Dagur - 04.01.1992, Page 19

Dagur - 04.01.1992, Page 19
Laugardagur 4. janúar 1992 - DAGUR - 19 Listaval poppsíðunnar fyrir árið 1991 Hér á eftir fylgja listar Poppsíð- unnar yfir það besta í dægur- lagaheiminum á árinu 1991, bæði hérlendis og erlendis. Segja má með sanni að nýliðið ár hafi verið viðburðaríkt í popp- inu og mikið af góðum plötum (diskum) kom út á árinu. A þetta ekki hvað síst við um íslenska tónlist og útgáfu á henni, sem sjaldan hefur verið betri og meiri en nú. Er því ekki hægt annað en að hafa sérlista yfir 10 bestu íslensku plöturnar samhliða lista 10 bestu erlendu platnanna. Þá er listi yfir 10 bestu lögin, bæði íslensk og erlend, auk sambæri- legs lista yfir plötur, sem reyndar hefur birst áður á öðrum vett- vangi. Það er svo rétt að geta þess að þetta listaval er aðalega sett saman til gamans, þannig að ekki ber að taka það of alvarlega. íslenskar plötur 1. GCD Bubbi & Rúnar 2. Sálin hans Jóns míns S.H.J.M. 3. Blue lce Vinir Dóra, Jimmy Dawkins og Chicago Beau. 4. Lucky One KK Band. 5. Tifa, tifa Egill Ólafsson. 6. Kettlingar V.F. og Hendes Verden. 7. Yfir hæðir Rúnar Þór Neil Young með bestu plötuna 1991. 8. De luxe Ný dönsk 9. Tvö líf Stjórnin 10. Ýmsir Stóru börnin leika sér Erlendar plötur 1. Weld Neil Young & Crazy Horse 2. Signals of Salvation Armored Saint 3. On every street Dire Straits 4. Electric Barnyard The Kentucky Headhunters 5. Damr right l’ve got the blues Buddy Guy 6. Ceremony The Cult 7. Shades of two worlds The Allman Brothers B. 8. Strange Affair Wishbone Ash 9. Mr. Lucky John Lee Hooker 10. For the sake of mankind Artch Bestu lögin 1. Nothing else matters Metallica 2. Heimavistin er helvíti Bless 3. Say goodbye to the blues Walter Trout Band 4. Stop Todmobile 5. Ghost town Earl Slick 6. Smells like teen spirit Nirvana 7. Tár eru tár Sálin hans Jóns míns 8. Þófamjúk rándýr GCD 9. I could have lied Red hot chilli peppers 10. Siesta Rúnar Þór 10 bestu plötur ársins 1. Weld Neil Young and Crazy Horse 2. Signals of Salvation Armored Saint 3. On every street Dire Straits 4. Bubbi & Rúnar GCD 5. Electric Barnyard Kentucky Headhunters 6. Sálin hans Jóns míns S.H.J.M. 7. Damnrightl’vegottheblues Buddy Guy 8. Ceremony The Cult 9. Blue lce Vinir Dóra, Jímmy Dawkins & Chicago Beau 10. Shades of two worlds Allman Brothers Band Sálin er bæði með plötuna sína og eitt lag á iista Poppsiðunnar. Hitt og þetta Madonna Eins og getið var um í annáli Poppsíðu, þá voru sögusagnir í desember á kreiki um að drottn- ing poppsins hún Madonna, væri sýkt af alnæmi. Kvað svo rammt að þessum sögusögnum, aö for- mælendur söngkonunnar sáu sig tilneydda til að gefa út sérstaka yfirlýsingu um að ekkert væri hæft í þeim. Orðrómur um alnæmissýkinguna kviknaði er vinur Madonnu, Christopher Flynn að nafni, lést úr sjúkdómnum fyrir nokkru. Hefur síðan hlaðist utan á söguna, þannig að undir þaö síðasta átti að vera von á blaða- mannafundi þar sem Madonna myndi tilkynna formlega að hún væri sýkt. Misheppnaðir styrktartónleikar Það eru fleiri en aðstandendur styrktartónleika til þyrlukaupa, sem lagt hafa upp með góðan Madonna ekki með eyðni. ásetning að undanförnu, en orðið fyrir vonbrigðum. í Brixton Academy tónleikahöllinni í Bret- landi voru nefnilega fyrir skömmu haldnir tónleikar til styrktar eyðni- rannsókna, sem mistókust herfi- lega. Aðeins um 1.800 manns mættu á tónleikana, í höll sem tekur fleiri þúsund gesti. Ekki vantaði þó að tónleikarnir, sem kallast Red, hot and dance og eru partur af heimsátaki, væru illa skipaðir því meðal þeirra sem komu fram voru nýstirnið Seal, Lisa Stansfield og Crystal Waters. Þannig að eitthvað annað en skortur á frægum nöfnum var orsökin fyrir lélegri aðsókn líkt og í Laugardalshöllinni. Vixen hætt Kvennarokkhljómsveitin Vixen, sem náð hafði töluverðri hylli með sínum tveimur fyrstu plötum, Vixen og Rev it up, hefur nú nokkuð óvænt lagt upp laup- ana. Söngkonan Janet Gardner og bassaleikarinn Shane Pedersen hyggjast þó starfa saman áfram og eru að leita að karlgítar- leikara. Hvað hinn helmingur Vixen, Roxy Petrucci trommuleik- ari og Jan Kuehnemund gítarleik- ari hyggst gera, er hins vegar á huldu. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Öldungadeild Innritun í öldungadeild á vorönn fer fram á skrifstofu skólans 7.-10. janúar nk. að báðum dögum meðtöldum. Setning og afhending stundaskráa gegn greiðslu gjalda fer fram miðvikudaginn 15. janúar kl. 18.00 á sal skólans. Kennsla hefst sama kvöld samkvæmt stundaskrá. Viðtalstímar kennslustjóra eru kl. 13.00-15.00 eða eftir samkomulagi. Skólameistari. Þrettánda- flugeldar Opiö í Lundi viö Skógarlund mánudag- inn 6. janúar frá kl. 13-1 Þökkum bæjarbúum og nærsveitafólki veittan stuöning á liðnu ári. Gleðilegt nýtt ár! _ •c s V—I ^7 W 1 r Þ ^ -T^W - ^ m ^ f *—ít- r ^-7— * n—7- AiZ 3— M I r I i —v— .? 3 Kennsla á orgel, hljómborð og rafmagnsorgel Byrjenda- og framhaldskennsla fyrir börn og fullorðna. Innritun og upplýsingar eftir kl. 17 í símum 24769 og 23181. Orgelskóli Gígju. Móðir okkar og tengdamóðir, ELÍSABET INGIBJÖRG SVEINBJÖRNSDÓTTIR er lést 27. desember verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 7. desember kl. 13.30. Randver Karlesson, Arnbjörn Karlesson, Jakobína Sigurvinsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalang- amma, GUÐRÚN PÁLÍNA JÓHANNSDÓTTIR, frá Syðstabæ, verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 4. janúar kl. 14. Hulda Helgadóttir, HaJldor Kristinsson, Sigurbjörg Heigadóttir, María Helgadóttir, Jófríður Helgadóttir, Eiríkur Friðriksson, Sigríður Helgadóttir, Sumarrós Helgadóttir, Klemens Jónsson, Sesselja Helgadóttir, Hörður Jóhannesson, Guðlaug Helgadóttir, Snorri Halldórsson, Ásta Helgadóttir, Kristján H. Jónsson, Birna Eiríksdóttir, Jóhann Helgason, Hildur Magnúsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.