20.10 ítalski boltinn. Mörk vikunnar. 20.30 Systurnar. 21.10 Örlagasaga. (Die Bertinies). Þriðji þáttur af fimm í þess- um vandaða þýska fram- haldsþætti um örlög gy ðingafj ölskyldu. 22.45 Booker. 23.35 Smáborgarar. (The Burbs). Gamanmynd með hinum óborganlega Tom Hanks í hlutverki manns sem veit ekkert skemmtilegra en að eyða sumarfrínu sínu heima við. 01.15 Dagskrárlok. Spói sprettur Þjónusta lögmanna og aðila í byggingariðnaði: Hagsmunir neytenda verði tryggðir með lögum Gamla myndin Stjórn Neytendasamtakanna telur að gera verði þjónustuað- ilum skylt með lögum að leggja fram tryggingar til þess að vernda hagsmuni neytenda. Lögmenn og aðiiar í bygging- ariðnaði eru sérstaklega nefnd- ir í þessu sambandi, enda eru þess mörg dæmi að neytendur hafi orðið fyrir tjóni vegna við- skipta sinna við þessa aðila. Ályktun stjórnar Neytenda- samtakanna er svohljóðandi (samþykkt á fundi 12. desember s.l.): „Stjórn Neytendasamtakanna beinir því til stjórnvalda, að þau hlutist til um að sett verði lög sem skylda þá sem hafa með höndum fjárvörslu fyrir almenning á grundvelli leyfisbundinnar atvinnustarfsemi til að kaupa sér fullnægjandi tryggingar. Bent er á að með lögum nr. 34/ 1986 um fasteigna- og skipasölu er þeim sem þá þjónustu stunda gert að leggja fram tryggingu fyr- ir greiðslu kostnaðar og tjóns sem viðskiptamenn viðkomandi kunna að verða fyrir af þeirra völdum. Pað er falið í vald dóms- málaráðuneytisins að ákveða hver tryggingarupphæðin skuli vera. Benda má á fleiri tilvik, þar sem þjónustuaðilum er skylt að leggja fram tryggingar vegna hagsmuna viðskiptamanna þeirra. Iðulega hafa þjónustuaðilar í höndum verulega fjármuni frá viðskiptamönnum sínum, jafnvel svo mánuðum skiptir, áður en nokkrar efndir geta orðið á skyldu þjónustuaðilans. Pá kunna þjónustuaðilar að hafa tekið við fjármunum frá viðskiptamönnum stnum til varð- veislu og/eða ávöxtunar um nokkurt skeið eða ótímabundið. Það er Ijóst að margir neytendur hafa orðið fyrir tjóni vegna þess að þessir aðilar hafa ekki haft tryggingar. Pað er því brýnt að skylda þá til þess að hafa trygg- ingar. Sérstök athygli er vakin á nauðsyn þess að lögmönnum, sem venjulega hafa verulega fjármuni í vörslu sinni fyrir við- skiptavini sína, verði gert skylt með lögum að hafa tryggingar. Þá er einnig nauðsynlegt að þeir sem stunda byggingarstarfsemi hafi lögboðnar tryggingar, því iðulega eru viðskiptamenn þeirra að hætta aleigu sinni án þess að hafa nokkuð í höndunum annað en samning um að ákveðin fast- eign verði byggð á ákveðinni holu sem er til staðar þá er samn- ingur er gerður milli aðila. Þá er bent á nauðsyn þess að þeir sem taka að sér viðgerðir fyrir fólk, einkum húsaviðgerðir, hafi skyldutryggingu. Þess eru mörg dæmi að þessum aðilum sé greitt fyrir verk án þess að þeir Ijúki við þau. Einnig eru verkin á stundum haldin bótaskyldum göllum, en verktakinn gjaldþrota þegar til á að taka. Meðal annars af framangreind- um ástæðum beina Neytenda- samtökin því til ríkisstjórnarinn- ar að hún hlutist til um lagasetn- ingu sem geri þjónustuaðilum skylt að hafa tryggingar til að tryggja hagsmuni neytenda í við- skiptum við slíka aðila.“ M3-2074 Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/Minjasafnið á Akureyri. Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags telja sig þekkja fólkið á myndinni hér eru þeir vinsamlegast beðnir að koma þeim upplýsingum á framfæri við Minjasafnið á Akureyri (pósthólf 341, 602 Akureyri) eða hringja í síma 24162. Hausateikningin er til að auð- velda lesendum að merkja við það fólk sem það ber kennsl á. Þótt þið kannist aðeins við örfáa á myndinni eru allar upplýsingar vel þegnar. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.